Þjóðviljinn - 15.10.1986, Qupperneq 8
STJÖRNUSTRÍÐ
í KASTLJÓSI
Ljóst er að geimvarnaráœtlun Bandaríkjastjórnar stendur í vegifyrir samkomulagi
stórveldanna um afvopnun. Hver er hernaðarleg ogpólitískþýðing áœtlunarinnar?
Flestir munu nú sammála því að mikil-
vægasti árangur leiðtogafundarins í
Reykjavík var að skilgreina og afmarka
þann ágreining sem ber á milli stórveld-
anna og kemur í veg fyrir að hægt sé að losa
mannkynið undan martröð kjarnorku-
vopnakapphlaupsins. Og nú er öllum ljóst
að ágreiningurinn felst í því hvort Banda-
ríkjamenn skuli hafa rétt til þess að gera
tilraunir með nýja tegund geimvopna úti í
geimnum næstu 10 árin. Vilji þeir falla frá
þessari kröfu sinni bendir allt til þess að
hægt verði að útrýma kjarnorkuvopnum
stórveldanna fyrir næstu aldamót og koma
á gagnkvæmu eftirliti er tryggi að við
samninga þar að lútandi verði staðið.
Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og
ráðgjafar hans hafa lýst stjörnustríðsáætl-
uninni á þann veg að hún muni í framtíð-
inni gera kjarnorkuvopnin „gagnslaus og
úrelt“. Hann segir jafnframt að það sé ein-
mitt stjörnustríðsáætlunin sem hafi knúð
Sovétmenn til samningaviðræðna um
fækkun kjarnorkuvopnanna og að hún sé
trygging Bandaríkjanna fyrir því að „So-
vétmenn gangi ekki á bak skuldbindinga
sinna“. Stjörnustríðsáætlunin sé „lykill að
heimi án kjarnorkuvopna“.
Michail Gorbatsjof aðalritari sovéska
Kommúnistaflokksins segir að Sovétmenn
óttist ekki stjörnustríðsáætlunina í sjálfu
sér. Þeir hafi ýmsar leiðir til þess að svara
henni án þess að leggja út í sambærilegan
kostnað eða smíði sambærilegs kerfis.
Hins vegar hefur hann sagt það rökleysu
að semja um fækkun og eyðingu
kjarnorkuvopna og hefja um leið nýtt
vopnakapphlaup á'nýju sviði, þar sem afl-
eiðingarnar eru ófyrirsjáanlegar. Ekki sé
rökrænt samhengi í því að stöðva vópnak-
apphlaupið á jörðinni og færa það út í
geiminn. Stjörnustríðsáætlunin skapi
óvissu og tortryggni og lýsi á endanum til-
burðum Bandaríkjanna til heimsyfirráða.
í blaðinu í dag reynum við að gera í
stuttu máli grein fyrir því í hverju stjörn-
ustríðsáform Bandaríkjamanna eru fólgin
og leitum auk þess álits nokkurra sérfræð-
inga á hernaðarlegri þýðingu þeirra.
Geimvarnaáætlun Bandaríkj-
anna, sem einnig hefur verið
kennd við „stjörnustríð“ felst í
því að koma upp kerfi sem veita á
varnir gegn iangdrægum eld-
flaugum Sovétmanna sem beint er
gegn skotmörkum í Bandaríkjun-
um. Flugi siíkra eldflauga má
skipta í 4 skeið, lyftiskeið, þegar
flaugin lyftir sér upp úr loft-
hjúpnum sem umlykur jörðina,
skiptiskeið, þegar hún sendir frá
sér kjarnaoddana, renniskeið,
þegar kjarnaoddarnir fljúga á
hraut utan lofthjúpsins og loka-
skeið, þegar þeir koma inn í loft-
hjúpinn aftur og lenda á skot-
markinu. í geimvarnakerfi
Bandaríkjamanna er gert ráð
fyrir því að kerfið sé þess megn-
ugt að leita uppi árásarvopnin á
öllum stigum flugsins og granda
þeim með geislavopnum. Er þá
gert ráð fyrir lagskiptri vörn, þar
sem sérhver hluti kerfisins sjái
um eitt skeið árásarvopnsins.
3 varnarlög
í þessu sambandi er rætt um 3
varnarlög, sem hvert um sig ætti
aö geta eytt um 90% af þeim árás-
arflaugum og kjarnaoddum sem
koma í þess hlut. Fyrsta varnar-
lagið fengi þá í sinn hlut tvö fyrstu
skeiðin í flugi eldflaugarinnar,
sem jafnframt eru mikilvægust af
þeim öllum. í fyrsta lagi gerir hit-
amyndunin í eldflauginni hana
auðvelt skotmark fyrir skynjara
varnarkerfisins og í öðru lagi er
mikilvægast að ná skotmarkinu
áður en kjarnaoddarnir hala ná ð
að dreifa sér á brautir er stefna á
ólík skotmörk. Þannig nást marg-
ir kjarnaoddar í „einu höggi“.
Annað varnarlagið á að granda
þeim kjarnaoddum sem komist
hafa í gegnum fyrsta varnarlagið.
Það er erfiðleikum bundið vegna
þess að oddarnir fljúga nú mót-
stöðulaust án eigin afls og eru því
ekki auðgreindir. í öðru lagi má
gera ráð fyrir því að í fylgd með
oddunum verði alls kyns villu-
hlutir sem árásaraðilinn sendi til
þess að villa um fyrir varnarkerf-
inu. Þriðja varnarlagið á síðan að
taka við af oddunum sem eftir eru
á lokaskeiðinu á leið í gegnum
lofthjúp jarðarinnar, þar sem
auðveldara verður að greina þá.
Tæknibúnaði þeim sem varn-
arkerfið byggir á má skipta í
tvennt:
1) búnað sem ætlað er að
skynja árásarvopnin og miða þau
út, samskipta- og stjómunarbún-
að og tölvubúnað til ákvarðana-
töku,
2) vopn til að eyða eldflaugum
og kjarnaoddum.
Stjórnkerfið
Skynjunar- og stjórnbúnaður-
inn þarf í fyrsta lagi að uppgötva
árásareldflaugina. Það tekur um
90 sekúndur með þeim
skynjunar- og njósnahnöttum
sem nú eru í notkun eða helming
þess tíma sem lyftiskeiðið varir.
Síðan þarf að taka ákvörðun um
hvort hér sé örugglega um árás að
ræða og hvort varnarkerfið eigi
að fara í gang.
Geimvamimar nýtast til árásar
Við lögðurn þær spurningar fyrir tvo eðlisfræðinga
hvort geimvarnakerfi Bandaríkjamanna mætti nýta til
árásar og hvort kerfið væri líklegt til þess að gera kjarn-
Hans Kr. Guðmundsson eðlis-
fræðingur:
Geimvarnakerfið er tvímæla-
laust hægt að nota í árásarskyni
og er auðvelt að ímynda sér að
Sovétmenn líti þannig á málin.
Að vísu er ég ekki viss um að hægt
sé að nota geimvopn sem slík sem
bein árásarvopn, en hinsvegar er
varnarkerfið mjög æskilegur bak-
hjarl þegar árás er gerð, og hafa
margir sérfróðir menn lýst því
yfir að ótti Sovétm^nna við
geimvamakerfið stafi ekki hvað
síst af þessari hættu.
Það má því segja að þótt kerfið
geti fræðilega aldrei veitt
fullkomna vörn, þá geti þessi göt-
ótta regnhlíf, eins og kerfið er
stundum kallað, komið að notum
við að verjast gagnárás Sovét-
manna.
Hvað varðar þá yfirlýsingu
Ronalds Reagans að geimvama-
áætlunin sé „lykillinn að kjam-
orkuvopnalausum heimi“ þá er
það einfaldlega ekki satt. í fyrsta
lagi lýsti hann því yfir í „Stjöm-
ustnðsræðunni“ frægu að upp-
bygging hefðbundinna kjarna-
vopna þyrfti að vera samhliða
uppbyggingu geimvarnakerfis-
ins. í öðra Iagi er eitt aðaivopnið
sem menn era að prófa í þessu
kerfi röntgerlleysir sem settur er
af stað með kjamorkuspreng-
ingu. Mín skoðun er sú að
geimvopnakerfið muni fyrst og
fremst hvetja andstæðinginn til
Hans Kr. Guðmundsson eðlisfraBÖ-
ingur
þess að fjölga kjarnavopnaforða
sínum, því ódýrasta leiðin til þess
að svara þessu kerfi er áð fjölga
eldflaugum. 6lg.
Tómas Jóhannesson jarðcðlis-
fræðingur:
Það liggur ekki ljóst fyrir hvort
geimvopnaáætlunin muni geta
leitt til smíði nýrra árásarvopná,
en slíkt er þó alltaf hugsanlegt.
Það sem menn óttast hins vegar
er að geimvarnarkerfið eins og
það er hugsað í upphafi geti orðið
veigamikill bakhjarl í árásaráætl-
orkuvopn „gagnslaus og úrelt“. Svör þeirra fara hér á
eftir:
Tómas Jóhannesson jarðeðlisfræð-
ingur.
un og gert árás að fyrra bragði
fýsilegri kost en ella. Flestir sér-
fræðingar era þeirrar skoðunar
að óframkvæmanlegt sé að beita
geimvamakerfinu til þess að eyða
öllum árásarvopnum Sovét-
manna ef þeir hugsanlega gerðu
árás á Bandaríkin eða Vestur-
lönd að fyrra bragði. Ef Banda-
ríkin gerðu hins vegar árás að
fyrra bragði á Sovétríkin og
hefðu geimvarnakerfíð sem bak-
hjarl gæti það komið að góðum
notum við það að eyða þeim fáu
eldflaugum sem Sevétmenri ættu
eftir til þess að svara slíkri árás,
sem fyrst og fremst yrði beint að
vopnabúri þeirra. Þannig gerir
geimvarnakerfið árás að fyrra
bragði fýsilegri kost fyrir þann
sem við það getur stuðst en ella.
Það er því erfitt að líta á
geimvopnin sem varnarvopn ein-
vörðungu.
Geimvarnakerfið mun valda
miklum óstöðugleika umfram
það sem fyrir er. í fyrsta lagi
vegna þess hversu alvarleg áhrif
áætlunin hefur á allar viðræður
um takmörkun vígbúnaðar eins
og þegar hefur komið í ljós, þótt
enn séu geimvopnin aðeins til á
teikniborðinu. í öðra lagi vegna
þess að þessi tækni krefst skjótari
viðbragða af andstæðingnum ef
boð berast um árás og eykur því á
hættuna af kjarnorkustríði yegna
tæknilegra mistaka. í þriðja lagi
ganga hugmyndir um geimvopn
meðal annars út á að kjarnorku-
sprengingar úti í geimnum verði
nýttar sem orkugjafar fyrir
geimvopnin. Notkun slflcra
vopna krefst þess að kjarnorku-
sprengjurnar í geimnum verði
sprengdar um leið og fyrstu boð
berast um árás. Þessi tækni krefst
þess því að menn taki upp þá
stefnu að svara fyrstu fréttum um
kjarnorkuárás með kjarnorku-
sprengingu (Lunch on warning)
sem eykur mjög hættuna á stríði
af tæknilegum mistökum og er
skref í átt til aukins óstöðugleika.
Varnarkerfið skiptir síðan
verkum með því að ákveða hvaða
geimvopn á að geyma hvaða árás-
arhlut og hvenær. Ennfremur
þarf kerfið að geta endurskipað í
hlutverkin ef einhver varnarvqpn
eru eyðilögð eða bregðast á ann-
an hátt í miðju kafi. Kerfið verð-
ur því að hafa áreiðanleg gögn
um eigið ástand á hverju sekúnd-
ubroti.
Varnarkerfið þarf síðan að
fylgja eftir, miða út, skjóta á og
eyðileggja árásarflaugar og odda.
í þessum tilgangi þarf kerfið að
hafa stöðugt upplýsingastreymi
um stöðu og hegðun árásarhlut-
anna, meta hvort hluturinn er
kjarnaoddur eða eitthvað hættu-
laust og fullvissa sig um að hlutur
sem skotið sé á eyðileggist.
Ef reiknað er með að kerfið
eigi að geta varist 1400 flauga
árás er gert ráð fyrir að hafa þurfi
100-700 leysiskotstöðvar á braut
umhverfis jörðu í um 1000 km
hæð.
Langt er enn í land með það að
menn búi yfir þeirri tækni að geta
uppfyllt þær kröfur sem gera
verður til stjórnkerfis geimvarna-
áætlunarinnar. Nefnd sú sem
Bandaríkjastjórn skipaði í málið
taldi að smíða þyrfti nýja kynslóð
tölvubúnaðar er byggði á ljós-
tækni sem getur unnið mun
hraðar en rafeindatölvur.
Erfiðleikar
við smíði
Helstu erfiðleikarnir við smíði
stjórnbúnaðar fyrir geimvarna-
áætlunina eru taldir eftirfarandi:
1) Kerfið er svo stórt að hug-
búnaðurinn verður morandi í vill-
um.
2) Ekki er hægt að prófa hug-
búnaðinn nema í kjarnorkustríði
og miklar líkur á að villur komi í
Ijós á örlagastundu.
David L. Parnas, bandarískur
prófessor í tölvuvísindum og ráð-
gjafi rannsóknastofu sjóhersins á
þessu sviði sagði sig úr þeirri
nefnd geimvarnaáætlunarinnar
er fjalla á um „tölvutækni við orr-
ustustjórnun" með þeim orðum
að hann hefði ekki trú á að frek-
ari vinna nefndarinnar yrði til
gagns. „Vegna þess hve kröfu-
rnar til kerfisins era gífurlegar og
hve ómögulegt verður að prófa
það munum við aldrei getá treyst
því að ætlunarverkið hafi tekist.“
Þá hafa vísindamenn bent á að
árásaraðilinn hafi fjölmargar
leiðir til þess að trafla
stjórnkerfið í starfi, til dæmis
með því að stytta lyftiskeið eld-
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN
.ANGDRÆG PlAuG
1200 kilómetrar
MEÐALDRÆG
V FLAUG
1,5 minúta
20 sekúndur
7 minútur
1 minúta
kafbátaflaug
VlMunlutir
Kjarnaoaaar
'ns
RENNISKEIÐ
22 mmutur
SKIPTISKEIÐ
5 minutur
oY
Ruta
VtV'
'u.-- LYFTISKEIÐ
- 3 minútur
10 sekundur
LOKASKEIÐ —
40 sekúndur /
Mynd þeul sýnlr hugsanlngan gang akHlaugaárásar frá Sovétrlkjunum á Ramlarfkin og
Evrópu. í myndinni er gerft grein fyrir 4 skeiðum á ferli langdrægrar eldflaugar og
tímaiengdinni sem hvert skeið tekur. Geimvarnakerf inu er ætlað að vera „lagskipt" og
eyða 90% þeirra vopna sem komast í gegnum hvert skeið.
flaugarinnar, fjölga árásarflaug-
unum eða senda upp ónýtar
flaugar til truflunar eða með því
að sprengja kjamorkusprengju
úti í geimnum rétt áður en árás
hefst. Slík sprenging gæti lamað
stjórnkerfið með rafsegulhöggi.
Það er álit margra að alltaf verði
auðveldara að eyðileggja vam-
arkerfið en þau árásarvopn, sem
það á að granda.
Geimvopnin
Vopnin sem ráðgert er að nota
Skýringarmynd um hugsanlega notkun röntgenleysis. Njósnahnöttur skynjar eld-
flaugaárás og sendir boð tll kafbáta i gegnum jar&stöö. Kafbátur sendir upp flugskeyti
sem hefur a& geyma litla kjarnorkusprengju sem er umlukin leysigeislasprautum sem
beinast a& flugskeytunum. Þegar sprengjan springur sendir hún jafnframt frá sér
öfiuga röntgengeisla sem granda óvinaflaugunum.
í geimvarnaáætluninni era af
þrennu tagi: árekstrarvopn, ork-
ugeislavopn og agnagéislavopn.
Arekstrarvopnin eru 'hreyfi-
orkuvopn, sem eiga að leita uppi
árásareldflaugina eða kjamaodd-
inn og granda þeim í árekstri.
Þetta era þau vopn sem hvað
lengst era komin í þróunarstigan-
um og er annars vegar um að
ræða ratvísar eldflaugar sem
ganga fyrir eign vélarafli og hins
vegar sporbyssur. Hafa þeir
stjörnustríðsmenn gert sér vonir
um að geta smíðað slíkar byssur
er skotið geti með rafsegulkrafti
um 3-5 kg af kúlum á hraða sem
nemi 20-30 km á sekúndu sem er
þrítugfaldur hraði venjulegrar
byssukúlu.
Orkugeislavopnin era ýmis
konar leysigeislabyssur sem
beina geisla sínum að skotmark-
inu frá skotstöðum í geimnum
eða á jörðu niðri. Efnið í skot-
markinu gleypir hluta af orku
geislans og hitnar. Sé orkan nægi-
lega mikil eyðileggst skotmarkið.
Leysigeislabyssur geta verið af
ýmsum gerðum, en eiga það allar
sameiginlegt að vera afar orkufr-
ekar. Ein þeirra, röntgenleysir-
inn, sem jafnframt er nýjasta við-
bótin í leysigeislatækninni, þarf
svo öflugt start að öruggasta
leiðin til þess að koma honum af
stað væri með kjarnorkuspreng-
ingu. Tilraun með slíkt vopn úti í
geimnum væri brot á samkomu-
lagi stórvéldanna frá 1963 um
bann við kjarnorkusprengingu
þar.
Agnageislar eru knippi atóma
eða minni einda, sem gefin er
orka í hröðlum svipuðum þeim
sem notaðir eru við geislalækni-
ngar á krabbameini. Agnageislar
stöðvast í lofthjúpnum og verða
því aðeins notaðir úti í geimnum,
en þar eru þeir taldir árang-
ursríkari vopn en leysigeisla-
vopnin. Þróun agnageislavopna
er styst á veg komin þessara
vopna.
En vandinn við vopnasmíðina
er síðan ekki hvað síst fólgin í því
að hafa nægilega orku til taks,
ekki síst ef vopnin eiga að vera
staðsett úti í geimnum.
Kostnaður
Eins og gefur að skilja, þá er
kostnaður *við framkvæmd
geimvarnaáætlunarinnar gífur-
legur og hafa Bandaríkjamenn
áformað að veita varnarmálaráð-
uneytinu 32 miljarða dollara til
geimvamaáætlanarinnar einnar á
árunum 1985-1990. Þá er ótalinn
Viðbrögð í Bandaríkjunum
Deilt um
mat Reagans
Póiitískir leiðtogar og sérfræðingar í Bandaríkjunum voru í
gær mjög ósammála þegar þeir voru spurðir álits á því hvernig
Ronald Reagan og mönnum hans hefði tekist til á leiðtogaf undin-
um með Mikhail Gorbatsjof og hans mönnum í Reykjavík um
si&ustu helgi.
Reagan sagði sjálfur í sjónvarpsræðu í fyrrakvöld að SDI,
Stjörnustríðsáætlunin, væri trygging Bandaríkjanna ef Sovétrík-
in sviku Bandaríkin sem svo oft á&ur. Því hefði ekki verið hægt að
ganga til samninga um að takmarka uppbyggingu hennar.
í gær var Reagan annars vegar hrósað fyrir þá hörku að gefa
ekki eftir Sovétmönnum með SDI. Hins vegar var honum álasað
fyrir að hafa vísað frá sögulegu tækifæri til að draga úr vígbúnað-
arkapphlaupinu.
James Schlesinger
Schlesinger er fyrrverandi
varnamálaráðherra Bandaríkj-
anna, einnig fyrrverandi yfirmað-
ur CIA. Hann sagði að Banda-
ríkjamenn hafi „misst af tækifæri
heillar kynslóðar, í einn og hálfan
áratug og jafnvel lengur", sagðí
hann. Einnig:„Við höfum fengið
tilboð frá Sovétríkjunum í fyrsta
skipti um róttæka fækkun árásar-
vopna þeirra, einnig fækkun
meðaldrægra flauga þeirra og við
gátum ekki komist að samkomu-
lagi við þá. Það er dapurlegt.“
Alexander Haig
Haig er fyrram utanríkisráð-
herra, forveri Shultz. Hann sagð-
ist telja að Reagan hefði tekið
rétta afstöðu í Reykjavík, hann
hefði hins vegar verið látinn líta
illa út á fundinum, slíkt hefði
aldrei átt að gerast. Miðað við þá
aðstöðu Reagans sem Haig hafði
lýst sagði hann:„Ég held að for-
setinn hafi tekið sterka og hetju-
lega afstöðu varðandi SDI. En
því miður virðast nú afleiðingarn-
ar af því vera þær að Reagan sé nú
þröskuldurinn fyrir friði“, sagði
Haig.
Zbigniew Brzezinski
Brzezinski var öryggismála-
ráðgjafi Jimmy Carters, fyrrum
forseta og er harðlínumaður í
utanríkismálum. Hann sagðist
telja að fundurinn í heild hefði
verið eins konar gildra Sovét-
manna fyrir Reagan. Brzezinski
sagði í gær að ef Sovétmenn
hefðu komið með tillögu um
þennan fund til þess að leggja síð-
an fyrir Reagan atriði sem hann
hefði verið gagnrýndur harðlega
fyrir, ef hann neitaði að samþyk-
kja.
Sam Nunn
Nunn er íhaldsamur demókrati
frá Georgia. Hann sagði það ljóst
að Bandaríkjamenn hefðu ekki
verið tilbúnir að leika leikinn til
enda, fara eins langt í afvopnun-
armálum og Sovétmenn. „Menn
hafa kannski misreiknað sig
beggja vegna samningaborðsins
en Sovétmennirnir gengu veginn
á enda. Mér sýnist að Banda-
ríkjamenn hafi ekki verið tilbúnir
að fara svona langt“, sagði Nunn í
sjónvarpsviðtali í gær. Hann
sagði einnig:„Bandríkjaþing er
nú þegar mjög gagnrýnið á SDI
kerfið, þessi niðurstaða mun
auka þá gagnrýni."
Edward Kennedy
Kennedy er öldungadeildar-
þingmaður demókrata. Hann dró
í efa að stjörnustríðsáætlunin
myndi nokkurn tíma sjá landinu
fyrir þeim vörnum sem nú væri
sagt af hálfu fylgjenda þess, að
það myndi gera. Hann sagði að
Reagan hefði misst af tækifæri til
að draga úr kjarnorkuvopna-
kapphlaupinu. „Þetta stóra og
sögulega tækifæri var þarna fyrir
hendi á íslandi en því hefur verið
fórnað, í bili að minnsta kosti, á
veikbyggðu altari SDI kerfisins",
sagði Kennedy.
Stephen Cohen
Cohen er sérfræðingur í so-
véskum málefnum við Princeton
háskóla. Hann sagði í viðtali í gær
að þetta hefði verið „harm-
leikur“. Hann sagði að tækifæri
hefði farið forgörðum.
Gary Hart
Hart er öldungadeildarþing-
maður og fyrram frambjóðandi
demókrata til forsetakjörs. Hann
sagði að sú staðreynd að fundur-
inn hefði farið út um þúfur, sýndi
að Reagan væri ekki heils hugar
fylgjandi afvopnun.
IH/Reuter
sá kostnaður sem lendir á orku-
málaráðuneytinu og öðram
stofnunum. Til samanburðar má
geta þess að útgjöld íslenska
ríkisins á árinu 1987 era áætluð
um 1 miljarður dollara sam-
kvæmt fjárlagafrumvarpi. Hafa
útgjöld þessi að sjálfsögðu umtal-
sverð áhrif á hallann á ríkisbú-
skap Bandaríkjastjórnar og
skattgreiðsiur Bandaríkjamanna
til ríkisins auk þess sem áhrifa
þessa gætir einnig í viðskiptum
Bandaríkjanna við aðrar þjóðir.
ólg.
Mlðvikudagur 15. október 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9