Þjóðviljinn - 15.10.1986, Síða 13
HEIMURINN
Stórveldin
Vísa til framhaldsviðræðna
Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagðistígœr myndu hitta Sévardnadze, utanríkisráðherra
Sovétríkjanna í Vín í nœsta mánuði ogsovéskur embættismaður sagði ígær
að haldayrði viðrœðum embœttismanna áfram
Lundúnum - George Shultz,
utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, sagðist í gær búast við
að eiga viðræður við Eduard
Sjevardnadze, utanríkisráð-
herra Sovétríkjanna í Vín í
næsta mánuði þegar þeir
verða þar báðir til að ræða
Helsinkisamkomulagið.
Friðarverðlaun Nóbels
Wiesel
er
andlegur
leiðtogi
Elie Wiesel, Gyðingur, banda-
rískur rithöfundur hlaut friðar-
verðlaun Nóbels í ár fyrir að
vera einn mikilvægasti andlegi
leiðtoginn og leiðsögumaður-
inn á öld sem þrúguð er af of-
beldi, kúgun og kynþáttahatri.
Wiesel sem er 58 ára gamall,
var sá maður sem kom fram með
hugtakið „Holocaust“ yfir tilraun
nasista til gereyðingar gyðinga á
tímum síðari heimsstyrjaldarinn-
ar. Wiesel hefur verið nefndur
andlegur leiðtogi þeirra milljóna
Gyðinga sem létust á stríðsárun-
um.
Hann sagði þegar hann fékk að
vita um verðlaunin að minningar
sæktu á hann en um leið væri
þetta mjög sérstakur dagur fyrir
hann. Wiesel hefur verið til-
nefndur einna oftast til friðar-
verðlauna Nóbels, tólf sinnum.
Ekki hafði í gær borist staðfest-
ing á slíkum fundi frá hendi So-
vétríkjanna. Eitthvað í þessa átt
hefur þó verið gefið til kynna.
Talsmaður sovéska utanríkis-
ráðuneytisins, Gennadí Gera-
símof, sagði við fréttamenn í gær
að embættismönnum beggja
þjóða bæri að halda áfram að
leggja höfuðið í bleyti svo takast
mætti að ná árangri í
afvopnunarmálum. „Dyrnar eru
enn opnar og við verðum að
leggjast á eitt og ná einhvers kon-
ar málamiðlun.
George Shultz sagði í gær að
bandarísk stjómvöld horfðu nú
til Genfarviðræðnanna varðandi
mögulega aðskilda samninga
Sjévardnadze og Shultz. Hittast líkast til í næsta mánuði í Vín.
varðandi meðaldrægar kjarnork-
uflaugar í Evrópu. „Eftir er að sjá
hvað fer saman," sagði Shultz.
Gorbatsjof Sovétleiðtogi átti
að halda sjónvarpsræðu í Sovét-
ríkjunum í gærkvöld og var búist
við að skýrari línur fengjust þá
um mögulegt framhald viðræðna.
ERLENDAR
FRÉTTIR
hjörleífsson/R E UIER
Eli Wiesel
GLEYMUM EKKI
Eli Wiesel bandarískur rithöf-
undur sem nú hefur hlotið friðar-
verðlaun Nóbcls, er fæddur í
Transylvaníu, sem á stríðsárun-
um tilheyrði Ungverjalandi.
Hann er gyðingur alinn upp í trú-
aðri fjölskyldu og lagði barnung-
ur stund á Talmúd og önnur gyð-
ingleg fræði. En síðan skall nóttin
yfír bæinn Sighet þar sem Eliezer
Wiesel átti heima - árið 1944
höfðu tekið völd í Ungverjalandi
fasistar, sem voru fúsir til að sam-
þykkja að ungverskir gyðingar
væru sendir í útrýmingarbúðir.
Þekktasta og fyrsta bók Eli Wies-
el, Nóttin, sem kom fyrst út á
frönsku árið 1958, fjallar um
þessa skelfilegu daga, hvernig
undankomuleiðir lokast, hvernig
ungur drengur, fímmtán ára,
kynnist þeirri fullkomnu niður-
lægingu mannsins sem ríkti í
dauðabúðum nasista - og týnir
um leið guði sínum. í búðunum
Auschwitz sér hann á eftir móður
sinni og systur í gasklefann og í
Buchenwald er hann vitni að
skelfilegum dauða föður síns.
Úr þessari skelfilegu reynslu
smíðaði Eii Wiesel texta sem er
göfugur og eftirminnilegur í sín-
um sterka einfaldleik. Hann hef-
ur síðan skrifað um 20 bækur og
víða tekið til máls. Viðfangsefni
hans er fyrr og síðar það, að beita
minninu til að brýna fyrir fólki,
að hið óhugsanlega geti gerst -
eins og það óhugsanlega gerðist
að nasistar útrýmdu sex miljón-
um gyðinga. Eli Wiesel er ekki
talsmaður hefndar, hann flytur
boðskap þekkingar og skilnings,
hann reynir að kveða niður of-
stæki og hatur og þó ekki síst það
sinnuleysi andspænis mannlegum
þjáningum sem hefur orðið dýr-
keypt í sögunni. Hann hefur haft
sig mjög í frammi í
mannréttindamálum, ekki síst í
þágu „gyðinga þagnarinnar“ sem
hann kallar svo, hinna sovésku
gyðinga.
Það fór vel á því, að einn þeirra
sem lagði til að Eli Wiesel fengi
friðarverðlaun Nóbels í ár er
Lech Walesa, forystumaður
hinna bönnuðu pólsku verkalýðs-
samtaka Samstöðu. Hið ka-
þólska Pólland, sem Walesa er
góður fulltrúi fyrir, var því miður
ekki alveg saklaus áhorfandi að
helför gyðinga - tillaga Walesa er
Eli Wiesel „Það sækja á mig minning-
ar," sagði Wiesel í gær þegar honum
voru sagðar fréttirnar af verðlauna-
veitingunni.
kærkominn vitnisburður um að
margir ágætir Pólverjar viija ekki
taka undir við þá, sem telja harm-
leiki sögunnar best gleymda.
ÁB
Arsskýrsla Amnesty
Mannréttindi á uppleið
Yfirvöld víða um heim taka nú sífellt meira tillit til málflutnings
mannréttindasamtaka, enn er samt löng leið ófarin varðandi almenn
mannréttindi. Ársskýrsla mannréttindasamtakannaAmnesty
International er birt opinberlega í dag og kennir þar margra grasa
Lundúnum - Pólitískir fangar
eru enn grafnir lifandi, þeim er
enn misþyrmt kynferðislega,
neglur þeirra rifnar burt, þeir fá
rafmagnsstuð, eru hýddir og
settir á geðsjúkrahús í blóra
við alþjóðleg lög, segir í árs-
skýrslu mannréttindasamtak-
anna Amnesty International,
sem gefin er út í dag.
í skýrslunni segir hins vegar að
þeim þjóðum fjölgi sífellt sem
svari kalli samtakanna um að
virða almenn mannréttindi.
Amnesty nefnir í þessari árs-
skýrslu sinni 128 lönd sem tengj-
ast mannréttindabrotum. Þrátt
fyrir það segir í skýrslunni að bar-
átta Amnesty hafi borið nokkurn
uppörvandi árangur varðandi
dauðarefsingu og pyntingar. Á
árinu 1985 voru 1125 fangar líf-
látnir í 44 löndum og 1489 manns
voru dæmdir til dauða í 61 landi.
„Þessar tölur innihalda aðeins
mál sem Amnesty eru kunnug,
hinar raunverulegu tölur eru
auðvitað mun hærri,“ segir í
skýrslu Amnesty.
1 skýrslunni segir m.a. að í íran
hafi 470 manns verið líflátnir á
síðasta ári. Pólitískum föngum
var einnig misþyrmt kynferðis-
lega og útlimir þeirra brenndir
með sígarettum. Yfirvöld í írak
notuðu kerfisbundnar pyntingar
og tóku fanga af lífi. Þar á meðal
þá sem neituðu herþjónustu,
einnig kúrdíska andófsmenn. í
ársskýrslunni segir m.a. um írak
að haldnar hafi verið fjöldaaf-
tökur á Kúrdum eftir ofsóknir ír-
anska hersins í borginni Sulaim-
aniya í norður hluta fraks.
I S-Afríku voru 90.000 manns
fangelsaðir í samræmi við lög sem
hindruðu ferðir svartra og í sam-
ræmi við neyðarástandslögin.
Amnesty segist hafa miklar
áhyggjur af dauðarefsingum í S-
Afríku, 137 manns voru hengdir
á siðasta ári í aðalfangelsinu í
Pretoríu. Þá voru ýmsir menn
sem eru framarlega í andófi við
stjórnvöld, skotnir af óþekktum
mönnum.
Á Sri Lanka drápu og pyntuðu
hersveitir stjórnarinnar óbreytta
Tamfla sem eru í minnihluta á
eyjunni. í nýlegri skýrslu Amn-
esty um mannréttindamál á Sri
Lanka, segir einnig að mjög
margir Tamflar hafi horfið spor-
laust að undanförnu.
í Sovétríkjunum voru andófs-
menn settir á geðsjúkrahús og
friðsamlegir mótmælendur
stjórnvalda voru settir í vinnu-
búðir. í skýrslu Amnesty Inter-
national segir að 600 pólitískir
fangar hafi verið í haldi í Sovét-
ríkjunum á síðasta ári og 27 af-
tökur voru þar í landi á síðasta
ári. Þá segir að óbreyttir borgarar
hafi verið drepnir á síðasta ári í
Afganistan af sovéskum her-
mönnum. Einnig pyntingar, þar á
meðal voru neglur rifnar burt af
óbreyttum Afganistanbúum,
einnig rafmagnssjokk og fleiri
óhugnanlegar pyntingar. í
skýrslu Amnesty er bætt við að
fréttir hermi að Sovétmenn hafi
verið viðstaddir þessar pyntingar
á Afgönum.
Þá hefur Amnesty Internation-
al miklar áhyggjur af því að
dauðarefsingar skuli hafa verið
teknar upp að nýju í Bandaríkj-
unum þar sem átta manns voru
teknir af lífi á síðasta ári og 1642
fangar biðu aftöku.
Breskar öryggissveitir beittu
fanga harðræði á N-írlandi, segir
í skýrslunni. Einnig segir að
ráðleggingar Amnesty til breskra
yfirvalda um að þau rannsaki
ólögleg morð öryggissveita,' hafi
verið virtar að vettugi.
Þeir sem neituðu að gegna her-
þjónustu í V-Þýskalandi, A-
Þýskalandi, Finnlandi Frakk-
landi, Ítalíu, Noregi, Póllandi og
Sviss voru settir í fangelsi, segir í
ársskýrslu Amnesty Internation-
al.
í skýrslunni segir að fjöldi
mannréttindahreyfinga í heimin-
um hafi aukist að mun að undan-
förnu. Þessi aukning hefur aukið
mjög þrýsting á embættismanna-
kerfið og gert mannréttindamál
mjög áberandi miðað við það
sem áður var. í skýrslunni segir
að ríkisstjórnir hafi styrkt mjög
alþjóðalög um þessi mál.
Friðarverðlaun Nóbels
Geldof of
óvenjulegur
Osló - Bob Geldof, írski rokk-
söngvarinn sem safnaði
tugum milljóna króna sem að-
aldriffjöðurin að söfnun fyrir
hungraða í Afríku, mun hafa
þótt of „óhefðbundinn“, til að
fá Friðarverðlaun Nóbels í ár.
Það voru norsk blöð sem álykt-
uðu á þennan veg en þau hafa að
undanförnu velt mjög fyrir sér
hverjir gætu mögulega fengið
verðlaunin. Geldof mun hafa
þótt of óvenjulegur „fyrir hina
fimm ráðsettu nefndarmenn í
norsku nefndinni“ sem á hverju
ári útdeilir Friðarverðlaunum
Nóbels. Geldof hefur hins vegar
notið víðtæks stuðnings og að-
dáunar fyrir framtak sitt og þótti
lengi vel einna líklegastur til að fá
verðlaunin, 2 milljónir sænskra
króna (10,8 milljónir íslenskra
króna.
Mandela hjónin í S-Afríku,
leiðtogar svartra í mannréttinda-
baráttunni þar í landi, þóttu
hvort í sínu lagi vera líkleg. Það
sem þótti hins vegar koma í veg
fyrir að þau fengju verðlaunin,
var að Desmond Tutu fékk þessi
verðlaun fyrir tveimur árum síð-
an. Þar með hafði nefndin lýst
yfir andúð sinni á kynþáttaað-
skilnaðarstef nunni.
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13