Þjóðviljinn - 15.10.1986, Side 16
Alþýðubandaiag og Kvennalisti
munu ekki greiða atkvæði
með Rainbow-samningnum um
flutninga til hersins, sem lagður
var fyrir alþingi í gær.
Hjörleifur Guttormsson, Sig-
ríður Dúna Kristmundsdóttir og
Guðrún Helgadóttir gagnrýndu
harðlega einstök efnisatriði
samningsins sem m.a. á að víkja
til hliðar þeim íslenskum lögum
sem kunna að stangast á við
hann. í máli sínu lögðu þau þó
megináherslu á þá peningalykt
sem af samningnum væri og
kennd hefur verið við aronsku.
Hjörleifur Guttormsson benti
á að þegar dollarar væru í boði
sameinuðust hugir og hjörtu
hermangara jafnt innan Sjálf-
stæðisflokks og Framsóknar-
flokks. Þá heyrðist jafnvel úr
þeim herbúðum að aðstaða fyrir
amerískan her á landinu væri
ekki gulltryggð nema dollararnir
skiluðu sér. I sumar hefðu þeir
jafnvel haft á orði að endurskoða
„varnarsamninginn“ ef molarnir
af borðum herranna syðra héldu
ekki áfram að skila sér. Hins veg-
ar væri harkan ekki sú sama í
samskiptum við Bandaríkin þeg-
ar kæmi að hinum stærri málum á
alþjóðavettvangi. Þá gilti það eitt
að styggja ekki vininn í vestri.
Rifjaði hann upp þegar ísland
eitt Norðurlanda, greiddi at-
kvæði á þingi SÞ í fyrra gegn til-
lögu Svíþjóðar, Mexíkó og fleiri
ríkja um afvopnun og frystingu
kjarnorkuvopna. Hann minnti
einnig á áhuga utanríkisráðherra
á því að íslendingar tækju þátt í
geimvopnaáætlun Bandaríkj-
anna, en hann kom fram í skýrslu
Matthíasar til þingsins í vor.
Fulltrúar Alþýðuflokks lýstu
ánægju með samninginn. Stjórn-
arþingmenn fögnuðu einnig
ákaft.
-ÁI
Framsókn
Steingrímur
r
a
Reykjanes
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra og formaður Fram-
sóknarflokksins lýsti því yfir í gær
á aðalfundi kjördæmisráðs Fram-
sóknarflokksins sem haldinn var í
Hafnarfirði í gærkvöldi að hann
myndi gefa kost á sér í efsta sæti
listans í Reykjaneskjördæmi.
Steingrímur hefur um árabil ver-
ið þingmaður Vestfirðinga. Þetta
er í fyrsta sinn sem formaður
Framsóknarflokksins býður sig
fram á höfuðborgarsvæðinu.
- vd
DMÐVIUINN ITItffJWirtlf ARA
1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA_Mlðvlkudagur 15. október 1986 234. tölublað 51. árgangur Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími: 681663.
Rainbow-samningur
Tveir flokkar á móti
Alþýðubandalagið og Kvennalistinn hafna samningunum sem aronskum.
Hjörleifur Guttormsson: Mótmœltþegar skrúfað erfyrir dollarakranann,
en ekki í hinum stœrri málum
Slátursalan
Minni
eftirspum
5 slátur í kassa kosta 1000
krónur. Dregurgóðærið
úrsö/u?
Slátursala stendur nú sem hæst
og f höfuðborginni hefur verið
handagangur í öskjunni hjá Slát-
urfélaginu að Skútuvogi 4 undan-
farið eftir fremur daufa byrjun.
Hægt er að kaupa slátur eitthvað
fram í næstu viku hjá SS.
Markús Sigurðsson hjá SS
sagði í samtali við Þjóðviljann að
salan yrði trúlega minni en í
fyrra. „Þá seldum við um 40 þús-
und slátur en mér sýnist allt
benda til að þetta losi rétt um 30
þúsund í ár.“
„Það er erfitt að geta sér til um
ástæðurnar Stundum finnst
manni eins og salan haldist í
hendur við efnahagsástandið og
að góðærið dragi fremur úr eftir-
spurninni“.
Hjá SS selja þau 5 slátur saman
í kassa og kostar það 1000 krón-
ur. Ef menn kjósa saumaðar
Vambir hækkar verðið í 1.425 kr.
I slátursölu SS á Skútuvogi: Margrót Sigurðardóttir, Helga Gísladóttir, Markús1 Sigurðsson og Borghildur Þórðardóttir. (mynd: EÓI)
Krístín
Nefndakjör
felldi konumar út
Kvennalisti missti aðild að 5 nefndum. A-flokkarnir létu hvor sittsœti til Kvennó
en Sjálfstæðisflokkurinn setti Framsókn stólinn fyrir dyrnar
Alþýðubandalag og Alþýðu-
flokkur létu Kvennalista eftir
sitt sætið hvor flokkur í allsherj-
arnefnd Sameinaðs þings og í
landbúnaðarnefnd neðri deildar
við nefndakjör á alþingi í gær.
Kvennalistinn hélt nefndarsætum
sínum í efri deild og í fjárveitinga-
Kvikmyndasjóður
Eyjólfur að hressast
Kvikmyndasjóður ætti að rétta
úr kútnum á næsta ári eftir ára-
langt fjársvelti.
Miklar deilur hafa orðið á und-
anfömum árum vegna niður-
skurðar á framlögum til sjóðsins
sem á þessu ári fékk aðeins 16
milljónir króna úr ríkissjóði. Á
næsta ári er áætlað að verja 55
milljónum til sjóðsins sem er
rúmlega þreföldun. Þar af skal
verja 8 milljónum króna til kaupa
á hentugu húsnæði fyrir Kvik-
myndasjóð og Kvikmyndasafn.
nefnd sem er 9 manna nefnd, en
missti aðild að 5 nefndum öðrum,
þar á meðal utanríkismálanefnd.
Þetta eru þótt furðulegt megi
virðast, afleiðingar þess að
Kristín S. Kvaran gekk í þing-
flokk Sjálfstæðismanna á dögun-
um. Við þá riðluðust svo hlutföll
milli stjórnar og stjórnarand-
stöðu að Framsóknarmenn fengu
2 menn í stað eins í öllum 7 manna
nefndum sameinaðs þings og
neðri deildar. Kvennalistinn
missti hins vegar sinn fulltrúa í
sömu nefndum.
Páll Pétursson, formaður þing-
flokks Framsóknarmanna sagði í
gær að þeir hefðu ekki viljað
ryðja Kvennalistanum út úr
heilbrigðis- og trygginganefnd
neðri deildar, þar sem Guðrún
Agnarsdóttir hefði unnið mjög
gott starf og eins hefðu þeir viljað
láta konunum eftir annað sæti sitt
í félagsmálanefnd neðri deildar.
Sjálfstæðisflokkurinn hefði hins
vegar harðneitað og hótað að
stilla sjálfur upp 4 mönnum, út-
hýsa Kvennalistanum og yfirtaka
þar með hreinan meirihluta í
þessum nefndum. „Við gátum
ekki látið frúna (þ.e. Ragnhildi
Helgadóttur ráðherra) hafa
hreinan meirihluta í heilbrigðis-
og trygginganefnd,“ sagði Páll,
„og urðum því að taka bæði sæt-
in“. Páll sagði aldrei hefði komið
til tals að láta eftir annað sætið í
utanríkismálanefnd. „Þær fá
áheyrnaraðild ef þær óska eftir
henni,“ sagði hann.
-ÁI
Seltjarnarnes
Forsetinn
víttur
Félagsmálaráðherra hefur á-
talið forseta bæjarstjórnar Sel-
tjarnarness fyrir að reka Arnþór
Helgason af fundi bæjarstjórnar
24. september. Segir í bréfi ráð-
hcrra að slík framkoma gagnvart
blindum manni sem kjörinn sé til
trúnaðarstarfa sé í alla staði
óeðlileg og þess vænst. að slíkt
komi ekki fyrir oftar.
í bréfi til ráðuneytisins segist
Amþór Flelgason fagna skjótum
viðbrögðum ráðherra. Hins veg-
ar sé hér ekki aðeins um misrétti
við fatlaðan einstakling að ræða
heldur tilræði við lýðræðið í
landinu. Allir eigi að hafa rétt til
að starfa, ekki vegna þess að þeir
séu fatlaðir heldur þrátt fyrir fötl-
un sína. Deilan hafi snúist um
það hvort hann mætti hafa með
sér upptökutæki á fundinn og
bæjarstjóri hafi farið með stað-
lausa stafi þegar hann fullyrti að
að í bæjarmálasamþykkt væru
hljóðritanir bannaöar. -v.