Þjóðviljinn - 01.11.1986, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 01.11.1986, Qupperneq 1
Fimmtugsafmælið! Oft hefur verið líf og fjör á ritstjórn í þeim góða hópi voru ýmsir, sem hafa Fulltrúar annarra fjölmiöla sýndu Þjóð- í Þjóðviljanum á þriðjudaginn verður Þjóðviijans, en þó sjaldan eins og síð- verið áskrifendur að Þjóðviljanum frá viljanum þann virðingarvott að drekka nánarskýrtfráþessariánægjulegusíðdeg- degis I gær, þegar mikill fjöldi velunnara fyrstu tíð. Gamlir starfsmenn litu inn og síðdegiskaffi með Þjóðviljafólkinu, auk isstund í máli og myndum. blaðsins kom í heimsókn til að gleðjast yfir fjöldi annarra sem lagt hafa blaðinu lið á allra þeirra sem sendu árnaðaróskir, blóm hálfrar aldar afmælinu. undanförnum árum og áratugum. eða aðrar gjafir. Kjarasamningar Ovissa um samningstímann Guðmundur P. Jónsson: Andvígur skammtímasamningum með óbreyttum kaupmœtti. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir: Ekkert ríkis- stjórnarmakk í samningana. Kristján Thorlacius: Hugsanleg áhœtta. Magnús E. Sigurðsson: Bíð eftir viðbrögðum VSl Skiptar skoðanir eru uppi með- al forystumanna i verkalýðs- hreyfingunni um hvort stefna beri að skammtímasamningum við gerð næstu kjarasamninga eða semja til lengri tíma. Guðmundur J. Guðmundsson formaður Verkamannasambandsins hefur lýst þeirri skoðun sinni að gera eigi skammtímasamninga um áramótin sem gildi fram að þing- kosningum næsta vor, þannig að samningar verði lausir þegar eftir kosningar. -Ég er mjög andvígur því að fara út í gerð skammtímasamn- inga ef þeir eiga að grundvallast á óbreyttu ástandi, þ.e.a.s. að kaupmátturinn verði áfram óbreyttur, sagði Guðmundur Þ. Jónsson formaður Landssamb- ands iðnverkafólks um afstöðu sína til þessara hugmynda. Aðalheiður Bjamfreðsdóttir Taprekstur segist einnig vera alfarið á móti slíku fyrirkomulagi. „Ég vil gera samninga eins og gert var ráð fyrir þegar síðustu samningar voru frágengnir og ég get ekkert séð sem breytir því. Mig varðar ekkert um makk einhverra stjórnmálamanna um hvernig eigi að mynda næstu ríkisstjóm,“ sagði Aðalheiður. Aðrir viðmælendur Þjóðvilj- ans þeir Kristján Thorlacius for- Uppsagnir hjá Stáhrík Rekstarfjárvanda borið við. Ólga meðal starfsmanna Fjórir starfsmcnn Stálvíkur í Garðabæ fengu í gær uppsagn- arbréf. I bréfunum segir að vegna endurskipuiagningar og mjög svo erfiðar rekstrarstöðu Stál víkur sé viðkomandi sagt upp störfum. Um 60 manns hafa starfað í Stál- vík að uudanfórnu en tíð verkföll hafa verið f skipasmíðastöðinni vegna þess að eriðlega hefur gengið að greiða út laun til starfs- manna. -Við sjáum ekki annað en að það sé verið að nota þessar upp- sagnir til að knýja á ríkisvaldið um aðstoð vegna rekstrar fyrir- tækisins. Við getum á engan hátt sætt okkur við að það sé verið að nota okkur á þennan hátt og þetta munum við ræða á starfs- mannafundi á mánudag. Ég á jafnvel von á því að flestir starfs- menn segi upp störfum vegna þessarar framkomu í okkar garð, sagði Benedikt Kristjánsson einn fjómenningana sem fékk upp- sagnarbréf í gær. Fjármáráðherra hefur lofað ríkisábyrgð fyrir 35 miljón króna rekstarláni Landsbankans til Stálvíkur að því tilskildu að hlut- afé fyrirtækisins verði aukið um 20 miljónir. maður B.S.R.B og Magnús E. Sigurðsson formaður Félags bókagerðarmanna höfðu ekki tekið afgerandi afstöðu til skammtímasamninga, en voru þó frekar á þeirri skoðun að það gæti orðið skynsamleg leið. Kristján taldi að með tilliti til þess að kosningar væru framundan gæti það verið áhættusamt að gera langtíma samninga. „Sérstaklega er það svo í ljósi þeirrar reynslu sem samtök launafólks hafa af því hve oft ríkisstjórn og alþingi hafa gjörbreytt gerðum kjara- samningum með efnahagsráð- stöfunum,“ sagði Kristján. Magnús E. Sigurðsson sagði nauðsynlegt að vita hvernig at- vinnurekendur ætluðu að bregð- ast við í næstu samningum áður en afstaða um lengd gildistímans væri ákveðin. „En ef marka má neikvæðar undirtektir atvinnu- rekenda gagnvart síðustu kjarak- önnun og möguleikana á að nýta hana í næstu samningum, þá sýn- ist mér nú tónninn vera sá að það sé ástæða til að gera stutta samn- inga,“ sagði Magnús. —K.'Ól. Útvarpsrekstur Fjölmargir vilja útvarpa Pað er ekki aðeins Bylgjan sem nýlega hefur lagt inn umsókn til útvarpsréttarnefndar um leyfi til útvarpsrekstrar, kristileg samtök í Reykjavík, einstakling- ur ( Hafnarfirði, annar í Vestmannaeyjum, Villavídeó á Ólafsvík og Eyfirska sjónvarpsfé- lagið hafa einnig sótt um leyfi til útvarpsrekstrar. Helgi Guðmundsson einn þeirra sem situr í útvarpsréttar- nefnd upplýsti Þjóðviljann um þetta. Hann sagði að auk Bylgj- unnar hefði „Frjáls kristileg fjöl- miðlun“ sótt um leyfi til reksturs grenndarútvarþs á Reykjavíkur- svæðinu. HalldórÁrni Sveinsson í Hafnarfirði hefur sótt um leyfi til grenndarhljóðvarps. Hann mun ætla að taka fyrir bæjarlífið í Hafnarfirði og útvarpa beint frá athyglisverðum atburðum svo sem íþróttaviðburðum og fleiru. í Vestmannaeyjum hefur Ragnar Sigurjónsson sótt um svipað leyfi og Halldór í Hafnar- firði. Á Norðurlandi hefur Ey- firska sjónvarpsfélagið sótt um leyfi til sjónvarpsreksturs. Eftir því sem Þjóðviljinn kemst næst mun það vera til að taka á móti efni frá Stöð 2 og senda það út um kapalkerfi. Villavídeó á Ólafsvík hefur sótt um leyfi til sams konar sjónvarpsreksturs. jjj

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.