Þjóðviljinn - 01.11.1986, Blaðsíða 3
Verkamannfélagið Hlíf
Viljum
verulega
kauphækkun
-Það hefur verið álit Hlífar frá
því að síðustu samningar voru
gerðir að þeir hafi náð allt of
skanunt. Við samþykktum þá á
sínum tíma tilneyddir þar sem
það var ekki staðar fyrir eitt félag
eins og okkur að fara í stóran
slag. Góðærið sem gengið hefur
yfir var fyrirsjáanlegt sl. vor og
við krefjumst þess að verkafólk
fái sinn skerf af góðærinu, segir
Sigurður T. Sigurðsson varafor-
maður Verkamannafélagsins
Hlífar.
Á félagsfundi í Hlíf í fyrra-
kvöld var gerð samþykkt þar sem
lögð er áhersla á að við gerð kom-
andi samninga náist veruleg
hækkun á kauptöxtum verka-
fólks þannig að kaupmátturinn
verði að minnsta kosti eins og
hann var að jafnaði árið áður en
núverandi ríkisstjórn komst til
valda.
Þá er einnig í ályktun Hljfar
lögð áhersla á að lægstu launa-
flokkamir verði felldir út í næstu
samningum.
Húnavatnssýslur
Bændur
mótmæla
niðurskurði
Á almennum bændafundi sem
Alþýðubandalagið stóð fyrir í
Húnaveri á dögunum var harð-
lega mótmælt nýframkomnum
áformum stjórnvalda um enn
frekari niðurskurð á hefðbundn-
um landbúnaði og jafnframt
fordæmd ráðstöfun fjár úr Fram-
leiðnisjóði í því skyni.
„Fundurinn telur að verja eigi
fé Framleiðnisjóðs til að gera
öflugt átak á sviði markaðsleitar
og markaðsuppbyggingar fyrir
landbúnaðarvörar innanlands
sem utan.“
Þá varaði fundurinn við þeim
stórfelldu afleiðingum sem frek-
ari samdráttur í landbúnði og til-
heyrandi fólksfækkun í sveitum
myndi hafa í för með sér. Frekari
fækkun gæti víða leitt til algers
byggðahruns og landauðnar á
stórum svæðum. Krafðist bænda-
fundurinn þess að snúið yrði af
braut undanhalds og uppgjafar
sem einkennt hefur landbúnaðar-
stefnu ríkisstjórnarinnar og
hvatti um leið bændur til að
standa saman fyrir hagsmunum
sínum og tilverurétti.
Dr. Henrik
Frehen
biskup
látinn
Dr. Henrik Frehen, kaþólski
biskupinn á íslandi, lést aðfara-
nótt föstudags eftir langvarandi
veikindi.
Dr. Frehen var fæddur 24. jan-
úar 1917 í Hollandi og vígður
prestur þar 1943. Hann varði
doktorsritgerð sína árið 1949 og
gegndi prófessorsstöðu við
prestaskóla um tíma, meðal ann-
ars í Róm. Dr. Frehen var út-
nefndur biskup kaþólskra á ís-
landi þann 18. október 1968 og
fór vígsla hans fram þann 8. des-
ember sama ár, en hingað kom
hann þann 20. desember 1968 og
hefur verið starfandi biskup hér
sfðan.
______________________FRETTIR__________________
Umferð
Skipulagsslys í Kvosinni
Afgreiðsla tillögu að nýju Kvosarskipulagi að komast á skrið.
Stórfellt niðurrif gamalla húsa. Kvosin lokuð afmeð þungum
umferðargötum. Tekin sneið af Tjörn og Hljómskálagarði
Tillaga að nýju skipulagi í
Kvosinni, sem kynnt var í fyrra,
hafði ýmsar jákvæðar hliðar
þrátt fyrir augfjósa galla, en nú
hefur henni verið breytt að mun
tU hins verra og virðist stefnt að
því að gera Kvosina að algjörri
umferðarófreskju, sagði Guðrún
Ágústsdóttir fulltrúi Abl. í skipu-
lagsnefnd borgarinnar í samtaU
við Þjóðviljann í gær.
Stefnt er að því að afgreiða til-
löguna í skipulagsnefnd á mánu-
daginn, en Guðrún telur að til-
lagan hafi alls ekki fengið nægi-
lega umfjöllun í nefndinni enn
sem komið er og hyggst því reyna
að fá afgreiðslu hennar frestað.
Guðrún sagði í gær að í upphaf-
legri tillögu þeirra Dagnýjar
Helgadóttur og Guðna Pálssonar
hefði verið lögð áhersia á góð
tengsl Kvosarinnar við Tjömina
annnars vegar og hafnarsvæðið
hins vegar. Nú eftir að tillögunni
hefur verið breytt af höfundum
og umferðarsérfræðihgum, er
gert ráð fyrir að loka Kvosina af á
þrjá vegu með þungum umferð-
argötum.
Ráðgert er að Vonarstræti
verði 3 akgreinar, Geirsgata
norðan við Tryggvagötu verði 4
akgreina hraðbraut og að Lækj-
argata, sem samkvæmt upphaf-
legri tillögu átti að verða róleg
umferðargata, verði 4 akgreina
stofnbraut. Þess utan á að koma
fjölda bílageymsluhúsa fyrir í
Kvosinni. Þá er fyrirhugað að
breikka bæði Sóleyjargötu og
Fríkirkjuveg veralega, sem þýðir
að taka verður sneið af Tjörn-
inni, Hljómskálagarðinum og
Hallargarðinum fyrir framan
Fríkirkjuveg 11.
„Þessi tillaga felur í sér allt of
mikla uppbyggingu á þessu
svæði, sem kallar á verulega
aukna umferð og dýr umferðar-
mannvirki og það er alröng stefna
að mínu mati. Erlendis er þvert á
móti reynt að laða fólk í miðbæi
með betri strætisvagnaþjónustu,
en ekki allt lagt undir einkabíl-
inn.
Þó er versti gallinn við þessa
tillögu það stórfellda niðurrif
gamalla húsa, sem þar er gert ráð
fyrir. Verði það að veruleika,
verður unnið óbætanlegt tjón á
þessu svæði. Það er gert ráð fyrir
að heilu húsaraðirnar verði eyði-
lagðar, en háhýsi byggð í staðinn.
Það hafa verið gerð mistök með
byggingu háhýsa í Kvosinni, en
þau mistök eiga að verða víti til
varnaðar, ekki til eftirbreytni,“
sagði Guðrún í gær. -gg
Vagninn rúllar hér með farþega sem eru á leiðinni niður á Hlemm, eina af miðstöðvum fíkniefnaneyslu unglinga.
Sminkarinn Elín Sveinsdóttir sminkar hér einn leikarann, Hilmi Snæ Guðnason, en bak við hann stendur Andrés
Sigurvinsson. Á hægri hönd sminkarans er Vigdís Grímsdóttir og Þorsteinn Jónsson.
Fíkniefnamyndin
Davíð segir stopp
Davíð Oddsson stöðvar gerð kvikmyndar umfíkniefnavanda unglinga vegna of
mikils kostnaðar. Önundur Björnsson: Leitt efsparnaðinn á að taka út í
málefnum ungafólksins. Munum halda áfram tökum þar til ákvörðun borgarráðs
Hggur fyrir
Vagninn rúllar, hann er þungur
og ef að ég gæti stoppað hann
næði ég honum aldrei af stað aft-
ur á eigin vélarafli. Hér stend ég
og get ekki annað, sagði Önundur
Björnsson hjá Tákn sf. vegna á-
kvörðunar Davíðs Oddssonar um
að stöðva tökur á mynd sem fyrir-
tækið hefur verið að gera fyrir
Reykjavíkurborg um unglinga og
fíkniefnavandann, en tökum hef-
ur verið haldið áfram þrátt fyrir
ákvörðun Davíðs.
Davíð stöðvaði myndina á
þeim forsendum að kostnaður
við hana væri kominn töluvert
fram úr upphaflegri áætlun sem
var 1750 þúsund krónur en sam-
kvæmt nýrri áætlun mun hann
vera nálægt 4 miljónum króna.
„Það er aldrei hægt að gera ná-
kvæma kostnaðaráætlun fyrir
gerð kvikmyndar, jafnvel þótt
reynt fólk sé með í ráðum eins og í
okkar tilfelli. Það er auðvitað oft
sem kostnaðaráætlanir standast
ekki, en það virðist ekki vera
sama hvert málefnið er þegar að
slíkar áætlanir eru endurmetnar.
Það er leitt ef það á að fara að
spara í málefni sem tengjast unga
fólkinu,“ sagði Önundur Bjöms-
son, en Tákn sf ætlar að halda
áfram tökum þar til ákvörðun
borgarráðs á þriðjudaginn um
þetta mál liggur fyrir.
Myndin sem um er að ræða er
hugsuð sem fræðslumynd fyrir
grunnskóla þar sem sýnt er
hvernig það æxlast að unglingar
fara að ánetjast fíkniefnum.
Handritið er skrifað af Vigdísi
Grímsdóttur og Andrési Sigur-
vinssyni, sem jafnframt hefur
leikstýrt myndinni. Kvikmynda-
tökur eru í höndum Þorsteins
Jónssonar. -K.ÓI.
Kjarvalsstaðir
100
krónur
Mér finnst þetta mjög
skynsamlegt og tel að þetta verði
hagstætt fyrir alla aðila, sagði
Olga Guðrún Árnadóttir, vara-
fulltrúi í menningarmálanefnd
Reykjavíkur í samtali við Þjóð-
viljann í gær, en nefndin hefur
lagt til að tekinn verði upp að-
gangseyrir að Kjarvalsstöðum,
100 krónur, en ekki selt inn á
hverja sýningu eins og nú tíðkast.
Núverandi fyrirkomulag er
þannig að seldur er aðgangur að
hverjum sýningarsal fyrir sig og
listamenn borga leigugjald af
sölunum. Menningarmálanefnd
leggur til að aðgangseyrir að hús-
inu verði 100 krónur og veiti þá
aðgang að öllum sýningum sem í
gangi eru. Jafnframt er gert ráð
fýrir að leigugjaldið verði aflagt.
Olga sagði að Kjarvalsstaðir
myndu fá verulegar tekjur af að-
gangseyri með þessu móti og
gestum hússins yrði einnig
auðvelduð yfirferðin um sýning-
arsali. Gert er ráð fyrir að
ókeypis verði fyrir ellilífeyris-
þega og börn 15 ára og yngri.
Tillagan hefur komið til kasta
borgarráðs en afgreiðslu hennar
var frestað á síðasta fundi ráðs-
-gg
ms.
GETA ÍSLENDINDAR
öðlast meiri þekkingu á auðlindum landsins með aðstoð gervihnatta?
Hver er staða Evrópu í kapphlaupinu um geiminn?
Michel NUSIMOVICI
DOKTOR í EÐLISFRÆÐI
prófessor við Frönsku
vísindastofnunina CNES
heldur fyrirlestur Á ENSKU
í Háskóla íslands LÖGBERGI
LAUGARDAGINN 1. nóvember kl. 14.
(í DAG)
Stuðst verður við kvikmynd og litskyggnur.
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3