Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1986næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Þjóðviljinn - 01.11.1986, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 01.11.1986, Blaðsíða 13
Bokassa á síðasta ári. Útlægur ger í frönsku sloti, nú í dýflissu í heima- landi sínu. Bokassa Fer fyrir rétt á ný Bangui - Andre Kolingba, for- seti Mið-Afríkulýðveldisins, til- kynnti í gær að Jean-Bedel Bokassa, fyrrum keisari lands- ins, yrði færður fyrir rétt í ann- að sinn fyrir morð og fjárdrátt en fyrir þessar sakir var hann dæmdur til dauða, að honum fjarstöddum, eftir að hann flýði land. Kolingba sagði á fjöldafundi í gær að samkvæmt lögum landsins yrði að endurtaka réttarhöldin. Fyrir nokkrum dögum var því lýst yfir að Bokkassa ætti yfir höfði sér dauðadóm. Hann kom skyndilega til landsins frá Frakk- landi fyrir nokkru og var hand- tekinn samstundis. Bokassa sem eitt sinn var hermaður í franska hernum var bylt af valdastóli í byltingu sem Frakkar studdu, árið 1979. Tveimur árum fyrr hafði hann krýnt sig til keisara með ótrúlegum íburði. Kolingba sakaði í gær Bokassa um að hafa næstum gert land sitt gjaldþrota og steypt landinu í öngþveiti á 13 ára valdaferli sín- um. Það voru ásakanir gegn hon- um um að hafa látið lífláta 100 skólabörn árið 1979 eftir að þau höfðu mótmælt því að þurfa að klæðast skólabúningum, sem varð Bokassa að falli. Áður höfðu komið fram fleiri ásakanir gegn honum um gimmdarverk. HEIMURINN S-Kórea/Námsmenn Uppnám í S-Kóreu Umsátri 7000 öryggislögreglumanna um Konkuk háskólann í Seoul í S-Kóreu lauk með miklum átökum þúsunda námsmanna og lögreglumanna. Á sama tíma hertóku tœplegaþúsund námsmenn í borginni Pusan tvö háskólabókasöfn Seoul - Mikil átök urðu á lóð Konkuk háskólans í höfuð- borg S-Kóreu milli 7000 óeirðalögreglumanna og um það bil 1200 námsmanna sem höfðu haldið nokkrum bygg- ingum á lóðinni og krafist þess að forseti landsins Chun Doo Hwan segði af sér. Á sama tíma hertóku 900 námsmenn í borginni Pusan tvö háskóla- bókasöfn og bjuggu þar um sig. Um það bil 5000 námsmenn í háskólum víða um borgina lentu í átökum við lögreglu eftir að hún hafði ráðist til inngöngu í Konk- uk háskólann eftir þriggja daga umsátur. Námsmennirnir höfðu haldið lögreglunni í burtu með grjótkasti og hótunum um að kveikja í nokkrum byggingum háskólans. 7000 lögreglumenn réðust síðan til inngöngu í gær- morgun og munu rúmlega 80 manns hafa særst í átökunum, samkvæmt opinberum tölum. Þetta var umfangsmesta „náms- mannahandtaka" sem vitað er um í S-Kóreu. Ásakanir hafa komið fram á hendur lögreglunni um að hún hafi myrt námsmenn þegar árásin var gerð á háskóla- lóðina. Fulltrúar Iögreglunnar hafa neitað þessum ásökunum. Eftir 90 mínútna átök á lóðinni sögðu vitni fréttamönnum að þau hefðu séð lögreglumenn neyða námsmenn niður á hnén og mis- þyrma þeim með kylfum áður en námsmennirnir voru reknir inn í lögreglubfla. Um það bil 1200 námsmenn, þar af 465 konur voru handteknir. Þegar náms- mönnunum var ekið á brott reyndu foreldrar og ættingjar námsmannanna að komast að þeim en voru þvingaðir frá með táragassprengj um. Námsmenn- irnir handteknu verða líklega ákærðir samkvæmt neyðará- standslögum fyrir lögbrot. FilippseyjarlRamos „Hættið að rífasT Ramos, yfirmaður herafla Filippseyja bendir Enrile og Aquino á friðarpípuna Manila- Fidel Ramos, yfirmað- ur herafla Fil ippseyja kom með innlegg í yfirýsingastríðið hjá helstu valdamönnum Filipps- eyja í gær þegar hann sagði að menn eyddu dýrmætum kröftum þegar þeir rifust opin- berlega um hvernig ætti að fást við „kommúnistahætt- una“ á eyjunum, fólk skyldi þegja á opinberum vettvangi en tala ærlega saman fyrir lukt- um dyrum. „Kannski ættu sumar þessara umræðna...að eiga sér stað bak við luktar dyr“ sagði Ramos í sjónvarpsviðtali sem fréttamenn fengu að sjá í gær, það verður hins vegar sent út í sjónvarpi í dag. Yfirlýsingar Ramosar voru túlkaðar á þann veg að hann væri að ávíta varnamálaráðherrann, Juan Ponce Enrile fyrir að ráðast á stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart hinni 17 ára gömlu bylt- ingu skæruliða á eyjunum. Cor- azon Aquino hefur ekki sjálf svarað gagnrýni Enrile á opinber- um vettvangi. Ramos hefur neit- að þeim fullyrðingum að hann sé nú orðinn eins konar sáttasemjari milli Aquino og Enrile. Hann lýs- ir hins vegar sjálfum sér, Enrile og Aquino sem valdaþríeyki landsins sem ætti ætíð að hafa samráð sín í milli. Ramos og Enrile í byltingunnisem færði Aquino forsetaembættið. Nú hefur Ramos ávítað Enrile fyrir neikvæða gagnrýni. WaldheimtAsakanir Skýrínga krafist Nýjustu ásakanirnar á hendur Kurt Waldheim hafa vakið mikla athygli og er nú krafist skýringa á sanngildifrétta ísraelska sjónvarpsins og Washington Post um mögulega nasistafortíð Tel Aviv - Stjórnvöld í ísrael lýstu því yfir í gær að þau væru ekkert að flýta sér við að senda sendiherra sinn í Vín þangað aftur á meðan nýjustu ásakan- irnar á hendur Kurt Waldheim eru rannsakaðar. ísraelska sjónvarpið skýrði frá því í fyrrakvöld að júgósiavnesk ríkisnefnd hefði árið 1947 ásakað lndland Indíru minnst Nýju Delhí-Álndlandivarígær minnst þess að tvö ár eru liðin frá því Indira Gandhí var myrt. Þess var minnst með því að lýsa daginn sameiningardag, í Ijósi mikilla átaka í landinu að undanförnu. Rajív Gandhí, sonur Indíru Gandhí og arftaki móður sinnar í embætti forsætisráðherra, stjórn- aði í gær minningarathöfn sem haldin var til heiðurs Indíru Gandhí. Athöfnin var haldin í garðinum þar sem hún var skotin. Kurt Waldheim. Nú hafa sovéska og júgóslavneska leyniþjónustan bland ast inn í fortíð hans. Waldheim um að vera stríðs- glæpamann og skyldi hann færð- ur fyrir rétt vegna athafna sinna í Júgóslavíu á stríðsárunum. Og í fyrradag skýrði bandaríska stór- blaðið Washington Post frá því að veturinn 1947-48 hefðu júgó- slavneska og sovésku leyniþjón- usturnar reynt að þvinga Wald- heim til að njósna fyrir sig með hótunum um að annars yrði hann kærður fyrir stríðsglæpi. Wald- heim, fyrrum aðalritari Samein- uðu Þjóðanna og nýkjörinn fors- eti Austurríkis, hefur undanfarna mánuði verið sakaður um að hafa reynt að leyna fortíð sinni sem nasisti. Hann hefur neitað öllum slíkum ásökunum. Utan- ríksráðherra ísraels, Shimon Per- es, sagði í gær að þessar ásakanir á hendur Waldheim væru mjög alvarlegar og skýringa væri þörf. ERLENDAR FRÉTTIR hjörleifsson/RELiTE R Olía 0PEC nefnd á fund Kuwait - Verðmyndunarnefnd OPEC (Samtök olíufram- leiðsluríkja) kemur saman fyrstu dagana í nóvember, segir í frétt Kuna fréttastof- unnar i Kuwait í gær. í fréttinni sem er höfð eftir heimildarmönnum innan olíuiðn- aðarins, segir að ekki sé búið að festa fundinn á ákveðna dagsetn- ingu en hann verði fyrstu tíu daga þessa mánaðar. Á fundinum verður líkast til fjallað um áskorun þess efnis að verð hverr- ar tunnu af olíu verði fest við 18 dollara. Saudí Arabía hefur lagt fram þessa tillögu og fleiri hafa tekið undir það að undanfömu að nauðsynlegt sé að festa verðið. Nú um helgina hefst fundur Samvinnuráðs ríkja við Persaflóa en þar eiga sæti ríki sem eru í og utan OPEC. Fundur olíumála- ráðherra OPEC ríkja hefst síðan 11. desember. Síðasti Opec fund- urinn í Genf í síðasta mánuði samþykkti að setja saman þriggja manna ráðherranefnd sem skyldi vinna að því að ákveða fastan olíuframleiðslukvóta. Á Genfar- fundinum var einnig samþykkt að takmarka framleiðslu OPEC ríkjanna 12 við 15 milljónir tunna á dag í nóvember og desember á móti 14,8 milljónum tunna í sept- ember og október. írak fær hins vegar að framleiða að vild. Laugardagur 1. nóvember 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 249. tölublað (01.11.1986)
https://timarit.is/issue/224960

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

249. tölublað (01.11.1986)

Aðgerðir: