Þjóðviljinn - 01.11.1986, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 01.11.1986, Blaðsíða 14
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Akranesi Aðalfundur Aðalfundinum sem var frestað þann 12. sl. verður haldinn laugardaginn 1. nóvember n.k. í Rein kl. I4.00. Dagskrá. 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Tilnefningar í forval. 3) Önnur mál. Kaffi og kökur. Félagar fjölmennið. Alþýðubandalagið Hafnarfirði Bæjarmálaráðsfundur Bæjarmálaráð ABH er boðað til fundar í Skálanum, laugardaginn 1. nóv- ember kl. 10.00. Fundarefni: I) Frá störfum bæjarstjórnar og nefnda. 2) Skipting í starfshópa og starfsskipulag. 3) Útgáfumál. 4) önnur mál. Stjómln. AB Reykjavík Viðtalstími borgarfulitrúa Sigurjón Pótursson borgarfulltrúi Alþýðubanda- lagsins verður til viðtals á Hverfisgötu 105, laugar- daginn I. nóvember frá kl. 13.00 - 14.00. Borgarmálaráð ABR Sigurjón. Vestfirðir Forval 2. nóvember Fyrri umferð forvals AB á Vestfjörðum vegna alþingiskosninganna, fer fram sunnu- daginn 2. nóvember n.k. Kosið verður hjá eftirlöldum trúnaðarmönnum: Anna B. Valgelrsdóttir Hjallastræti 39, Bolungarvík. Tryggvl Guðmundsson, AB- húsinu ísafirði. Snorrl Sturluson Hjallavegi 29, Suðureyri. Jón Guðjónsson Brim- nesvegi 8, Flateyri. Oavlð H. Kristjánsson, Aðalstræti 39, hingeyri. Halldór Jóns- son, Lönguhllð 22, Blldudal. Birna Benediktsdóttir, Móatúni 3, Tálknafirði. Helgi Haraldsson, Urðargötu 2 , Patreksfirði. Torfi Steinsson, Birkimel, Barðaströnd. Jón Snæbjörnsson, Mýrartungu, Reykhólasveit. Helðar Skúlason, Ljótunnarstöð- um, Hrútafirði. Jón Ólafsson, Brunnagötu 7, Hólmavík. Jóhanna Thorarensen, Gjðgri. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla stendur frá 26. október hjá trúnaðarmönnum og aukþess hjáflokksskrifstofu AB að Hverfisgötu 105! Reykjavík. Þareru trúnaðar- menn Ottar Proppé, Margrót Tómasdóttir og Kristján Valdimarsson. Flokksmönnum er bent á að kynna sér forvalsreglur hjá stjórn og trúnaðarmönnum á slnu svæði, og láta það berast að nú er stuðningsmönnum AB á Vestfjörðum gefinn kostur á þátttðku undirriti þeir stuðningsyfirlýsingu. Fyrir hönd uppstillingarnefndar Tryggvi Guðmundsson (safirði sími heima 3702 og vinnuslmi 3940 Alþýðubandalagið Akureyri Bæjarmálaráð Fundur í bæjarmálaráði mánudaginn 3. nóvember kl. 20.30 í Lárusarhúsi. Dagskrá: 1) Bæjarstjórnarfundur þriðjudaginn 4. nóv. 2) önnur mál. Stjórnin. Alþýðubandalagið Kefiavík og Njarðvík Almennur félagsfundur Alþýðubandalagsfélag Keflavíkur og Njarðvíkur boðar til fundar í Verslun- armannafélagshúsinu Hafnargötu 28, mánudaginn 3. nóvember. Húsið opnar kl. 20 til nefndarstarfa og rabbfunda en dagskrá hefst kl. 21.00 1) Vetrarstarfið. 2) Fréttir af uppstillingarmálum. Ásgeir Árnason. 3) Stjómmálaviðhorfið og kosningarnar framundan: Geir Gunnarson. Félagar og stuðningsmenn fjölmennið. Stjórnin. Alþýðubandalag Héraðsbúa Rabbfundur Rabbfundur verður haldinn fimmtudaginn 5. nóvember kl. 20.30 að Selási 9 (kjallara). Komum saman og ræðum málin yfir kaffibolla. Umræðuefni: Forval - glöggkvöld og fleira og fleira. Alþýðubandalagsfélag Selfoss og nágrennis Almennur félagsfundur ATH! Breyttur fundartími. Almennur félagsfundur verður haldinn miðvikudaginn 5. nóvember kl. 20.oo að Kirkjuvegi 7. Fluttar verða fréttir af aðalfundi kjördæmisráðs og Svavar Gestsson formaður AB kemur og ræðir um helstu áherslur í kosn- ingastarfinu framundan. Nýir félgar sérstaklega boðnir velkomnir. Fjölmennið. Stjórnln. Alþýðubandalagið í Kjósasýslu Aðalfundur Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 6. nóvember kl. 20.301 kaffisal Hlégarðs. Fundarstjóri Jón Gunnar Óttósson. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf 2) Kosning starfsnefndar 3) Kosning ritnefndar Sveitunga ásamt útgáfustjórn 4) Kosning 8 fulltrúa félagsins í kjördæmisráð 5) Ávarp Geirs Gunnarssonar alþingismanns 6) Önnur mál. Mætum öll vel og stundvíslega, takið þátt í opinskárri umræðu um stjórnmálin og framboðsmálin. Nýir félagar eru sérstaklega boðnir vel- komnir. Stjórnin Alþýðubandalagið Reykjavík Forval Ákveðið hefur verið að viðhafa forval um frambjóðendur ABR vegna komandi alþingiskosninga í samræmi við forvalsreglur félagsins. Forvalið verður haldið dagana 29. - 30. nóvember n.k. Hverju framboði skulu fylgja meðmæli 5 félagsmanna. Tilkynning um þátttöku berist fram- kvæmdastjóra AB á skrifstofu flokksins fyrir kl. I7.00, fimmtudaginn 6. nóvember. Kjörstjórn Kvenréttindafélagið Konur í kosningaham Vetrarstarf Kvenréttindafélags íslands er nú hafið, en í tilefni af komandi alþingiskosningum verður yfirskrift starfsársins “Konur í kosningaham“. í fréttatilkynningu frá félaginu segir að markmiðið í vetur sé að “freista þess að taka þátt í að brey ta þeirri mynd sem blasir við, og auka hlutdeild kvenna á Al- þingi“, en konur þar eru sem kunnugt er aðeins 9 af 60. Kven- réttindafélagið, sem hefur reyndar frá stofnun hvatt konur til þess að sækja fram hverja í sínum flokki, hefur að þessu sinni sent bréf til fulltrúaráða, kjör- dæmaráða og formanna flokk- anna stjómmálaflokkanna, auk kvennadeilda þeirra, þar sem hvatt er til þess að unnið verði að framgangi kvenna í komandi kosningum. Þá hefur félagið gefið út vegg- spjald með yfirskriftinni “Býrð þú í karlaríki" og í ráði er að efna til námskeiða fyrir konur sem vilja vera virkari í pólitísku starfi og halda ráðstefnu með þeim konum sem verða í framboði til komandi alþingiskosninga. -K.Ól. Félagsmálastofnun Birgir verður húsnæðisfulltrúi Birgir Ottósson hefur verið ráðinn húsnæðisfulltrúi Féi- agsmálastofnunar Reykjavíkur- borgar. Fjölmargir aðrir sóttu um starfið, en Birgir var sá eini sem fékk atkvæði. Guðrún Ágústsdóttir Abl. og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Kvennalista sátu hjá við atkvæð- agreiðsluna í félagsmálaráði, en Birgir fékk öll atkvæði fulltrúa Sjálfstæðisflokks í ráðinu. Guð- rún var þeirrar skoðunar að gera þyrfti ákveðnar kröfur um menntun þeirra sem sóttu um starfið, en því höfnuðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks. Birgir hefur verið aðstoðar- maður húsnæðisfulltrúa. Hann tekur við starfinu af Gunnari A. Þorlákssyni, sem færður var í annað starf innan stofnunarinnar eftir að uppvíst varð að hann hafði notað stöðu sína sér og sínu fyrirtæki til framdráttar, þannig að óeðlilegt taldist. -gg SHA Vilja sjónvarps- umræður með Matthíasi Á landsráðstefnu Samtaka her- stöðvaandstæðinga um síðustu helgi var eftirfarandi ályktun samþykkt. „Landsráðstefna SHA 25. okt- óber harmar þá ákvörðun utan- ríkisráðherra íslands að koma í veg fyrir að ríkisstjómir Norður- landa taki af alvöru að vinna að myndun kjarnorkuvopnalauss svæðis á Norðurlöndum á grund- velli alþjóðalaga. Utanríkisráð- herra og aðrir ráðamenn hafa einhliða rangtúlkað hugmyndina um hið kjamorkuvopnalausa svæði f fjölmiðlum. Áf þeim sökum skora SHA á utanríkis- ráðherra að mæta talsmanni her- stöðvaandstæðinga í sjónvarpi til að ræða þessa hugmynd þannig að bæði sjónarmiðin fái að koma fram“. 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Hjúkrunarfræðingar Okkur vantar deildarstjóra á hjúkrunardeild (lyf- og handlækningadeild) frá 1. janúar 1987. Einnig vantar skurðhjúkrunarfræðing frá 1. mars 1987 eða eftir nánara samkomulagi. Leitið upplýsinga hjá hjúkrunarforstjóra um kaup og kjör, sími 96-41333. Hjúkrunarforstjóri t c í r L F s (H LAUS STAÐA HJÁ REYKJAVÍKURBORG >jónustuíbúðir aldraðra Dalbraut 27. Jtarfsmenn vantar til ræstinga. Jpplýsingar gefur forstöðumaður í síma 685377 nilli kl. 10 og 14. Jmsóknum ber að skila til Starfsmannahalds íeykjavíkurborgar Pósthússtræti 9, 6. hæð, á érstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást. I ff LAUSAR STÖÐUR HJÁ |f REYKJAVIKURBORG Starfsmenn óskast í hlutastarf við nýtt Unglinga- athvarf í Seljahverfi. Vinnutími 2-3 kvöld í viku frá kl. 16-23. Menntun og/eða reynsla sem nytist í starfi með jnglingum æskileg. Upplýsingar í síma 20606 frá kl. 13-15 daglega. Jmsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást. ffi LAUSAR STÖÐUR HJÁ III REYKJAVIKURBORG Staða forstöðumanns Manntalsskrifstofu Reykjavíkurborgar hefur verið auglýst til um- sóknar. Ákveðið hefur verið að framlengja umsóknarfrest til 10. nóv. n.k. Nánari upplýsingar um starfið gefur Gunnar Eydal, skrifstofustjori; Austurstræti 16 í síma 18800. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást. Breiðafjarðarferja ÚTBOÐ á tækjum og búnaði Bygginganefnd Breiðafjarðarferju hefur falið Skipatækni h/f að annast útboð á tækjum og búnaði fyrir Breiðafjarðarferju, sem ráðgert er aö hefja smíði á á næsta ári. Oskað er eftir tilboðum í eftirtalinn búnað: -Tvær aðalvélar ásamt skrúfubúnaði, ásraföfl- um og tilheyrandi búnaði. - Eina hjálparvélasamstæðu. - Eina bógskrúfu. - Tvö stýri ásamt tilheyrandi búnaði. - Einn afgasketil. - Tvær akkerisvindur og tvær hjálparvindur. - Einn þilfarskrana. - Fjarskipta- og siglingatæki. Gerðar hafa verið útboðslýsingar af þeim búnaði, sem að ofan greinir og fást þær afhentar hjá Skipatækni h/f, Grensásvegi 13, 108 Reykjavík, 3. hæð á milli kl. 9.00 og 17.00. Frestur til skila tilboðum í aðalvél, skrúfubúnað og ásrafala er setturtil 28. nóvember, en til 25. nóvemberað því er varðar annan búnað. SKIPATÆKNI H/F.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.