Þjóðviljinn - 01.11.1986, Blaðsíða 8
MENNING
r
ÁGÚST OG ÞORGEIR
Alþýðuleikhúsið sýnir
HIN STERKARI og SÚ VEIKARI
eflir August Strindberg og Þorgeir
Þorgeirsson
Leikstjóri: Inga Bjarnason
Leikmynd: Vilhjálmur Vilhjálmsson
og Nína Njáisdóttir
Þýðing: Einar Bragi
Sífellt verður það ljósara hvílík
stærð August Strindberg er í
leikbókmenntunum. Kannski
hefur engum betur tekist að tjá
það mikla stríð sem fram fer inni í
kollinum á nútímamanninum,
enda geisaði þetta stríð af
óvenjulegri grimmd inni í kollin-
um á honum sjáifum. Um tíma
var í tísku að skamma karlinn
fyrir kvenhatur en flestum er nú
ljóst að það er misskilningur.
Strindberg var ekki bara
grimmur við konur, hann var
grimmur við alla og grimmastur
við sjálfan sig.
Og svo kunni maðurinn að
skrifa. Hin sterkari er einhver
magnaðasti leikþáttur sem til er,
þar er mikilli sögu þjappað sam-
an í stuttu máli og hann geislar frá
sér krafti í allar áttir ef rétt er á
haldið. Samspil þessara tveggja
kvenna sem bítast um sama
manninn, önnur talar og hin þeg-
ir, er þrungið tilfínningum og
átökin milli þeirra eru sterk. Sú
sem hefur hreppt karlmanninn og
er á leið til hans með túlípana-
skóna blessaða, hún virðist að
vísu standa með pálmann í hönd-
unum, en það er holhljómur í
hamingju hennar og við finnum
að það er í raun hin þögla sem á
sterkari ítök í eiginmanni hennar.
Og það vakna áleitnar spurning-
ar: er þessi eiginmaður nokkuð
eftirsóknarverður? Og svo fram-
vegis.
Alþýðuleikhúsið sýndi þennan
stutta þátt í sumar við góðar
undirtektir og maklegt lof og er
skemmst frá því að segja að Ingu
Bjamason hefur tekist með af-
brigðum vel að laða fram þá
kynngimögnuðu spennu sem
textinn býr yfir. Augljóst er að
hver einasta hreyfing og setning
hefur verið þrautkönnuð og
þessu er komið til skila á þann
hátt að heimurinn á bak við orðin
verður áhorfandanum ljós. Þrátt
fyrir nákvæmni sína er ieikstjóm
Ingu samt aldrei þvinguð, sýning-
in er ein lífræn og lifandi heild.
Margrét Ákadóttir fer af öryggi
og tilfinningahita með hlutverk
þeirrar sem talar og kemur öllum
tilfinningasveiflum hennar frá-
bærlega vel til skila. Framsögn
hennar er góð og látbragðið hóf-
stillt og nákvæmt. Anna Einars-
dóttir er í hlutverki hinnar þöglu.
Það er krefjandi hlutverk þó að
hún segi ekki eitt einasta orð, eða
kannski einmitt þess vegna, því
að hún verður að leika með allan
tímann, orðlaust, og það gerir
hún með ágætum. Elfa Gísladótt-
ir er í öðru þöglu hlutverki
frammistöðustúlku og tekur ann-
að veifið þátt í leiknum, sýnir
hluttekningu, og Elfa gerir það af
hófstilltri og fallegri hlýju.
En ekki er allt búið enn. Leik-
stjóri hefur fengið Þorgeir Þor-
geirsson til að prjóna við þennan
leikþátt Strindbergs, einskonar
framhald sem gerist hér og nú.
Að lokinni sýningu á Strindberg
er snúið svolítið uppá áhorfand-
ann og honum talin trú um að það
sem hann sá hafi verið æfing fyrir
sjónvarpsupptöku. Og inn snar-
ast leikstjórinn, sem reynist vera
Eskil, sonur konunnar sem talaði
í Strindbergsþættinum, eða rétt-
ara sagt leikkonunnar sem leikur
hann. Og hann er giftur hinni
leikkonunni. Hann tekur snögga
æfingu en rýkur síðan burt í
hvelli, hefur í mörgu að snúast á
íslenska vísu.
í ljós kemur að Eskill leikstjóri
hefur bannað leikkonunum og
tengdamæðgunum að tala saman
- það er leikstjómaraðferð sem
hann hefur lært af Ingmar eða
Rolf. En hann skildi eftir höfuð-
stöðutákn sitt - farsímann. Og nú
hringir farsíminn og kona Eskils
tekur hann og í símanum er við-
hald eiginmannsins. Upphefst nú
nokkuð kostulegt og víða biturt
samtal. Með þessum hætti snúast
hlutverkin við, sú sem áður þagði
talar nú ein, sú sem áður talaði
þegir.
Þorgeir er auðvitað ekki
Strindberg og reynir ekki að vera
það. En texti hans býr yfir mörg-
um góðum kostum, hann er lif-
andi, litríkur, fyndinn og það er
töluverð spenna í honum. Þor-
geir fer vítt og breitt um
mannlífssviðið og kemur við ýmis
kaun, gefur meðal annars sæta
Hagaskólaliðinu nokkrar pillur.
; Allt er þetta skemmtilegt en það
eru líka heitar tilfinningar og
djúp sárindi í þessum texta og
Ánna Einarsdóttir kemur þeim
vel til skila, leikur háspenntan
leik á barmi móðursýki sem um
leið er algerlega undir stjórn og
aga. Og unun var að sjá hvernig
Margrét Ákadóttir breyttist
smám saman í frosna, tilfinninga-
lausa mannveru með góðri að-
stoð Elfu Gísladóttur. Harald G.
Haralds brá fyrir sem snöggvast í
hlutverki kvikmyndastjórans og
var skemmtilegur meðan hans
naut við og væri gaman að fá að
sjá meira af þeim ágæta leikara.
Þetta var spennandi kvöld-
stund í kjallaranum, sem orðinn
1 var óvenju vistlegur bæði af ein-
faldri og smekkvísri umgerð
leiksins svo og borðum sem
áhorfendur sitja við. Kolbeinn
Bjamason kom gestum í rétt ásig-
komulag með því að leika Þorkel
og Bach á flautuna sína svo unun
var á að hlýða.
Ingu og Þorgeiri og öllum sem
hlut áttu að máli ber að þakka
fyrir framlagið, þetta var lifandi
leikhús.
Sverrir Hólmarsson
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN
Anna S. Einarsdóttir, Margrét Ákadóttir og Harald G. Haralds í Hin sterkari - sú veikari.
Myndlist
Stílbragðaleikir
Um yfirlitssýningu á verkum Valtýs Péturssonar í Listasafni Islands
„Hið mikil væga í listinni er
ekki að leita, heldur að
frnna"
Pablo Picasso
Það er sláandi þegar gengið
er um yfirlitssýningu á verkum
Valtýs Péturssonar, sem nú
stendur yfir í Listasaf ni
íslands, að sjá hversu fljótur
hann hefurveriðaðtileinka
sér hin ýmsu stílafbrigði
afstraktlistar
eftirstríðsáranna. En það er
líka jafn sláandi hversu illa
honum hefurtekist að nýta
sér þessi ólíku stílafbrigði til
persónulegrartjáningar. Ef
ekki væri fyrirfram vitað að
hér væri um sýningu eins
manns að ræða væri ekki
óeðlilegt að ókunnugur myndi
álykta að hér væri um að
ræða samsýningu á verkum
margramálarafrá
eftirstríðsárunum.
Elstu myndimar á sýningunni
sýna okkur að Valtýr hefur í upp-
hafi ferils síns lært af þeim Snorra
Arinbjamar og Þorvaldi Skúla-
syni þegar þeir voru að leysa upp
form þau sem þeir höfðu fundið
sér í íslenskum sjávarplássum og
nýta þau til óhlutlægari form-
byggingar. Myndir frá 1948 og
1949 sýna líka að Valtýr hefur
kunnað að tileinka sér þá ex-
pressíónísku myndbyggingu
Cobra-málaranna sem Svavar
Guðnason flutti hingað til lands
með fyrstu afstraktsýningunni
sem haldin var hér á landi í lok
stríðsins. Tveimur ámm síðar eða
ÓLAFUR
GlSLASSON
1951, er hann kominn í hinn
stranggeometríska skóla Þor-
valds Skúlasonar, sem hann inn-
leiddi hér á landi í kringum 1947.
Frá svipuðum tíma koma einnig
fram tilraunir í anda hinna Ijóðr-
ænu eða „mjúku“ frönsku ab-
straktmálara eins og Manessier
eða Jean Bazaine, einfaldaðar
formsterkar uppstillingar í anda
danska málarans Lundström,
íbjúg form í anda Hans Arp og
tilraunir til ósjálfráðrar form-
skriftar í anda André Masson. Þá
er langt tímabil á ferli Valtýs sem
minnir mjög á hinar formsterku
og djörfu abstraktmyndir Nínu
Tryggvadóttur, en á síðari árum
virðist sem áhrifa Lundströms
taki að gæta á ný og í síðustu
myndunum finnum við aftur sam-
Iíkingu við sjávarþorpsmyndir
þeirra Þorvalds og Snorra Arin-
bjarnar.
Nú er ekkert óeðlilegt að mál-
ari leiti sér fanga í reynslu þeirri
sem frumkvöðlar listarinnar hafa
að miðla okkur. Við eigum
jafnvel málara sem hafa gert það í
enn ríkara mæli en Valtýr, og það
með góðum árangri, eins og sjá
má til dæmis í myndasyrpum Err-
ós. En þegar við stöndum frammi
fyrir því að sjá samhengið í ferli
Valtýs Péturssonar og skilja
hvert hann stefnir á málaraferli
sínum, þá blasir fyrst og fremst
við okkur stöðug leit og sá stöð-
ugi vandi málarans að nýta sér
reynslu frumkvöðlanna til mark-
vissrar persónulegrar úrvinnslu
og uppgötvunar.
Afstraktlist eftirstríðsáranna
var einskonar samantekin niður-
staða eða synþesa þess blóma-
skeið evrópskrar myndlistar sem
átti sér stað á þeim miklu um-
brotatímum sem ríktu í álfunni
fyrir og eftir fyrri heimsstyrjöld-
ina. Kúbisminn í Frakklandi, fút-
úrisminn og metafýsiska mál-
verkið á Ítalíu, súprematisminn
og konstrúktífisminn í Rússlandi,
dadaisminn í Zurich, expressíón-
isminn í norðurhluta álfunnar og
súrrealisminn í Frakklandi og
Þýskalandi voru sá auðugi fjár-
sjóður sem afstraktmálarar eftir-
stríðsáranna byggðu á. Viðleitni
þeirra fólst meðal annars í því að
draga endanlegar niðurstöður af
þessari reynslu og nýta hana til
nýrrar formsköpunar á rústum
þeirrar reynslu sem heimsstyrj-
öldina hafði leitt yfir álfuna. Til-
raunir Valtýs Péturssonar í þessa
átt eru virðingarverðar, og vissu-
lega átti hann sinn þátt í að auka
skilning almennings hér á landi á
hinu nýja myndmáli. En það sem
blasir við á yfirlitssýningunni í
Listasafninu er hins vegar að leit
hans hefur borið takmarkaðan
árangur. Samhengið rofnar hvað
eftir annað og við finnum hvorki
þann frumkraft sem sjá má í verk-
um Svavars Guðnasonar né þá
yfirveguðu formsköpun sem við
finnum hjá Þorvaldi Skúlasyni,
svo dæmi séu tekin af tveim
meisturum afstraktlistar eftir-
stríðsáranna hér á landi. Yfir-
litssýning Valtýs Péturssonar gef-
ur okkur forvitnilegt yfirlit yfir
umbrotatíma í íslenskri myndlist,
en það sem við söknum eru hald-
bærar niðurstöður.