Þjóðviljinn - 01.11.1986, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.11.1986, Blaðsíða 4
LEIÐARI Þjóðviljinn hefur nú komið út í hálfa öld og haft ærið að starfa í þágu hinna vinnandi stétta, í þágu þjóðfrelsis og mannúðarstefnu. A þessum tíma hafa miklar breytingar átt sér stað og vonandi er þjóðfélag líðandi stundar á ýmsan hátt betra og manneskjulegra heldur en það þjóðfélag sem kallaði á útgáfu Þjóðviljans fyrir fimmtíu árum. Margt hefur breyst; sumt til batnaðar. Á þessum tíma hefur sá málstaður sem Þjóð- viljinn hefur haldið fram getað fagnað mörgum frægum sigrum í baráttunni fyrir bættum kjörum og betra mannlífi. En ósigrarnir hafa einnig ver- ið margir, því að enn stendur baráttan sem hæst og þátttaka Þjóðviljans í þeirri baráttu er ekki síður nauðsynleg nú en fyrir hálfri öld. Isköld gróðahyggja ásamt tilheyrandi mannfyrirlitningu gegnsýrir þjóðfélag okkar. Undirlægjuháttur okkar gagnvart því eina er- lenda stórveldi sem hefur uppi tilburði til íhlutun- ar í íslensk innanríkismál er síst minni nú en áður. Skammtímasjónarmið og taumlaus gróðafíkn ráða mikilvægum ákvörðunum og framtíðarhagsmunir þjóðarinnar eru í hættu. Hér ríkir eitthvert mesta góðæri sem gengið hefur yfir þetta land um langan aldur án þess að almenningur, hið vinnandi fólk í landinu sjái| þess stað. Fátæktin, sú smán sem ekki á að þekkjast í þjóðfélagi siðaðra manna, sverfur nú að fjöl- damörgum íslendingum á meðan sumir úr okk- sókn! ar hópi mæla góðærisgróðann í milljónum. Hér er nóg að starfa f þágu þjóðarinnar, sem hefur lifað af erfiðar aldir vegna vinnusemi, samstöðu og þjóðlegs stolts og á skilið betra hlutskipti en að vera sífellt fórnarlamb gróða- hyggju og ósvífinnar hentistefnu. Hér er nóg að starfa - og fyrsta verkefnið er að endurvekja hér þjóðlega reisn, sem byggist á þeirri hugsjón að íslenska þjóðin sé ein stór fjölskylda, sem byggir tilveru sína á samhjálp og samheldni; fjölskylda sem rúmar engar afætur sem taka eigin hagsmuni framyfir hagsmuni heildarinnar. Til þess að samheldni og samhjálp fái að blómstra þarf að gera útlægan þann hugsunar- hátt, sem metur mennina og starf þeirra í krón- um og aurum eða bandaríkjadölum og svissneskum frönkum. Fátæktinni verður að útrýma, því að hún er sá smánarblettur, sem við megum aldrei þola á þjóðfélagi okkar. Til þess þarf stórátak, því að þeir fátækustu megna aldrei að rétta hlut sinn í almennum kjarasamningum. Það sýnir reynsl- an. Þess vegna eru þeir fátækastir. Það þarf að huga að framtíðinni. Ástæðan fyrir því að íslenska þjóðin hefur náð þeim lífs- kjörum, sem hún býr við, er einfaldlega sú að þjóðin er vel menntuð. Nú eru hinsvegar slíkir tímar, að skólamál þjóðarinnar eru í lamasessi. Skólar í fjársvelti. Kennarar illa launaðir. Þessu ástandi þarf að umbylta og sú bylting í menntamálum þolir enga bið. Sömuleiðis þarf að hefja stórsókn í menning- armálum og gera listamönnum kleift að starfa að list sinni frjálsir og óháðir, án þess að strita í tímavinnu hjá auglýsingafyrirtækjum, til að þjóna hagsmunum fjármagnseigenda. Verkefnin eru ærin. Landbúnaður er í háska staddur, og jafnvel byggðin í landinu er í hættu vegna skammsýnna gróðasjónarmiða. Verkefnin eru óþrjótandi. En að lokinni hálfrar aldar sögu fer nú í hönd nýr áfangi einbeittrar sóknar til að gera íslenskt þjóðfélag að því fyrir- myndarþjóðfélagi, sem svo marga hefur dreymt um svo lengi. Á hálfri öld hefur margt breyst, en draumur okkar hefur ekki náð að rætast: Draumurinn um stéttlaust þjóðfélag samstöðu og samhjálpar. Draumurinn um réttlátt þjóðfélag, þar sem arð- inum af striti okkar er skipt meðal samhentra félaga án þess að ræningjahendur seilist til sjóðsins. Of lengi hafa hugsjónir orðið að leita skjóls fyrir þeim stormum gróðahyggju og sér- hagsmuna sem geisað hafa í þjóðfélagi okkar. Of lengi höfum við látið bjóða okkur að mæla tilverurétt okkar í krónum og aurum. Nú er tími til kominn að leggja til atlögu gegn peninga- hyggju, forheimskun og mannfyrirlitningu. Nú er hafin ný sókn! - Þráinn DJÓÐVIIJIHN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðins- son. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Garðar Guðjonsson, Ingólfur Hjörieifsson. Kristín Olafs- dóttir, Maanús H. Gíslason, Mörður Árnason, Olafur Gislason, Sigurður A. Friðþjófsson, Valþór Hlöðversson, Vilborg Davíðsdóttir, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Ingvi Kjartansson (Akureyri). Handrita- og prófarkalesarar: Andrea Jónsdóttir, tlias Mar. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlitsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Auglýsingasijóri: Sigríður Hanna Sigurbiörnsdóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guöbergur Þorvaldsson, Olga Clausen, Guðmunda Kristinsdóttir. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð. Bilstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðsiustjóri: Hörður Oddfríðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Björnsson. Utkeyrsla, afgreiðsia, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavik, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 50 kr. Helgarblöð: 55 kr. Askriftarverð ó mónuði: 500 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 1. nóvember 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.