Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1986næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Þjóðviljinn - 01.11.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 01.11.1986, Blaðsíða 7
Umsjón: Ólafur Gíslason Hið nýja leikhús leikarans Rætt við Hallmar Sigurðsson nýráðinn leikhússtjóra hjá Leikfélagi Reykjavíkur Hallmar Sigurðsson leik- stjóri hefur verið ráðinn leikhússtjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur til næstu 3 ára. Halimar er 33 ára gamall Húsvíkingur sonur Sigurð- ar Hallmarssonar sem kunnur er fyrir leik sinni hjá Leikfélagi Húsavíkur. Við litum við hjá Hallmari í Iðnó í vikunni, þar sem hann er nú að leikstýra leikritinu „ Vegurinn til Mekka“ eftir s- afríska skáldið Athol Fu- gard og spurðum hann fyrst hvað hann hefði starf- að lengi viðleikiist. Ég byrjaði að vinna í leikhúsi á Akureyri 1972, strax eftir að ég lauk menntaskólanámi. Síðan fór ég til Stokkhólms haustið '12 og stundaði þar leiklistarnám við há- skólann í 3 ár og var síðan í 2 ár við Dramatiska institutet. Á meðan ég var í háskólanum starf- aði ég einnig með Stockholms studenttheater, sem ég átti þátt í að endurvekja, en það hefur nú lognast útaf á ný. Éftir að námi lauk vann ég sem leiklistarkenn- ari og leikstjóri í Svíþjóð og setti meðal annars leikrit á svið hjá Arbetarteatern, Riksteatern og leikhúsinu í Hernusand. Ég kom heim 1980 og hef starfað óslitið við leikhús síðan, aðallega sem leikstjóri. Er það einhver sérstakur skóli eða stefna sem þú aðhyllist í leikhúsinu öðru fremur? Jú, það má segja það, en þess ber hins vegar að gæta að hér á landi eru leikstjórar yfirleitt laus- ráðnir og velja sér ekki verkefni sjálfir, heldur eru þeir kallaðir til þess að sinna ákveðnum verkefn- um. Þess vegna höfum við ekki svo mikil tækifæri til þess að þroska þær leiklistaraðferðir eða sinna þeim viðfangsefnum sem við kannski helst vildum. Þannig hef ég til dæmis fengist við nánast hvað sem er. Þetta hefur líka sinn kost, því það víkkar sjóndeildar- hringinn, og íslenskir leikstjórar eru gjarnan mjög fjölhæfir eftir nokkurra ára reynslu, og færir um'að takast á við ólíkustu verk- efni. í>að kemur hins vegar fyrir að verkefni gefast sem höfða sér- staklega til manns þannig að manni finnist á æfingatímanum að gengið hafi verið til góðs. En þegar kemur að frumsýningu er jafnframt komið að gatnamótum og þá gjaman haldið inn á ein- hverja gjörólíka götu. Pólitískt leikhús Hér á árum áður höfðaði pólit- íska leikhúsið til mín. Það leikhús sem glímdi við pólitíska hug- myndafræði var í senn visst and- svar við leikhús þeirra Ibsen, Strindbergs og O’Neill, sem allir fengust við mannssálina. Bertolt Brecht og fleiri litu á þá leikritun sem smáborgaralega nafla- skoðun og við sem störfuðum að pólitísku leikhúsi litum svipað á málin. Með árunum og reynsl- unni hef ég hins vegar komist að því - án þess að hafna hinu póii- tíska leikhúsi - að það er ekki hægt að skoða hinar stóru heim- spekilegu og pólitísku spurningar í leikhúsinu nema í gegnum sálar- líf og samskipti þeirra einstak- linga sem mynda leikinn, ef vinna Hallmar Sigurðsson: Leikarinn og persónusköpun hans eiga að sitja í öndvegi í leikhúsinu. á verkið af einhverri hreinskilni. Það sem er aðal leikhússins er að þú nýtur samvista við lifandi persónur á sviðinu. Það er og verður leikarinn og persónu- sköpun hans sem myndar miðju leikhússins. Hvernig honum tekst að afhjúpa persónur sínar og veita okkur sýn inn í dýpstu sálarfylgsni þeirra. f því er galdur leikhússins fólginn. Leikhús leikarans Hefur þáttur leikarans þá verið vanmetinn í leikhúsinu? Já, leikhús okkar samtíðar hef- ur oftlega gengið á svig við Ieik- arann, gleymt því að hann er kjarni málsins á meðan áherslan hefur verið lögð á allt það sem er í kringum hann. Við höfum gengið í gegnum tímabil leikstjóraleik- húss og tímabil leikmynda- hönnuða og á því tímabili höfum við lært margt nýtt, en nú er kom- inn tími til að staldra við og nýta þann lærdóm í nýju leikhúsi leika- rans, þar sem leikarinn og per- sónusköpun hans sitja í öndvegi. Hvað er þér minnistœðast á ferli þínum sem leikstjóri? Því er erfitt að svara. Sýningar verða minnisstæðar fyrir ólíka hluti. Þó eru kannski 2 sýningar sem eru mér hjartfólgnari en aðr- ar. Það eru sýningarnar Miðjarð- arför eftir Sigurð Pálsson, sem ég setti upp með Nemendaleikhús- inu og leikritið Að sjá til þín mað- ur, eftir Franz Xaver Kroetz sem ég setti á svið hér í Iðnó. Þær eru mér minnisstæðar vegna þess að þær voru mér nauðsynleg ögrun og kenndu mér ef til vill meira en aðrar sýningar sem ég hef sett á svið. Hvernig leggst það í þig að taka við stjórn Leikfélagsins? Það leggst vel í mig, það er sambland af tilhlökkun og dugg- unarlitlum verkkvíða. Ég er ráð- inn hér frá og með næsta hausti en kem hins vegar til starfa nú um áramótin til þess að undirbúa verkefnaval næsta vetrar. Við Stefán Baldursson munum því sitja hér saman frá áramótum til vors, og það finnst mér góð ráð- stöfun. Ekki síst þar sem ég er að taka við af manni sem ég ber mikið traust tii og mikla virðingu fyrir. Flytjum 1989 Hefur þú áformað breytingar á rekstri Leikfélagsins? Stefna leikhússtjóra birtist fyrst og fremst í verkefnavali, og ég er strax byrjaður að hugsa ým- islegt í því sambandi. En það væri ábyrgðarleysi að ræða það opin- berlega að svo stöddu. Hvenœr er áœtlað að þiðflytjið í nýja Borgarleikhúsið? Samkvæmt síðustu áætlun ætti það að geta orðið haustið 1989. Það kemur auðvitað með að breyta mörgu, ekki síst hvað varðar reksturinn, sem óhjá- kvæmilega er erfiður í svona húsi eins og Iðnó. En þótt starfsað- staða hér sé löngu orðin óviðun- andi er líka margt gott hérna, og það góða verðum við að flytja með okkur í nýja leikhúsið. Það sem er jákvætt við aðstöðuna hér er að hún er svo erfið að hún er ögrun í sjálfu sér. Við verðum að halda áfram að ögra getu okkar listrænt í nýja leikhúsinu og megum ekki fara að hafa það of þægilegt. Við kveðjum Hallmar Sigurðs- son í Iðnó, þar sem annir bíða hans því sunnudaginn 9. nóvem- ber frumsýnir Leikfélagið leikrit- ið „Vegurinn til Mekka" eftir At- hol Fugard í leikstjórn Hallmars. ólg. Velkominn Weisbera Ameríski hljómsveitarstjórinn Arthur Weisberg var kominn aft- ur á stjórnpall hjá Sinfóníuhljóm- sveit Islands í fýrradag, en hann kom hér við í hittifyrra og stjóm- aði þá einum tónleikum. Þetta virtust kærlegir endurfundir og spilaði hljómsveitin Fideliofor- leikinn eftir Beethoven fjörlega undir hans stjórn, strax í upphafi. Svo kom aðalmálið: frumflutn- ingur á nýjum sellókonsert. Þar var mættur til leiks sá ágæti selló- leikari Gunnar Kvaran, og verkið var eftir Jón Ásgeirsson. Og þetta olli engum vonbrigðum, þó maður hafi beðið spenntur eftir þessum konsert á þriðja ár, (hann hefur nefnilega verið tilbúinn til flutnings síðan í desember 1983)! Nei síður en svo. Þó konsert Jóns sé vissulega á engan hátt nýstár- legur og þar svífi hundraðára gamlir andar yfir vötnum, þá er þar margt til að skapa áhuga og gleði. Sérstaklega er fyrsti þáttur- inn, hægur, velvaxinn inngangur, eftirminnilegur. Þar er „dúal- ismi“ tólftónaskipunar og harm- J óníu eðlilega leystur og útkoman öragglega spenntur formbogi, sem hvílir fullkomlega í sjálfum sér. Seinni þættirnir tveir, hraðir og á köflum mjög „rapsódískir", þótti mér heldur lakari við fyrstu heyrn, en í þeim ættu þó að vera talsverðir möguleikar til áhrifa, ef flutningur verður skarpari og dramatískari. Að þessu sinni var hann einum of varfærnislegur, það vantaði í hann ævintýrið. Endilega að flytja þennan kons- ert fljótt aftur, helst strax í vetur. Já, vel á minnst, væri ekki sniðugt að halda aukatónleika með ís- lensku verkunum sem era á vetrardagskránni? Þau eru ekki svo mörg! Ekki skil ég alveg hvaða erindi Elegía Faurés átti á prógrammið eftir hlé. Nema auðvitað var gaman og gott að heyra Gunnar Kvaran fara létt með það. En ein- hvemveginn var hún utangátta, þó hún sé svosem falleg í Iaginu. Svo var það Pethrúska. Sumir eru að fetta fingur útí einfaldari gerðina, sem þama var flutt, þá sem gefin var út að mig minnir Arthur Weisberg hljómsveitarstjóri. 1949. Við skulum láta það liggja á milli hluta. í öllu falli var mikil ánægja af þessum flutningi og margir okkar manna stóðu sig einsog best verður á kosið. Það mætti sérstaklega hrópa húrra fyrir fyrstu flautu og trompett, en Jón Ásgeirsson tónskáld. aðrir tré- og brassleikarar voru svosem ekkert Iakari. í heild var mikil leikgleði þama í Háskóla- bíói og við í salnum hrifumst með svo um munaði. Já, áfram svona og velkominn aftur Arthur Weisberg. Laugardagur 1. nóvember 1986 | ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 249. tölublað (01.11.1986)
https://timarit.is/issue/224960

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

249. tölublað (01.11.1986)

Aðgerðir: