Þjóðviljinn - 01.11.1986, Blaðsíða 2
'SPURNINGIN'
Lestu Þjóðviljann?
Benedikt Steingrímsson,
húsasmiður:
Sjaldan, enda sé ég hann sjald-
an. Mér finnst allt í lagi með blað-
ið, nauðsynlegt að hafa það á
markaðnum.
Eliiði Aðalsteinsson,
nemi í Vélskólanum:
Já, ég les hann öðru hverju og þá
íþróttafréttirnar.
Erna Sigfúsdóttir,
nemi í Ármúlaskóla:
Ég les hann stundum, var að
enda við að lesa hann núna. Mér
finnst hann alveg ágætur.
Jóhanna Norðdahl,
nemi í Ármúlaskóla:
Já, hann kemur heim daglega.
Þetta er fínt blað og ég reyni að
lesa allt í honum. Mér finnst hann
þó dálítið lítill.
Hallgrímur Steingrímsson,
leigubílstjóri:
Já, ég les öll blöðin. Maður verð-
ur að hafa einhvern samanburð.
Mér finnst Þjóðviljinn annars
stundum svolítið öfgakenndur.
FRFTTIR
Hótelskólinn
Flutningi
harðlega
mótmælt
Nemendur Hótel- og veitingaskólans:
Hafin verði bygging matvœlaiðnaðar-
skóla í Kópavogi. Fordœmum áœtlanir
um flutning austur á Laugarvatn
Nemendur Hótel- og veitinga-
skólans afhentu menntamála-
ráðherra í gær harðorð mótmæli
gegn þeirri fyrirætlan að flytja
starfsemi skólans austur á
Laugarvatn. Nemendur héldu
fund um málið í gærmorgun og
skrifuðu þar undir mótmælin.
í yfirlýsingu með undirskrift-
unum segjast nemendur, sem eru
rúmlega 100 talsins, fordæma all-
ar áætlanir um að flytja skólann
austur. „Við sættum okkur ekki
við að greiða kostnað við ferðir
og uppihald, sem samsvarar
hærri upphæð en við höfum í
laun. Við krefjumst þess að farið
verði nú þegar af stað með bygg-
ingu sameiginlegs matvælaiðnað-
arskóla í Kópavogi, sem samn-
ingur hefur verið gerður um og að
okkur verði þangað til hann er
tilbúinn séð fyrir fullnægjandi
húsnæði á höfuðborgarsvæðinu,“
segir í yfirlýsingunni. Þar er einn-
ig bent sérstaklega á erfiðleika
sem fjölskyldufólki myndu
skapast við flutninginn, en nokk-
uð hlutfall nemenda er fjöl-
skyldufólk.
Húsnæðið sem Hótel- og
veitingaskólinn er nú í er með
öllu ófullnægjandiograunarólög-
legt. Þess má geta að aðstaða
fyrir fataskipti er inni á salerni
skólans, engir opnanlegir gluggar
eru í kennslustofum og loftræst-
ing léleg, kennt er í geymslu fyrir,
leirtau. Það vakti einnig athygli
að stór hluti nemenda gekk um
skólann klætt yfirhöfnum sínum.
Skýringin: Snagamir í skólanum
eru aðeins 13.
-gg
Fyrsta árs nemendur I kennslustund í geymslu fyrir leirtau skólans. Núverandi
kennsluhúsnæði er allsendis ófullnægjandi, en mjög eru skiptar skoðanir um
hvert flytja á starfsemina. Mynd Sig.
Smábátaeigendur
Áhyggjur af dragnótaveiðum
Aðalfundur smábátaeigenda: Hart deiltá skattlagningu stjórnvalda á öryggistœkisjómanna
Menn hafa haft miklar áhyggj-
ur af þróuninni sem orðið
hefur í sambandi við dragnóta-
veiðar. Það hefur orðið tilhneig-
ing í þá átt að leyfa þessar veiðar
viða upp í harða landi og menn
eru hræddir við þá þróun, sagði
Sveinbjörn Jónsson stjórnarmað-
ur í Landssambandi smábáta-
eigenda í samtali við Þjóðviljann í
gær, en aðalfundur sambandsins
var haldinn um síðustu helgi.
Sá vilji smábátaeigenda kom
fram á fundinum að banna ætti
dragnótaveiðar í innflóum og
innfjörðum. { tillögu fundarins
segir að, að jafnaði skuli sem
næst helmingur af viðkomandi
flóa vera lokaður.
Fundurinn samþykkti einnig
áskorun til sjávarútvegsráðherra
að krókaveiðar verði alfarið
gefnar frjálsar á öllum dagróðr-
arbátum. Þá var deilt hart á mis-
kunnarlausa skattlagningu
stjórnvalda á öryggistæki sjó-
manna, á sama tíma og kröfur
siglingamálastofnunar um þessi
tæki aukist stöðugt. Sveinbjörn
benti á í þessu sambandi að á
meðan sjómenn búa við slíka
skattlagningu, gefur fjármálaráð-
herra eftir öll innflutningsgjöld af
afbjögurum fyrir Stöð 2.
„í þessu er ekkert samræmi. Sú
ákvörðun rikisstjórnarinnar að
leggja á 600 miljón króna olíu-
Miðurstöður launakönnunar
kjararannsóknarnefndar sem
nýlega var opinberuð, gefur til
kynna að miðað við landsfjórð-
unga þá séu lægstu launin á Suð-
urlandi. Meðal 10 lægstu félaga ef
gengið er út frá dagvinnu með
öllum álögum eru fjögur af Suð-
urlandi, Verslunarmannafélag
Arnessýslu, Verkalýðsfélagið Þór
Selfossi, Verkalýðsfélagið Rang-
skatt, sem kemur hart niður á út-
gerðinni, er einnig óskiljanleg og
kom fram mikil óánægja með
þennan skatt á fundinum,“ sagði
Sveinbjörn þegar hann var inntur
álits á þessu í gær.
Auk hans voru kosnir í stjórn
æingur og Verkalýðsfélagið Boð-
inn í Ölfusi.
I tilkynningu sem Verslunar-
mannafélagið í Árnessýslu hefur
sent frá sér í tilefni þessa er m.a.
bent á að laun félagsmanna þar
séu samkvæmt könnuninni á bil-
inu 25-48% lægri en laun versl-
unarmanna annars staðar á
landinu. Einnig er bent á að fé-
lagsmenn í Verslunarmannafé-
lagi Árnessýslu njóti þess vafa-
sambandsins þeir Arthúr Boga-
son, formaður, Haraldur Jó-
hannsson varaformaður, Albert
Tómasson, Birgir Albertsson,
Sigurður Gunnarsson og Skjöld-
ur Þorgrímsson.
sama heiðurs að vera með lægst
laun allra þeirra verkalýðsfélaga
sem niðurstöður eru birtar fyrir.
Meðallaun félagsmanna í
Verslunarmannafélagi Árnes-
sýslu eru samkvæmt könnuninni
26.789 kr. og meðallaun kvenna í
félaginu 25.045 kr. á mánuði. Á
sama tíma voru meðallaun allra
launþega á höfuðborgarsvæðinu
47.025 kr. og meðallaunin á
landsbyggðinni 38.546 kr.
Kjarakönnun
Lægstu launin á Suðuriandi
4 a/10 lœgstufélögunum í launakönnun kjararannsóknarnefndar á Suðurlandi
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 1. nóvember 1986