Þjóðviljinn - 29.11.1986, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 29.11.1986, Blaðsíða 6
Kvennhandbolti IÞROTTIR Allt annað Bandarísku stúlkurnar jöfnuðu 18-18 þegar 5 sek. vorueftir. Ekkertmarkíkorter! Það var allt annað að sjá tiJ íslenska kvennalandsliðsins gegn Bandaríkjunum í Seljaskólanum í gærkvöldi en að Varmá í fyrra- kvöld. Það var óheppið að sigra ekki, úrslit urðu 18-18 eftir að bandaríska liðið hafði skoraði jöfnunarmark sitt 5 sekúndum fyrir leikslok. Bandaríska liðið hafði undir- tökin framanaf og komst í 6-3. ísland jafnaði 6-6 og síðan var jafnt út hálfleikinn, staðan 11-11 í hléi. fsland seig síðan framúr og eftir 13 mínútur stóð 16-13. En þá fór allt úr sambandi, ísland skoraði ekki í hálfa sextándu mínútu og Bandaríkin jöfnuðu, 16-16. Guðríður kom síðan ís- landi tvisvar yfir úr vítaköstum, í síðara skiptið 30 sek. fyrir leiks- lok, en það dugði ekki til sigurs. „Þetta var mikið betri leikur en í gær. Vömin var góð, með und- antekningum, og baráttan góð. Við náðum mun betur saman og það munaði líka um að það voru fleiri áhorfendur sem studdu við bakið á okkur,“ sagði Ingunn Bernótusdóttir eftir leikinn. Bæði lið gerðu mikið af mistökum í leiknum, ekki síst bandaríska liðið sem fór illa með dauðafæri. Guðríður lék mjög vel og einnig Svava Bald-' vinsdóttir, sérstaklega í vörninni, og Guðný Gunnsteinsdóttir. Katrín Frediksen átti góðan seinni hálfleik og þær Kolbrún Jóhannsdóttir og Halla Geirsdóttir vörðu markið prýðilega. Mörk ísiands: Guðri&ur Guðjónsdótt- ir 8, Katrín Fredriksen 4, Guðný Gunn- stelnsdóttir 3, Ingunn Bemótusdóttir 2, Svava Baldvinsdóttir 1. Mörk Bandarikjanna: Cindy Stinger 5, Sam Jones 4, Karyn Palgut 3, Portia Lach 2, Amy Gamble 2, Maureen Latterner 1, Meg Gallagher 1. Þjóðirnar mætast í þriðja og síðasta sinn í Digranesi í Kópavogi kl. 14 í dag. -MHM | Sviss Ingunn Bernótusdóttir brýst í gegnum vörn Bandaríkjanna (landsleiknum í gærkvöldi. Mynd: E.ÓI. ——I Úrvalsdeildin „Með Sigurð innanborðs breytist leikur liðsins“ Sigurður byrjaður að leika og samdi til 1990 „Með Sigurð Grétarsson innanborðs breytist leikur liðsins allur til hins betra. Það var mikil- vægt fyrir mig að hafa hann í byrjunarliðinu og það var engin meiðslahætta fólgin í því,“ sgði Friedel Rausch, þjálfari svissneska liðsins Luzern, í sam- tali við blaðið Sport sl. mánudag. Sigurður hafði þá leikið í 68 mín- útur með liðinu gegn Sion í 1. deild - hans fyrsti leikur á keppn- istímahilinu eftir langvarandi meiðsli. Sigurður fagnaði tvöfalt þessa helgina því hann skrifaði einnig undir nýjan fjögurra ára samning við Luzern, sem rennur út 30. júní 1990 en blaðið segir að Rausch hafi verið fyrir löngu bú- inn að leggja drög að þeim samn- ingi. „Mér líður mjög vel hér í Luzern og verð hér eins lengi og ég get,“ sagði Sigurður. Um þennan fyrsta leik sinn sagði hann: „Ég var búinn að æfa á fullu í tvær vikur og fannst ég vera að komast í form en hafði ekki hugmynd um hvernig ég kæmi út í leik. Það er ekki það sama að spila æfingaleik á litlum velli og að leika í sjálfri 1. deildinni.“ Sigurður var markahæsti leik- maður Luzem f 1. deild 1985-86 og skoraði þá 15 mörk í 29 leikjum. Ómar Torfason leikur einnig með Luzern og hefur gengið mjög vel undanfarið en gegn Sion lék hann þó aðeins síðari hálfleikin en stóð sig mjög vel - fékk 4 í einkunn af 5 mögu- legum í Sport. Sigurður fékk 3 í einkunn fyrir sína frammistöðu og sagt var að hann hefði staðið sig vel miðað við langa fjarveru, og nú ætti Luzem loksins mögu- leika á að sýna hvað í liðinu býr. -VS ÍBK stöðvað Stórsigur UMFNog21 stigíhléi Sigurganga Keflvíkinga I úr- valsdeildinni í körfuknattleik var rækilega stöðvuð af íslands- meisturnum sjálfum I Njarðvfk í gærkvöldi. Með geysisterkri vörn komu leikmenn UMFN grönnum sínum algerlega úr jafnvægi f fyrri hálfleik, náðu þá 21 stigs forystu og voru ekki í vandræðum með að halda fengnum hlut eftir það - sigruðu 72-55 og eru einir á toppnum. Leikur Keflvíkinga var losaralegur og flest fór úr böndunum. Villuvand- ræði, ergelsi útí dómara - allt hjálp- aðist að og lykilmenn voru algerlega klipptir út af sterkri vörn UMFN. Hjá Njarðvíkingum var Teitur Örlygsson bestur í sókn og vörn, stal boltanum hvað eftir annað af Keflvíkingum og skoraði. Hreiðar Hreiðarsson átti stórgóðan fyrri hálfleik og skoraði þá 12 stig, Helgi Rafnsson var sterkur i fráköstunum að vanda og i heild var lið UMFN sterkt og sannfærandi. -SÖM/Suðurnesj um Njarðvik 28. nóvember UMFN-ÍBK 72-55 (41-20) 9-4,18-9,27-14,35-20,41 -20 - 45- 27,54-29,58-37,62-48,68-51,72-55. Stig UMFN: Teitur örlygsson 19, Helgi Rafnsson 15, Hreiðar Hreiðars- son 14, Jóhannes Kristbjömsson 10, Valur Ingimundarson 10, ísakTómas- son 3, Kristinn Einarsson 1. Stlg (BK: Guðjón Skúlason 11, Sig- urður Ingimundarson 8, Jón Kr. Gisla- son 7, Hreinn Þorkelsson 7, Ólafur Gottskálksson 7, Matti Ó. Stefánsson 6, Gylfi Þorkelsson 5, Ingólfur Haralds- son 4. Dómarar: Sigurður Valur Halldórs- son og Jóhann Dagur Björnsson - ágætir. Maður leiksins: Teitur Öriygsson, UMFN. SAMVINNU TRYGGINGAR ÁRMÚLA3 SÍMI (91)681411 Skrifstofustarf Óskum eftir aö ráða starfsmann í eina af trygg- ingadeildum okkar til almennra skrifstofustarfa. Æskilegt að umsækjendur hafi starfsreynslu og geti hafið störf sem fyrst. Umsóknareyðublöð og upplýsingar hjá Starfs- mannahaldi, Ármúla 3, sími 681411. Samvinnutryggingar g.t. Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd byggingadeildar óskar eftir tilboðum í jarðvinnu við byggingu Reykjavíkurborgar að Vesturgötu 7. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, gegn 5 þús. kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 16. desember nk. kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 SKÁK Ólympíumótið Dapurlegt gegn Bandaríkjunum Eg gerði mér vonir um 2-2, sagði Þráinn Guðmundsson Skáksambandsforseti eftir tóiftu umferðina í Dubai í gær, - og Þrá- inn var ekki einn um að vænta betri árangurs gegn Bandaríkja- mönnum en 1-3. En þeir að vest- aneru í miklurn ham þessa daga, og því fór sem fór. íslenska sveitin er ofarlega á stigatöflunni þrátt fyrir ósigurinn í gær, og ætti í meðbyr að ná 5.-10. sæti í síðustu tveimur umferðunum, - sem yrði besti árangur íslenskrar ólympíu- sveitar til þessa. Margeir var hvfldur í gær, - honum tókst ekki að ná meiru en jafntefli í biðskákinni gegn Indó- nesanum, - Helgi gerði stutt jafn- tefli við Seirawan á fyrsta borði, sömuleiðis Jón L. við Kavalek a þriðja borði, en Jóhann tapaði fyrir Christiansen og Guðmund- ur fyrir hinum unga Dlugy. En „það þýðir ekki að gefast upp,“ sagði Þráinn, og í dag búast menn viþ Ungverjunum: Portisch- /Ribli- /Sax/Pinter/Adorjan/Csom, - og hafa Helgi og félagar þá lent í öllum sterkustu sveitum mótsins. Sovétmenn fengu hálfum vinn- ingi meira en Kanar og Englend- ingar í viðureign gærdagsins, vinningi undir Bandaríkjunum ennþá, en nú tefla efstu sveitirnar við sífellt léttari andstæðinga, og reyna að hala inn sem allra mest. Brasilíumenn skutust í 5. sætið með vænum sigri yfir þýskum. Á sunnudag verða hreinsaðar upp biðskákir, og síðasta umferð- in síðan tefld á mánudag. Helstu úrslit úr 12. umferð í gær: Sovét-Spánn 31/2-1/2 Bandaríkin-Ísland 3-1 England-Pólland Rúmenía-Argentína Brasilía-V-Þýskaland Ungverjaland-Chile Búlgaría-Júgóslavía Tékkóslóvakía-Kína Austurríki-Kúba Frakkland-Sviss Nicaragua-Ástralía ftalía-Mexíkó 3- 1 214-11/2 31/2-1/2 2-1 ,B 2-1 ,B 2V2-1V2 11/2-11/2,B 21/2-1/2,B 2-1 ,B 4- 0 Staða efstu liða fyrir biðskákir í dag 1 Bandaríkin (34) 2-3 England, Sovétríkin (33) 4 Ungverjaland 301/2B) 5 Brasilía (30) 6 Búlgaría (29B) 7Tékkóslóvakía (29) 8-11 Spánn, Island, Rúmenía Italía (281/2) 12 Frakkland (28B) 13-15 Pólland, Kína, Tyrkland (28) 16-18 Jugóslavía, Chile, Nicaragua (271/2B) 19-20 Argentína, Skotland (271/2) 21 Kúba (27B) 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 29. nóvember 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.