Þjóðviljinn - 29.11.1986, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 29.11.1986, Blaðsíða 13
Heitar umræður eiga sér nú stað meðal Argentínumanna í kjölfar úr- skurðar Hæstaréttar landsins um að skilnaðir séu leyfilegir í þessu rammkaþólska landi. Argentínu- mönnum leyfist nú að skilja að fullu en ekki að giftast á ný. Úr- skurður réttarins kemur í kjölfar kæru eins manns sem vildi skilja við konu sína tii þess að geta gifst annarri konu. Nú liggur því þrýst- ingur á efri deild argentínska þingsins um að samþykkja ný lög um skilnaði sem neðri deildin samþykkti í ágúst. Kirkjan brást þá hart við og hvatti biskupa landsins til að leyfa ekki þeim þingmönnum að ganga til altaris sem höfðu samþykkt lögin í neðri deildinni. Eftir samþykkt dómara Hæstaréttar landsins (þrjú at- kvæði gegn tveimur) gáfu kirkju- leg yfirvöld út yfirlýsingu þar sem sagði m.a.: „Þessi þrjú atkvæði túlka ekki vilja meirihluta lands- manna og handhafar þessara at- kvæða hafa með úrskurði sínum vegið að grundvelli fjölskyldulífs í Argentínu." írska ríkisstjórnin hét því í gær að berj- ast fyrir því að Sellafield kjarnork- uverið á norð-vesturströnd Eng- lands yrði lokað. Úr kjarnorkuver- inu runnu fyrir nokkru 190.000 lítrar af geislavirkum úrgangi í ír- landshaf. Ekki er alveg Ijóst hve- nær úrgangurinn rann í hafið. Breska kjarnorkuráðið (British Nuclear Fuels) gaf í gær út yfir- lýsingu þess efnis að úrgangur- inn hefði runnið í hafið þegar ver- ið var að fylla á tanka og hefði ástæðan verið „mistök í starfi." Talsmaður írsku stjórnarinnar í þessu máli Dick Spring, sagði að bresk stjórnvöld forðuðust að hleypa Evrópubandalaginu í mál- ið vegna ótta um að „sjálfstæð rannsókn myndi leiða í Ijós hversu vanhæf yfirstjórn kjarn- orkuversins er“, eins og hann orðaði það. frsk stjórnvöld hafa margsinnis kvartað yfir því að úr Sellafield kjarnorkuverinu leki geislavirkur úrgangur í írlandshaf og lífríki þess sé af þessum sökum í mikilli hættu. Helmingur alls trjágróðurs í Sviss hefur skemmst af mengun, segir í skýrslu sem kynnt var í vikunni í Sviss af sérstökum hópi vísinda- manna sem rannsakað hafa tré í Sviss. í skýrslu þeirra segir að 50 % þeirra trjáa sem rannsökuð hafi verið, séu skemmd af völd- um mengunar. Þegar álíka rann- sókn fór fram á síðasta ári var þessi prósentutala aðeins 36 %. Þá sýndi rannsóknin að 60 % trjágróðurs í svissnesku Ölpun- um er skemmdur af mengun. Ein afleiðing þessarar mengunar verður að snjóskriður og önnur skriðuföll verða mun algengari þar sem hin sýktu tré halda ekki eins vel aftur af skriðuföllum og þau heilbrigðu. Frans Josef Strauss hefur að undan- förnu verið gagnrýndur harka- lega af náttúruverndarmönnum fyrir að gefa leiðtogum Saudi Ar- abíu fálka og leggja þar með sinn skerf til ógnunar tilvistar fálka- stofnsins. í tilkynningu sem Umhverfis- og náttúruverndar- samtökin í V-Þýskalandi sendu nýlega frá sér, segir m.a.:- „Strauss tók með fullri vitund þátt í mafíu kenndri verslun með dýra- stofn sem er í útrýmingarhættu." Tekið er fram í yfirlýsingunni að þó lög Bavaríu segi til um að framferði hans sé ekki ólöglegt, bæti slíkt ekki framferði Strauss. Strauss afhenti umræddan fálka til Saudi-Araba í vikunni. Náttúru- verndarmenn segja að fálkinn muni í hæsta lagi lifa í tvö ár í hinu heita og þurra eyðimerkurlofts- lagi. Talsmaður Strauss afneitaði gagnrýni náttúruverndarsinna og sagði að fálkinn hefði verið sér- staklega ræktaður og því ekki af þeirri tegund sem er í útrýmingar- hættu. HEIMURINN______________ Bandaríkin/Íranmálid Arabaríki gagnrýna í Arabaríkjunum hefur komiðfram hörð gagnrýnifrá leiðtogum sem hliðhollir eru Bandaríkjunum, á bandarísk stjórnvöldfyrir vopnasendingar til írans. íranir tilkynntu í gœrað þeirmyndu hugsanlega gera opinberar segulbandsupptökur sem sönnuðu að Reagan Bandaríkjaforseti hafi logið að bandarísku þjóðinni Washington, Nikósíu - Mikil gagnrýni hefur komið fram undanfarna daga í fjölmiðlum í Arabaríkjunum og yfirvöld þar sem höll eru undir Bandaríkin hafa nú af því miklar áhyggjur hvaða áhrif íranmálið kunni að hafa á styrjöldina milli írans og íraks. Fréttaskýrendur í Arabalönd- unum segja nú að ímynd Banda- ríkjanna sem sáttasemjara í deilunum fyrir botni Miðjarðar- hafs, sé nú mjög flekkuð. Meðal þeirra valdamanna í Arabalönd- unum sem gagnrýnt hafa Banda- ríkin fyrir þessi mál eru Mubar- ak, Egyptalandsforseti og Húss- ein Jórdaníukonungur. Eftir við- ræður þeirra tveggja í vikunni sagði Mubarak að álit Bandaríkj- anna í Arabalöndunum hefði beðið mikinn hnekki. Hússein sagði að vopnasendingarnar til írans myndu hafa mjög slæm áhrif á styrjöldina milli Irans og íraks og ógna öryggi Arabaland- anna. í ísrael sögðu heimildarmenn Reuters fréttastofunnar innan varnamálaráðuneytisins í gær að vopnasendingar hefðu átt sér stað frá Bandaríkjunum til írans fyrir tilstilli ísraelskra embættis- manna, allt aftur til 1984. Reagan Bandaríkjaforseti hefur hins veg- ar sagt að fyrst árið 1985 hafi ver- ið sent lítið magn varnavopna og varahluta til írans. Þessir heim- ildamenn Reuters sögðu enn fremur í gær að vopnin hefðu ver- ið af ýmsum toga, vélbyssur, rad- arbúnaður og skotfæri m.a. Heimildarmennirnir sögðu einn- ig að ísraelsstjórn hefði átt frum- kvæðið að þessum vopnasending- um. Þrír ísraelskir leiðtogar hafa hins vegar lýst því yfir á síðustu dögum að sendingarnar hafi ver- ið að beiðni Bandaríkjamanna. í gær neituðu embættismenn í Hvíta húsinu í Washington því að North ofursta hefði tekist að eyðileggja skjöl Þjóðaröryggis- ráðsins áður en hann var rekinn úr starfi sínu sem starfsmaður ráðsins. Los Angeles Times hafði sagt fréttir af því í fyrradag að North hefði tekist að eyðileggja skjöl sem gáfu til kynna að fleiri hefðu verið viðriðnir málið en þegar hefur komið fram. I París tilkynnti talsmaður ír- anska sendiráðsins í gær að ír- önsk stjórnvöld kynnu að gera opinberar segulbandsupptökur af samtali Roberts McFarlanes, fyrrrum Þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna og embættis- manna í Hvíta húsinu sem sönn- uðu að Reagan Bandaríkjaforseti hefði logið að bandarísku þjóð- inni. Talsmaðurinn sagði að upptökurnar hefðu verið gerðar meðan McFarlane var í íran. Talsmaðurinn vildi ekki gefa upp á hvern hátt upptökurnar sýndu að Reagan hefði logið. Spánn Kosningar í Baskalandi Gonzales, forsætisráðherra Spánar. Vígreifur gegn hryðjuverkamönnum á Spáni. Bilbao - Á morgun, sunnudag, eru kosningar í Baskalandi á Spáni og kosningabaráttan náði hámarki í gær þegar Fel- ipe Gonzales tilkynnti að stjórn hans myndi aldrei láta undan „kúgunum" aðskilnað- arsveita Baskalands (ETA), eins og hann orðaði það. Gonzales hélt ræðu á síðasta kosningafundi sósíaiista í Baska- landi fyrir kosningarnar og gagnrýndi hryðjuverkasveitirnar harkalega. Hann spáði ekki stór- sigri sósíalista en að þeir gætu orðið hornsteinn næstu fylkis- stjórnar í Baskalandi. Skoðana- kannanir síðustu daga hafa gefið til kynna að Sósíalistar séu nokk- urn veginn jafnir Þjóðernissinna- flokki Baskalands (PNV), að fylgi sem lengi hefur verið ráð- andi afl í málefnum Baskalands. Gonzales sagði í ræðu sinni að Baskar yrðu að leggja til hliðar langvarandi deilur sínar um sam- band fylkisins við Spán og taka upp ákveðna afstöðu gegn of- beldi aðskilnaðarsinna. Hann sagði að hinn mikli iðnaður Baskalands væri nú í niðurníðslu og sósíalistar myndu einbeita sér að því að rétta hann við. Um skæruhernað í landinu sagði Gonzales: „Svo lengi sem ég er leiðtogi spænsku ríkisstjórnar- innar mun ég ekki láta undan kúgunum hryðjuverka". ERLENDAR FRÉTTIR INGÓLFUR /D r j i l'c D HJÖRLEIFSSON R t UJtK Sovétríkinl Efnavopnabann Samkomulag á næsta ári? Sovétríkin vonast eftir samkomulagi á nœsta ári um bann við framleiðslu og notkun efnavopna. Hafa samþykkt tillögur Breta um mögulegt eftirlit með slíku samkomulagi Genf - Undirritun alþjóðlegs samnings um bann við fram- leiðslu og notkun efnavopna ætti að vera möguleg á næsta ári, sagði helsti samninga- maður Sovétríkjanna á af- vopnunarráðstefnu 40 þjóða í Genf í viðtali við fréttamann Reuters í gær. „Það eru gildar ástæður til að trúa því að viðræður um efna- vopnabann skili endanlegum ár- angri á næsta ári,“ sagði samn- ingamaðurinn, Viktor Issrae- lyan, „við sjáum engin stór vandamál í vegi fyrir því,“ bætti hann við. Samningaviðræður um þetta mál hafa staðið yfir frá því seint á sjöunda áratugnum, helstu vandkvæðin á undirritun samkomulags hafa verið spurn- ingar um að framfylgja eftirliti með því að samningurinn verði haldinn. Bretar lögðu nýlega fram ákveðnar tillögur um til- högun slíks eftirlits og Sovétríkin hafa lagt blessun sína yfir þær til- lögur í grundvalllaratriðum. í þessum samningaviðræðum sem standa yfir í Genf taka þátt fulltrúar frá Varsjárbandalags- þjóðum, Natóþjóðum, hlut- lausum þjóðum og þjóðum í Samtökum óháðra ríkja. Líbanon/Búðastríðið ísraelar liðsinna Amal Shrtum Tel Aviv - ísraeismenn hafa nú gengið í lið með Amal sveitum Síta Múhameðstrúarmanna í bardögum þeirra gegn Palest- ínuaröbum í S-Líbanon. í fyrra- dag réðust ísraelskar spreng- juþotur gegn sveitum Palest- ínumanna við þorpið Maghdo- usheh, við flóttamannabúðir Palestínuaraba, stutt frá borg- inni Sídon. „ísraelsher veitir Amal Shítum stuðning úr Jofti. Þeir hafa nú gert harðar árásir á PLO menn sem berjast við Amal sveitirnar um yfirráð yfir hinu hernaðarlega mikilvæga Magdousheh," sagði vestrænn hernaðarsérfræðingur sem fylgst hefur með framvindu mála í S-Líbanon. Þorpið stendur á hæð við Ain El-Hillweh búðirn- ar. Heimildarmenn Reuters innan ísraelsku Ieyniþjónustunnar héldu því fram í gær að orustan um Maghdousheh sé nýr þáttur í þeirri viðleitni Frelsisfylkingar Palestínu (PLO) að koma sér upp nýrri aðstöðu við suðurströnd Lí- banon til að geta gert árásir yfir norður landamæri ísraels. Þessir heimildarmenn héldu því fram að PLO sveitir Yassers Arafat hefðu gert tímabundið friðarsamkomu- lag við andstæðar fylkingar Pal- estínuaraba sem hliðhollar eru Sýrlendingum. Nú stefndu þessar sveitir að því að ná tangarhaldi á úthverfum Sídon borgar og hafn- arborgarinnar Tyre sem er í 15 km. fjarlægð frá landamærum Lí- banon og Israels. Samið var um vopnahlé á þessu svæði í Damaskus í fyrradag, liðs- menn Arafats höfðu hins vegar ekki fulltrúa þar og ekki þykir líklegt að vopnahlé komist á. Laugardagur 29. nóvember 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.