Þjóðviljinn - 29.11.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 29.11.1986, Blaðsíða 3
FREFTIR Verslunarmenn Lands- byggðin gegnUV Forystumenn verslunar- mannafélaga víðs vegar um landið hafa stofnað Landsbyggð- arsamtök verslunarmanna og er markmið samtakanna að cfla hag verslunarmanna á landsbyggð- inni með því m.a. að koma fram fyrir hönd félaganna sem samn- ingsaðilar, þar sem óánægja er með störf Landssambands ís- lenskra verslunarmanna. í fréttatilkynningu frá sam- tökunum sem héldu stofnfund sinn á Selfossi á dögunum, segir m.a. að það misræmi í launamál- um sem skapast hefur milli höf- uðborgarsvæðisins annars vegar og félaga á landsbyggðinni hins vegar sé óviðunandi. Þetta mis- ræmi hafi aukist ár frá ári þrátt fyrir loforð um úrbætur. Samn- ingar undanfarin ár í Garðastræti hafi farið fram í mjög þröngum hópi og virðast vinnuveitendur hafa ráðið þar öllum gangi mála. Segjast samtökin ætla að vinna að því að umrætt misrétti verði leiðrétt að fullu í næstu kjara- samningum. í stjórn hinna nýju landsbyggð- arsamtaka voru kjörin; Steini Þorvaldsson Suðurlandi, Hólm- fríður Ólafsdóttir Suðurnesjum, Jóna Steinbergsdóttir Norður- landi, Bjöm Gunnarsson Vestur- landi og í varastjórn; Magnús Pálsson Austurlandi og Kristinn Gunnarsson Vestfjörðum. -*g- Kvikmyndir Böðullinn ogskækjan Ný sjónvarpsmynd eftir Hrafn Gunnlaugsson frumsýnd íSvíþjóð um áramótin. Vœntanlegíís- lenska sjónvarpinu ífe- brúar. Hrafn Gunnlaugsson hefur ný- lokið við gerð sjónvarpskvik- myndar fyrir sænska sjónvarpið, og verður hún frumsýnd 29. des- ember nk. á rás eitt. Myndin heitir Böðullinn og skœkjan og er gerð eftir samnefndri sögu Ivars Lo-Johansson. -Þegar ég hlaut viðurkenning- una í Svíþjóð sem kvikmynda- leikstjóri ársins var mér boðið af sænska sjónvarpinu að velja úr 20 ólíkum kvikmyndaverkefnum, sem kostuð yrði af sænska sjón- varpinu, sagði Hrafn í samtali við Þjóðviljann. Ég valdi mér þetta verkefni og fékk frjálsar hendur við gerð sjónvarpshandrits. Myndin gerist í lok 17. aldar og segir frá utangarðsfóiki, sem er að reyna að brjótast inn í samfé- lagið. Þetta er í senn ástar- og örlagasaga. Hrafn sagði að hann hefði fengið hugmyndina að myndinni eftir að hann heyrði útsetningu Þursaflokksins á íslenska þjóð- laginu Grafskrift Sæmundar Klemenssonar, og væri tónlistin við myndina unnin út frá því stefi. Hrafn sagðist mjög ánægður með sýningartímann, sem valinn hefði verið fyrir myndina, en hún verð- ur síðan endursýnd á gamlársdag. Myndin verður sýnd um öll Norð- urlöndin, og sagðist Hrafn vonast til þess að hún yrði sýnd í íslenska sjónvarpinu í byrjun febrúar. ólg Við sambýlið í Víðihlíð: Guðmundur Seinsson, einn heimilismanna, Sveinbjörg Kristjánsdóttir forstöðumaður, Magnús Kristinsson formaður Styrktarfélags vangefinna. (Mynd: Sig.) Þroskaheftir Nýtt sambýli í Víðihlíð Idag var formlega tekið í notk- un fjórða sambýli Styrktarfé- lags vangeflnna í Víðihlíð. Hin þrjú voru opnuð á síðasta ári, þar af ein skammtímavist sem rekin er i samvinnu við Félagsmála- stofnun Reykjavíkurborgar. „Mig langar til að nota tækifær- ið og koma á framfæri sérstökum þökkum til almennings fyrir þann stuðning sem okkur hefur verið veittur við fjáröflun og sölu jóla- korta og happdrættismiöa," sagði Tómas Sturlaugsson fram- kvæmdastjóri Styrktarfélags van- gefinna í samtali við Þjóðviljann í gær. Nýja sambýlið er eitt af fjórum raðhúsum og fyrsta skóflustung- an að þeim var tekin árið 1983. Bygging þess hefur kostað 23 1/2 milljón og hefur ríkið greitt 10 milljónir en Reykjavíkurborg 2 milljónir. Félagið lagði til rúmar 11 milljónir og sér það um dag- legan rekstur. Forstöðumaður nýja sambýlisins er Sveinbjörg Kristjánsdóttir þroskaþjálfi. -vd. Umferð Sjoppueigendur fá neitun Nesti í Fossvogi vildifá sömufyrirgreiðlsu hjá Sjálfstœðisflokknum og Staldrið og Sprengisandur. Borgarráð hafnaði beiðninni að er greinilegt að eigendur Nestis ætluðu að færa sér fyrri mistök meirihlutans í nyt, en nú tókst að koma í veg fyrir slys af þessu tagi og það er vissuiega fagnaðarefni, sagði Sigurjón Pét- ursson borgarfulltrúi í samtali við Þjóðviljann í gær. Eigendur Nestis í Fossvogi sendu borgarráði beiðni um að umferðareyja á Kringlumýrar- braut yrði rofin, svo vegfarendur ættu greiðari leið að sjoppunni. Eigendur vitnuðu stíft í fordæmi fyrir sömu og svipuðum aðgerð- um, bæði við Staldrið og við Sprengisand, og þótti sjálfsagt að þeir nytu sömu fyrirgreiðslu af hálfu meirihlutans. En nú brá svo við að meirihlutinn sá sér ekki fært að verða við beiðni sjoppu- eigendanna. Eins og kunnugt er hafa minni- hlutaflokkamir í borgarstjórn og umferðarsérfræðingar borgar- innar lagst mjög eindregið gegn því að umferðareyjar verði rofn- ar með þessum hætti. Umferðar- sérfræðingar segja að slíkt hátta- lag stríði gegn grundvallarreglum í umferðarmálum, en sjoppu- eigendur hafa fram til þessa náð sínu fram fyrir milligöngu Sjálf- stæðismanna í borgarráði og borgarstjórn. Og væntanlega notið góðs af. -gg. Hótel Borg Fréttirfrá Nicaragua Uriel Perez, sendiráðsritari ísendiráði Nicaragua í Svíþjóð kynnir í dag ástand mála í Nicaragua og Mið-Ameríku á opnumfundi á Hótel Borg að skiptir engu máli hversu miklu fjármagni Bandaríkja- menn dæla í Contra samtökin sem berjast gegn löglega kjörinni stjórn Nicaragua, þeir munu aldrei vinna sigur,“ sagði Uriel Perez, sendiráðsritari Nicaragua í Svíþjóð í gær. Hann er nú stadd- ur hér á landi í boði El Salvador nefndarinnar á Islandi og verður opinn fundur með honum í dag á Hótel Borg þar sem hann kynnir stöðu mála í Nicaragua og Mið- Ameríku. Perez sagði m.a. að fyrir tveimur mánuðum hefði Nicarag- ua kært Costa Rica og Hondúras fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag, fyrir að veita andbyltingar- sveitum Contra samtakanna og annarra sem berjast gegn Nicar- agua hefðu fyrir stuttu haldið fund í Costa Rica þar sem lögð voru á ráðin um framtíðarskipu- lag, ef þeim tækist að bylta stjórninni í Managua. Peres sagði að vegna nýlegra uppljóstrana í Bandaríkjunum um nýlegar peningasendingar bandarískra embættismanna til Contra samtakanna, myndi Bandaríkjastjórn veitast erfitt að halda áfram að koma 100 Uriel Perez. Hann kynnir stöðu mála í Nicaragua og Mið-Ameríku á Hótel Borg í dag kl. 14.00. Mynd. Sig. milljóna dollara aðstoðinni til skila til Contra samtakanna. Fundur með Perez verður kl. 14.00 í dag á Hótel Borg. IH Gerðuberg Bókmennta- basar Bókmenntakynning, basar og sýnikennsla í gerð aðventukransa verður í Gerðubergi í dag kl. 13- 18 á vegum Félagsstarfs aldraðra. Þar munu þeir Thor Vilhjálms- son og Ingólfur Margeirsson lesa úr bókum sínum, Grámosinn glóir og Allt önnur Ella. Þá mun Björn Th. Björnsson lesa úr þýð- ingu sinni á Harmaminningu Leónóru í Bláturni og Þráinn Karlsson mun lesa úr Ljóra sálar minnar eftir Þórberg Þórðarson. Bókmenntakynningin hefst kl. 15.00. Strætisvagnar nr. 12 og 13 stoppa fyrir framan Gerðuberg. Allir velkomnir. Torfusamtökin Kvosartillagan verði endurbætt Afjölinennum fundi Torfusam- takanna í fyrrakvöld þar sem nýja skipulagstillagan fyrir Kvos- ina var til umfjöllunar var gerð samþykkt þar sem skorað er á borgaryfirvöld að skipulagstillag- an verði cndurbætt þannig að mun fleiri gömui og merk hús verði varðveitt. ,Að þeim endur- bótum gerðum kynni að nást ein- hugur um skipulag Kvosarinnar og markvissar endurbætur gætu hafist,“ segir í samþykkt samtak- anna. Torfusamtökin segjast jafn- framt fagna þeim áhuga sem borgaryfirvöld sýna gömlum hverfum bæjarins og löngu sé orðið tímabært að hefja endur- bætur á byggð Kvosarinnar. Á skipulagstillögunni séu þó ágallar sem þurfi að bæla úr svo hún geti talist viðunandi. -lg- ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.