Þjóðviljinn - 29.11.1986, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 29.11.1986, Blaðsíða 8
MENNING „ Þorbergur Þórðar- son, ekki neitt“ og flest okkar gera, heldur sér hann sjálfan sig þvert á móti í andstöðu við umhverfi sitt; hann er utanveltu, upplifði sjálfan sig ýmist sem mestan rata bæjarins eða sem öllum öðrum gáfaðri. Við sjáum hér gægjast fram þá sjálfhverfu vitund sem síðar átti eftir að skapa Bréf til Láru, og enn síðar þurrka sjálfa sig út - verða „ekki neitt“ - með stoltri Þórbergur Þórðarson: Ljórl sálar minnar Úr dagbókum, bréfum og öðrum óprentuðum ritsmíðum frá árunum 1909-1917 Helgl M. Sigurðsson bjó til prentunar Mál og mennlng 1986. Sumum kann að þykja sem út- gáfa þessarar bókar sé vottur um gjörnýtingarstefnu. Við þekkjum það utan úr heimi að stundum er hvert snifsi sem frægir höfundar hafa slysast til að pára á gefið út, jafnvel sýnilegt ölæðisþrugl, án nokkurs tillits til bók- menntagildis og án nokkurrar blygðunar gagnvart sjálfsögðum réttindum hvers manns til að hafa einkalíf sitt í friði. Og ekki er því að neita að undanfarin ár hefur verið gert stíft útá Þórbergsmiðin - hann hefur orðið fyrir barðinu á kaupskap eftir andlát sitt, fleira hefur komið út af blöðum hans en átti beinlínis brýnt erindi fyrir al- menningssjónir, þótt hugsanlegir ævisöguritarar kynnu að hafa gagn af því. Um þessa bók gegnir hinsvegar öðru máli. Efni hennar er meistaranum samboðið, þar birt- ast mikilvæg gögn til skilnings á honum. Helgi M. Sigurðsson sem ann- ast útgáfuna virðist hafa valið í hana fyrst og fremst það sem þjónar til að varpa ljósi á rithöf- undinn og hugsuðinn Þórberg. Greinar hans sem birtast hér úr Framtíðinni, blaði menntskæl- inga og Braga og Skinfaxa, handskrifuðum blöðum ung- mennafélagsins, sýna hugsuðinn í mótun - í mikilli mótun, því ein- att eru þetta greinar sem honum tekst ekki að klára, honum tekst sjaldan að leiða hugsunina til lykta. Stilistann Pórberg þekkj- um við aftur úr ferðadagbók frá 1916 og sýnir frásögnin af jarðar- för Þorvaldar læknis frábæra at- hyglisgáfu, og hæfileika rithöf- undarins til að halda sjálfum sér utan við atburði og virða þá fyrir sér köldu auga. Bréf og dagbóka- brot varpa einkum ljósi á stór- virki Þórbergs, Islenzkan aðal og Ofvitann og því hefur bókin ómetanlegt bókmenntagildi, þetta er náma fyrir bók- menntafræðinga, og raunar alla þá sem eru forvitnir um það hvernig raunveruleg atvik um- myndast í mikinn skáldskap; þeg- ar Islenzkur aðall er borinn sam- an við dagbókarbrot frá sumrinu 1912 kemur í ljós hvernig lögmál frásagnarinnar taka stundum ráðin af hinum ástríðufulla unn- anda sannleikans sem Þórbergur var, hvernig hann hefur neyðst til að færa í stflinn og hnika til atvik- um þegar hann tók að skrá niður frásagnir af lífi sínu aldarfjórð- ungi síðar. En hitt er ekki síður eftirtektarvert, og kemur ágæt- lega heim og saman við íslenzkan aðal er hversu ópersónulegur og stuttur í spuna hann verður þegar hann greinir frá samfundum við elskuna sína: hitti að máli Arndísi Jónsdóttur, segir hann kannski en lætur hins vegar tilfinningam- ar gjósa upp í dagbókinni daginn eftir og útmálar sárlega söknuð sinn og vonlausa ást. í einu bréfí til Þorleifs Gunn- arssonar er aftur á móti ágætt dæmi um það hvemig rithöfund- urinn varð stundum undir í glím- unni við sannleiksdýrkandann en það áttu lesendur jafnan bágast með að fyrirgefa meistara sínum. Þórbergur skrifar: Það skemmtir oft kunnugum að heyra sagt frá smáatburðum sem settir eru í samband við persónur sem hann þekkir, annað hvort persónulega eða eftir frásögn kunnugra. Ég œtla því að segja þér ofurlitlar smásögur af ein- staka atriðum, sem komu mérsvo fyrirsjónir, að þœrmörkuðu tölu- vert djúp spor í sálu minni. Og höfuðkosturinn við þessar frá- sagnir mínar er sá, að þcer eru sannar og byggðar á fullum rök- um. (44) Nú verður lesandi spenntur og býst við þórbergskum gönu- hlaupum, og heldur hátíðlegar heitstrengingarnar um sannleiks- gildi bragðvísi eina. En sögurnar sem á eftir fylgja em því miður umfram alit „sannar" eins og bréfritari lofar, þurrar frásagnir af karpi fyrir kosningar, líkt og skráðar af þingfréttaritara flokksblaðs, gjörsneyddar per- sónulegum einkennum og svo marklausar að vonlaust er að sjá hvar ein saga endar og önnur byrjar. Sannleikskrafan kemur víðar við sögu. Þórbergur var afar glöggur bókmenntafræðingur eins og ritgerðir hans í Einum kennt, öðrum bent votta. Hér eru þrjár greinar sem sýna þá hlið Þórbergs í sköpun, þar af em tvær merkilegar atlögur að skýr- ingu á Deginum mikla eftir Einar Ben. í fyrri greininni hrífst hann sýnilega af stórbrotinni hugsun og dýpt kvæðisins og segist lengi hafa hugsað um það - það sem hrífur hann er óskiljanleikinn og hann virðist telja að með nægi- lega gaumgæfilegri íhugun megni hann að skilja allt því ekki sé hér um að ræða „nein kendarljóð /.../ eða rómantíska draumóra“ í anda „Jónasar Hall. og hans nóta“, heldur sé Einar þvert á móti „strangvísindalegt skáld.“ (135) Strangvísindalegt skáld. Þór- bergur unni háspeki en var alltaf um leið eins og á varðbergi gagnvart henni, hann gmnaði 'háfleyga menn jafnan um græsku, og kann þar að ráða reynsla hans af kennurum Kenn- araskólans sem reyndust aðeins hafa gáfulega kæki. Hann leggur greinilega til grundvallar empír- ískar skáldskaparkröfur; skáld- skapurinn á ekki að vera skírsla heldur skýrsla - hann á ekki að segja satt á uppljómaðan hátt, næstum óvart eins og hjá róman- tíkerum sem töldu sig standa í leiftursambandi við guðdóminn, heldur skal hann vera ígrunduð rannsókn á mikilvægustu spurn- ingum mannlegrar tilveru, knú- inn áfram af skýrri rökhugsun, mannlegri hugsun. í seinna á- hlaupinu sem virðist skrifað einu eða tveimur árum síðar er engu líkara en að hann hafi gefíst upp við að finna djúpspekina hjá Ein- ari, hann kennir ekki gmnns í þessu og gagnrýnir skáldið fyrir að vera „eigi gefín sú mikilsverða gáfa mannsandans, að geta kom- ið skýrum og ótvíræðum orðum að hugrenningum sínurn" (187). Eftir þessi sinnaskipti gagnvart skáldskap Einars Ben. er engu líkara en hann gefi Ijóðlist uppá bátinn og spíritisminn varð síðar til þess að fylla það skarð sem skáldskapurinn hafði skilið eftir: þar fann hann loks vísindalegar rannsóknir á gátum tilvemnnar. Það sem eftir var ævinnar orti Þórbergur ekki annað en rímaða gagnrýni, paródíur hans í Spaks manns spjörum eru ekki eiginleg ljóðlist í venjulegum skilningi heldur miklu fremur viðbrögð við skáldskap annarra, álit hins jarð- bundna vísindamanns á kenndar- ljóðum. En um leið fær sveimhuginn ljóðræni útrás, hér verður sem annars staðar að hafa í huga tvíeðli Þórbergs. Trúin á vonarpeninginn fjallar aftur á móti um gleymt skáld, framtíðarskáldið Svein Jónsson. Það er ástæðulaust að ætla að Þórbergur hafi skrifað þessa grein eingöngu knúinn af afbrýði- semi í garð skáldbróður sem mikið var hossað - og hafi svo verið, var sú afbrýðisemi ekki nema réttmæt því skáldhróður Sveins virðist meira tilkominn af persónuleika hans en ljóðasmíð, hann sýnist úr fjarlægðinni einna líkastur poppurum nútímans - hitt er öllu nær sanni að Þórbergi Þórðarsyni, almennt viður- kenndu átoríteti £ kveðskap Ein- ars Benediktssonar hafi ofboðið fárið kringum framtíðarskáldið, og raunar er merkilegt að Sveinn virðist ekki af öðrum blöðum í þessari bók að dæma hafa þykkst við ádrepu Þórbergs, heldur sam- þykkt alltsaman bljúgur. Og hætti skömmu síðar yrkingum, lét Sigurð Nordal drífa sig í með- ferð útí Danmörku og varð nýtur smáborgari. GUÐMUNDUR A. THORSSON Þessi grein er betur samin en ýmsar aðrar í bókinni og skipu- lega fram sett. Framhaldið vantar að vísu eins og annars staðar og þarf í því sambandi að hafa í huga bágan hag Þórbergs á þessum árum, fátækt og hugarvfl. ís- lenskri bókmenntafræði er mikill fengur að hugleiðingum hans í lok greinarinnar um eðli og nátt- úru líkinga, þar sem hann kemur orðum að kröfunni um „hlutlæga samsvörun tilfinninga", en eins og vænta mátti leggur hann um- fram allt áherslu á að líkingin skuli vera „sönn“ því ella geti „líkingin orðið oss að villuljósi og leitt oss á glapstigu, ef vér eru eigi nógu áttvísir“. Semsé: rétt eins og Þórbergur varð síðar spírítísk- ur marxisti, virðist hann í skáld- skaparefnum - sem hann leit á sem vísindi - vera þama móralsk- ur empíristi. Rannsóknir eru ekki markmið í sjálfum sér eins og á rannsóknastofnunum vítisvél- anna. Mest er þó um vert að bókin geymir magnaða kafla úr baráttu ungs manns upp á líf og dauða. Hún fylgir tímaröð og þannig má greina vissa þróun í sálarlífi hans og sjálfsmynd. Árið 1910 þegar hann er tiltölulega nýkominn til Reykjavíkur skrifar hann upp íbúa Bergshúss og greinir um leið frá stöðu hvers um sig í tilver- unni: Bergur Þorleifsson, bóndi/ Hólmfríður Árnadóttir, kona hanst Guðrún H. Bergsdóttir, yngismey/ Þórarinn Stefánsson, yngismaður/ Þorbergur Þórðar- son, ekki neitt/ Bjarni Þ. Magnús- son, yngissveinn í búð/ Anna Árnadóttir, yngismœr (18). Sá titill sem hann velur sér sýnir okkur með hve bljúgum huga sveitapilturinn kemur í bæinn, einkum ef við höfum í huga dag- bókarbrot sem birt er framan við þessa lýsingu þar sem stendur: Líka léttir það huga minn að vita að bráðum er september á enda, og ég fœ senn að halda suður. Einkum brosir nú við mér menntun, en þó slœrþað talsverð- um skugga á það bros að hafa hvergi víst hœli og vera svona ill að mér. (17) En þessi titill segir okkur líka annað sem er mikilvægt til skiln- ings á Þórbergi - manninum sem 14 árum síðar bylti íslenskum bókmenntum með alveg nýjum sjálfskilningi, nýrri sýn á Lista- manninn: strax og hann kemur í bæinn veit hann að hann er ein- stæður; hann þiggur ekki sjálfs- mynd sína af tilteknum hópi eins Við höfum vissulega lesið áður frásagnir Þórbergs af örbirgð sinni á þessum árum, en þær frá- sagnir voru skrifaðar úr fjarlægð öryggis, og sjálfshæðni þess sem veit að hann komst af. Hér er allt naktara og örvæntingarfyllra - 17. nóvember árið 1915: Nú er komin helvítis votviðr- átta. Hún á illa við mig. Ég er oftast skólaus og alt afrennblaut- ur í lappirnar, ef deigur dropi kernur úr lofti. Eg get eigi sagt að eg hafi verið þur ífœtur (5 ár. Guð minn góður, hvar lendir þetta? Og eg hefi ekki haft efni á að láta þvo nœrfötin mín síðan í ágúst í sumar. Síðan hefi eg gengið í sömu görmunum. Utanyfirfötin eru orðin svo skítug og rifin, að eg skammast mín að koma fyrir al- minnlega menn. En engan útveg sé eg. Nú hefi eg gengið svo að segja á sokkunum í viku. Megn- ustu nálykt leggur af rúmfötun- um, þegar þau hitna á nóttinni. Stundum verð eg að sitja í myrkri vegna olíuleysis. Oft liggur mér við að örvœnta. Eg er að reyna að brjóta mér leið til men.turiar og þekkingar og vil sannarlega verða nýtur maður. En helvítis lífið og mennirnir, sem eg hef saman við að sœldafara með alla góða ásetn- inga mína. (214) Helgi M. Sigurðsson hefur sem fyrr segir safnað efninu saman, ritar stuttan inngang og skýring- ar. Helst má finna að því að hann er of hlédrægur; hann hefði mátt gera meira af því að tengja efnið saman, skýringarnar hefðu mátt vera ýtarlegri, og vandséð er hvaða reglu hann fylgir þegar sögð eru deili á mönnum sem koma fýrir í textanum. Eins hefði verið fengur í ögn djarfari for- mála, því Helgi er áreiðanlega öðrum betur til þess fallinn að draga ályktanir af þessu efni, túlka það, og setja í samhengi við anda tíðarinnar og líf meistarans. - gat Upp úr ólgusjónum Ingólfur Margeirsson. Allt önnur Ella. Þroskasaga Elínar Þórarinsdóttur. Bókaútgáfa Helgarpóstsins 1986. Ingólfur Margeirsson, sem er með afbrigðum laginn viðtala- smiður eins og mörgum er kunn- ugt, hefur bætt við sig bók. Hún er um Elínu Þórarinsdóttur sem var sveitastúlka í höfuðstaðnum 1950, þegar aflraunakappinn Gunnar Salómonsson, sem kom fram undir nafninu Ursus, kom upp á sitt ættland og heillaði hana gjörsamlega. Fyrri hluti bókar- innar segir frá hfi fjölleikafólks, flakki Elínar með Gunnari og þátttöku hennar í sýningum hans, og ýmsu sérstæðu og kannski spaugilegu. Þar segir einnig frá þeim döpru uppákomum þegar Bakkus og afbrýðin smjúga sam- an inn í Ursus og leysa úr læðingi villidýr, sem bítur og slær og hef- ur næstum því myrt yndið sitt, eins og þar stendur. Gunnar, sem var 25 árum eldri en kona hans, deyr úr krabba- meini - og er átakanleg og eftir- minnileg lýsing í bókinni á síð- ustu sýningu hans. Elín er sem reyr af vindi skekin og nú hefst síðari hluti sögunnar, sem greinir frá því hvemig konan sekkur í óreglu og er þá verst pilluátið sem óneitanlega sýnist að verulegu leyti á ábyrgð þeirra lækna sem veifa lyfseðli í tíma og ótíma og Ingólfur Margeirsson. sér til þæginda. Ekki bætir úr skák að eiginmenn Ellu númer tvö og þrjú eru báðir alkóhólist- ar. Allt fer þó vel að lokum og til er orðin „allt önnur Ella“, risin upp úr hægfara pilludauða. Ingólfur Margeirsson sýnir enn, sem og í fyrri samtalsbókum sínum, að hann kann mjög vel með sinn efnivið að fara. Hann kann að þjappa saman, forðast óþarfa. Hann tekur þann kost að byrja söguna í miðjum klíðum, láta lesandann komast inn í heim Ellu með beinni lýsingu á uppá- komum, sumum nokkuð svo skrautlegum, með tilbúnum sam- tölum, sem vel hefðu getað fram farið. Hann heldur þessari tækni - að sýna fremur en endursegja, að leggja fram staðreyndir frem- ur en að Iagt sé út af þeim, m.a. með því að hlífa sögukonu og les- endum við játningastflnum - þetta er sú sjaldgæfa „samtals- bók“ sem fer fram í þriðju per- sónu - nema sá lokakafli, þar sem spurt er um rætur og bernskuár. Líf með Úrsusi er það eftir- minnilegasta í þessari bók. Það er óneitanlega skemmtun af því að kynnast þessum sérstæða per- sónuleika, sem sameinaði tvær höfuðáráttur íslendingsins - kraftadelluna og fræðataktana. Um leið erum við í þessari bók vitni að því, að fjölleikahúsið, sem hafði verið svo mikill þáttur í evrópsku landslagi, er á faralds fæti: „Það nennir enginn að horfa á okkur lengur,“ er haft eftir Gunnari, „nema sem fáránlega trúða, eins og fornleifar til að hlæja að.“ Að sjálfsögðu kynnumst við líka sögukonu sjálfri, en þó úr vissri fjarlægð - hún skýrir frá undanbragðalaust, en miklu síður er að því spurt hvað henni finnst um uppákomur tilverunn- ar. Sem eru margar orðnar og herfilegar sumar áður en lýkur - til dæmis skal þá taka sterka lýs- ingu á fráhvarfsþjáningum. Verst er, að það sannast sem einatt áður að brennivín og annað eitur eins og lokar manneskjuna inni. Hún lendir í ótrúlegu volki, en samt er líf hennar furðu einhæft og það sér ekki neitt að ráði til annarra manna - til þess safns persóna með aðild og rétti sem vel gæti prýtt bækur. - ÁB. 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 29. nóvember 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.