Þjóðviljinn - 29.11.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 29.11.1986, Blaðsíða 7
Umsjón: Ólafur Gíslason Sigurjóns- saf n að rísa Listasafn Sigurjóns Olafssonar gefur út Árbók Listasafn Sigurjóns Ólafs- sonar hefur gefið út myndarlega árbók, sem helguð er minningu listamannsins auk þess sem greinterfrá byggingarfram- kvæmdum safnsins og starfsemi þessáárinu 1985. Listasafn Sigurjóns Ólafs- sonar var stofnað 1. desember 1984 og hefur það meginmark- mið að varðveita myndir lista- mannsins, en nú eru í eigu safnsins um 200 myndverk Sig- urjóns. í þessu skyni var stofnaður sórstakur styrktarsjóður safnsins, ogjafnframt hefurborg- arstjórn Reykjavíkurtryggtsafn- inu svæði á Laugarnesinu fyrir starfsemi sína, þar sem vinnu- stofa og heimili Sigurjóns standa. Það er Birgitta Spur, eggja Sig- urjóns Ólafssonar, sem með óbil- andi bjartsýni og atorku hefur verið drifkrafturinn í uppbygg- ingu safnsins, en nú standa yfir byggingarframkvæmdir í Laugar- nesinu og er vonast tl þess að við- byggingin við gömlu vinnustof- una og endurbætur á henni verði komnar í fokhelt ástand nú um jólin. Við heimsóttum Birgittu Spur á heimili hennar í Laugarnesinu og leituðum frétta af fram- kvæmdum þar. Þar mátti sjá að búið er að endurreisa hina gömlu vinnustofu listamannsins að stór- um hluta auk þess sem byggt hef- ur verið við hana myndarlegt anddyri þar sem einnig verður aðstaða fyrir skrifstofu og geymslu, auk þess sem gert er ráð fyrir glerskála fyrir kaffiveitingar með óviðjafnanlegu útsýni út yfir sundin í átt til Viðeyjar og Snæ- fellsjökuls. „Sigurjón bjó hér í nærri 4 ára- tugi og okkur finnst að myndir hans eigi hér heima og njóti sín hvergi betur en einmitt hér,“ sagði Birgitta. Hér lá allt undir skemmdum, vinnustofan var orð- in hriplek og eitthvað varð að gera. Því hefði Styrktarsjóður Listasafnsins verið stofnaður, og sagði Birgitta að hún væri afar þakklát fyrir þá velvild sem sjóð- urinn og safnið hefðu hlotið hjá almenningi og fyrirtækjum í landinu. En á árinu 1985 aflaði sjóðurinn 646.408.- króna frá fyrirtækjum og einstaklingum sem komu á móti 250.000 króna framlagi ríkissjóðs og sömu upp- hæð frá Reykjavíkurborg. Birgitta sagði að áætlað væri að innréttingar í safnið myndu kosta að minnsta kosti 5 miljónir króna, og að Styrktarsjóðurinn þyrfti helst að útvega um 3 milj- ónir á næsta ári ef takast ætti að Standast framkvæmdaáætlun um Birgitta Spur fyrir framan Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Verk Sigurjóns njóta sín hvergi betur en hér í Laugamesinu... að fullgera safnið á miðju ári 1987. Á meðan framkvæmdir standa yfir hefur Birgitta komið mynd- um í eigu safnsins fyrir í upphit- uðu leiguhúsnæði og í geymslu hjá velunnurum þess. Vinnustofa Sigurjóns Ólafs- sonar var upphaflega gamall hermannabraggi, sem hann byggði síðan yfir árið 1963. Þá voru þessar byggingar fyrir utan allt skipulag, en Birgitta sagði að síðan hefðu augu borgaryfirvalda opnast fyrir ómetanlegum kost- um Laugarnessins sem útivistar- svæðis, og í drögum að aðalskipu- Göturnar eru fullar af Ijóði Einar Ólafsson: Sólarbásúnan. Blekbyttan. Reykjavik 1986. I fyrri hluta þessarar bókar vinnur Einar Ólafsson að eins- konar „allsherjarsöng“ með stór- tækum tengingum - sundurhólf- un heimsins er honum víðs fjarri. Þegar í fyrsta ljóðinu er sagt, að ljóðið sé hvarvetna „sundur- kramið milli húshorna milli bíla milli fœribanda milli hinna þús- und dauða“ Meira en svo: Hvarvetna er Ijóðið í felum hvarvetna liggur Ijóðið á glám- bekk En Einar er ekki á því að sætta sig við þetta. Hann lítur í kring- um sig í borg samtímans og gerir ljóðið að einskonar fagnaðarer- indi og sóknarvopni fyrir líf, gleði og tilfínningu. Ljóðið er sú já- kvæða sjón á heiminn sem lætur „stöðumœlana dansa á regnvotu strœtinu“ í samnefndu kvæði. Ljóðið er allsstaðar, í götunni og dansinum, í höndunum sem halda um hakann og „í orðum þínum töluðum“. Ljóðið er sá náttúrlegi bandamaður sólar og gróðurs og barns, sem gerir borg- ina byggilega. Þetta stef er ítrek- að með ýmsum tilbrigðum: Göturnar eru fullar afblómum rósumsem vaxa upp úrgangstéttun- um túlipönum sem vaxa upp úr rennu- steinunum og umfeðmingsgrasið skríðuryfir ak- brautina... Göturnar erufullar afljóði og bílarnir komast ekki áfram... segir í kvæðinu „Göturnar eru fullar af ljóði“. í öðru kvæði er bent á „auga Baldurs" sem „horf- ir upp úr mölinni“ og kemur í veg Einar Ólafsson. fyrir að við sjáum þar annað en rusl og skran. Og rétt hjá barna- heimilinu vex fífill upp úr sprungu í gangstéttinni, og litla telpan sem þangað verður sótt er „eins og blóm ígráma hversdags- ins“. Þetta er viðfelldinn bálkur og smekklegur, kannski ekki átaka- mikill, en altént hvfld frá þeim óvissu súrrealísku ævintýrum sem nú eru í tísku. Enga strengi hörpunnar má vanrækja. Það er ekki jafnbjart yfir öllum kvæðum þessarar bókar. Vitan- lega eru þar slegnir aðrir tónar. Þeir troða á okkur sem við síst vildum, segir í „Til gangstéttar- hellunnar“. Það er bágt til þess að vita en „í mannlausum húsum sef- urfólkið“ segir á öðrum stað. Það eru líka dregin upp með fáum dráttum og nákvæmum æðrulaus og yfirlætislaus landslagsmál- verk. Einar Ólafsson fer líka með ádrepur. Það er stundum yfir þeim viss írónísk hlédrægni eins og í bálki sem heitir „Segin saga“. Þar er undir lokin fjallað um einn vanda vinstriskálda: Þaðerseginsaga (segir gagnrýnandinn ástóra blaðinu alla vega) að þessi pólitísku Ijóð eru oft óttalega lítill skáldskapur (enfyrst ogfremst náttúrlega frekar þreytandi) en í náttúrlýríkinni stendur hann fyrir sínu... Þetta er alveg rétt. Þetta er oft sagt og kemst upp í kæk hjá sumum mönnum. Nú um stundir eru pólitísk ljóð ekki í tísku - og þeim mun virðingarverðara er að Einar Ólafsson lætur ekki berast fyrir þeim straumi, vanrækir ekki þennan þátt í sér. Og í „Kvöld- bœnfyrir Ronald Reagan“ magn- ar hann sig til særinga af því tagi, sem ekki hafa sést um hríð - og minna að nokkru á Skógarhöggs- manninn sem Neruda vildi að vaknaði: megiþessar hendur sem látlaust leiða af sér áþján, píslir og dauða megi þær verða kaunum slegnar og rotna á hvítum skjalapappírnum... Þetta fyrirgefa þeir ekki á stóra blaðinu, nei, sem betur fer. ÁB lagi borgarinnar væri nú gert ráð fyrir útivistarsvæði á nesinu, þótt ekki væri endanlega búið að ganga frá því skipulagi í smáat- riðum. En það gefur auga leið að Listasafn Sigurjóns myndi gefa svæðinu stóraukið gildi. Birgitta sagði að Styrktarsjóð- urinn hefði víða fengið góðar undirtektir. Þannig hefðu fyrir- tæki gefið efnisgjafir og veitt af- slátt á byggingarefni, þá hefði Menningarsjóður Sambandsins veitt safninu styrk á þessu ári, Húsfélag Sundaborgar hefur sömuleiðis veitt styrk, og þá hef- ur fyrirtækið O. Johnson & Kaa- ber keypt rétt til að láta vinna myndina Sköpun í marmara, en þetta er verk sem Sigurjón vann á sínum tíma í frauðplast en riáði aldrei að koma í varanlegra efni. Verkið verður sett upp í væntan- legum höggmyndagarði Sigur-' jóns hér á nesinu og verður gjöf O. Johnson & Kaaber til safnsins í tilefni 80 ára afmælis fyrirtækis- ins. Það er óhætt að segja að það sé mikið björgunarstarf sem verið er að vinna í Laugarnesinu um þessar mundir, og það eru orð að sönnu, sem Birgitta hafði eftir einum framsýnum athafnamanni í borginni, að Reykvíkingar ættu nú að leggjast á eitt um að koma þessu safni upp sem skjótast. Árbók Listasafns Sigurjóns Ólafssonar fæst í bókaverslun- um. Styrktarsjóður safnsins hef- ur einnig gefið út myndarlega bók með skrá yfir nær öll verk Sigurjóns í eigu safnsins og ljós- myndum af þeim flestum. I bók- inni er einnig grein eftir Thor Vil- hjálmsson, upplýsingar um ævi listamannsins og listamannsferil. Bókin um Sigurjón Ólafsson fæst einnig í bókaverslunum. ólg. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Fáir sem Caridis Sinfóníuhljómsveit (slands hefur mörg andlit, eiginlega jafnmörg og tónleikarnirsem hún heldur. Hún er aldrei eins, maður gengur ekki að neinu vísu hjá henni. Hún getur verið grá og guggin, flekkótt og kæruleysis- leg. En hún getur verið skínandi fríð og full af háleitum hugsunum og tilfinningum. Það eru spari- andltiin sem hún setur upp þegar henni líður vel. Það var sparidagur hjá henni s.l. fimmtudag. Af hverju. Jú, það var enn einu sinni kominn stjórnandi með töfrasprota. Cari- dis. Svoleiðis maður veitir slíkt öryggi að jafnvel hljómsveit, sem hvunndagslega er eins og á flæði- skeri, virðast allir fegir færir. Hún þorir hiklaust að vera hún sjálf og stillir saman í leit að þeirri listrænu fullkomnun, sem aldrei verður náð. Hættir að vera af- greiðslumaskína. Nú geta spekingar deilt enda- laust, hvort Saraþústra eftir Ric- hard Strauss sé innantómur tæknivaðall eða heilög list. Við látum slíkt lönd og leið. Aðalmál- ið er að þarna var þetta grát- bólgna stórvirki vettvangur af- burða hljómsveitarstjóra til að ná fram því besta sem býr í einni fátækustu „ríkishljómsveit" í heiminum. Það var ótrúlegt. Þarna var að vísu tjaldað öllu sem til er, næstum fullskipuðum strengjum, fjórföldu tré, sex hornum, orgeli osfrv. osfrv., en það var ekki „mammút“- styrkurinn sem fyrst og fremst hreif mann, heldur einmitt það gagnstæða, eða hvernig þessi ofg- nótt virtist auka vilja til að gæla við fíngerðustu blægrigði hljóms og línu. Já, þetta var ævintýri lík- ast. Fyrir hlé var fiðluleikarinn Ge- orgy Pauk með Mendelsohn konseríinn og hafði sannarlega engin vettlingatök á honum. Allt var skýrt og klárt, um leið og hlýj- ar tilfinningar fengu að streyma fram af endalausri gæsku og gjaf- mildi. Svoleiðis er Mendelsohn þegar hann er í höndunum á þeim sem hafa menningu til að svara honum á fullu. Þessir rómantísku tónleikar hófust á Oberonforleiknum eftir Weber, á töfrahorni Ognibenes ásamt strengjahljómi sem gaf svo fögur fyrirheit, að maður var strax í sjöunda himni. Afhverju geta ekki allir tónleikar byrjað og endað svona vel? Og afhverju geta þeir ekki allir verið svona góðir í miðjunni líka? Það liggur víst reyndar í augum uppi: það eru ekki allir einleikarar eins og Pauk og fáir hljómsveitarstjórar eins og Caridis. LEIFUR ÞÓRARINSSC'

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.