Þjóðviljinn - 29.11.1986, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 29.11.1986, Blaðsíða 12
MINNING Sólveig Jónsdóttir frá Grænavatni Fœdd 21. ágúst 1887 - Dáin 19. nóvember 1986 Sólveig Jónsdóttir á Græna- vatni verður jarðsungin í dag í Skútustaðakirkju. Þaðan sér suður yfir Grænavatn, og þar syðst á bakkanum glampar í góðu veðri og sólskini á gamia Græna- vatnsbæinn. Þar var hollur veru- staður unglingum þegar við bræður vorum sendir þangað í sveit fyrir liðlega hálfri öld, - Jón- as til Páls Jónssonar, en ég til Sói- veigar systur hans og manns hennar, Benedikts Guðnasonar. Þá var fjórbýlt á Grænavatni og krakkaskarinn á öllum aldri kát- ur og hress, þótt kaupstaðastrák- um þætti stundum sveitafólk full áhugasamt við dagleg störf. Á Grænavatni hefur einatt búið at- orkufólk, og verið ánægt með Skútustaðaprestana sína sem ekki voru að íþyngja því með guðsorði á helgidögum þegar það hafði alvarlegri hlutum að sinna um hábjargræðistímann. En heyskapurinn var ekki eintómt puð, hann var líka leikur þegar Sólveig lét mág sinn Ásmund Grænavatnssmið smíða strákaorf handa sveinstaulum sem þóttust vera menn og vildu slá með mönnum á engjum. Sólveigu féll aldrei verk úr hendi, hún var uppi á undan öðr- um og fór síðust í háttinn, enda öll heimilisstört upp á gamla móðinn, og þótt komin væri sænsk skilvinda og kolamaskína, var ennþá ýmislegt soðið og steikt í hlóðaeldhúsinu frammi í göngum. Þar bakaði Sólveig bestu flatkökur í heimi og bar þær fram með osti sem hún gerði sjálf, en jafnoft var áleggið salt- reið og finnst þeim sem vöndust í æsku á reyktan Mývatnssilung lítið til annarra fiskrétta koma. En húsfreyja stóð ekki ein, dæt- urnar voru fjórar, - Sigrún var enn á barnsaldri, Þórhildur að verða stór stúlka, Þorgerður upp- komin og Þórdís gift og farin að búa á Grænavatni með manni sín- um, Kristjáni Jónssyni, - voru þær systur móður sinni innan handar í einu og öllu. Svo komu kaupamenn og kaupakonur og mikið líf og fjör á bænum, Bene- dikt bóndi jafnan manna glaðast- ur, en kona hans hljóðlátari. Grænavatn var þingeyskt al- þýðumenningarsetur, þar á bæn- um voru til flestar bækur ís- lenskra skálda og rithöfunda, þýdd úrvalsrit, þjóðsögur og Þús- und og ein nótt. í gestastofu var grammófónn og fínustu plötur bestu söngvara okkar, á suður- bænum bjó Jónas Helgason tón- listarfrömuður, og þegar fór að hægjast um á síðsumarkvöldum voru sungin þar í stofunni átthag- aljóð og þjóðlög, Þóroddur, sonur organistans, stjórnaði bamakórnum og tók sóló á Þing- eyingafiðlu sína. Heima í bað- stofu hjá okkur var komið út- varp, og Sólveig brosti ljúflega þegar hún stóð æskufólk að því að hlusta á músfk í Útvarpi Reykjavíkur þótt viðtækið gengi á fokdýrum rafhlöðum og bann- að að brúka það nema á fréttir og veðurfregnir. Sennilega átti allt sem horfði til menningarauka best skjól hjá Sólveigu, ekki síst skáldskapur, - nema hvað, faðir hennar Jón Hinriksson eitt mesta alþýðu- skáld Þingeyinga á öldinni sem leið, móðurbróðir hennar Jón Stefánsson - Þorgils gjallandi - bróðir hennar þjóðskáldið Sig- urður á Amarvatni, og aðrir frændur og frænkur talandi skáld og hagyrðingar. í þessari bless- uðu sveit þeirra Mývetninga voru kostir jafnan harðir mitt í allri náttúrudýrðinni, það setti sitt mark á Sólveigu eins og aðra. Þessvegna hefur yfirbragð henn- ar orðið stillt og alvarlegt. Hún mjaðmabrotnaði í slysi á barns- aldri, litla stúlkan varð að bíða í tólf vikur eftir lækni, og þegar hann loksins kom var allt orðið um seinan, - hún var bækluð fyrir lífstíð, en lét ævinlega sem ekkert væri, það var hennar fas. Ég vissi ekki fyrr en nú fyrir nokkmm dögum að Sólveig hefði á ung- lingsárum tekið sig til og lesið ut- anskóla undir gagnfræðapróf, og lokið því með slíkum sóma að henni bauðst kennarastaða. En hún fór aftur upp í Mývatnssveit heim til sín, gifti sig og bjó með Benedikt sínum á Grænavatni þar til hann Iést 1954, en síðan með dætmm sínum og fjölskyld- um þeirra. Sólveig Jónsdóttir mun á seinni árum hafa skrifað niður minning- ar og allskonar fróðleik sem henni þótti einhvers virði. Þeirra pappíra verður vandlega gætt ef ég þekki fólk hennar rétt, og verður þá létt þeim sem áhuga hafa á alþýðumenningu Mývetn- inga að lesa af blöðunum, - allt skrifað með þessari ským, nettu, hreinlegu rithönd sem entist henni með andlegri siðfágun til hins síðasta. í bréfi sem hún skrif- aði nöfnu sinni Sólveigu litlu, dóttur okkar Ragnheiðar Ástu skömmu eftir 95 ára afmælið sagði hún: Sigurást Sturlaugsdóttir Fœddló. september1894-Dáin 17. nóvember 1986 Sigurást Sturlaugsdóttir fædd- ist að Ytri-Fagradal á Skarðs- strönd hinn 16. september 1894. Foreldrar hennar voru hjónin Sturlaugur Tómasson bóndi þar og síðari kona hans Herdís Kristín Jónsdóttir frá Skriðukoti í Dölum. Þeim hjónum varð 14 barna auðið en með fyrri konu sinni átti Sturlaugur 8 börri. Af alsystkinum Ástu komust 10 til fullorðinsára. Af þeim er yngsta systrin ein eftir á lífi, Unn- ur sem búsett er í Keflavík. Þegar Ásta var á þriðja árinu fluttu for- eldrar hennar í Akureyjar á Breiðafirði og bjuggu þar síðan allan sinn búskap. Atta ára gam- alli er Ástu komið í fóstur upp á land til hjónanna Maríu Magnús- dóttur og Guðbrandar Finns- sonar, kennara, sem þá bjuggu í Litla-Galtardal á Fellsströnd. Með fósturforeldrum sínum flutti hún síðan til Ólafsvíkur og gekk þar í barnaskóla. í Ólafsvík fékk hún betri undirstöðu í námi en almennt gerðist á þessum árum, því þar var góður barnaskóli og börnunum meðal annars kennt að syngja. Skólavistin í Ólafsvík átti eftir að verða Ástu gott veg- anesti og alla tíð minntist hún fósturforeldra sinna með mikilli ást og virðingu. Þó Ásta dveldist langdvölum að heiman hélt hún góðu sambandi við fjölskyldu sína í Akureyjum og sextán ára gömul flytur hún heim aftur. Næst liggur leiðin í Stykkishólm en þangað fer hún að læra klæð- skeraiðn hjá Rannveigu Jóns- dóttur, sem þar rak bæði sauma- verkstæði og vefnaðarvöruversl- un. Hjá henni lærði Ásta karlmannafatasaum og vann við saumaskap og verslunarstörf. Jafnframt var hún Rannveigu til aðstoðar við kennslu á verkstæð- inu síðustu tvö árin, sem hún var í Stykkishólmi, og kenndi handa- vinnu í bamaskólanum. Ragn- heiður systir Ástu var búsett í Reykjavík og fyrir hennar áeggj- an kemur hún suður og ræður sig í vist hjá Lúðvík Kaaber, banka- stjóra og konu hans 1920. Þau hjónin kunnu vel að meta þessa fjölhæfu stúlku og tóku miklu ástfóstri við hana. Auk annarra starfa á heimilinu hugsaði hún um börnin, em hændust mjög að henni. Veru sína á þessu merka heimili taldi hún eitt ánægjuleg- asta tímabilið í lífi sínu. Árið 1925 verða þáttaskil í lífi Ástu en þá gengur hún að eiga Kristján Haraldsson frá Hval- gröfum og flytur með honum vestur á Breiðafjörð. Það má nærri geta hver viðbrigði það hafa verið fyrir þessa ungu konu að flytjast af glæstu heimili í Reykjavík og setjast að i af- skekktri sveit, en hún kaus að fylgja þeim manni, sem hún hafði valið sér að lífsförunaut. Lífsbar- áttan var hörð á lítt gjöfulli jörð og vinnudagurinn langur. Nú kom það sér vel hve húsmóðirin kunni vel til verka. Hendurnar bjuggu yfir þeim galdri að geta breytt hverri efnispjötlu eða gamalli flík í fallegt fat og hún var forkur dugleg við allt, sem hún tók sér fyrir hendur. Guð hafði líka gefið henni mikið langlund- argeð og létta lund og hún söng með sinni hljómmiklu og tæru rödd við vinnu sína. Þau Kristján buggu lengst af í Barmi á Skarðsströnd, síðar á Nýp, og eignuðust 5 börn. Þau eru Rannveig, húsmóðir í Reykjavík, Ingibjörg, starfsmað- ur hjá Reykjavíkurborg, Björn, strætisvagnabflstjóri, Vilborg, ritari á Landspítala og húsmóðir í Reykjavík og Herberg, verk- stjóri í Mosfellssveit. Auk þess dvöldu hjá þeim aðkomubörn sumarlangt og sum þeirra flentust í nokkur ár. Þannig var Sirrey Kolbeinsdóttir fimm ár hjá þeim sem barn og kallaði hún Ástu alltaf mömmu upp frá því. Síðar varð hún eiginkona Björns. Minningarnar um Ástu frænku mína ná langt aftur í tímann. Móðir mín talaði oft um hana systur sína fyrir vestan, sem var svo margt til lista lagt. Oft sýndi hún mér mynd, sem Ásta hafði tekið og sent henni af börnunum sínum fimm þar sem þau sitja prúðbúin í hlaðvarpanum. í þann tíð var lítið um myndavélar á heimilum í Reykjavík hvað þá til sveita. Þá var líka óravegur vest- ur á Breiðafjörð og aldrei heim- sótti ég frænku mína í sveitina. Hún kom hins vegar stöku sinn- um í bæinn og mikið þótti mér hún kát og skemmtileg. Hún var dökk yfirlitum með ákaflega þykkt, hrokkið hár, hreyfingarn- ar kvikar og hún blátt áfram geislaði af lífsþrótti. Engri mann- eskju hefi ég kynnst kærleiksrík- ari en henni, hún umvafði börnin sín, barnabörnin og allan sinn stóra frændgarð umhyggju og ást- úð og öllum leið vel í návist henn- ar. Hún var aldrei margmál um sjálfa sig og þaðan af síður setti hún sig í dómarasæti, hún heyrðist aldrei hallmæla nokkr- um manni því í hennar augum voru allir menn góðir. Þegar börnin voru vaxin úr grasi og þau hjónin hætt búskap, fluttist Ásta til Reykjavíkur árið 1953 og Kristján skömmu síðar. Hann andaðist árið 1980 og hafði þá verið sjúklingur um árabil. Auglýsing um útgáfu múraratals og steinsmiða í tilefni af 70 ára afmæli Múrarafélags Reykjavík- ur þann 2. febrúar 1987, er fyrirhugað að gefa út nýtt og vandað múraratal. Að útgáfunni standa Múrarafélag Reykjavíkur og Múrarameistarafélag Reykjavíkur. I hinni nýju bók verður getið allra múrara og steinsmiða sem vitað er um hér á landi. Til þess að vel megi takast með útgáfuna þurfa allir múrarar á landinu að leggja sitt af mörkum varðandi gagnasöfnun í bókina. Þeir múrarar sem fengið hafa eyðublöð eru beðn- ir um að fylla þau út og senda þau hið allra fyrsta inn aftur. Einnig eru þeir sem eiga eftir að skila mynd beðnir að gera það sem fyrst. Þá eru þeir, sem af einhverjum ástæðum ekki hafa fengið send eyðublöð, beðnir um að hafa samband við Ritnefnd múraratals, Síðumúla 25, Reykjavík, svo hægt sé að senda þeim gögn. Þá er vitað, að nokkuð mun vanta af múrurum og steinsmiðum í múraratal er út kom 1967. Það eru því vinsamleg tilmæli til þeirra er vita um slíkt að láta vita og koma þeim upplýsingum til Ritnefndar múraratals. Ritnefnd múraratals 12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 29. nóvember 1986 „Ég er frísk eftir vonum, hef ágæta sjón en heyri illa. En þaö gerir ekki svo mikið þó maður fari á mis við sumt, það er ekki allt svo þokkalegt. Á sjónvarp horfi ég og hlusta á útvarp, nýt þess þegar sumir lesa sem nenna að tala skýrt. Ég prjóna mér til ánægju og les með gleraugum sem ég er búin að nota í 50 ár, mér líður vel, allir góðir við mig, dæt- urnar sjá um mig eins og ung- bam, Solla mín, ég kveð þig með þessari fallegu vísu hans Þor- steins: En ef létt er lundin þín, loftið bjart og næði: sestu þar sem sólin skín, syngdu lítið kvæði. í Guðsfriði Solla.“ Nú stendur gamli Grænavatns- bærinn auður og er kominn á skrá yfir menningararf sem á að vernda, en Grænvetningar búa í myndarlegu þorpi sem þeir hafa reist umhverfis gamla bæinn sinn. Við hérna fyrir sunnan sendum þangað aftur fallegu kveðjuna hennar Sollu afasystur minnar, og samhryggjumst frændfólkinu í Mývatnssveit. Jón Múli Árnason. Hér beið hennar enn eitt verk- efnið en það var að ala upp Ástu dóttur Rannveigar. Ásta varð stolt ömmu sinnar í ellinni og hef- ur launað henni uppeldið vel með því að sýna henni einstaka um- hyggju og ræktarsemi. Ásta litla er fyrir löngu gift kona og tveggja bama móðir. Síðustu 15 árin dvaldi Ásta á heimili Vilborgar dóttur sinnar og manns hennar Gunnlaugs Ein- arssonar. Þar átti hún góða daga í ellinni. Ömmudrengirnir, sem nú eru fullorðnir menn, sátu oft hjá henni og ræddu við hana og vom ólatir að leika fyrir hana á hljóð- færi. Ekkert veitti henni meiri ánægju en að hlusta á fallega tón- list. Nú á haustnóttum veiktist Ásta og lagðist á sjúkrahús. Fram að þeim tíma var hún ótrúlega vel á sig komin bæði andlega og líkamlega af svo gamalli konu að vera, nema hvað hún var alveg að verða blind. í sumar sagði hún við mig: „Ef sjónin væri ekki svona slæm, gæti ég hlaupið um allt og mér finnst ég ekkert farin að gleyma.“ Það var ekki annað hægt en dást að þessari öldnu konu, sem sýndi svo lítil þreytu- merki eftir að hafa lifað svo langan og erilsaman dag. Að leiðarlokum þakka ég henni alla gæskuna og blessunar- orðin sem hún bað mér og börn- um mínum. Það verður tómlegt í Hjaltabakkanum þegar hún er farin. Ástvinum hennar öllum votta ég og fjölskylda mín inni- lega samúð. Dadda

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.