Þjóðviljinn - 29.11.1986, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 29.11.1986, Blaðsíða 9
Viðhorf til verðmæta Ein þeirra þjóðfélagsbreytinga sem hafa verið að ganga yfir land vort og þjóð að undanförnu, er fólgin í breyttum viðhorfum til verðmæta. Þessi breyting eref til vill ekki augljós í fljótu bragði frek- ar en aðrar breytingar í samtím- anum, en kemur skýrt í Ijós þegar betur er að gáð. Og ég fæ ekki betur séð en hún sé nokkurn veg- inn rökrétt afleiðing af breyttum viðhorfum til menningarmála og til andlegra verðmæta. Að verð- mæti séu fyrst og fremst eitthvað sem hægt er að sjá og þreifa á. Um þetta langar mig að rekjafá- eindæmi. Bíll og menntun Á útmánuðum, mig minnir það hafi verið í marsmánuði síð- astliðnum, var svarað fyrirspurn á Alþingi um bflakostnað ráð- herra. Kom þá í ljós að bflakostn- aður var nokkuð mismunandi eftir ráðuneytum, en meðaltal- skostnaður sýndist mér vera um eða yfir 150 þúsund krónur á ráðuneyti á mánuði. Það gerir eina og hálfa miljón fyrir ríkis- stjórnina alla eða um 18 miljónir á ári. Ég gerði mér þá til dundurs að bera þetta saman við meðal- talslaun framhaldsskólakennara og komst að þeirri niðurstöðu að það samsvaraði um það bil 40 árs- launum. Það ætti því að vera hægt að manna allstóran menntaskóla fyrir það fé sem fer í að aka ráð- herrum. Og svo er líka hægt að snúa dæminu við. Það er hægt að segja að með þessu sé óbeint ver- ið að tilkynna framhaldsskóla- kennurum að ríkisstjórnin meti störf þeirra við menntun þjóðar- innar á við einn fjórða af bfla- kostnaði eins ráðherra. Og það er óneitanlega fróðlegt verð- mætamat, svo að ekki sé nú meira sagt. Sú var tíð að það þótti nokk- urs um vert að mennta þessa þjóð. Nú er ekki að sjá að svo sé lengur. Eða hvað finnst kennur- um og foreldrum um slíkt viðhorf til fræðslustarfa? Reyndar hef ég aldrei skilið þessa þörf ráðherra fyrir einka- bflstjóra né heldur að þjóðin skuli þurfa að gefa þeim bfla. Mér finnst ekkert tiltökumál í nútíma- þjóðfélagi að gera þá kröfu til ráðherra að þeir hafi bílpróf og geti ekið sjálfir. Það yrðu þá gerðar einhverjar kröfur til þeirra um hæfni og þekkingu. Það eru gerðar formlegar menntunarkröfur til kennara, en engar til þess ráðherra sem er yf- irmaður kennara og allrar menntunar í landinu. Og í tengsl- um við bflaþörf ráðherra má skjóta því hér að í gamni og al- vöru, að sá ráðherrann sem lét gefa sér dýrasta bflinn býr líklega allt að 700 metrum frá vinnustað sínum. Dýrkun lúxusbflsins er sjúkdómseinkenni innantóms hégómleika og kom einkar skýrt fram í sjónvarpsauglýsingu frá einu olíufélaganna, þar sem farið var með bíl eins og hjartasjúkling í bráðri Iífshættu. Mér er minnisstætt frá svíþjóð- arárum mínum að Tage Erlander forsætisráðherra fór heim í leigu- bfl kosninganóttina 1968 þegar sænskir sósíaldemókratar unnu sinn stærsta kosningasigur. Þar birtist eitt dæmi þess að mikilhæf- ir menn eru yfirleitt lausir undan prjáli, hégómleika og óhófsmun- aði. En sá sem þarf að framlengja persónuleika sinn með lúxusbfl, gerir það yfirleitt vegna þess að mikilhæfnina skortir. Sá sem heldur að hann verði mikill af bfl sínum er dæmdur til að verða áfram lítill karl. Dægurlag og bókmenntir í síðustu grein minni minntist ég lítilsháttar á dægurlagið Gleði- bankann. Ég ætla að halda því áfram. Ekki af neinum illvilja í garð þessa lags eða höfundar þess sem áreiðanlega á margt gott skilið, heldur einfaldlega vegna þess hversu skýrt dæmi það er um viðhorf til verðmæta. Ríkisút- varpið upplýsti að það hefði kost- að um sjö miljónir króna. Ég er að vísu ekki alveg reiðubúinn að trúa því að þá sé allur kostnaður talinn. En látum svo vera. Sjö miljónir. Ég fór að athuga fjárlög yfirstandandi árs til samanburð- ar. Og þar sem mér er málið skylt, þá skoðaði ég framlag ríkis- ins til Launasjóðs rithöfunda. Þar stendur fjárhæðin 8.385.000. Sem sagt: annars vegar eyðir ein ríkisstofnun sjö miljónum til að koma einu miðlungsdægurlagi á framfæri, hins vegar veitir ríkið sjálft rúmlega átta miljónum til styrktar bókmenntasköpunar í landinu. Félagar í Rithöfunda- sambandi íslands eru 256. Störf rithöfunda eru grundvöilur heillar iðngreinar, bókagerðar- innar. Að auki koma þeir sem starfa að bókaútgáfu, vinna í bókaverslunum, teikna bókakáp- ur, semja auglýsingar að ó- gleymdum leikhúsunum. Væri raunar ómaksins vert að kanna hversu margir eiga störf sín beint eða óbeint undir hugverkum rit- höfunda (frumsömdum og þýdd- um). Hvað finnst mönnum um þennan samanburð? Þarf kann- ski að minna á að það eru ekki dægurlög sem hafa haldið uppi hróðri íslands? Orðstír íslensku þjóðarinnar og virðing í heimin- um grundvallast á menningu, og fyrst og fremst á bókmenntum. Úr fjárlögum íslenska ríkisins verður ekki lesið að slíkur orðstír sé talinn mikils virði. Einstæð móðir og burgeis Þriðja dæmið um viðhorf til verðmæta ætla ég að sækja í síð- ustu kjarasamninga ASI, og er það náskylt hinum tveimur. Þess- ir kjarasamningar voru um margt sérkennilegir og fannst mér ekki síst eftirtektarvert að sérstaklega var beðið um verðlækkun á bfl- um, hjólbörðum, myndbands- tækjum og hljómflutningstækj- um. í þessu sambandi er rétt að fhuga að einstæð móðir með 19000 krónur í mánaðarlaun sem fær 3.5% launahækkun, eykur tekjur sínar um heilar 665 krón- ur. Varla kaupir hún marga bfla, myndbandstæki eða hljómflutn- ingstæki fyrir þá kauphækkun. Hún dugir áreiðanlega ekki fyrir einu dekki undir Trabant, hvað þá meir. Burgeisinn sem festi kaup á lúxusbfl eftir þessa samn- inga, hann sparaði sér aftur á móti árslaun einstæðu móðurinn- ar á einu bretti, og kannski ríflega það. Og við þennan samanburð vakna f mínum huga ýmsar spumingar. Af hverju var sérstaklega beð- ið um verðlækkun á bílum, myndbandstækjum og hljóm- flutningstækjum, þegar vitað er að það kemur láglaunafólki ekki að nokkrum notum? Er það vegna þess að kaupsamningar byggjast ekki lengur á heilbrigðri skynsemi um nauðsyn þess að geta lifað sómasamlegu lífi af eðlilegum fjölda vinnustunda, heldur eru þeir orðnir að afstrakt talnaþraut hagfræðinga út frá falskari vísitölu? Fyrir hverja eru svona samningar gerðir? Varla getur það talist í verkahring verkalýðshreyfingar að gera óhófsmunað burgeisanna ódýr- ari, eða hvað? Það var ekki beðið um verð- lækkun á bókum, ekki um aukinn jöfnuð til mennta, ekki um stuðn- ing við námslán, ekki um frekari möguleika til að nýta tómstundir til aukins þroska og menningar. Það er kannski varla von, því að íslenskt Iáglaunafólk á sér ekki margar tómstundir nú á dögum. En hollt held ég að ýmsum væri að hugleiða hvað af því muni leiða fyrir þjóð vora í nánustu framtíð. Mesti smánarblettur á þjóðfélagi okkar er að mínu viti sú vinnuþrælkun sem nú við- gengst í raun, og ég óttast að hún muni valda okkur alvarlegum skaða þegar til lengdar lætur. Hvernig stendur áþessu? Ég hef heyrt menn halda því fram að ástæðan væri sú að verkalýðsfor- ystan hefði fjarlægst verkafólkið og deildi ekki lengur kjörum þess fólks sem hún ætti að berjast fyrir. Þar réðu ríkjum hálaunaðir hagfræðingar. Ég hef líka heyrt því haldið fram að ástæðan væri sljóvguð stéttarvitund launþeg- anna sjálfra, ónóg þátttaka í verkalýðsfélögunum. Sé svo, þá er líka vítahringnum lokað. Vinnuþrælkun og sífelld mötun afþreyingariðnaðarins skerpir ekki hugsun manna, vekur ekki vitund þeirra, tendrar ekki loga hugsjóna. Víxlverkandi áhrif lágra launa og lágmenningar eru niðurdrepandi. Gegn þeim verð- ur að snúast fljótt og hart. Þang- að til það gerist, munu burgeis- arnir glotta kalt. Vonandi stirðn- ar það bros fyrr en síðar. Njörður P. Njarðvík

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.