Þjóðviljinn - 07.12.1986, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.12.1986, Blaðsíða 6
I „Ég er hræddari við eyðni en kjarnorkustríð, en ég ersamt ekkert hræddur um að ég fái hana,“ sagði Robbi 14áravið mig þegar ég spurði hvort hann og félagar hans væru hræddir um að fá þennan ólæknandi sjúkdóm. Þessa mótsagnakenndu afstöðu út- skýrði hann með því að bæta við: „Ég sef ekki hjá hvaða stelpu sem er og er ekkert fyrir skyndikynni." Eflaust kemur einhverjum á óvart að heyra slíka fullyrðingu hjá 14 ára ungling, en staðreyndin ersú að í dag byrja krakkar að lifa kynlífi við13áraaldur. Ég talaði við um 20 unglinga á aldrinum 13 ára til 19 ára og öll gáfu þau sama svarið, þegar ég spurði um hvenær unglingar byrj- uðu að sofa hjá: 13-14 ára. „Ef stelpa vill vera hrein þar til hún er 16, þá er það allt í lagi, það er hennar mál,“ sagði Nonni 13 ára. Þau tóku flest undir þá skoðun hans að á þessum aldri væru rúm- félagarnir margir, en það færi þó mjög eftir einstaklingum. Þau höfðu þó ekki hugsað neitt sér- staklega út í það að því fleiri sem rúmfélagarnir eru, því meiri áhætta er á að einn af þeim sé með veiruna sem veldur eyðni. Og þegar ég lagði fram spurn- inguna um hvort þau vissu hvern- ig sjúkdómurinn berst á milli fékk ég mun fleiri spurningar en svör: „Er satt aðmaður fái eyðni við að kela“? „Er 100% öruggt að fá eyðni ef maður sefur hjá ein- hverjum sem er sýktur“? „Hvað gera hommar sem veldur þvf að þeir eru í meiri hættu en aðrir“? „En þeir sem sprauta sig“? og svona áfram. Vanþekkingin var sláandi. Eftir alla þá umræðu um eyðni sem farið hefur fram í þjóðfélaginu síðastliðin 2 ár stóð ég í þeirri trú að flestir vissu a.m.k. hvernig smitleiðimar em. „Hver heldurðu að nenni að lesa blaðagreinar sem eru heilar síður eða horfa á Kastljós klukk- an 9 á föstudagskvöldum? Við höfum annað við tímann að gera“ sagði Júlli 14 ára. Og mikið rétt. Aðalhetjan er að deyja úr eyðni Þær leiðir sem notaðar hafa verið til fræðslu hafa ekki náð til unglinganna, svo mikið er víst. Þeir höfðu sjálfir ýmsar tillögur um hvermg ætti að fræða þá og flestar tillögurnar tengdust sjón- varpinu, færri skólanum. Meðal þess sem unglingarnir nefndu var 'bíómynd, með spennandi sögu- þræði og aðalhetju sem væri að deyja úr eyðni. Onnur, ódýrari í framkvæmd, var tónlistarþáttur, þar sem kynnirinn myndi skjóta inn fróðleiksmolum á milli laga. „Ef það væri tekið viðtal við ungling sem væri með eyðni myndi ég örugglega horfa á það, helst ef það væri á sunnudags- kvöldi þegar maður er heima,“ sagði Ari 15 ára. Sunnudags- kvöld voru yfirleitt allaf nefnd sem leiðinlegustu kvöldin og um leið mestu sjónvarpsglápkvöldin. Fræðsla í skólum var líka talin ákjósanleg, en mörg höfðu efa- semdir um framkvæmdina, og byggðu á reynslu sinni af hinni umdeildu kynfræðslu. „Kennar- inn sýndi okkur smokka og pill- una í fyrra, og svo eigum við að fá meiri kynfræðslu eftir jól,“ sagði 8. bekkingur í Breiðholti. Flest höfðu sömu sögu að segja. Kyn- fræðslan var í lágmarki, byggðist á líffærafræði og smokkasýning- um. „Það á að segja meira frá siðfræðinni og segja unglingum hvers vegna maður sefur hjá, ekki bara hvernig maður gerir það,“ sagði Robbi. Fyrir rúmu ári urðu mikil blaða- skrif vegna nýrrar kynfræðslu- bókar sem ber titilinn „Þú og ég“. í bókinni er sérstakur kafli um homma og lesbíur, og fór það mjög fyrir brjóstið á fólki. Deilunum lyktaði þannig að bók- in varð bannvara, bæði í skólum og á „siðsömum heimilum“. Þetta og sú staðreynd að kyn- fræðslan er skammt á veg komin í skólum ýtir undir þá skoðun að erfiðlega eigi eftir að ganga að koma fræðslu um eyðni inn í skólana. Smokkar í stórmörkuðum! „Kennararnir tala ekki um homma og svoleiðis, þeir eru annaðhvort of feimnir eða vilja það ekki,“ sagði Hanna 14 ára. „Hvað gera hommarnir eiginlega sem er svona ferlega ógeðslegt?" Enginn af þeim 20 unglingum sem ég ræddi við vissi hvers vegna eyðniveiran berst á milli við sam- farir, og þar af leiðandi ekki hvaða gagn væri í smokkum. Þeg- ar ég hafði útskýrt það nokkrum sinnum spunnust fjörugar sam- ræður um smokkakaup og sölu. Það er mismunandi mikið mál fyrir hverjum og einum að útvega sér verjurnar. „Ekkert mál, bara „Það er alltafverið að tala um eyðni allsstaðar, en ekki vlð okkur," segja unglingarnir horfa beint á borðið þar sem smokkarnir eru og benda og segja égætlaðfáþetta,“ sagði Nonni. Óðrum fannst mjög ó- þægilegt að þurfa að biðja af- greiðslufólk í apótekunum um „þetta“ og sumir sögðust hafa verið spurðir um aldur. Þau yngstu sögðust stela smokkunum úr hillunum, „bara stinga þeim á sig og hlaupa," sögðu þau og sýndu mér litaúr- valið í veskjunum sínum. Ég sagði þeim frá þeirri áætlun að koma upp smokkasjálfsölum í stórmörkuðum og á heilsugæsl- ustöðvum. Viðbrögðin létu ekki á sér standa: Þau sprungu úr hlátri. „Einsog maður fari að kaupa smokka fyrir framan nefið á kellingunum sem eru að kaupa í matinn og glápa á mann!“ sögðu þau og voru hissa á vitleysunni. „Fullorðna fólkið er klikkað, það er alveg eins hægt að fara í apótek og á heilsugæslustöð," bættu þau við. Eftir nokkrar umræður var niðurstaðan á þann veg að ef auðvelda ætti unglingum aðgang að smokkum þá yrði að selja þá þar sem ekki sést til kaupandans lauma tíköllunum í peningarif- una á salanum. Ekki tala við okkur „Það er best að kaupa smokka á Núllinu, þar er verst hvað það er opið stutt þar,“ sögðu margir strákar. Stelpurnar voru á því að selja ætti smokka á öllum al- menningsklósettum, einhver þeirra ættu að vera opin yfir nótt- ina og langbest væri að selja smokka á klósettum á ballstöð- um. „Þar er maður í ákveðnum tilgangi," sagði ein 17 ára og hló. Svo virðist sem smokkanotkun sé nokkuð almenn meðal ung- linga sem stunda kynlíf og ástæð- an fyrir því er einföld: Til að forð- ast barneignir. Að nota smokk til að forðast eyðni var fjarri hugsun unglinganna. „Ef stelpan er á pillunni þá notar maður ekki smokk!“ sögðu strákarnir undr- andi á spurningum mínum. Almennt voru krakkarnir hrifnir af sjálfsala-hugmyndinni, en töldu lítið gagn af sjálfsölum í stórmörkuðum. Annar liður í fræðsluátaki landlæknisembætt- isins er útgáfa bæklinga sem eiga að fara inn á hvert heimili í landinu. Það leist krökkunum vel á, svo framarlega sem bækling- arnir verða stutt lesning. „Það væri sniðugt að hafa eitthvað um eyðni í unglingablöðunum, til dæmis UNG,“ sagði Halla 14 ára. „Það er alltaf verið að tala um eyðni alls staðar, en ekki við okk- ur. Fólk heldur kannski að við séum ekkert farin að sofa hjá?“ Unglingarnir vilja fá fræðslu en hún býðst ekki. Aðeins einum af viðmælendum mínum fannst of mikið gert úr sjúkdómnum og sagði: „Þetta er bara einsog hver annar sjúkdómur, það er verið að hræða fólk alltof mikið.“ Þessi af- staða tengist ef til vill þeirri stað- reynd að sá hinn sami sprautar sig í æð. „Alltaf verið að nöldra: „Það sakar ekki að fara í AIDS- prufu." Þau halda að maður sé fæddur f gær. Þeir sem sprauta sig eru í mjög lokuðum og litlum hópum og maður lánar ekki sprautuna út fyrir þann hóp. Það iná ekkert gera, fullorðið fólk er klikkað!“ Ertu sál- eða félagseitthvað Ýmsum fannst að eyðni væri ekki verri sjúkdómur en krabba- mein: „Hvort tveggja ólæknandi og úr einhverju drepst maður ein- hvern tíma! Ef maður fær eyðni þá það.“ Þeim varð þó um og ó þegar þau fóru að velta því fyrir sér hvort maður gæti smitast af því að kyssast á dansgólfi, og nokkur gripu fyrir munninn á sér: „Guð, ég þori aldrei að kyssa neinn oftar!“ Og spumingarnar dundu á mér. „Hvernig, hvers vegna og hvar byrjaði þetta allt saman?" I miðjum fyrirlestri í einni af fél- agsmiðstöðvum borgarinnar komu nokkrir krakkar f viðbót inn í herbergið, horfðu á mig og spurðu svo: „Ertu sál- eða félags- eitthvað?“ Þetta vakti þá hugmynd hvort ekki væri tilvalið að fræða ung- Iinga um eyðni í félagsmiðstöðv- unum og ég bar það undir þau. „Oj, nei! Eg nenni sko ekki að hlusta á kennara nema í skól- anum,“sagði Nonni 13 ára.Öðr- um fannst hugmyndin ekki slæm og töldu að umræðuhópar væru góð byrjun. „En það þýðir ekkert að selja smokka hérna, smábörn- in myndu bara leika sér með þá og blása þá upp einsog blöðrur!" sögðu stærri stelpurnar og litu ákveðnar á nokkra gutta útí horni. Heildarniðurstaða þessarar könnunar, sem hófst á spurning- unni um hvort unglingar væru hræddir við eyðni, er því sú að unglingar eru frekar forvitnir en hræddir, en vegna fyrirhyggju- leysis og/eða fordóma fullorð- inna er þeirra forvitni ekki sval- að. Úr því verður að bæta ef bar- áttan gegn eyðni á að bera árang- ur. -vd. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 7. desember 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.