Þjóðviljinn - 07.12.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 07.12.1986, Blaðsíða 7
Konungs- bréf fyrir Kvosarœtt Margrethe Andrea Hölterfékk konungsbréf til að skilja við eiginmann sinn Claus Mohr og giftast Lauritz Michaei Knudsen. Daginn sem Mar- grethe og Lauritz gengu í það heilaga eignaðist dóttir tugt- hússráðsmannsins í Reykja- vík barn með Lauritz. Af þeim Lauritz og Margrethe eru komnir 3850 niðjar og er niðj- atal þessarar Kvosarættar ný- komið út Knudsensættin er rakin frá Lauritz Michael Knudsen, kaup- manni í Reykjavík, og konu hans Margrethe Andreu. Nýlega kom niðjatal þeirra hjóna í verslanir, en niðjatal þetta tóku þau Marta Valgerður Jónsdóttir, Þorsteinn Jónsson og Þóra Ása Guðjohn- sen, saman. Alls er vitað um 3850 afkomendur þeirra hjóna og eru þeir dreifðir víða hér á landi og erlendis. Knudsensættin mun vera fyrsta Reykjavíkur- ættin, sem gefin er út á prenti. En hver var þessi Knudsen, sem ættin er rakin frá? Því verður reynt að svara hér á eftir. Af óbreyttum bœndaœttum Lauritz Michael Knudsen fæddist 30. janúar 1779 í Rejsby í Hviddingssókn á Jótlandi. For- eldrar hans voru Knud Lauritz- en, bóndi í Rejsby og Kristen Jensdatter. Voru þau bæði af óbreyttum bændaættum. Áttu þau saman fjóra syni en Knud var tvígiftur og með fyrri konu sinni átti hann eina dóttur. Elsti sonur- inn tók við búi föður síns, næst- elsti sonurinn gerðist kaupmaður og gestgjafi í fæðingarbæ sínum en yngstu synirnir sigldu til ís- lands og gerðust kaupmenn hér. Adser Christian Knudsen gerðist hér kaupmaður í lok 18. aldar en skömmu seinna réðst yngri bróðir hans Lauritz Micha- el Knudsen til hans sem assistent. í Höfðakaupstað á Skaga- strönd bjó kaupmaðurinn Didrik Hölter og giftist Adser Knudsen dóttur hans, Johanne Margrethe Hölter. Lauritz Michael vann undir stjórn bróður síns í Randversku versluninni fyrstu ár sín hér. Árið 1807 flyst svo Adser með fjöl- skyldu sína til Danmerkur en Lauritz Michael gerðist versl- unarstjóri við verslun Westy Petræusar. Petræus var svili Adser Knudsen, giftur systur Jo- hanne M. Hölter. Mislukkað hjónaband Frænka þeirra systra var Mar- grethe Andrea Hölter. Hún var dóttir Lauritz Johans Peters Hölters, beykis í Stykkishólmi. Kynntist hún Lauritz er hún bjó hjá frænku sinni og yfirmanni Lauritz. Er sagt að þau hafi litið hvort annað hýru auga strax, en ættingjum hennar leist betur á Claus Mohr, sem var efnaður verslunarstjóri í Reykjavík. Mar- grethe giftist Claus árið 1803, þrátt fyrir að tuttugu ára aldurs- munur væri á þeim. Þau höfðu ekki búið saman nema nokkra mánuði er hún hljópst á brott frá honum og steig aldrei inn fyrir hans dyr framar. Vakti þetta mikið umtal í Reykjavík en hvorki Margrethe né Lauritz létu það á sig fá og urðu nú kynni þeirra öllu nánari. Vorið 1807 fór Margrethe til Nor- egs og er þá þunguð að sínu fyrsta barni. 7. desember sama ár fædd- ist Lauritz Michael. Frá Noregi hélt Margrethe til Kaupmanna- hafnar og dvaldi þar um skeið. Eignaðist barn ó giftingardegi barnföðurins Á meðan Margrethe var ytra kynntist Lauritz Bolettu Dyreki- er, fósturdóttur Hendriks Sche- els, tugthúsráðsmanns í Reykja- vík. Ol hún honum dóttur 29. október 1809, sama dag og Lauitz og Margrethe ganga í það heil- aga. Sumarið sama ár hafði Mar- grethe komið út til íslands með P.C.Knudtzon verslunina og hús- in árið 1830. L. M. Knudsen hafði keypt Landakot árið 1820 og fluttist Margrethe þangað. Eftir andlát Lauritz var Margreth aldrei kölluð annað en Maddama Knu- dsen. Bjó hún í Landakoti með börnum sínum til ársins 1837 að hún seldi eignina. Hafði hún bæði kindur og kýr. Hún var talin hin mesta merkiskona. Hún lést 3. maí 1849. Frá þeim hjónum Lauritz Mic- hael Knudsen og Mrgrethe And- reu, fæddri Hölter, er Knudsens- ættin rakin. Um ættina hefur Kle- mens Jónsson sagt: „Varð Knud- sensætt fljótt alinnlend og þjóð- Ieg.“ -Byggt á formála Knudsenættar/ Sáf Olía undir París Eiffelturninn í París minnir á olíuborturn. Nú gæti hann eignast verðuga keppinauta í höf- uðborg Frakklands því allt bend- ir til þess að ríkar olíulindir séu undir borginni. Nýlega var farið að leita að olíu með tilraunabor- unum víða í höfuðborginni. Nú þegar er olíu dælt upp á 30 stöðum í útjaðri borgarinnar og nægir ársframleiðslan til að anna tíu daga eftirspurn Frakklands. Mun stærri lindir eru taldar vera undir hjarta borgarinnar. Reynist olían vera undir bygg- ingum á borð við Sigurbogann, Notre dame eða Eiffelturninn, þá eru þessar byggingar ekki í hættu, því henni verður dælt upp annars- staðar. Hafnarstræti um 1860. Randversku húsin lengst til hægri. son sinn og konungsbréf til að skilja sitt fyrra og innganga aftur nýtt hjónaband. Þá ríkti hér Jör- undur hundadagakonungur og afgreiddi hann leyfið. Þau Lauritz og Margrethe giftust svo einsog fyrr sagði 29. október 1809. Lauritz fluttist í faktorsíbúð Sunchenbergs, sem stóð þar sem nú er Aðalstræti 4, þegar Petræus hvarf af landi brott 1807. Eftir giftinguna fluttu hann og Mar- grethe í Brekkmannshús, sem stóð þar sem nú er horn Veltu- sunds og Hafnarstrætis. Þar bjuggu þau á meðan Lauritz lifði. Arið 1812 fékk Lauritz borgar- aréttindi og keypti þá Berg- mannsbúð í Aðalstræti og rak þar verslun fyrir eigin reikning, jafn- framt því að hann stýrði Petræus- arverslun. Tveim árum seinna gerist hann svo verslunarfélagi Petræusar að þriðjungs hluta. Hélst sú samvinna til ársins 1821 að Lauritz keypti Randersku hús- in af Petræusi. Þegar hér var komið sögu var Lauritz M. Knudsen orðinn með umsvifamestu kaupmönnum í Reykjavík. Á árinu 1827 bætti hann enn við sig er hann gekk í verslunarfélag við P. C. Knudt- zon og Th. Thomsen. Ári seinna lést svo Lauritz M. Knudsen. Alls eignuðust þau hjón 11 börn. Maddama Knudsen Margrethe ekkja hans hélt áfram verslunarrekstri í Rand- ersku húsunum þar til hún seldi Góð bók Eftirmáli regn- dropanna eftir Einar Má Guðmundsson „Frásagnarsnilld og heims- sköpun". Páll Valsson í Þjóðviljanum. „Kröftugur skáldskapur og mögnuð orðlist bera uppi þessa sögu.“ Gunntaugur Ástgeirsson í Helgarpóstinum. Einar Már Guömundsson EFTIRMALI REGNDROPANNA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.