Þjóðviljinn - 07.12.1986, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 07.12.1986, Blaðsíða 15
Pravda a ensku Pravda, dagblað Kommúnista- flokks Sovétríkjanna, hefur slegið í gegn í Bandaríkjunum, en þar hefur biaðið komið út á ensku í u.þ.b. hálft ár. Þegar ráðist var í útgáfuna var álitið að það myndi fyrst og fremst seljast til áskrif- enda en reyndin hefur orðið sú að Pravda rennur út eins og heitar lummur á Iausasölustöðum. Verðið á Prövdu í New York er þrefalt á við það sem blaðið kost- ar í Moskvu þrátt fyrir að efnið í ensku útgáfunni sé orðið þriggja mánaða gamalt. Útlit blaðsins er hinsvegar nákvæmlega einsog á rússnesku útgáfunni. Bandaríska Pravdan er gefin út af einkaaðila og ekki í neinum tengslum við Prövdu í Moskvu. Rússneska útgáfan hefur hins- vegar sagt frá þessu framtaki og mislíkar það sýnilega ekki. - Sáf ■ Einar Jónsson hreinsunarmaður á Hlemmi: Unglingarnir sem hanga á Hlemmi kalla mig oft afa... Mynd Sig. koma þeir mikið inn á Hlemm ennþá? „Já, það kemur töluvert af rón- um en þeir fá engan frið til að vera því við komum þeim út. Yf- irleitt eru þeir mjög meðfærilegir að fara út ef maður biður þá um það en ef kalt er þá koma þeir strax aftur inn. Þetta fer eftir veðrinu,á sumrin sjást þeir ekki. Svo er þeim að fækka, margir hafa dottið niður og dáið. Þeir fara yfirleitt sjálfir yfir götuna til lögreglunnar til þess að losna undan því að borga brenni- vínssekt sem fylgir því ef þeir eru teknir.Þeir fara yfirleitt um miðnættið og fá að sofa þar á> göngunum. Lögreglunni er líka! illa við að vera að taka þá, þeir safna þessum skuldum í einhvern tíma og svo sitja þeir þær af sér á Skólavörðustígnum. Útigangsmennirnir skipta sér lítið af unglingunum, þetta eru einfarar, margir hverjir, og vilja lítil afskipti hafa af öðrum. Það er frekar ónæði af sjó- mönnum sem koma drukknir inn, eru kannski nýkomnir af sjónum. Þeir hafa oft töluvert umleikis og ef þeir fara ekki þeg- ar við biðjum þá um það þá kem- urlögreglan strax. Viðskiptavinir búðanna inni á Hlemmi hafa oft kvartað undan þeim og fólk vill hafa frið undan þessu“. Ósýnilegar ruslafötur - Hvernig er umgengni strætis- vagnafarþega um biðskýlið? „Hún er í einu orði sagt hreinasta ómenning. Fólk hendir rusli hvar sem það er þó svo að ruslaföturnar séu með nokkra metra millibili. Það eru sex stórar ruslatunnur inni á Hlemmi og 6-7 minni. En þó fatan sé við hliðina á því þá fer ruslið á gólfið! Það er helst að smákrakkarnir séu ögn samviskusamari en full- orðna fólkið, hvar sem þau svo sem læra það. Þau líta í kringum sig eftir ruslatunnu og fara með ruslið í hana. Allt er þettta rusl umbúðir af sælgæti því að á hátíð- isdögum, einsog á jóla-eða páskadag þegar allar sjoppur eru lokaðar þá sést ekkert á gólfinu. - Er þetta erfitt starf? „Nei, ekki lengur að minnsta kosti. Mér líkar vel við það og ætla að halda áfram á meðan ég fæ það.“ -vd. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA Allir vinningar dregnir út 1 DAIHATSU ROCKY 3nntwzx'tcit mzipsnr MtJÆ%iM3LÆ% JL ih# JnL.«J»JL^ Juj / Ifl nBTUBTCIT fTTADr /4 aU XmU XIXXXCXu //a ® vinPATmrirvPT. h w JVC GR-CZ rf 75 uTVORP JVC RC-W40 Xm JtVJHf Jt*J JLi BMX LUXUS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.