Þjóðviljinn - 07.12.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.12.1986, Blaðsíða 3
Stangveiði- menn bylta Nokkur óánægja hefur grafið um sig undanfarin misseri með stjórn mála innan Stang- aveiðifélags Reykjavíkur. Yngri mönnum hefur fundist kominn tími til að ýmsir hinna eldri og þaulsætnari víki fyrir nýjum mönnum. Þeir eldri hafa verið á öðru máli. Um síðustu helgi var svo aðal- fundur félagsins haldinn, og mikill viðbúnaður. Yngra liðið smalaði af hörku dagana á undan, og engu líkara en próf- Kjör væri að bresta á! - Úrslit- in urðu þau, að varaformaður- inn Ólafur Haukur Ólafsson var felldur og í hans stað náði kjöri fulltrúi andófsliðsins, Friðrik Þór Stefánsson Iög- fræðingur. Að auki komst Guðlaugur Bergmann sem hefur leynt og Ijóst stutt breytingar á félaginu, inn í stjórnina.B ríkisins og verður fróðlegt að siá hvað embættiðgerir.Heim- ila þeir fyrir sitt leyti lagningu brautarinnar um Fossvogsdal eða neita yfirvöld að staðfesta skipulagið af sömu ástæðu og Kópavogsskipulag fékkst ekki staðfest? Hér virðist Stefán Thors skipulagsstjóri og hans menn komnir í allnokkurn vanda. En við fylgjumst spennt með hvað gerist (mál- inu... Framsýnt skáld Enn er ótalið í prófkjöri krata á Vestfjörðum og hafa menn stórar áhyggjur, ekki síst á Vesturgötunni í Reykjavík, þar sem formannsfrúin í Al- þýðuflokknum hafði beitt sím- anum gegn Sighvati. Henni til huggunar orti hinn framsýni Guðmundur Bergþórsson um 1700 í Olgeirs rímum danska: Gráttu ei seljan sofnis dúna því sigur vinnur Karvel núna.H Sérfræðingar Reykjavíkur- borgar halda sínu striki varð- andi uppbyggingu hraðbraut- arkerfisins innan og utan borgarmarkaog gera m.a. ráð fyrir lagningu Fossvogsbraut- ar. Forráðamenn borgarinnar láta sér í léttu rúmi liggja þótt fyrirhuguð braut liggi um 90% í landi Kópavogskaupstaðar. Þar á bæ halda menn hins vegar öðru striki; sumsé því að Fossvogsdalur eigi að vera útivistarsvæði. Ungur Kópavogsbúi lauk nýverið námi í landslagsarkitektúr frá háskóla í Kanada og fjallaði lokaverkefni hans um Foss- vogsdal sem útivistarsvæði. Hann hefur kynnt hugmyndir sínar fyrir Umhverfisráði Kóp- avogs og lýst mönnum þar mjög vel á.Bæjaryfirvöld hafa enda i hyggju að hanna dalinn sem útivistarsvæði og má bú- ast við framkvæmdum þar innan tíðar. Á meðan reikna skipulagsfræðingar Davíðs þetta umferðarmannvirki inn á land sem hann hefur enga lögsögu yfir...B Hvað gerir skipulagsstjóri? Og meira um Fossvogsbraut. Þegar Kópavogskaupstaður lagði aðalskipulag sitt fyrir skipulagsstjórn ríkisins í fyrra, fékk það blessun embættisins með ákveðinni undantekn- ingu. Ekki var fallist að svo komnu máli á að Fossvogs- braut skyldi tekin út af skipu- laginu, vegna þess að í aðal- skipulagi Reykjavíkurborgar væri reiknað með mannvirk- inu. Nú er Reykjavíkurborg að leggja endurskoðað aðal- skipulag fyrir skipulagsstjórn Birgðir upp á 3 miljónir Skipulagsstofa höfuðborgar- svæðisins gaf út fyrir nokkru litprentaðan bækling um fjár- festingarmöguleika í atvinnu- lífi svæðisins. Ritið er á ensku og ætlað útlendum fjármála- mönnum til lestrar. Mikið var skrifað um bæklinginn þegar hann kom út og þótti ýmsum all mikið í lagt. Eitthvað virðist hafa gengið illa að koma gripnum í lóg því upplýst hefur verið að Skipulagsstofan liggi uppi með birgðir af ritinu, sem metnar eru á 3 miljónir króna. Þá draga margir í efa gagn- | semi svona útgáfustarfsemi því sagt er að þeir útlendingar sem spurst hafa fyrir um möguleika hér á klakanum hafi fengið lítil svör og léleg. Það er nefnilega ekki nóg að benda mönnum á mögu- leikana í glæsiriti af þessu tagi. Það þarf þá að skapa þá líka...B Bæjarmörkin standa í vegi Heimtar fleiri afruglara Forráðamenn Stöðvar 2 eru ekki allt of ánægðir með þá fyrirgreiðslu sem innflutnings- aðilar á afruglurum stöðvar- innar hafa fengið hjá fram- leiðendum. Hátt í 10 þúsund manns hafa skrifað sig fyrir afruglurum en innan við helm- ingur fengið töfratólið í hend- ur. Mun dr. Jón Óttar Ragn- arsson stöðvarstjóri vera á förum til útlanda og aetlar að setja framleiðendunum tvo kosti: annaðhvort útvegi þeir innflutningsaðilum á Islandi nóg af tækjum strax eða þeir borgi brúsann þegar Stöð 2 leggur upp laupana. Ekki færri en 7000 áskrifendur þurfa til að koma ef reksturinn á að ganga upp. Meðan þeirri tölu er ekki náð er tap á rekstr- inum og er þess vænst að för dr. Jóns Ragnars verði til að hreyfing komist á málin...B Keldur að grotna niður Það er sláandi munur á viður- gjörningi þeim sem íslenskum vísindastofnunum er veittur og því sem íslenskir kapitalist- ar hafa umleikis þegar þeir reisa hús yfir starfsemi sína. Húsakynni tilraunstöðvar Há- skólans í meinafræðum á Keldum eru við það að hrynja yfir starfsmennina og ríkis- valdið skellur skollaeyrum við hvers konar beiðnum um aukið fé. Þar er verið að vinna merkar athuganir, m.a. á veiru þeirri sem veldur visnu í sauðfé, en hún er af sama stofni og veira sú er veldur eyðni í mannfólkinu. Hinu megin Vesturlandsvegar hef- ur á örfáum árum risið glæsi- byggð íslenskra fjármála- manna og ekkert til sparað. Það er hætt við að allur mar- marinn og palisanderinn verði fáum til yndisauka þegar eyðnifaraldurinn hefur herjað...B Sunnudagur 7. desember 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 -pétveii' B2 Sigrún Eldjárn Nútímaævintýri fyrir káta krakka Dag nokkurn þegar Áki litli bregður sér út í garð hittir hann kostulega geimveru - með tvö höfuð og fjóra fætur - sem segist heita Bétveir. En hvað í ósköpunum er Bétveir að gera á jörðinni? Bækur Sigrúnar Eldjárn njóta mikilla vinsælda meðal yngstu kynslóðarinnar. Heillandi ævintýri með litmyndum á hverri síðu. Verð kr. 788.00 FRAKKASTÍG 6A, I2I RÐ1<jAVÍK,SÍMI:9l-25l88 Kæri Kaerf Sá« Sigtryggur Jónsson Sálfræðingur svarar ungu fólki Hvað get ég gert til að bæta fjölskyldulífið heima? Er ekkert athugavert yið það að unglingar detti í það um hverja helgi? Eiga unglingar rétt á því að fá getnaðar- varnir? Hvernig get ég öðlast meira sjálfstraust? í bókina geta unglingar sótt fróðleik, hvatn- ingu og góð ráð á því stórkostlega ævi- skeiði sem unglingsárin eru. Kæri Sáli er bók sem unglingum þykir bragð að - og fullorðnir ættu að kynna sér. Verð kr. 988.00 diS,ur Charles Dickens „Mikillar þakkar vert að fá þessa skemmtilegu jólasögu í svo góðri þýð- mgu Örn Ólafsson, DV Sagan um nirfilinn gamla sem hatast við jólin og boðskap þeirra. Furðulegar sýnir ber fyrir augu hans á jólanótt, og þegar hann rís úr rekkju á jóladag lítur hann heiminn öðrum augum en áður. Ein fegursta jólabók ársins - prýdd fjölda teikninga og litmynda. Þorsteinn frá Hamri þýðir söguna. Verð kr. 888.00 Thorbjörn Egner Fólk og ræningjar I KARDEMOMMUB2E THOftSJORN EGNER •'OIHACló Hver kannast ekki við Kasper, Jesper og Jónatan? Nú er hún komin út aftur, sagan um ræn- ingjana þrjá og Soffíu frænku. Bókin kom upphaflega út fyrir aldarfjórðungi og hefur verið ófáanleg um langt skeið. Bókina prýðir mikill fjöldi litmynda sem höfundurinn hefur gert sérstaklega fyrir þessa útgáfu sögunnar. Hulda Valtýsdóttir og Kristján frá Djúpalæk þýða söguna. Verð kr. 788.00 Ibottningar dauoans dauðans Yoko Tsuno Myndasögurnar um Yoko Tsuno hafa farið mikla frægðarför um Evrópu. Yoko og vinir hennar hafa komist í samband við íbúa á fjarlægri reikistjörnu. Skyndilega færist harka í leikinn. Ef drottning dauðans nær yfirhöndinni munu skelfilegir atburðir gerast. Verð kr. 487.00

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.