Þjóðviljinn - 07.12.1986, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 07.12.1986, Blaðsíða 12
Ég varð aðfá útrás Þegar ég gekk úr Alþýöu- bandalaginu langaði migtil þess að gera upp mín mál við flokkinn og verkalýðshreyf- inguna. Ég fann að ég var sár og reið og mér fannst ég verða að fá útrás, segir Bjarn- fríður Leósdóttir þegar hún er spurð hvers vegna bókin „í sannleika sagt“ varð til. „í sannleika sagt“ lýsir upp- vaxtarárum Bjarnfríöar á Akra- nesi, hlutskipti drykkjumanns- konunnar, áhuga hennar á verk- lýðsbaráttu og stjórnmálum, en kannski fyrst og fremst því hvern- ig hún að lokum gafst upp á því að starfa í Alþýðubandalaginu og verkalýðshreyfingunni. Og verkalýðsforystan fær mörg óvægin skeyti frá Bíu í þessari bók. Enfyrst, hvernig varð þessi bók til? Hvernig gekk ykkur Elísabetu Þorgeirsdóttur að koma þessu saman? „Ég hafði stundum talað um að ég ætlaði að skrifa mína pólitísku sögu og strax eftir að ég gekk úr flokknum fór Elísabet að hafa orð á því að ættum að gera þetta. Við hófumst svo handa af alvöru í vor og þetta samstarf gekk mjög vel.“ Þú lýsir þarna þínum uppvexti á Akranesi, erfiðu hjónabandi og svo framvegis, en tilefni þess að bókin er skrifuð er auðvitað fyrst ogfremst þitt pólitíska líf. Og það kemur fram í bókinni að þú ert mjög andvíg samstarfi Alþýðu- bandalagsins við Sjálfstœðis- flokkinn í verkalýðshreyfingunni, þjóðstjórnarfyrirkomulaginu. „Ég er mjög andvíg þessari þjóðstjórn í verkalýðshreyfing- unni og held því miður að með þeirri forystu sem nú er við völd í verkalýðshreyfingunni, sem al- þýðubandalagsmenn stjórna, sé verkalýðshreyfingin að festa sig enn frekar í þessu fyrirkomulagi. Mér sýnist þeir vera þeirrar skoð- unar, t.d. Þröstur Ólafsson, að svona skuli þetta vera. Það er alveg augljóst að ef þessi forysta situr áfram verður ekki um neina róttæka verkalýðsbar- áttu að ræða. Það er aftur annað mál að mér sýnist vera farið að hitna dálítið undir rassinum á þeim sumum. Það munaði til að mynda ákaflega litlu að þessi verkalýðsforysta fengi þá áminn- ingu sem hún þarf í forvali Al- þýðubandalagsins í Reykjavík. Ég vonaði nú fram á síðustu stundu að sú yrði raunin, og þeir fengu skell. Én ekki nógu mik- inn.“ Að villast í Garðastrœtinu Hver er þín skoðun á því sem er að gerast niðri í Garðastrœti þessa dagana? „í fyrra var gerð krafa um að lágmarkslaun yrðu 30 þúsund krónur, og nú hlýtur lágmarkið að vera 36 þúsund krónur. Ekki treysti ég mér til þess að lifa af lægri launum. Þannig að ég held að aumingja mennirnir séu að villast eitthvað þegar þeir eru að tala um lág- markslaun upp á innan við 30 þúsund krónur.“ Þú segist hafafundið þér starfs- vettvang í Samtökum kvenna á vinnumarkaði. Hvaða framtíð eiga þau fyrir sér? „Það er ómögulegt að segja. Samtök kvenna á vinnumarkaði eru auðvitað fyrst og fremst í andófi. Það er það eina sem við höfum ráð á. Við getum gagnrýnt og við getum upplýst fólk. Ég verð að vona að það breytist, en það gerist ekki nema þannig að núverandi verkalýðsforysta ann- að hvort hrökklist frá eða hrein- lega sjái að sér.“ Hvað með stöðu kvenna í verkalýðshreyfingunni og í stjórnmálaflokkunum? Finnstþér hún hafa breyst á einhvern hátt síðan þú byrjaðir að starfa þar? „Nei, fjandakornið, hún hefur ekkert breyst.“ En hefur þá andóf þitt og ann- arra engu breytt? „Ég fullyrði að vísu og hef alltaf gert að á tímabili tókst að ná fram breytingum í verkalýðs- hreyfingunni og flokknum. Það var þegar órólega deildin var sem öflugust. 1977 voru sólstöðu- samningarnir gerðir, sem eru einu samningarnir sem eitthvað kvað að svo ég muni. Og í fram- haldi af þeim var ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar felld vegna bar- áttu verkalýðshreyfingarinnar og A-flokkarnir voru rétt búnir að ná meirihluta á þingi. En það var brotið á bak aftur eins og hvert annað óþurftarverk. Og nú tala menn á þeim nótum að manni- skilst bara að það sé stórhættu- legt að fólk fái almennilegar kauphækkanir.“ Gef aldrei upp vonina Þú segist ekki hafa gengið sjálf- HOfft til baka Hér á eftir fer hluti úr kaflanum Horft til baka, sem er næst síðasti kafli bókarinnar, en í þeim kafla tekur Bjarnfríður saman helstu atriði sem urðu til þess að hún sagði skilið við Alþýðubandalag- ið. Einsog sjá má af kaflanum var þettasárviðskilnaðurogelur Bjarnfríður enn þá ósk í brjósti að hún geti aftur gengið til liðs við flokkinn og það fólk, sem starfar í honum. Þegar ég horfi á hlutina úr fjar- lægð og reyni að meta stöðu kvenna innan Alþýðubandalags- ins, finnst mér að karlarnir verði hræddir við konur um leið og þær eru orðnar eins duglegar og standa sig eins vel og þeir. Þegar þeir ráða ekki lengur við þær, er þeim ýtt í burtu. Sama er að segja um konur í verkalýðshreyfing- unni. Ég hef horft á hvernig þeir hafa valið konur til að vera með, í nefndum og ráðum, en ef þær hafa ætlað sér eitthvað og þóst geta eins vel og þeir, þá er þeim ýtt í burtu. í Alþýðubandalaginu hafa konur komist inn í æðstu valdastofnanir, svo sem fram- kvæmdastjórn, miðstjórn og stjórn flokksins, en þegar ég velti fyrir mér hvort þær hafi verið teknar fullgildar, er ég í vafa. Ef ég hugsa til dæmis um allar þær ályktanir sem ég hef tekið þátt í að undirbúa á þingum flokksins og verkalýðshreyfingarinnar og hafa fengist samþykktar en reyni svo að meta hvað gert var við þær, þá sé ég að stór hluti þeirra var hunsaður. Þeir sem með vald- ið fóru gerðu ekkert í málunum þó fólkið sem sat þingin sam- þykkti þau og þetta væru stefnu- mótandi tillögur. Slík vinnubrögð eru auðvitað til þess að draga trú úr fólki og drepa í dróma þrótt þess. Mér fannst þetta stundum vera bar- átta við vindmyllur, en það sem bjargaði því lengst af að ég missti ekki trúna, var samkennd mín með því fólki sem kom utan af landi á landsfundi og flokksráðs- fundi. Það gaf mér trúna og vilj- ann til að vinna áfram. Hins veg- ar varð ég mjög fljótt vör við að svokölluð verkalýðsforysta huns- aði mig og hlustaði ekki á það sem ég sagði. Þeir hafa sjálfsagt hugsað sem svo: „Látum fólkið rökræða og gera samþykktir. Við gerum ekkert með þær.“ Hið raunverulega vald Iiggur hjá þingflokki og verkalýðsforystu. Þar hafa til dæmis þær ályktanir sem gerðar hafa verið um kjara- mál síðustu ár, verið þverbrotn- ar. Ástæðan fyrir linkind forystu- manna okkar er sjálfsagt marg- þætt, en mér virðist hætta á spill- ingu fylgja öllum félagsmála- hreyfingum. Þegar fjármagnið er annars vegar vilja hugsjónirnar gleymast. Ég hef getað verið ó- vægin í baráttu minni gegnum tíð- ina, vegna þess að ég hef aldrei átt afkomu mína undir þessu. Ég hef litið á mína félagsmálaþátt- töku sem hugsjón og þar af leið- andi verið miklu frjálsari að segja það sem mér býr í brjósti. 1 því uppgjöri sem ég hef átt að undanförnu við flokkinn, hef ég hugleitt það sem stundum er sagt, að ég sé einföld og þröngsýn. Eg viðurkenni að ég er mjög íhalds- söm á vissum sviðum, til dæmis á gömul gildi sem hafa fylgt þjóð- inni frá.landnámsöld, Foreldrar mínir gætu til dæmis verið fædd á landnámsöld og ég er fædd inn í samfélag sem hafði sáralítið breyst í þúsund ár. Móðir mín dó í sumar, á nítugasta aldursári, og þá hugleiddi ég líf hennar og lífs- viðhorf. Hún stóð bjargföst á sinni rót, í gegnum þær breyting- ar og það öldurót sem varð í sam- félaginu. Ég var henni nátengd, enda hef ég búið í rúm sextíu og tvö ár á sama stað og hún og finn að ég er líka föst á þessari rót, hef aldrei bifast þrátt fyrir öldurótið. Inn í sósíalisma minn blandast líklega þessi voðalega íhalds- semi, þetta einfalda lífsviðhorf sem gerir mig ef til vill þröng- sýna. Ef ég gengst inn á einhverja skoðun gem tengist réttlætis- kennd minni, er ómögulegt að fá mig ofan af henni. Það má kalla það þrjósku. En þrátt fyrir að þessi þáttur í mér hafi ef til vill orðið til þess að ég komst ekki eins langt í pólitík og ég óskaði, er ég hamingjusöm að hafa staðið með henni mömmu. Finna mig blýfasta á sömu rót og í sömu mold og hún. Móðir mín var alþýðukona og gerði aldrei kröfur til að vera neitt annað. Þar var hún örugg og bjargföst. Ég er líka alþýðukona, og vil reisa stétt mína við og þá menningu þjóðarinnar sem býr í svikalausri alþýðu. Sá menning- ararfur kennir fólki að hreykja sér ekki. Hann er samofinn sál þeirrar þjóðar sem hefur byggt landið okkar. Flokkurinn minn hélt á lofti gildi þessarar menn- ingar, en heldur sér æ minna við það. Undanfarin ár, þegar mér fannst allt vera að gliðna undir fótum mér, fann ég að flokkurinn var að hverfa frá þessum uppruna sínum. Einhverjum finnst þetta kannski gamaldags lífsviðhorf, 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 7. desember 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.