Þjóðviljinn - 07.12.1986, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 07.12.1986, Blaðsíða 13
Bjarnfríður Leósdóttir hefurgertupp sakirnar við sitt eigiðlíf, Alþýðubanda- lagið og verka- lýðsforystuna íbókinni sagt viljug úr Alþýdubandalaginu, að þú hafir verið neydd til þess að ganga úr flokknum. En þú segir ennfremur í kaflanum sem er birt- ur hér íopnunni aðþú alirþá von í brjósti þér að geta gengið til liðs við hann á ný. Sérðu einhver teikn á lofti um það? „Ég get gengið í Alþýðubanda- lagið á ný ef þessi verkalýðsfor- ysta verður hreinsuð þaðan út. Það er alveg ljóst. Og mér sýnist að það sé farið að hitna undir sumum þeirra eins og ég sagði áðan, t.d. þeim Dagsbrúnar- mönnum og Sigfinni fyrir austan. Svo er ekki að sjá að staða Ás- mundar í flokknum sé sérstak- lega góð. Þannig að ég hef ekki gefið upp þessa von mína, enda geri ég það aldrei, ekki meðan ég dreg lífsandann. Og ég er enn svo mikill verkalýðssinni að ég von- ast til þess að sjá betri tíma í þeim efnum svo lengi sem eitthvert al- mennilegt fólk er eftir í verka- lýðshreyfingunni. Fólk verður bara að vakna og kasta þessari óværu af sér.“ Ég hefheyrt þá sögu að þú ætlir að bjóða þig fram fyrir Kvenna- listann á Vesturlandi. „Það hefur ekki komið til tals. Annars er aldrei að vita með hverjum maður starfar í framtíð- inni. Mér sýnist að Kvennalista- konur séu að færast til vinstri og ég gleðst yfir þeirri þróun. Enda liggur það í hlutarins eðli að kon- ur verða að vera róttækar," sagði Bjarnfríður. Það er greinilegt að hún hefur ekki sagt sitt síðasta orð í verkalýðsmálum. En hvað skyldi hún hafa fyrir stafni þessa dagana? „Ég er nú að dunda við að læra á tölvu. Enda tími til þess kominn að ég taki tæknina í mína þjón- ustu. Annar hef ég alltaf nóg að starfa.“ -gg en þá fann ég að ég gat ekki lengur fylgt flokknum. Ég get ekki sagt skilið við það sem held- ur mér fastri á minni rót og hef trúað á allt mitt líf. Meðan ég var að gera upp hug minn, talaði ég oft við einn af mínum bestu félögum, Þorgrím Starra í Garði í Mývatnssveit. Hann er runninn beint upp úr jarðvegi kynslóðanna, traustur alþýðumaður sem ég finn mikla samstöðu með. Þegar kom svo að því að ég gat ekki meira, og á- kvað að ganga úr flokknum, grét- um við Starri saman. Ég harkaði hifts vegar af mér eins og ég gat á aðalfundi Verka- lýðsmálaráðsins í febrúar, þegar að formlegri úrsögn minni kom. Ég vildi ekki sýna verkalýðsfor- ingjunum sem þar sátu tár mín. En ég vildi sýna Starra þau. Þetta er kannski óttaleg tilfinn- ingasemi, en ég var í flokknum af tilfinningu og á enn sterkar taugar til hans. Ég ber í brjósti þá von að. geta gengið til liðs við hann aftur og ég sit enn í f- elagsmálaráði fyrir Alþýðubandalagið á Akranesi, en þar hef ég setið frá stofnun ráðsins 1978. Mér þykir mjög vænt um störfin í félagsmálaráði. Mér er eiginlegt að láta mig varða fólk sem stendur höllum fæti, en maður veit aldrei hvort maður hefur erindi sem erfiði, þegar fjallað er um mál fjölskyldna. Það er mjög vandasamt og tekur oft mikið á mig, sérstaklega það sem varðar bömin. f gegnum þetta starf hef ég kynnst ýmsum hliðum á mannlífinu. Fólk reynir að berjast áfram en í þjóðfélagi þar sem samkeppnin er æðsta boðorðið, fer ekki hjá því að ein- hverjir verða undir og brotna. Reynsla mín úr þessu starfi hefur gert mig að miklu ákafari tals- manni þess fólks. Ég hef séð hvað það þýðir fyrir fjölskyldur ef þær missa efnahagslegt sjálfstæði, hvernig minnimáttarkenndin verkar á börnin og brýtur niður sjálfsvirðingu foreldranna. Það er ekki síður nauðsynlegt nú en áður að verkafólk eigi sér sterka og örugga vörn í stjórnmálum. Ég veit ekki hvort Alþýðu- bandalagið getur orðið það afl. Mér er að minnsta kosti ofaukið þar, hvort sem það stafar af því að ég er gölluð eða flokkurinn hefur villst af leið. Ég á marga góða félaga í Alþýðubandalag- inu, fólk sem er falslaust í ósk sinni um betra og réttlátara þjóðfélag og ég held að unga fólkið í Æskulýðsfylkingunni hafi verið einlægt, þegar það bað mig vera áfram í flokknum. En það er margt sem amar að, því margir ólíkir hópar hafa sameinast í þessu bandalagi vinstra fólks. Oft hefur verið rætt um „gáfu- mannafélagið“ í flokknum og hefur Guðmundur J. verið leiðandi r þeirri umræðu. Mér hefur áldrei líkað þegar verið er að ala á sundrungu milli fólks eftir rpenntun þess. Ef fólk að- hyllist sömu lífsskoðanir og geng- ur til liðs við sama flokkinn, á það að vinna saman sem jafningjar. 'Sumt menntafólk hefur hreykt sér af menntuninni og sýnt óskólagengnu fólki lítilsvirðingu. Slíkt er ekki til sóma og setur blett á menntafólk. En öfgamar í menntamannahatrinu em líka skammarlegar. Maður má aldrei standa á móti menntun því þá stendur maður á móti framtíð- inni. Slíkt finnst mér heimska og stafar oft af minnimáttarkennd. Sunnudagur 7. desember 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Ráðstefna um flugmál Samgönguráöuneytiö boðar hér meö til ráöstefnu um flugmál föstudaginn 12. desember 1986, kl. 13.30, í Borgartúni 6. Áráðstefnunni verðurfjallaö um tillögurflugmálanefndar um framkvæmdir í flugmálum á næstu árum. Ráðstefnan er ætluð þeim sem starfa við stjórnun og stefnumörkun flugmála, svo og fulltrúum þeirra sveitarfélaga sem byggja samgöngur sínar á greiðum flugferðum til og frá byggðarlaginu Skráning og upplýsingar í síma 91 -621700. Samgönguráðuneytið Auglýsið í Þjóðviljanum Borðdúkar-kaffidúkar- matardúkar Trévörur og jólaskraut Útföreiginmanns míns, föðurokkar, fósturföður, tengdaföð- ur, afa og langafa Sigurjóns Ó. Gíslasonar Ferjubakka 4 fer fram frá Dómkirkjunni, mánudaginn 8. desember kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Minningarsjóð Eðvarðs Sigurðs- sonar. Anna Árnadóttir Jóna Sigurjónsdóttir Guðrún Sigurjónsdóttir Anna Björnsdóttir Björn Br. Björnsson Sverrir S. Björnsson Baldur Þór Baldursson Helga Hrönn Hilmarsdóttir Birta, Brynja, Hrefna, Baldur, Guðrún Erla og Rakel. Hjörtur Bjarnason Mark Roswell Aslaug Harðardóttir Guðrún Baldursdóttir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.