Þjóðviljinn - 07.12.1986, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 07.12.1986, Blaðsíða 17
// Nafn vikunnar ngin vijun // íslenska skáksveitin ífimmta sœti í Dubai - besti árangur íslendinga á Ólympíumóti Fimmta sætið í Ólympíumóti 108 þjóða, næstir á eftir fjórum stór- veldum í skáklistinni, Sovét- mönnum, Englendingum, Bandaríkjamönnum og Ungverj- um. Þrátt fyrir hörð slagsmál í pólitíkinni og stanslaust samn- ingaþref hlýtur íslenska skák- sveitin í Dubai að vera nafn vik- unnar: Helgi Ólafsson, Jóhann Hjartarson, Jón L. Árnason, Margeir Pétursson, Guðmundur Sigurjónsson og Karl Þorsteins, að ógleymdum liðstjóranum Kristjáni Guðmundssyni og með- hjálparanum Þráni Guðmunds- syni forseta Skáksambandsins. - Það verður erfitt að endur- taka þetta, sagði Þráinn Guð- mundsson eftir mótslok, það verður allt að fara saman, skák- styrkur, keppnishugur og heppni. „Þetta var mjög sterk sveit,“ sagði Margeir Pétursson við Þjóðviljann „og árangurinn er engin tilviljun. Þó má segja aðþað kœmi á óvart að vera fyrstir á eftir þessum fjórum súperþjóðum, ofanvið Júgóslava, Tékka og Rúmena. “ Það má taka undir það með Margeiri, árangurinn er auðvitað engin tilviljun. íslenska sveitin var sjötta í röð mótssveita að samanlögðum skákstigum, - hinsvegar þorðu áhugamenn ekki að viðhafa bjartsýni fyrir mótið, minnugir ýmissa fyrri slysa í ís- lenskri skák- og íþróttasögu. En fimmta sætið var í raun engin til- viljun. Islendingarnir tefldu við ellefu af þeim sveitum sem ásamt þeim lentu í 25 efstu sætum mótsins, og við allar efstu sveitirnar fjórar. Af andstæðingunum lentu aðeins Ermarsundsmenn, Ástralir og Finnar neðan við 25. sætið. Við gerðum okkur að leik hér á Þjóð- viljanum að setjast yfir úrslitin í hverri einstakri umferð og bera þau saman við líkleg úrslit, - mið- að við styrk hefði ekki verið óeðlilegt að fá hálfum vinningi meira gegn Bandaríkjamönnum, hálfum vinningi minna gegn So- vét, og svo framvegis; - niður- staðan úr þessum loftfimleikum varð sú að plúsar og mínusar stóðust á, að vinningstala íslend- inganna var nákvæmlega sann- gjörn. „Þetta staðfestir og styrkir stöðu okkar Islendinganna á al- þjóðavettvangi,“ sagði Margeir, og bætti við að þessi augljósi styrkur bestu Islendinganna hefði sitt að segja um boð á er- lend mót, - það væri líka komið í ljós að sterkir skákmenn væru orðnir fúsir að koma á mót hér. Margeir bjóst við að eftir Dubai- mótið hækkuðu íslendingarnir allir í skákstigum. „Við fjórir í aðalliðinu erum sennilega allir í hópi 40 til 50 stigahœstu skák- manna heims. “ Það er ánægjulegt að sjá sveitina í einu efstu sætanna í Du- bai, og það er ekki síður ánægju- legt að sjá að árangurinn er að þakka sveitinni í heild. Aðal- mennirnir fjórir eru allir yfir 50% í vinningum. Þar af stendur Jó- hann tölulega best með 8 vinn- inga af 12 mögulegum, en hinir hafa líka nokkuð til ágætis sér: Helgi (6'/2 af 12) skilaði vænum aflaáfyrsta borði, JónL. (8 af 13) tapaði aðeins einni skák á mót- inu, Margeir (71h af 12) halaði Dubai-liðið: Guðmundur, Jón L., Karl, Jóhann, Margeir, Helgi. inn mikilvæga vinninga, til dæmis gegn Portúgal og Sovét. Vara- mennirnir mega líka vel við una. Guðmundur fékk tvo vinninga úr fjórum skákum - var eini maður- inn sem vann gegn Pólverjum, og Karl Þorsteins fékk tvo vinninga af þremur mögulegum, og sann- aði sjálfum sér og öðrum að hann hefur styrk og reynslu í stórmót af þessu tæi. Glæstustu stundirnar í Dubai? Margeir segir tvennt standa upp- úr. Annarsvegar jafnteflið við Sovétmenn, „við bjuggumst ekki við jafntefli við þá með bæði Kasparof og Karpofí liðinu, “ og íslenska sveitin var reyndar sú eina sem náði jafntefli við Sovét þegar K og K var stillt upp sam- an. Hinsvegar lokaumferðin, þegar allt kapp var lagt á að ná góðum sigri, og tókst þrátt fyrir mikla spennu í lofti. Dauflegasti kaflinn var svo, segir Margeir, eftir 0-4 áfallið gegn Englendingum, og slakur árangur, - jafntefli - gegn Pól- verjum strax á eftir. Við báðum Margeir að lokum að velja skemmtilegustu skákir íslensku sveitarinnar á mótinu. Það kom eðlilega nokkurt hik á Margeir, en síðan nefndi hann skák Jóhanns og Karpovs, „gífur- lega spennandi skák, en gölluð, - mesta baráttuskákin“, og tvær góðar skákir Jöns L., við Hjort frá Ástralíu og Indónesann Utut Adianto. Af sínum eigin nefndi hann skákina í síðustu umferð- inni við Spánverjann Ochoa, sem Þráinn Guðmundsson lýsti þann- ig að Margeir hefði ýtt þeim spænska smám saman útaf borð- inu. „Mjög smekklegt hand- bragð, þótt ég segi sjálfur frá. “ LEIÐARI Eilíf er þessi kröfuganga Það er oft verið að kvarta yfir því að okkar pólitísku tímar séu næsta dauflegir. Andóf allt í ládeyðu ráðleysis, meðan frekir ungir „frjáls- hyggjumenn“ á uppleið virðast eiga heiminn. Það heyrast líka oft raddir í anda þess von- leysis, að andóf ýmislegtgegn þeim straumum sem ríkja sýnist sé ekki til neins, þetta séu bólur sem fljótt hverfi og loks sé sem ekkert hafi gerst. Þetta er vitanlega rangt. Hver hreyfing sem rís til að berjast fyrir jafnréttiskröfum æsku- manna, kvenna, verkafólks, ánauðugra þjóða, á sér bæði blómaskeið og hnigunarskeið og ef til vill má með sanni segja að menn komist aldrei á þann stað sem þeir ætla sér. En það þýðir ekki að þeir standi í stað. Þegar funda- sóknin hefur minnkað, þegar dregið hefur úr skerpunni í ádrepunni, þegar allt virðist ætla að sækja í sama horf og áður var - þá er hollt að skerpa minnið, því þá munu menn oftast nær komast að þeirri niðurstöðu, að heimurinn hefur breyst þrátt fyrir allt. Að hver hreyfing, hver alda sem reis, skilaði einhverju því sem máli skiptir í vitund okkar og aðstæðum. Tvö nýleg dæmi skulu rakin svosem til að púkka undir þær hugleiðingar sem hér að ofan fóru. Frá Frakklandi höfum við lengi ekki heyrt aðr- ar fréttir en af undanhaldi vinstrimanna, af því hvernig stúdentar og menntamenn afneita rót- tækum viðhorfum og þar fram eftir götum. Óra- vegur hefur virst liggja til þeirra sæludaga vinstrisveiflunnar, sem kennd var við 1968, þegar stúdentar yfirtóku háskólana og sögðu fornum gildum til fjandans. En nú bregður svo við fyrir skemmstu, að stúdentar Frakklands hafa fengið sig fullsadda af hægristjórninni og viðleitni hennar til að takmarka verulega að- gang að námi, gera það með ýmsum hætti dýr- ara en það var, snúa við þeirri þróun til aukins jafnréttis í námi sem áður var orðin. Og ný mót- mælaalda fór af stað, það var gert verkfall í ellefu af þrettán æðri menntastofnunum París- ar, um 200 þúsundir námsmanna fóru út á göt- urnar. Og viti menn - stjórnin tók aftur áform sín um lagabreytingar gegn stúdentum - undir því yfirskini, að það þyrfti að „útskýra málin“ betur .fyrir þeim! í annan stað berast fregnir af því, að í Ham- borg komi saman mikil alþjóðleg ráðstefna virtra vísindamanna frá meira en tuttugu lönd- um og eru meðal þeirra margir Nóbelsverð- launahafar. Þeir vilja ræða um hina gífurlegu sóun á mannlegum og félagslegum verð- mætum sem vígbúnaðarkapphlaupið hefur í för með sér, um nauðsyn afvopnunar - og þá ekki síst um þá raunverulegu möguleika, sem nú eru á því að koma á afvopnun. Vísindamenn okkar aldar hafa lengi verið í því hörmulega hlutskipti að vera óvirkir hjálpar- kokkar herskárra stjórnmálamanna. Nú er svo komið að um helmingur þeirra sem vinna að rannsóknastörfum í heiminum vinna fyrir hern- aðarvélarnar. Þessari þróun hafa menn viljað snúa við - og minna á, að það hefur reyndar gerst áður, að andóf vísindamanna bæri raun- hæfan árangur. Til dæmis má rekja upphaf þess, að á sínum tíma tókst að semja um bann viðtilraunum með kjarnorkuvopn í andrúmsloft- inu og neðansjávar til þess, að bandaríski Nó- belsverðlaunahafinn Linus Pauling fékk ellefu þúsund kollega sinna til að skrifa undir „ávarp til ríkisstjórna og þjóða heimsins" þar sem krafist var alþjóðlegs samkomulags um slíkt bann. Sá sami Linus Pauling kveðst nú fagna því sérstak- lega, að ýmsir ágætir vísindamenn beggja vegna Atlantsála hafa neitað að taka þátt í því háskalega sjónarspili sem menn Reagans for- seta kenna við stjörnustríð. Vísindamennirnir hafa nú mikinn áhuga á að samræma sjónarmið sín - ekki aðeins um þann háska sem stafar af hátækni nútímans, sé hún notuð til að smíða ný vopnakerfi. Heldur og um að koma á framfæri sem best þeim mögu- leikum, sem þessi sama hátækni gefur til að gera trúverðugt eftirlit með hverju því samkomulagi sem tekst að ná um afvopnun. Með öðrum orðum - vísindamenn vilja króa af þá stjórnmálamenn, sem reyna jafnan að nota fyrirvara um „leynileg undanbrögð" mótaðilans til að koma í veg fyrir að þau skref séu stigin sem hægt er að stíga til að draga úr kjarnorku- háskanum. Þrátt fyrir allt er jafnan eitthvað að gerast sem styrkir rök vonarinnar í köldum heimi. -ÁB Sunnudagur 7. desember 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.