Þjóðviljinn - 07.12.1986, Síða 11

Þjóðviljinn - 07.12.1986, Síða 11
' ' ■• ■ <■■■ • • ' ■>"< Megas: „Eitthvað sem hentar aldarlokunum. UNDUR EINFALDRA ORÐA Það er svo undarlegt hvernig fólktekurþessu nafni. Það virðist enginn kannast við að gera eitthvað í góðri trú, sem ertilílagamáli, „bonafide". Ef hægt er að sanna að menn, sem viðriðnir eru einhver glæpamál, hafi gert það í góðri trú eru þeirsýknaðir. Þetta er mjög huggulegt nafn, segir Megas þegar nafnið á nýju plötunni hans, „f góðri trú“, berst ítal, en hún erný- komin út hjá Hinu leikhúsinu. Ég spyr hann hvort þetta sé ekki fyrsta sólópiatan hans síðan „Drög að sjálfsmorði" kom út1979. Þetta er fyrsta stúdíóplatan síð- an „Á bleikum náttkjólum“. Það er orðin níu ára þögn og tóm. Aðdragandinn að þessari plötu var einfaldlega sá að mér datt í hug að nú þyrfti að gera plötu. Verði plata, og það varð plata. Maður tfndi til ýmislegt sem til greina gat komið og valdi úr eitthvað sem mundi passa tuttug- ustu öldinni og einkum aldarlok- unum. Vinir mínir hjá Hinu leikhúsinu voru umfram um gefa út plötu þar sem tónlist, textar og rödd mín fengju að njóta sín. í rauninni þótti mér ég hafa unnið þjóðþrifastarf þessi síðustu ár með því að senda ekki frá mér neina plötu og íþyngja þannig fólki. En svo sendi ég þessa plötu frá mér í góðri trú. Rétta bragðið Nú kemur Tómas Tómasson Stuðmaður þarna allnokkuð við sögu. Hvert var hans hlutverk? Hann var verkstjóri og upp- tökustjóri og sá alveg um þetta. Hann hafði útsetningar frá mér og upplýsingar um hvað ég vildi gera úr þessari músik og vann úr því. Tómas var í senn pródusent og tæknimaður. Tæknimaðurinn sér um að hreyfa takka en pró- dusentinn finnur rétta sándið, rétta bragðið. Tuttugasta öldin gengur út á bragðið. Stórfyrir- tækin gera út á bragðið. Tómas leitaði sem sagt uppi gæðasánd og réði hljóðfæraleikara, Sigtrygg Baldursson trommuleikara, sjálf- ur lék hann á bassa, á gítar fékk hann Þorstein Magnússon, á pí- anó Guðmund Ingólfsson og Reyni Jónasson á harmonikku. Síðan syngur Ásbjörn Kristins- son með mér dúett í einu lagi. Hvað með yrkisefnin? Þetta eru dæmigerðir dægur- lagatextar, þar á meðal nokkrir mansöngvar. Þarna eru tvö dæg- urlög um dægurlög, Lóu litlu á Brú og Fríðu litlu lipurtá - dæmi- gert intertextualitet. Þú hefur upp á sfðkastið veríð að kynna dægurlög fyrri áratuga í útvarpsþáttum. Hafa þau verið þér inspírasjón á þessari plötu? Ekki beinhnis. I laginu „Helm- ingurinn lygi“ má þó heyra merki þess að ég hef verið að hlusta á gömul dægurlög og þar eru líka jazz-kennd áhrif. Aðferðin við textagerðina er mjög gamaldags. Þetta eru lög sem eiga margt skylt við vísnakveðskap. Það eru ákveðnar einingar sem eru endurteknar, svipuð hrynjandi, einhver rauður þráður í gegn. Textar nútildags eru gjarnan frjálsari í formi, mitt form er nokkuð stíft. En Lóa og Fríða eru náttúrlega beinn endurrómur frá gömlum dægurlögum. Svo má nefna í framhjáhlaupi að fjögur laganna lúta blúslög- málum í tónlist og textagerð. Upp á síðkastið hef ég farið meira út í blúsformið en áður. Blús- formið er A-A-B-form. í 2. línu er 1. línan endurtekin og gjaman áréttuð og orðum aukið við. Svo kemur 3. línan í erindinu (B) sem er eins og svar við þeim fyrri. Megas sendir frá sér nýja plötu Stundum fyllir B-línan líka upp í eða gefur jafnvel alveg nýja vídd. Yfirleitt öðlast þá A-línurnar fyrst dýpri merkingu fyrir til- stuðlan B-línunnar. Slábolti í mörgum þessara laga koma Hka fyrir klassísk yrkisefni blús- söngvara. í fyrra vann ég ákveðið pró- gram með hljómsveitinni Kukl sem var nokkuð svo intellektuel samsetningur. En þegar ég fór að vinna upp texta eftir áramótin fór ég að reyna að vega upp á móti þessu vitsmunalega yfirbragði. Ég hafði þetta í huga sem eitthvað sem bæri að varast og fór viljandi að reyna að gera textana tilfinningalegri. Ég náði því að sneiða hjá erfiðu orðunum. Og þá kemur blúsinn inn í. Það er einmitt gott að nota blúsinn í þessum einföldu hlutum, eins og reyndar marga aðra tónlist. Sá sem fæst við dægurlagagerð, eins og aðrir sem fást við orð, bregður stundum á leik og gerir sér það til skemmtunar að við- hafa einkennilegt orðalag. Mér' dettur í hug Cole Porter, sem er reyndar frekar intellektuel höf- undur, en hann er í miklum leik. Þetta er eins og í slábolta, maður slær boltanum frá sér og maður getur hlaupið svo lengi sem eng- inn grípur hann og hann er á lofti. Spjallað við konur Það er mikið verið að spjalla við konur á þessari plötu. Já, það er verið að spjalla við konur. Þarna eru konur til spjalls. í „Fríða Fríða“ er maður í gras- rótinni. Það er dálítið nöturlegur texti, frost í jörðu. Lífið er alls- lags og maður tekur því eins og það er. Og maður lýgur hvorki að sjálfum sér né öðrum um það. Maður gengur áfram í góðri trú. „Þú og ég“ fjallar um vinnu- mann á stórbýli. Hann er ekki flókinn karakter, hann er mjög svo beisikk. Hann hugsar fyrst og fremst um frumþarfirnar og tekur lífinu eins og það er. Að vísu á hann til smá slægð og hann er hvorki vangefinn né þroskaheft- ur. Tilfinningin, sem náttúran gefur mönnum til þess að geta haldið áfram tilrauninni, beinist í hans tilfelli að ákveðinni vinnu- stúlku sem hann vill testa úti í hlöðu. Lokaargúmentið í textan- um kemur svo þegar hann beitir fyrir sig móður sinni. Það segir nokkuð um einfaldleika drengs- ins. Tilveran berstrípuð „Lítill fjólublár skóda-blús“ er það-er-greinilega-öllu-lokið- texti. Það er nú með þessa texta að það er ósköp lítið um þá að segja. Þeir fjalla um mannlega til- veru alveg berstrípaða, það er bara tilraunin ein og þau von- brigði sem henni fylgja. Maður getur ekki alltaf verið ánægður, en ef maður reynir þá fær maður það sem maður þarf, eins og Rol- ling Stones sögðu. I „Þú bíður (allavega eftir mér)“ kemur Hallormsstaða- skógur við sögu sem leiðir hugann að gömlu kvæði eftir Laxness. Sá texti byggist á þokukenndri endurminningu sem á sínum tíma var fest á blað. Ég bjó svo þennan texta upp úr þeim slitrum. Þetta er eiginlega gömul ferðasaga, en ekki þjóðsöngur Austfirðinga. Þarna er líka byggt á ljósmynd af Kristjáni Fjallaskáldi að skála í Vopnafirði. Ég drekk pilsner á sama stað og Fjallaskáldið dauðvona er að drekka sitt brennivín. En öll lógík er þessum textum víðsfjarri. Við megum ekki gieyma því að þama er á ferðinni hin stflfærða veröld dæg- urlagatextans. Stórslysahúmor „Táraborgin“ leiðir hugann að Edgar Allan Poe og Samuel Beckett. Þar er ákveðinn stór- slysahúmor í gangi enda þótt ég ætli ekki að draga fjöður yfir al- varleika verksins. Allir þessir textar em með ákveðinn húmor, stórslysahúmor ef ekki öðmvísi húmor. Maður sér fyrir sér þenn- an allslausa flæking með harðkúl- uhatt sem reikar um svarta eyði- sanda. En eins og fram kemur í textanum, þegar ekkert er hægt að gera lengur er bara að halda áfram. Chaplin heldur alltaf áfram ferðinni. „Táraborgin" minnir mig líka á Tarsan-bækurnar úr bernsku - Tarsan og borg leyndardómanna, Tarsan og táraborgin. Þetta leiðir líka hugann að borgum þeim sem Chirico málaði. Og það er svo mikil hríð að það sést ekki til fjalla, sem gerir þetta alíslenskt- Fjalla-Eyvindur og Halla og Heiðarbýlið. En þessi táraborg skiptir auðvitað engu máli nema sem rímorð. En orð em sprengi- efni. „Löng eru þau lík“ er byggt á minningu frá höfninni, marg- ræður texti, ólógískur og tilfinn- ingalegur. Meiri víðáttur Finnst þér þessi plata ólík fyrri plötum þínum? Sá sem gerir þessa plötu er í innsta eðli sínu sá sami og áður. En áherslur hafa breyst nokkuð mikið og _það eru miklu fleiri dyr opnar. Oryggið hefur aukist,- þannig að það þarf ekki endilega að nota langar línur og flókin orð. Speisið hefur aukist, það eru komnar meiri víðáttur. Áður var maður í einhverjum dularfullum fjólubláum helli þar sem maður hélt sig óhultan og að þessi hellir væri það sem máli skiptir. Það er lítið um sögur á þessari plötu, engar furðusögur. „Drög að sjálfsmorði" vom hins vegar furðusagnasafn og gætu þess vegna hafa verið eftir Benjamín Sigvaldason þó svo væri ekki. Það var mikið fjallað um heimsmálin á fyrri plötunum, en hér em eiginlega engin heimsmál á ferðinni, enda má maður ekki fá ofbirtu í augun af eigin mikil- vægi. Ef ég vil stilla mér einhvers staðar upp, leita mér að einhverj- um stað til að ídentifera mig með vil ég frekar stilla mér upp á sjötta áratugnum en í heims- ósómatextagerð hippanna þegar allir fóm að hafa meiningar. En séu orð notuð af einhverju viti em þau eitthvert fíngerðasta tjáningartæki sem til er. Rokkið byggist á því að finna réttu orðin, setja þau í rétta röð og syngja þau síðan við hinn rétta rokkundir- leik - og síðan að blindast ekki af eigin mikilvægi. Rokkið fer ekkert úr beinun- um? Nei. -áó 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 7. desember 1986 Andrés Jóhannesson forstöðumaður yfirkjötmats með „fitumælinn", einfalt verkfæri sem gert hefur samræmingu og flokkun lambakjöts mun nákvæmari en áður hefur þekkst. að er vilji þeirra sem standa að framleiðslu og sölu lambakjöts að koma til móts við kröfur neytenda um meiri vöruvönd- un og nákvæmari flokkun lambakjöts eftir fituinnihaldi. Til að sýna fram á þetta voru staðfestar fyrir síðustu sláturtíð hertar reglur um fituflokkun lambakjöts auk þess sem ný tækni við fitumælingar hefur verið tekin upp. 63.3% Eins og sjá má af súluritinu hérTyrir ofan hafa verulegar tilfærslur átt sér stað milli gæðaflokka. Helsta breytingin er sú að um 7,5% af lömbum sem slátrað var 1986 fóru í „fituflokkinn" svokallaða (DIIO) í stað 1,6% árið 1985. Aukningin kemur úr stjörnuflokki (Dl*) og fyrsta flokki (Dl) sem þýðir að nú getur þú gengið að fituminna kjöti í þeim flokkum en áður. Sífellt fækkar þeim sem vilja feitt lambakjöt svo erfiðleikar hafa skapast á sölu þess. Skilningur framleiðenda á þessu hefur aukist og því má ætla að fram- leiðsla á feitu lambakjöti muni dragast verulega saman í framtíð- inni. Við erum sannfærð um að vel upplýstur neytandi er jafn- framt ánægður viðskiptavinur. Það er hlutverk okkar og vilji að framfylgja settum reglum um gæðaflokk- un lambakjöts. Við teljum að nú standi neytendur frammi fyrir öruggari og ná- kvæmari flokkun lambakjöts en nokkru sinni fyrr. Því hvetjum við þig til að kynna þér eftirfarandi upplýsingar um gæða- og þyngdarflokka lambakjöts. Gæða- og þyngdarflokkar lambakjöts: Dl* 1. ftokkur* Vel hoklfyllt læriogbak. Hvltfituhula Dl i.ftokkur Vefholdfyttfir, miðlungsfila, gallalausir iútllti Dll fl.flokkur Sæmilegahold- fytitir, lltii fita, gallalitlir DIIO ii. flokkur 0 Hoidgóöir skroMcar. mikil fitaog,'eðatita semekkistlrðnar DIII III. flokkur AHirholdiýrir, fitulitlir, marAir. gallaiireiiameí mjðggulafitu Að 12,5 kg Dl*6 DI6 Dll 6 DII0 6 DIII6 13-16 •<9 Dl*2 DI2 Dll 2 DII0 2 Dlil 2 16,5-19 kg Dl*8 DI8 Dll 8 DII0 8 DIII8 19,5-22,5 kg Dl*4 DI4 Dll 4 DII0 4 DIII4 23kgog þyngri DIT DIIT DIIOT DIIIT Stafimir 6, 2, 8, 4 og T tákna Með DestU kveðju, Þyngd skrokksins T.d. merkir F.h^Landbúnaoarráðuneytisins Dl 2 1. flokk og skrokkþyngd y/ ' /. á bilinu 13-16 kg. Andrés Johannesson forstöðumaður yfirkjötmats. Samanburður á flokkun lambakjöts í gæðaflokka árin 1985 og 1986. Með tilkomu „fitumælisins“ var stigið stórt skref í átt til öruggari flokkunar lambakjöts eftir fitumagni. Þetta tæki auðveldar kjötmats- mönnum að vinna verk sín af meiri ná- kvæmni en áður. Það er skoðun þeirra sem til þekkja að með notkun þessa ein- falda verkfæris hafi samræming og nákvæmni í flokfcun lamba- kjöts eftir fitu- magni verið aukin til muna. Staðreyndirnar tala sínu máli. Sunnudagur 7. desember 1986 ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.