Þjóðviljinn - 13.12.1986, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 13.12.1986, Blaðsíða 5
 AB — sterkir framboðs- listar! Framboðsmál Alþýðubanda- lagsins fyrir alþingiskosningarn- ar eru nú óðum að skýrast. Það hefur vakið verðskuldaða at- hygli, hversu vel röðun á lista hef- ur tekist ýmist í forvali eða sam- kvæmt ákvörðunum kjördæmis- ráðs. Það hefur sljákkað í áróð- ursmeisturum annarra flokka, sem sameinast höfðu um að reyna að gera Alþýðubandalagið tortryggilegt í augum fólks með sífelldum fréttaflutningi af ógur- legum klofningi og innanflokks- óeirðum í Alþýðubandalaginu. Þessir sömu áróðursmeistarar hafa nú látið af þessari iðju um stund, ekki vegna þess að þeir hafi hugsað sér að viðurkenna þá staðfestu og einingu sem fram- boðslistar Alþýðubandalagsins eru til merkis um, heldur vegna þess að þeir hafa meira en nóg að starfa í eigin flokkum við að reyna að þyrla upp moldviðri til að fela þann klofning og ó- ánægju, sem prófkjör hafa dregið fram í dagsljósið. En við skulum ekki fást um framboðsraunir á öðrum bæjum heldur líta á hina sterku fram- boðslista sem Alþýðubandalagið mun bjóða fram í öllum kjör- dæmum og reyna að sjá út helstu einkenni þessara lista. Hlutur kvenna Fyrst ber að nefna að hlutur kvenna er mjög mikill á þessum listum, og er það til merkis um það að sú umræða sem átt hefur sér stað um jafnréttismál í Al- þýðubandalaginu hefur borið ár- angur. Hlutur kvenna á fram- boðslistum Alþýðubandalagsins er meiri en hjá nokkrum öðrum flokki. Konur unnu annað, fjórða og fimmta sætið í forvali Alþýðubandalagsins í Reykjavík og höfðu um 2000 atkvæði sam- tals í sex efstu sætin, en karlar um 1700 atkvæði í sex efstu sætin. Margrét Frímannsdóttir oddviti á Stokkseyri hlaut efsta sætið í öruggri kosningu á Suður- landi, og hefur sá listi verið á- kveðinn í kjördæmisráði. Unnur Sólrún Bragadóttir varð í öðru sæti á Austurlandi, þar sem Alþýðubandalagið hefur átt tvo þingmenn að undanfömu. Unnur Sólrún tekur því við því sæti sem Helgi Seljan alþingis- maður hefur skipað undanfarin ár. Svanfríður Jónasdóttir áDal- vík vann annað sætið í forvali Al- þýðubandalagsins í Norðurlands- kjördæmi eystra, og Sigríður Stefánsdóttir á Akureyri er þar í þriðja sæti. Olga Guðrún Árnadóttir vakti athygli með góðum árangri sín- um, þegar hún vann fimmta sætið í forvalinu í Reykjavík. Sú starfssveit sem Alþýðu- bandalagið sendir fram í kosning- unum er sterkari og samhentari en í nokkrum öðrum stjórnmála- flokki: Þingmenn bjóða sig fram til endurkjörs á listunum og þar eru þær konur sem þegar hafa verið nefndar, að ógleymdum sterkum frambjóðendum eins og þeim Ásmundi Stefánssyni, sem skipar þriðja sætið í Reykjavík og Ólafi Ragnari Grímssyni, sem skipar annað sætið í Reykjanes- kjördæmi, samkvæmt tillögu kjörnefndar. Sundurþykkja Aðrir flokkar, sem mjög hafa geipað um sundurþykkju og klofning í Alþýðubandalaginu, þurfa nú að sanna mál sitt með því að stilla upp samhentari fram- boðslistum. En hvað er að ger- ast? Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík er með Albert Guð- mundsson efstan á lista. Og for- maður flokksins gefur loðin svör í sjónvarpi, þegar hann er spurð- ur, hvort þessu verði breytt. En burtséð frá Albert Guð- mundssyni og fyrsta sætinu á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík spyrja menn sem svo: Á Sjálf- stæðisflokkurinn lítið af fram- bærilegum konum, sem treystandi er fyrir sæti á fram- boðslista? Eru konurnar í flokkn- um sjálfstæðiskonur eða konur sj álfstæðismanna? Hjá Sjálfstæðisflokknum á Reykjanesi lendir alþingismað- urinn Gunnar Schram í fimmta sæti, og það eru veruleg átök um framboðslista flokksins á Vest- fjörðum, Norðurlandi vestra, Áusturlandi og Suðurlandi. Og þrátt fyrir þetta verður lítil sem engin endurnýjun í þing- mannaliði Sjálfstæðisflokksins. Eða Alþýðuflokkurinn: Ein- hver eftirminnilegustu átök haustsins voru í prófkjöri Al- þýðuflokksins á Vestfjörðum milli þeirra Karvels og Sighvats. Lítil eining ríkir í því kjördæmi. Hverjar viðtökur fengu skip- brotsmennirnir úr Bandalagi jafnaðarmanna, þegar þeir skiluðu sér aftur heim til föður- húsa? Þeim er sparkað út í ystu myrkur, og enginn þingmanna Bandalagsins á von um þingsæti á nýjan leik. Efnahags- ráðgjafinn En eflaust kunna menn vel að meta hreinskilnislega framkomu Alþýðuflokksmanna með fram- boðinu í Reykjavík, þar sem for- stjóri Þjóðhagsstofnunar leiðir flokkinn. Þetta undirstrikar eina meginstaðreynd kosningabarátt- unnar: Efnahags- og atvinnu- stefna Alþýðuflokksins og núver- andi ríkisstjórnar er í rauninni ein og hin sama, enda hefur Jón Sig- urðsson verið efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar allt þetta kjört- ímabil, sem tekist hefur að fela góðærið fyrir meirihluta þjóðar- innar. Ekki er heldur fagurt um að litast eftir þær rústir sem standa enn eftir framboðsraunir Fram- Gunnlaugur Haraldsson, Akranesi í öðru sæti G-listans á Vesturlandi. Margrét Frímannsdóttir í efsta sæti G-listans á Suðurlandi. Ásmundur Stefánsson í þriðja sæti í forvali í Reykjavík. sóknarflokksins: Formaðurinn er flúinn úr dreifbýlinu, eins og til að undirstrika byggðastefnu flokksins, sem er í sárum. Fram- sóknarflokkurinn er algerlega klofinn eftir átökin í Norður- landskjördæmi eystra og Stefán Valgeirsson hefur við orð að stofna nýjan flokk og bjóða fram í öllum kjördæmum - hafandi verið þingmaður Framsóknar um langt árabil. En Framsóknarmenn hafa víðar lent í átökum en á Norður- landi eystra. Haraldur Ólafsson fékk hrikalega útreið í prófkjör- inu í Reykjavík, þar sem Guð- mundur G. Þórarinsson ráð- herraefni vann fyrsta sætið. Heist tókst Finni Ingólfssyni með stuðningi unga fólksins í Fram- sóknarflokknum að standa uppi í hárinu á Guðmundi, en þó ekki nægilega til að hafa sigur, enda fátt ungt fólk í Framsóknar- flokknum um þessar mundir. Ein kona á 70 árum Það hefur líka verið mikill has- ar hjá framsóknarmönnum á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og á Suðurlandi. En þau tíðindi eru lítil miðað við þau átök sem áður er minnst á og skipta engu máli miðað við þá hrikalegu staðreynd, að konurnar ætla að yfirgefa flokkinn og kjósa aðra flokka í næstu kosningum, eftir áskorun formanns Framsóknar- kvenna. Þessi áskorun kemur ekki fram að ástæðulausu. Hlutur kvenfólksins í Framsóknar- flokknum er sá, að einungis ein kona hefur verið kosin á þing í 70 ára sögu Framsóknarflokksins - og það var fyrir 35 árum! En nú þurfa kjósendur, karlar og konur, ekki að kjósa Kven- Kristinn H. Gunnarsson, efstur f for- vali AB á Vestfjörðum. Óiafur Ragnar Grímsson í öðru sæti á Reykjanesi. Álfheiður Ingadóttir í fjórða sæti sam- kvæmt niðurstöðu forvals Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík. nalistann til þess að koma konum á þing. Alþýðubandalagið vinnur að því að koma á raunverulegu j afnrétti kynj anna, og framboð s - íistar flokksins endurspegla þann einlæga og samstillta vilja. Staða Alþýðubandalagsins í upphafi kosningabaráttunnar er góð. Flokkurinn stendur sterkur og sameinaður að baki frambjóð- endum sínum. Nú er verk að vinna - og við látum andstæðinga okkar ekki lengur komast upp með að breiða yfir eigin sundur- þykkju með því að klifa á trölla- sögum um óeirðir í Alþýðu- bandalaginu. Skoðanakannanir hafa að und- anförnu verið notaðar til að ham- pa Alþýðuflokknum. En kosn- ingar eru eitt og skoðanakannan- ir annað. Nú að undanfömu hef- ur það verið að koma í ljós, hvert formaður Alþýðuflokksins ætlar sér: Hann ætlar í stjóm ineð íhaldinu hvað sem tautar og raular. Hann vill ekki samstarf með Alþýðubandalaginu, því að Alþýðubandalagið er vinstri sinnaður flokkur, sem krefst þess að jafnaðarstjórn verði mynduð til að koma góðærinu til fólksins að kosningum loknum. Alþýðuflokkurinn vill eina ferðina enn stefna að því að verða hjáleiga frá höfuðbóli íhaldsins, og hjáleigubóndinn Jón lætur sig dreyma um að verða ráðsmaður í höfuðbólinu sem forsætisráð- herra í ríkisstjórn með íhaldinu. Jón Baldvin virðist trúa því sjálfur um þessar mundir, að Þor- steinn Pálsson muni að loknum kosningum leiða hann til sætis á stól forsætisráðherra og fela hon- um að skipa krata í öll helstu ráð- herraembættin, en sætta sig við að verða utanríkisráðherra sjálf- ur, meðan hjáleigubóndinn stjórnar óðalinu. En það er kannski ekki mark Unnur Sólrún Bragadóttir í öðru sæti á Austurlandi í forvali. Endur- nýj iin i efstu sœturn Olga Guðrún Árnadóttir, sem hlaut fimmta sætið í forvali AB í Reykjavík. takandi á þessum hugmyndum Jóns Baldvins, því að honum dettur margt skondið í hug um þessar mundir. Til dæmis að gera Matthías Johannessn Morgun- blaðsritstjóra að menntamála- ráðherra. Ekki fylgir þessari hug- mynd Jóns Baldvins þó meiri al- vara en svo, að hann hefur líka tilnefnt sem líkalega kandidata þá Sigurbjörn Einarsson biskup og ennfremur Birgi ísleif Gunn- arsson (af því að hann spilar vel á píanó). En maður á kannski ekki að vera að eyða orðum á þessa flug- eldasýningu Jóns Baldvins. Eftir stendur sú staðreynd, að þeir sem kjósa Alþýðuflokkinn eru með því að kjósa yfir sig íhaldið, með óbreyttri stefnu í utanríkis- og friðarmálum, að ekki sé talað um áframhaldandi frjálshyggjur ævintýri. Efnahagssamvinnu Steingríms Hermannssonar og Jóns Sigurðssonar þekkja menn, og óvíst að efna- hagsmálasamstarf Jóns Sigurðs- sonar og Þorsteins Pálssonar væri betra. Jöfnuð - ekki ójöfnuð! Vinstrimenn, jafnaðarmenn og samvinnumenn eiga þann kost að skipa sér undir merki Alþýðu- bandalagsins. Þeir sem ekki vilja óhefta uppivöðslu frjálshyggj- unnar og hermangsins eiga að- eins einn valkost: Alþýðubanda- lagið, því að þar er samankomið það fólk, sem hefur hæfni og styrk til að bera fram stefnu sam- vinnu, jafnaðar og félagshyggju fram til sigurs í kosningabarátt- unni. Aldrei aftur viðreisnarstjórn. Við viljum jöfnuð, ekki ójöfnuð. - Þráinn Laugardagur 13. desember 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.