Þjóðviljinn - 13.12.1986, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 13.12.1986, Blaðsíða 13
Sranmálið svonefnda teygir anga sína víða. í gær var haft eftir heimildar- mönnum í ísraeiska varnamála- ráðuneytinu og ísraelskum vopnasölum að fyrirtæki í Bret- landi og Portúgalir hafi tengst sölu á ísraelskum vopnum til írans fyrir hundruði milljóna doll- ara síðustu sex árin. Heimildar- mennirnir segja að þessi vopna- sala hafi verið mun umfangsmeiri en sú vopnasala sem bandarískir embættismenn hafa staðið fyrir að undanförnu og valdið hefur svo miklu fjaðrafoki. „Ef við selj- um bandarísk vopn,“ sagði einn ísraelskur vopnaframleiðandi og seljandi, „verðum við auðvitað að fara eftir þeirra reglum hvað varðar leyfi og annað slíkt. Ef við seljum hins vegar okkar eigin vopn varðarengan um það hverj- um við seljum þau.“ Þessi um- ræddu vopn sem fóru til (ran átti opinberlega að selja Bretum, með samþykki fjögurra ísra- elskra varnamálaráðherra í röð. Vopnin fóru hins vegar aldrei til Bretlands. Þess í stað voru þau flutt úr ísraelskum flutningavélum hins ríkisrekna El Al flugfélags í ómerktar flugvélar á Lissabon flugvelli. Þær flugu aftur beint til írans. Heimildarmennirnir sögðu að bresk yfirvöld hefðu líkast til ekkert vitað hvernig í öllu lá þar sem bresku fyrirtækin sem vopn- in voru skráð á voru yfirleitt papp- írsfyrirtæki. Þau munu vera ansi mörg i þessum bransa. Utanríkisráðherrar hinna 14 Natóríkja í Evrópu gáfu í gær takmarkað samþykki sitt við tillögum Bandaríkjamanna um að semja við Sovétríkin um 50 % fækkun langdrægra kjarnorku- flauga og að gera samning um meðaldræg kjarnorkuvopn. Fundi ráðherranna lauk í gær í Brussel í Belgíu. Einnig var sam- þykkt að hefja viðræður við A- Evrópuríki um tilhögun hefð- bundins vopnabúnaðar. í lokayf- irlysingu ráðherrafundarins var ekki að finna neinar hugmyndir um eyðingu allra langdrægra kjarnorkuflauga á tíu árum. Það munu hafa verið Bretar'og Frakk- ar sem stóðu fyrir því að ekkert slíkt var samþykkt. Nunna ein frá Hollandi, 70 ára að aldri, fékk í gær árleg verðlaun holl- enska kvenréttindatímaritsins Opzij fyrir að vinna að réttindum þeirra kvenna sem tilheyra hinni rómversk-kaþólsku kirkju. Systir Fransiska heitir nunnan. Hún er fylgjandi fóstureyðingum og vígslu kvenpresta, tilheyrir holl- enskri reglu sem ber heitið „Dæt- ur Maríu og Jósefs". Systir Fra- nsiska hefur árum saman unnið að fyrrnefndum baráttumálum með vinnu sinni í ýmsum nefnd- um, útgáfu og með því að flytja mál sitt í hinum ýmsu klaustrum. Frönsk stjórnvöld hafa tilkynnt áætlanir um að leggja sérstakan skatt á kveikjara og eldspýtur til að fjár- magna aðgerðir til að koma í veg fyrir þá mörg þúsund skógarelda sem verða í S-Frakklandi á sumri hverju. Á síðasta sumri urðu verstu skógareldar í S-Frakk- landi í tuttugu ár. Tíu manns lét- ust í eldsvoðunum, allt að 50.000 hektarar skógar urðu eldinum að bráð og tjón er metið á 154 milljónir dollara. Karl Bretaprins er nú talinn koma til greina sem næsti landstjóri í Hong Kong, bresku krúnunýlendunni á Kín- aströnd. Blaðið Sunday Tele- graph segir síaukinn stuðning við hann meðal Hong Kong-manna sem eiga framundan óvissa tíma áður en Peking-menn taka við stjórninni árið 1997. Talsmenn drottningar og utanríkisráðuneyt- is eru þöglir sem gröfin, en þeir sem segja söguna benda til stuðnings á fordæmi einsog Mo- untbatten jarl, sem stjórnaði á Indlandi þegar það varð sjálf- stætt árið 1947. HEIMURINN S-Afríka Nýjar fjöldahandtökur Snemma í gœrmorgun handtók s-afríska lögreglan ótiltekinn fjölda manns sem hún sagði vera liðsmenn Afríska Þjóðarráðsins. Tilkynnti aðfólkið hefði œtlað að standa fyrir miklum ofbeldisaðgerðum íjólavikunni Jóhannesarborg - Lögreglan í S-Afríku hóf í morgunsárið í gær miklar fjöldahandtökur, meðal hinna handteknu var rit- stjóri dagblaðs og tveir Sviss- lendingar. Ekki er vitað um fjölda handtekinna. Ritstjórinn, Zwelakhe Sisulu, stjórnar blaðinu „Ný Þjóð“ (New Nation) sem er víðlesið, sérstak- lega af svörtum íbúum landsins. Faðir Sisulu er einn af áhrifa- mestu mönnum í hinni svörtu þjóðernishreyfingu landsins. Lögregluforinginn Johan Coet- zee sagði að hinir handteknu hefðu verið félagar í Afríska þjóðarráðinu (ANC) og aðrir sem hefðu í hyggju að efna til ofbeldis í jólavikunni. Hann til- tók ekki fjölda handtekinna. Hin opinbera fréttastofa S-Afnku til- kynnti um miðjan dag í gær að tveir Svisslendingar hefðu verið handteknir, grunaðir um tengsl við Afríska Þjóðarráðið. Handtökurnar koma í kjölfar hertrar ritskoðunar í landinu. Coetzee sagði að lögreglan hefði fengið upplýsingar og skjöl um að ANC hefði haft í hyggju víðtækar ofbeldisaðgerðir um allt landið. Fjölmörg dagblöð og stjórn- málaieiðtogar í landinu gagnrýndu harkalega þessar nýj- ustu aðgerðir stjórnvalda og eitt dagblað í Pretoríu líkti aðgerðun- um við stefnu yfirvalda í „ban- analýðveldum“. Yfirvöid tilkynntu frétta- mönnum að leyfilegt væri að segja frá handtöku Sisulu þar sem móðir hans hefði fengið vitneskju frá hinu opinbera um handtök- una og því væri málið orðið opin- bert. Faðir Sisulu, Walter Sisulu Helstu leiðtogar repúblikana á Bandaríkjaþingi krefjast þess nú að Reagan Bandaríkjaforseti reki þessa tvo menn, þá Villiam Casey, yfirmann CIA, og Donald Regan, starfsmannastjóra Hvíta hússins. Reaganl íranmálið Repúblikanar heimta aðgerðir Washington - „Hér þarf mikla húshreinsun," sagði repúblik- anaþingmaðurinn William Broomfield við fréttamenn í gær og átti þá við Hvíta húsið og valdamenn þar. Síðustu daga hefur óánægja vaxið mikið í flokki Reagans Banda- ríkjaforseta og í gær létu marg- ir þeirra í sér heyra, kröfðust aðgerða. Sérfræðingur í bandarískum lögum sagði í gær að yfirheyrslur vegna ír- anmálsins gætu dregist. Einn áhrifamesti þingmaður repúblikana á þingi, Richard Lugar, sagði í gær að hann vildi að Reagan ræki Donald Regan, starfsmannastjóra Hvíta hússins, og William Casey, yfirmann bandarísku leyniþjónustuanar CIA. Þá birti bandaríska ^tór- blaðið Washington Post í gær grein eftir leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni, Robert Dole, þar sem hann hvetur forsetann til að láta til skarar skríða. „Nú er hætta á að íranmálið muni beygja þjóðina næstu mánuði. Við verð- um að fá fram allar staðreyndir málsins nú, svo að við - forsetinn, þingið og þjóðin - getum gert út um málið í eitt skipti fyrir öll og snúið okkur síðan að málefnum þjóðarinnar.“ Dole lýsti þeirri skoðun sinni að þeir North ofursti og Poindex- ter aðmíráll ættu að ganga fyrir forsetann og segja honum allt um þetta mál. Nicaragua situr nú í fangelsi ásamt Nelson Mandela dæmdur fyrir landráð. Ný Þjóð nýtur stuðnings kaþól- sku kirkjunnar og hefur beitt sér af hörku gegn kynþáttaaðskiln- aðarstefnunni. Því hefur Pretorí- ustjórnin oft beitt skeytum sínum að blaðinu og sakað það um að vera málpípu ANC. Mikil ringulreið hefur verið meðal erlendra fréttaritara í S- Afríku eftir að nýjar reglur voru settar um ritskoðun í fyrradag. Sögðu fréttamenn að mikilla mótsagna gætti hjá yfirvöldum vegna hins aukna fréttabanns. Filippseyjar /Vopnahlésbrot Verður ekki þolað lengur Manila- Fidel Ramos, yfirmað- ur herafla Filippseyja, hélt í gær áfram harðri gagnrýni sinni á skæruliða kommúnista og sagði að ríkisstjórn lands- ins myndi ekki umbera frekari brot á vopnahléssamkomu- laginu á Filippseyjum sem nú hefur verið í gildi síðan á mið- vikudag. Ramos sagði þetta í kjölfar mikillar ólgu sem komin er upp innan hersins vegna þess að skæruliðar gengu í fyrradg um með vopn í litlum bæ ekki fjarri Manila. Talsmaður forseta lands- ins, Corazon Aquino, sagði að hún myndi láta það eftir vopna- hlésnefndinni að leysa þetta mál. Talsmaður nefndarinnar sagði í gær að atvikið „gæti líklega talist brot á vopnahléssamningnum.“ Ramos heldur því fram að sam- ið hafi verið um að skæruliðar skyldu ekki bera vopn í þéttbýli en samningamenn skæruliða segjast ekki hafa skrifað undir slíkan samning. Tveir menn hafa nú látist eftir að vopnahléð gekk í gildi, stuðn- ingsmaður skæruliða og stjórnar- hermaður. Eftir því sem embætt- ismenn hersins segja skutu skæruliðar hermanninn þegar þeir reyndu að ræna vopnum hans. Dómur yfir Hasenfus staðfestur Dómsyfirvöld íNicaragua hafa staðfest30 árafangelsisdóm yfir Eugene Hasenfus. Spennan á landamærum Nicaragua og Hondúras minnkar Managua - Dómstóll í Nicar- agua staöfesti í gær dóm sérs- taks alþýðudómstóls landsins um 30 ára fangelsi til handa Bandaríkjamanninum Eugene Hasenfus sem náðist þar sem hann var að flytja vopn til contra hreyfingarinnar. Hasenfus hafði fallið frá því að áfrýja dómnum í von um að ríkis- stjórn Nicaragua muni náða hann og leyfa honum að fara til Banda- ríkjanna. Forseti dómstólsins sagði í gær að eftir að hafa farið yfir gögn málsins hefði hann komist að þeirri niðurstöðu að sekt Hasenfus hefði verið sönnuð með sanngjörnum hætti. Lögfræðingur Hasenfus hafði lýst því yfir að hann hefði ekki notið viðunandi aðstæðna í vörn sinni. Dómarinn, Cuadro Lopez, sagði að lögfræðingnum hefði verið tryggðar eðlilegar aðstæður við vörn skjólstæðings síns. Þegar Daniel Ortega, forseti Nicaragua, var spurður um möguleika á náðun fyrir Hasen- fus, endurtók hann það sem em- bættismenn þarlendir hafa áður sagt:„Við höfum náðun í stefnu okkar og sú stefna er óbreytt... Hvað varðar Hasenfus, sjáum við til. Það fer eftir ýmsu.“ Réttarhöldin í gær koma í kjölfar mikillar spennu á landa- mærum Nicaragua og Hondúras. Hún hefur þó minnkað undan- farna daga. Ortega sagði í fyrra- kvöld að yfirvöld í Hondúras ættu að koma Contra mönnum burtu af landsvæði sínu. Hann sagði að forseti Hondúras, Jose Azcona, ætti að hafa þann styrk og virð- ingu að segja Bandaríkjunum að draga sig ekki inn í þessar deilur um Contra samtökin. Vaxandi óáænægju gætir nú í Hondúras með veru Contra samtakanna í landinu. í gær var gefin út til- kynning Bandaríkjastjórnar og Hondúrasstjómar þar sem sagði að stefnt skyldi að því að Contra samtökin færðu alla sína starf- semi frá Hondúras til Nicaragua. Ymsir vestrænir fréttamenn í Managua, höfuðborg Nicaragua hafa lýst þeirri skoðun sinni að Bandaríkin vilji magna upp átök á landamæmm landanna tveggja þannig að Hondúras her leggi í beinar hernaðaraðgerðir gegn Nicaragua og átökin magnist þannig upp að Bandaríkin geti smátt og smátt gengið inn í átökin af fullum krafti. Azcona sagði í gær að ef hersveitir Nicaragua fæm yfirlandamærin að herja á Contra samtökin, yrði því svarað af fullum krafti af Hondúras her. Laugardagur 13. desember 1986 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.