Þjóðviljinn - 13.12.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.12.1986, Blaðsíða 3
Hagrœðingin Ríkisstjórnin FRETTIR Einar Thoroddsen háls-nef og eyrnalæknir skoðar hér Gísla Þór sem er 1 árs. Mamma hans, Þórunn Daðadóttir, situr undir honum. Mynd E.ÓI Eyrnarbólga 1000 aðgerðir á ári Einar Thoroddsen lœknir: Bætt aðstaða ogfleiri sérfræðingar. Umhleypingasöm veðrátta helsta orsökin Aðgerðum vegna eyrnabólgna f börnum hefur fjölgað um helm- ing á undanförnum þremur árum. Að sögn Einars Thorodd- sen sérfræðings í háls-nef og eyrnalækningum eru fram- kvæmdar að minnsta kosti 1000 aðgerðir á ári vegna ýmis konar eyrnasjúkdóma í börnum. Fyrir 2 árum var 3 mánaða biðlisti fyrir aðgerðir sem þessar en í dag er hann um 2-3 vikur. Ástæðumar fyrir þessari fjölgun segir Einar vera bætta svæfingaaðstöðu á stofum sérf- ræðinga og fjölgun þeirra á und- anförnum tveimur árum. „Þetta era nokkuð fleiri að- gerðir en í öðrum löndum og að mínu mati er það í fyrsta lagi vegna þess hve veður hér eru umhleypingasöm" sagði Einar í samtali við Þjóðviljann. „í öðru lagi er auðveldara að komast til sérfræðings hér en annars staðar, þannig að aðgerðir eru fram- kvæmdar fyrr en ella.“ Að mati Einars þurfa um 30% sjúklinga að koma aftur og al- gengast er að börn á aldrinum 1 1/2 árs til 3 ára fái eyrnabólgur. Nokkuð algengt er nú að plast- ventlar séu settir í eyru barna sem þjást af sýkingu í eyra. M er stungið gat á hljóðhimnuna, vökvi sem hefur safnast fyrir í miðeyranu sogaður út og eins konar loftventill settur í hljóð- himnuna til þess að hún grói ekki og allt fari í sama farið. Þessir ventlar detta út sjálfir eftir 4-8 mánuði eða eru fjarlægðir. „Sýkingar koma oft eftir að böm fara á barnaheimili, þar er meiri hætta á -að börnin smiti hvert annað“ sagði Einar. „Ég held þó að það skipti ekki miklu máli þó börnin séu dúðuð gegn veðri og vindum, en sumar mæð- ur vita betur um það en ég.“ -vd. Samningarnir Snót felldi samningana Fjölmennur félagsfundur Snótar felldi samningana. Óánœgjan mest vegna skorts á ákvœðum um starfaldurshœkkanir fiskvinnslufólks. 7 félög hafa samþykkt Á óvenju fjölmennum félags- fundi Verkakvcnnafélagsins Snótar í Vestmannaeyjum í fyrra- kvöld voru samningarnir felldir með yfirgnæfandi meirihluta at- kvæða. Snót er enn sem komið er eina félagið sem hefur fellt samn- ingana en alls höfðu f gærdag 7 verkalýðsfélög tekið samningana til umfjöllunar. Að sögn Vilborgar Þor- steinsdóttur formanns Snótar var meginástæðan fyrir óánægju fé- lagsmanna sú að ekki skyldi vera ákvæði í samningunum um starfs- aldurshækkanir fiskvinnslufólks. Flestir félagsmanna starfa við fiskvinnslu og að sögn Vilborgar er stór hluti þeirra á launum sem greidd eru eftir 15 ára starfs- reynslu og kemur því ekkert í þeirra hlut að þessu sinni. Þá voru konurnar hræddar um að þegar búið er að taka starfsald- urshækkanirnar út einu sinni þá verði erfitt að fá þær inn aftur. Verkakvennafélagið Fram- sókn, félag fiskvinnslukvenna í Reykjavík, greiddi jafnframt at- kvæði um samningana í fyrra- kvöld og bar nokkuð á óánægju þar þó meirihlutinn hafi sam- þykkt samningana, eða 61 á móti 39 sem vildu fella þá. Önnur félög sem hafa samþykkt samningana eru Hlíf í Hafnarfirði, Eining á Akureyri, Boðinn í Þorlákshöfn, Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis og Félag starfsfólks í veitingahúsum. -K.ÓI. Skilur eftir 12 Hafskipsmál Erlendar skuldir hækka um 10þúsund á mann á þessu ári. Margar breytingartillögur við fjárlög 342% hækkun hjá Sverri Sagan afþví hvernig menntamálaráðherra endurskipulagði LÍN Hvaða ríkisstofnun skyldi það nú vera sem fékk 9,2 miljónir í rekstrarfé á fjárlögum á þessu ári, eyddi 37 mi|jónum og á að fá 40,7 mijjónir í reksturinn á næsta ári? Geir Gunnarsson upplýsti á al- þingi í gær að svona væri komið rekstri Lánasjóðs íslenskra náms- manna, þeirrar stofnunar, sem menntamálaráðherra sjálfur, Sverrir Hermannsson, tók að sér að endurskipuleggja fyrir réttu ári. Geir rifjaði upp hvernig Sverrir skar einhendis niður 10 miljón króna hækkun til skrif- stofu LÍN á fjárlögum þessa árs og taldi, „blóðþyrstur að vanda“ að 9,2 miljónir væri kappnóg rekstrarfé. „En niðurstaðan sem nú liggur fyrir er hvorki 9,2 né 19,2 miljónir,“ sagði Geir. „Rekstrarkostnaðurinn verður 37 miljónir á þessu ári. Og nú er lagt til að áætlaður rekstrark- ostnaður skrifstofunnar verði 40,7 miljónir króna á næsta ári eða 342% hærri en menntamála- ráðherra ætlaði að sjá um að hann yrði 1986!“ -ÁI Geir Gunnarsson sagði m.a. í umræðum á alþingi í gær að ríkis- stjórnin skildi eftir sig jafnvirði 12 Hafskipsgjaldþrota í halla- rekstri á ríkissjóði og skulda- söfnun síðustu þriggja ára. Þrátt fyrir mikið góðæri og auknar tekjur hefði ríkisstjórninni tekist að auka erlendar skuldir hverrar fimm manna fjölskyldu um 50 þúsund krónur á þessu ári því nýjar lántökur væru 111% hærri en afborganir. Þriðja árið í röð hygðist ríkisstjórnin svo reka rík- issjóð með halla. Geir benti á að frá árinu 1984 hafa tekjur ríkissjóðs á föstu verðlagi hækkað um 0,6% en út- gjöldin um 16,3%. Fram- kvæmdafé hefði verið stórlega skorið niður og framlög til dag- vista, mennta- og fjölbrauta- skóla, grunnskóla, sjúkrahúsa, heilsugæslustöðva, hafnarfram- kvæmda og flugvalla þyrftu nú, að hækka um 30% til að ná sama verðgildi og á árinu 1983. Þá gagnrýndi hann að fyrirtæki og eignaaðilar hefðu notið vaxandi skattívilnanna og benti á að meira en helmingur fyrirtækja greiðir engan tekjuskatt nú. Geir benti á að verulegar fjár- hæðir vantar enn í frumvaipið til að tryggja lágmarksrétt þeirra sem hafa nánast eingöngu bætur almannatrygginga sér til fram- færis en sá hópur hefði aðeins notið 17% hækkunar bóta á árinu meðan laun hefðu hækkað um 35%. „Nú þegar gerðir hafa verið kjarasamningar um verulega hækkun lágmarkslauna hljóta þessi kjaramál skjólstæðinga almannatrygginga að koma til sérstakrar endurskoðunar“ sagði Geir. „Síst er ástæða til þess að þeir landsmenn sem hafa lífsframfæri sitt nánast eingöngu af tryggingabótum, dragist aftur- úr öðrum þegar allar ytri aðstæð- ur í þjóðarbúinu eru einhverjar þær hagstæðustu sem þekkst hafa.“ Geir benti á að til að tryggja kaupmátt jafnt launa sem tryggingabóta dygði skammt að hlaða stíflugarða og greiða hlut ríkisins í verðlagsaðhaldi með skuldasöfnun einni saman. Ef óbreyttri stefnu yrði haldið myndu stíflurnar bresta með óhjákvæmilegum afleiðingum: verðlagssprengingu. Fjölmargar breytingatillögur komu fram frá stjórnarandstöð- unni við fjárlagafrumvarpið í gær og er búist við enn fleirum fyrir þriðju umræðu. Ragnar Arnalds, Skúli Alexandersson, Steingrím- ur J. Sigfússon, Guðrún Helga- dóttir, Helgi Seljan og Hjörleifur Guttormsson flytja tillögur um 1900 miljón króna skattahækkan- ir, þ.m.t. 300 miljón króna stór- eignaskatt og 200 miljón króna skatt á ferðamannagjaldeyri, en einnig hækkun á eignar- og tekju- sköttum. Þau leggja einnig til samtals um 350 miljón króna hækkun á framkvæmdum ríkisins við dagvistarheimili, grunn- skólabyggingar og flugvelli, til Þjóðleikhússins, til jöfnunar á námskostnaði og framlögum til lista. Þá leggja þau til að fram- kvæmdafé ÁTVR verði skorið niður um helming og að felld verði niður heimild til fjármála- ráðherra til að fella niður tolla af afruglurum og fleiri tækjum fyrir nýjar sjónvarpsstöðvar. Steingrímur J. Sigfússon og Hjörleifur Guttormsson flytja til- lögur um að fella niður og lækka framlög íslendinga til Nató, þ.e. til svokallaðrar varnarmálaskrif- stofu, þingmannasamtaka Nató o.fl. Þá leggja þeir til að rek- strarkostnaður ratsjárstöðva verði strikaður út úr fjárlögunum en í stað þessa verði framlög til Þróunarsamvinnustofnunar hækkuð úr 24 í 80 miljónir. Þeir Hjörleifur og Steingrímur ásamt Helga Seljan flytja einnig tillögur um aukin framlög til Al- þýðuskólans á Eiðum, til fram- kvæmda í þjóðgörðum á vegum náttúruvemdarráðs, 5 miljónir króna í búrekstrarkönnun, sem Hjörleifur hefur flutt tillögu um, og 10 miljónir til umhverfis- verndar á ferðamannastöðum. Þá flytur Steingrímur tillögu um að 5 miljónum verði veitt til að undirbúa og hefja háskólakenns- lu á Akureyri og þeir Helgi og Hjörleifur vilja að 300 þúsund krónum verði veitt til kirkjumið- stöðvar á Austurlandi. Þá flytur Svavar Gestsson tillögu um að framlög til Rannsóknasjóðs HÍ verði hækkuð um helming í 75 miljónir króna. Kvennalistinn flytur tillögu um 133ja miljón króna hækkun á framlagi til dagvista og 74ra milj- ón króna hækkun á framlagi til lista. Þær leggja einnig til um 200 miljón króna hækkun á fram- lögum til Háskóla íslands. Kjartan Jóhannsson leggur til að framlögin til HÍ verði hækkuð um 65 miljónir, Kolbrún Jóns- dóttir að framlag til Sjúkraliða- skólans verði hækkað um 1,1 miljónir í 7 miljónir króna og Kolbrún, Jóhanna Sigurðardótt- ir og Eiður Guðnason leggja til að framlag til aðgerða gegn fíkniefn- um verði hækkað úr 1 miljón í 10 miljónir og að 20 miljónum verði varið til aðgerða gegn skattsvik- um. _ÁI Laugardagur 13. desember 1986 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.