Þjóðviljinn - 13.12.1986, Blaðsíða 8
MENNING
Upphaf ævisögu
Emil Björnsson:
Á misjöfnu þrífast börnin best
Ævlsaga, 178 bls.
Bókaútgáfan Örn og Örlygur, 1986
„Mín kynslóð ólst upp við fá-
kunnáttu og fátækt til sjós og
lands: Aflvélaleysi, peningaleysi,
atvinnuleysi, húsnæðisskort,
heilsuleysi, heyleysi, mannrétt-
indaleysi, kulda og klæðleysi,
orkuskort, eldiviðarleysi, örygg-
isleysi, óþrifnað og óværu, mat-
arskort, menntunarskort og
verkfæraleysi."
Þannig kemst séra Emil
Björnsson að orði í ævisögu sinni
„Á misjöfnu þrífast börnin best.“
En séra Emil fæddist 25. sept-
ember árið 1915 að Felli í
Breiðdal inn í þjóðfélag sem
hafði staðið með tiltölulega litl-
um breytingum í þúsund ár. Saga
hans er ekki síst áhugaverð fyrir
þær sakir, að hún spannar mesta
breytinga- og umbrotatímabil í
sögu þjóðarinnar, eða eins og
séra Emil segir sjálfur:
„Sama kynslóð hefir síðan
upplifað á einum mannsaldri
þjóðfélagsbreytingar, byltingar
og framfarir, sem aðrar menning-
arþjóðir hafa verið að þróa með
sér í margar aldir, og þar að auki
allar þær „aldir“, sem komið hafa
eins og fjandinn úr sauðarleggn-
um upp úr koffortum tuttugustu
aldarinnar: Tækniöld, kjarnork-
uöld, geimferðaöld og tölvuöld.
Kynslóð mín með fornaldarbú-
skapinn og rímurnar í farteskinu
hefir nauðug viljug, og þó eink-
um viljug, mátt laga sig að öllum
þessum stökkbreytingum, og skal
ítrekað að tæpast hefir verið teygt
meira úr einni kynslóð nokkurs-
staðar, bæði aftur og fram í tím-
ann, en þó einkum í sérhverri
nútíð á þessu tímabili. Fyrsti bíl-
linn og fyrsta útvarpstækið, á
hverjum stað, voru tákn mestu
umbreytinganna í þjóðlífinu á
þessari gerbyltingaöld, þar með
duttu sveitamenn hreinlega inn í
nútímann. Þúsund ára landfræði-
leg og andleg einángrun vors
stóra, fjöllótta og strjálbýla lands
var þar með rofin á einni nóttu, ef
svo mætti segja.“
Það hafa raunar fleiri sagt
þessa sögu og sagt hana vel, enda
skírskotar séra Emil gjarna til
annarra frásagna, einkum skáld-
sagna Halldórs Laxness þar sem
segir frá þeim Bjarti f Sumarhús-
um og Ólafi Kárasyni.
Búskaparhættir Bjarts í
Sumarhúsum eru ekki allfjarri
æskuárum séra Emils, enda segir
hann svo frá: „Þorgrímur móður-
afi minn var föðurbróðir Guð-
mundar þess Guðmundssonar, er
Halldór Kiljan Laxness beiddist
gistingar hjá í Sænautaseli í Jök-
uldalsheiðinni haust nótt eina
1926. Ýmsir ætla að Guðmundur
og búskaparhættirnir í Sænauta-
seli hafi orðið skáldinu nokkur
fyrirmynd að Bjarti í Sumarhús-
um og heiðarhokri hans.“
Og víða er vitnað til Ljósvík-
ingsins, Ólafs Kárasonar, sem
ekki hvað síst kemur manni í hug,
þegar höfundur segir frá erfiðri
sjúkdómslegu sinni þegar hann
var 15 ára gamall, og menn töldu
sjúkdóminn felast í „bólgnum
kirtlum bakvið lúngun“. Sá sjúk-
dómur var læknaður með 40
dropum af joði úti í nýmjólk,
tvisvar eða þrisvar á dag.
Fyrir utan frásagnir af daglegu
lífi, ætt sinni, samsveitungum og
samferðafólki og fyrstu kaup-
staðarferðinni, sem hljóma
kunnuglega og bæta litlu við það
sem annars staðar hefur verið rit-
að tekst höfundi á stundum að
segja sína eigin sögu og þar tekst
honum best upp. Nærfærin og
átakanleg er lýsing hans á sjúk-
dómssögu og dauða föður síns og
sambandi sínu við hann og verður
úr því efni fögur mannlýsing á
föður höfundar.
Enn koma manni tengsl við
bókmenntirnar í hug, þegar séra
Emil segir frá því, er móðir hans
hefur sambúð með manni rétt um
það leyti sem höfundur er að
byrja að sætta sig við föðurmiss-
inn. Afbrýðisemin blossar upp og
minnir sú frásögn á sögu Stefáns
Jónssonar af Hjalta litla, þegar
móðir hans gengur að eiga Elías.
„Á misjöfnu þrífast börnin
best“ segir frá ævi höfundar frá
fæðingu þar til hann hleypir
heimdraganum 19 ára gamall,
hefur verið ráðinn kaupamaður
að Korpúlfsstöðum í Mosfells-
Séra Emil Björnsson
sveit. Þetta er sem sé upphaf ævi-
sögu, og þetta upphaf lofar góðu
um framhaldið.
Séra Emil er ákaflega vel ritfær
maður og listfengur. En við lestur
bókarinnar fékk ég öðru hverju á
tilfinninguna, að höfundi fyndist
hann stundum vera að lýsa
hlutum, sem oft hefði verið lýst
og vel annars staðar, og þetta
fannst mér draga úr þrótti frá-
sagnarinnar. Hins vegar koma
kaflar þar sem séra Emil segir frá
sjálfum sér og sinni upplifun á svo
einlægan máta og hispurslausan,
að sambærilegt er við ýmislegt
það besta sem skrifað hefur verið
í íslenskum ævisögum.
Það er von mín að höfundur
eigi eftir að sækja í sig veðrið í
framhaldi ævisögunnar og leggja
megináherslu á þessa hispurs-
lausu einlægni, því að maðurinn
er sjálfur merkileg persóna og til-
finningarík og hefur margt lifað
og séð, sem væri efniviður í frá-
bært verk. Og ekki vantar rit-
leiknina.
Þráinn Bertelsson skrifar:
B
1 ókin Landshagir er gefin út í tilefni 100 ára afmælis Landsbanka íslands.
Ellefu höfundar rita jafnmargar greinar um ýmsa þætti íslenskrar atvinnusögu
síöustu 100 ára.
Viðfangsefnin ná til allra meginatvinnuvega, landbúnaðar, sjávarútvegs,
iðnaðar og verslunar, auk banka- og peningamála. Til dæmis er fjallað um
Landsbankadeiluna 1909, togaraútgerð í Reykjavík á þriðja áratugnum, rakin
saga íslandsbanka 1914-1930 og umsvif Louis Zöllner, sem var atkvæðamikill
fjárfestandi hér á landi um og eftir síðustu aldamót og gerði þá m.a. út sex
togara.
Landshagir kosta 1.450.- krónur og fást hjá öllum helstu bókaverslunum
og hjá Sögufélaginu í Fishersundi, sem jafnframt annast dreifingu bókarinnar.
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna í 100 ár
Helga Einarsdóttir skrifar um unglingabækur:
Efþú bara vissir.
Helga Ágústsdóttir
Ef þú bara vissir
Rv., Iðunn, 1986.
Á sunnudaginn var vaknaði ég
um hálf tíu og sá að það var ekk-
ert vit í að fara á fætur strax. ég
tók bókina „Ef þú bara vissir” og
ætlaði að lesa svona klukkutíma.
Næst þegar ég rankaði við mér
var klukkan orðin hálf tvö og
bókinni lokið. Ég segi frá þessu
hér til að sýna hversu bókin tók
athygli mína, en svona nokkuð
hefur ekki komið fyrir mig lengi.
En víkjum að efni bókarinnar.
Aðalpersónan, Sigrún, er 17 ára
menntaskólanemi sem á í ýmiss
konar vandræðum með sjálfa sig
og umhverfi sitt. Hún er greind,
tilfinninganæm og „vel upp alin”.
Hún á ákaflega erfitt með að
segja meiningu sína og kann ekki
að mótmæla né standa á rétti sín-
um. Henni er farið að ganga illa í
skólanum og heima líður henni
líka illa því að stöðugt dynja á
henni áminningar og aðfinnslur
móðurinnar og bönn, skammir
og hæðni föðurins. Hún bregst
við með fýlu og því að nánast
hverfa út úr heiminum og inn í
þunglyndi og vandræðaskap. Og
ástamálin eru líka í ólagi því að
Sigrún er ákaflega viðkvæm. Að
lokum þarf að taka til einhverra
ráða...
Sagan er öll sögð frá sjónar-
horni Sigrúnar, við sjáum at-
burðarásina með hennar augum.
Óþolandi, hundgamlir foreldrar
(um sextugt), illyrmislegur kenn-
ari o.s.frv. Én eftir því sem sagan
þróast áfram með Sigrúnu,
skiljum við smátt og smátt að
ekki er allt sem sýnist og hvers
vegna foreldrarnir haga sér eins
og þeir gera.
í fjölskyldu Sigrúnar eru auk
hennar, foreldrar og yngri
bróðir. Móðir Sigrúnar er skarp-
greind kona, en hefur ekki unnið
utan heimilis eftir að hún gifti sig
fyrir u.þ.b. 20 árum, og er orðin
býsna föst í undirgefni við mann
sinn og því viðhorfi að „þetta var
öðruvísi í mínu ungdæmi”. Þó
hefur hún enn í sér fólgna þroska-
möguleika og hún elskar dóttur
sína og vill henni allt hið besta.
Móðirin þróast mjög til hins
betra eftir því sem líður á bókina.
Faðir Sigrúnar er af gamla skól-
anum, húsbóndi á sínu heimili,
vanur að ráða og ver númer eitt
heima fyrir. Hann finnur hins
vegar til þess að hann er mun
minna greindur en kona hans og
hann þolir ekki að dóttirin með
aldrinum hættir að líta á orð hans
sem lög og óumbreytanlegan
sannleik. Honum þótti vænt um
Sigrúnu sem barn, en er afskap-
lega hræddur um hana, og bregst
við öllum þessum vanmætti sín-
um með illsku og andstyggi-
legheitum við dóttur og jafnvel
eiginkonu. Hann á sér ekki við-
reisnar von í sögunni. Bróðirinn
er 14 ára, snyrtilegur og hagar sér
að því er virðist óaðfinnanlega.
Sigrún virðist engin tilfinninga-
tengsl hafa við „englabarnið”,
hann er eiginlega óskrifað blað.
Auk fjölskyldunnar koma mjög
við sögu vinur og vinkona Sigrún-
ar, tveir strákar sem hún er ást-
fangin af, fjölskyldan sem hún er
hjá á Mallorca og Isabel vinkona
móður hennar.
Sigrún fer í sumardvöl til Mall-
orca sem hjálparstúlka hjá þar-
lendri fjölskyldu. Sú fjölskylda er
að mörgu leyti andstæða fjöl-
skyldunnar hennar heima,
allvega á yfirborðinu, en þó
stjórnast hún etv. af sömu lög-
málum? Það er kannski aðeins
um að ræða svolítið öðruvísi
menningu og yngra fólk og opin-
skárra og svo hlýrra loftsdag.
Gegnum Mallorcaveru sína fær
Sigrún ýmiss konar ný viðhorf, en
hún verður líka fyrir erfiðri
lífsreynslu sem hún yfirvinnur.
Frásögnin er lipur og málið
eðlilegt og hnökralaust. Mér
finnst að vísu sá hluti bókarinnar
sem gerist á Mallorca ekki eins
spennandi og hinn hlutinn og
stundum svolítið langdreginn.
Og eitt annað rak ég hornin í. Var
Sigrún aldrei hrædd við að verða
ólétt þegar hún svaf hjá án þess
að nota getnaðarvarnir? Mér
fannst þennan þátt vanta - og
kannski líka eyðnihræðslu - inn í
annars ágæta lýsingu á tilfinning-
um Sigrúnar í sambandi við ást og
kynlíf.
Frágangur bókarinnar er með
ágætum og kápumynd höfðar til
unglinga, en það skiptir ótrúlega
miklu máli. Það er nefnilega
staðreynd, sem við bókaverðir
þekkjum af reynslu, að fólk velur
sér lesefni mikið eftir kápumynd,
og bók sem menn lesa ekki er
gagnslaus, hversu góð sem hún
annars er.
Ég hlakka til að sjá næstu bók
frá höfundi og kannski um Sig-
rúnu?
Bókin er fyrir um það bil 12 ára
og eldri.
Hclga Einarsdóttir
ÞÆTTIRUR ISLE
ATVINNUSOGU1100 AR
mmm
. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 13. desember 1986
Laugardagur 13. desember 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9
A YFIR100 SOLUSTOÐUM
UM LANDALLT
Hér geturðu hækkað
eða lækkað í þeim sem
þú talar við. Gott fyrir
fhK. heyrnarskerta. Á
4 mismunandi
stillingar á
hringingu.
Sé lokað fyrir hljóðnemann
heyrir viðmælandinn í A
símanum ekki sam- ,4’M
tal notandans við ,
aðra á staðnum.
||pr Hér er stillitakki fyrir mis■
pF"------ munandi hringingar.
Til að setja símanúmer í minni,
velja númer úr minni og endur-
velja síðastvalda númerið.
Litir: rauður, hvítur og svartur.
Rofi fyrir hátalara,
þegar þú talar í símann
með hendur lausar og
þegar aðrir viðstaddir
eiga að hlusta á samtalið.
Litir: hvítur, dökkgrár, Ijósblár,
rauður, vínrauður.
Um leið og þú velur birtist
númerið á skjánum.»
Hér er lokað fyrir hljóðnem
ann og viðmælandinn
„geymdur".
Þú getur lokað fyrir
hljóðnemann.~~^__
Plata fyrir
númer í minni.
Þessir takkar sjá um endurval
á því númeri sem síðast .
varhringtí. ______________^Á
Hann hefur níu
númera minni.
Til að velja aftur númerið—
sem hringt var í síðast, þarf
aðeins að ýta á endurvalstakkann.
Hefur minni
fyrir 9 númer.
Litir: drapplitaður, blár,
rauður, svartur og hvítur.
Litir: hvítur, rauður, svartur.
Hér eru fjórir símar frá Pósti
& Síma og eirtn þeirra
hentar þér alveg örugglega
heima eða á vinnustaðnum.
Við höfum aukið þjónustu
okkar við símnotendur og nú
eru rúmlega 100 söludeildir á
póst- og símstöðvum um land
allt. Þar eru sölumenn reiðu-
búnir að veita allar upplýsing-
ar um símana, möguleika
þeirra og notkun. Á póst-og
símstöðvum getur þú fengið
að prófa símana og finna út
hver þeirra hentar þér best.
Með símunum fylgja nákvæm
ar leiðbeiningar á íslensku og
við bjóðum einnig eins árs
ábyrgð á öllum símum. Líttu
við á næstu póst- og símstöð
og þú finnur örugglega sím-
ann sem þig vantar.
PÓST-OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN