Þjóðviljinn - 13.12.1986, Blaðsíða 12
ÍSLENSKAR HLJÓMPLÖTUR
Að VÍSU
kom mér þægilega á óvart. Vísna-
vinir með Eyjólf Kristjánsson í
broddi fylkingar sem afkasta-
mesta hljóðfæraleikara og útsetj-
ara plötunnar hafa hér sett tung-
una út í munnvikið og vandað
bæði efni og flutning á þessari tíu
ára afmælisskífu sinni.
Pað er góðs viti ef vinnubrögð-
in á þessari plötu eiga eftir að
tíðkast framvegis á hljómleikum
félagsins, því að eins og ég hef íað
að, og stend við, þá hafa þeir
Vísnavinir ekki verið sér nógu
aðhaldssamir hvað fagmennsku
varðar, í þetta gömlum félags-
skap. Og það veit sá sem allt veit
að ég er ekki að koma fram með
þessa gagnrýni af því að mér sé
illa við félagið, síður en svo. Ég
vil bara gjarnan sjá framfarir -
líka hjá fólki sem strax í upphafi
var mjög gott, en leyfir sér að
koma fram 10 árum síðar ekki
nógu vel æft; vegna þess, að ég
held, að „standardinn“ hjá fé-
laginu hefur ekki hækkað hvað
músikkröfur varðar í hlutfalli við
árin, sem eiga að vitka fólk og
þroska. Einnig verður fólk að at-
huga að þótt það sé ágætis hljóð-
færaleikarar þýðir ekki endilega
að það geti sungið fyrir alþjóð, né
heldur þótt það sé hinir mestu
hagyrðingar, og þannig fram eftir
götunum. Fólk verður að þekkja
sín takmörk. Reyndar er þetta
þjóðarsjúkdómur, þessi alt-
muligmennska, og til í fleiri
röðum en Vísnavina. En nóg um
það, lítum á þessa ágætu plötu.
Að vísu byrjar á besta Iagi
plötunnar. Breytir borg um svip
heitir það, lag og texti eftir söng-
konuna sjálfa, Kristínu Lillien-
dahl. Ég sá og heyrði Kristínu
flytja þetta lag á Borginni í fyrra
og varð mjög hrifin. Lagið komst
í annað sæti í sönglagakeppni
Reykjavíkurborgar í ár, en mér
finnst það töluvert minnisstæðara
en það í fyrsta sæti (... hvaða lag
var það nú aftur...?). Þar að auki
er textinn í takt við tímann, laus
við alla væmni en fullur raunsærr-
ar væntumþykju.
Alls 14 lög eru á plötunni Að
vísu, en flytjendur 13 þar eð
Bræðrabandið (tvíburarnir Ævar
og Örvar Aðalsteinssyni og bræð-
urair Ingólfur og Jón Kristófer
Arnarsynir) er með tvö lög á sinni
ágætu könnu, þar sem blandað er
saman gamni og alvöru, um betli-
karl og bjórmál.
Anna Pálína Árnadóttir syng-
ur ágæta þýðingu Aðalsteins Ás-
bergs Sigurðssonar á titillagi
kvikmyndarinnar The Rose. Min
skoðun er reyndar sú að fólk fari
betur að syngja minna þekkt er-
lend lög á íslenskum hljóm-
plötum nema það betrumbæti
það sem fyrr var gert á einhvern
hátt - og það slær ekki hver sem
er Bette Midler út, hvað þá
stjörnuhlutverki hennar sem Jan-
is Joplin í þessari ágætu kvik-
mynd.
Eyjólfur Kristjánsson Bítlavin-
ur syngur fallegt lag sitt við ljóð
Aðalsteins, Eftirskrift (við það
hefur Bergþóra líka samið lag).
Hjördís Bergsdóttir syngur eigið
lag við ljóð Einars Ölafssonar,
Yfir hafið er óraleið til þín.
Skemmtilegt þótt alvarlegt sé, og
á þar mestan þátt skemmtileg út-
setning Meckis Knif sem gamla
Grýlan hún Herdís útfærir vel á
bassann. Kvartettinn Hvísl flytur
tragikómískan texta Karls H.
Karlssonar um Skallakomplex-
inn. Vert er að geta góðs bassa-
leiks Sigurðar Inga Ásgeirssonar
(Sigurðssonar, bróður Jóns bassa
Diddla-fiðlu-pabba), sem líka
hljóðblandaði lagið. Hins vegar
er söngurinn ekki nógu góður.
Hlið eitt lýkur svo á öðru bjórlagi
plötunnar, í sálmastfl eins og við
hæfi er um svo alvarlegt og
margjarðað mál: Um eina yfirvof-
andi sendingu freistarans. Það
syngur Þorvaldur Örn Árnason
og samdi við texta Einars Torfa-
sonar. Minnir á þann mæta mann
Böðvar Guðmundsson.
Hlið tvö, byrjar ungur maður
sem vann hæfileikakeppni Vísna-
vina á þessu ári. Guðbergur ís-
leifsson heitir hann, ágætur söng-
vari með gott lag og texta: Elsku
póstur. En ég er óánægð með
bakraddirnar í laginu, eða réttara
sagt útsetninguna á þeim - hálf-
gerður asnagangur.
Ingi Gunnar Jóhannsson er
næstur með lag sitt Hver er sætust
- auðvitað um fegurðarsam-
keppni. Það er ekki nýtt af nál-
inni - hann var fyrri til en Ragn-
hildur og Bjartmar að yrkja um
þetta fyrirbæri. Lagið er ágætt,
en textinn líður fyrir að komast’
svo seint á plötu.
Guðrún Hólmgeirsdóttir syng-
ur ljúflega eigið lag og gott um
hálfbrostna drauma bakarans
sem ætlaði að verða myndhöggv-
ari, ljóð Rubens Nilsson í þýð-
ingu Magnúsar Ásgeirssonar: Til
kökusaians á horninu. Aðal-
steinn Ásber fer með eigið Orða-
iag - góð útsetning hans í sam-
vinnu við Eyjólf Kristjánsson
með bassaspili Sveins Kjartans-
sonar og Jakobs Magnússonar
(MX21).
Bergþóra Árnadóttir hlýtur að
liggja í ljóðabókum, svo lunkin er
hún að finna perlur um sfgild yrk-
isefni til að semja lög við. Hér
syngur hún með sinni sérstöku og
góðu röddu um vændiskonuna í
Nótt í eriendri borg, eftir Sigurð
Anton Friðþjófsson. Bergþóra er
spes. Að vísu endar á ágætum
söng MK-kvartettsins. Þau
syngja Gamla vísu Steins
Steinarrs um vorið, við lag
Gunnsteins Ólafssonar.
Þetta er óttaleg upptalning,
yrði enda Ianghundur hinn mesti
ef náið yrði farið út í hvert lag. Að
lokum skal bara sagt, að þessi
plata lætur vel í eyrum og er ótrú-
lega heildstæð sé hafður í huga sá
fjöldi ólíks fólks sem þar á efni.
Hjördís Bergsdóttir teiknaði
og hannaði umslagið. Greinarg-
óður bæklingur fylgir líka með í
kaupunum, með ljóðum og upp-
lýsingum um flytjendur.
A
Kötturinn
sem fer
sínar eigin leiðir
heitir platan með lögum og ljóð-
um eftir Ólaf Hauk Símonarson,
nýlega komin á jólamarkaðinn í
útgáfu Hitt/Hins leikhússin. Og
það er leikhúsbragur á verkinu,
ekki bara útgefandans vegna,
heldur er um helmingur laganna
17 úr samnefndum söngleik Ólafs
Hauks fyrir börn og fullorðna,
sem sýndur er í Bæjarbíói í Hafn-
arfirði, og helmingur söngvar-
anna er leikarar: Edda Heiðrún
Backman, í þrem lögum auk
bakradda, Jóhann Sigurðsson og
Gunnar Rafn Guðmundsson í sitt
hvoru laginu; svo er það Ólafur
Haukur sjálfur, rithöfundurinn í
gervi söngvarans, og ferst það
fjandi vel úr hendi, í fjórum
lögum. Auk þeirra syngja alvöru-
rokksöngvararnir Eiríkur Hauks-
son (5 lög) og Lfsa Pálsdóttir (3).
Þá örlar finnst mér á áhrifum af
þekktum söngleikjum, t.d. Jesus
Christ Superstar, í útsetningu
sums staðar.
Sá sem útsetur með sóma og
stjórnar hersingunni er Gunnar
Þórðarson, en hann gerði slíkt
hið sama á hinni ljómandi barna-
plötu Ólafs Hauks og Olgu Guðr-
únar Eniga Meniga sem út kom
fyrir áratug. Ekki veit ég hvort
Kötturinn nær sömu vinsældum;
fólk er ekki eins opið fyrir svona
hljómplötum þótt góðar séu
vegna offramboðs á alls kyns
skemmtan. Og kannski er ekki
eins geislandi áhuginn og kraftur-
inn af söngvurunum á Kettinum
og af Olgu Guðrúnu hér um árið,
enda þótt þeir geri í flestum til-
vikum mjög vel, bæði leikarar og
söngvarar. T.d. er textameðferð
þeirra til sóma.
Hljómsveitin er fámenn og
góðmenn. Gunnar Þórðarson
leikur á gítar, bassa, ásláttar-
hljóðfæri og syngur bakraddir -
stundum vildi maður gjarnan að
gítarsólóin hans fengju að teygja
lengur úr sér, en þá kæmust öll
þessi lög ekki fyrir... Gunnlaugur
Briem Mezzoforte-maður situr
við trommur og skyld tól, og loks
er það Norðmaðurinn og arki-
tektinn Jan Kjeld Seljeseth á
hljómborð. Sá kann nú margt
fyrir sér í allri þeirri öru tækni, en
kann sér líka hóf.
Umslagið er gott, sem er ekki
algengt á íslenskum hljómplötu-
markaði. Heiðurinn á Auglýs-
ingastofa Ernsts Backman.
Kötturinn sem fer sínar eigin
leiðir er skemmtileg plata fyrir
unga sem aldna og líka þá sem
telja sig þar á milli. Ólafur
Haukur býr til skemmtilegar vís-
ur - hann verður aldrei hallæris-
legur eða hátíðlegur þótt hann
blandi saman hugarflugi barns-
ins, sveitarómantík og fullorðins-
máli. Textarnir eru blátt áfram og
eðlilegir, höfundur er hvorki að
setja sig á háan hest sem mál-
farsráðunautur né að beygja sig
niður á eitthvert ákveðið barn-
amálsstig. Það er brugðið á leik
þegar við á, en rómantíkin fær
líka að njóta sín. Þá er það kostur
að lögin eru í flestum tilvikum
látin vera jafn löng ljóði, þannig
að lítið er um að sama erindi sé
endurtekið í sífellu, eins og tíska
er nú á tímum... betri er þéttur en
teygður...
A
sniglabandið
Snigiabandið
hefur ekki haft hátt um sig enda
þótt það sé í tygjum við samtök
sem tengd eru bæði hávaða og
hraða. Hér er átt við Bifhjóla-
samtök lýðveldisins, sem gefið
hafa út báðar risasmáskífurnar
sem Sniglabandið hefur sent frá
sér. Sú fyrri var reyndar verk eins
manns, Skúla Gautasonar, sem
enn er í Sniglabandinu og spilar á
gítar með þeim Sigurði Krist-
inssyni sóló-gítarleikara, Bjarna
Braga Kjartanssyni bassaleikara,
Björgvin Ploder trommara, Ein-
ari Rúnarssyni hljómborðs-
leikara og Stefáni Hilmarssyni
söngvara. Þessir drengir sjá um
fjörið á síðari Sniglabandsplöt-
unni sem nýlega leit dagsins ljós,
og heitir Fjöllin falia í hauga...
Það er skemmst frá því að segja
að þessi tveggja laga plata er stór-
skemmtileg: Skilmerkileg útgáfa
á Álfadansi (Máninn hátt á himni
skín...) og þrælgott mótorhjóla-
töffararokklag og -texti eftir
Þormar Þorkelsson og Valdimar
Öm Flygenring (leikara), 750 cc
blús. Sniglabandið er fast fyrir og
ákveðið, og getur státað af fínum
söngvara.
Það er svo aftur annað mál að
verða sér úti um eintak af þessari
skífu. Hún fæst ekki í verslunum,
en þeir félagar verða að sniglast
með hana í jólatraffíkinni í bæn-
um. þeir sem ekki treysta á svo-
leiðis eltingarleik geta aflað sér
upplýsinga í síma 62 05 39 eða
96-23168 (Akureyris á).
Afrís
hefði átt að fara eins að og Snigla-
bandið og láta sér duga að gefa út
tveggja laga skífu. Platan þeirra
hljómar nefnilega eins og upp-
kast - hugmyndir að hljómplötu,
en þeir hefðu áreiðanleg komið
betur út ef þeir hefðu gefið sér
meiri tíma og umhugsun við færri
lög. Af 9 lögum plötunnar finnst
mér söngurinn hans Abdous
bestur, De Casablanka. Þá eru
snotrar melódíurnar í „instrúm-
ental” lögunum Svart og hvítt og
AF.RÍS., sem dregur nafn sitt af
tríóinu og gefur til kynna upp-
runa meðlimanna: Abdou Dhour
ásláttarmaður frá Afríku, Jón
Gústafsson sjónvarpsstjarna og
hljómborðsleikari og Sigurður
Kristinsson (Sá sami og hér að
ofan?), íslendingar. Hugsjónirn-
ar svífa líka yfir lögunum og er
platan tileinkuð mannréttinda-
baráttu hvar sem hennar gerist
þörf. Hófí fær líka eitt lag,
„instrúmental”, eins og reyndar
helmingur plötunnar er.
Til eru fræ
plata Rúnars Georgssonar og
Þóris Baldurssonar gerir helm-
ingi betur í þeim efnum - ekki
sungin nóta né sagt orð í lögunum
tíu sem þeira leika á saxófon og
flautu (Rúnar) og píanó, bassa,
trommur, hljóðgerfla o.fl. (Þór-
ir, sem líka setti út, tók upp og
hljóðblandaði). Þetta eru lögin
Ó, þú og Sönn ást eftir Magnús
Eiríksson, Talað við gluggann
eftir Bubba, Gamla húsið eftir
Þorgeir Ástvaldsson og
Bjartmar, Bærinn minn og Hvar?
eftir Þóri, Nú andar suðrið (Ég
bið að heilsa eftir Inga T), Viki-
vaki Jóns Múla, Tondeleyó Sig-
fúsar Halldórssonar og Til eru
fræ (erl. lag). Þeir félagar flytja
þetta átakalaust og snoturlega.
Mest reisn finnst mér yfir Tondel-
eyó og treginn í Talað við glugg-
ann kemst vel til skila.
Opið iaugardag f
öllum deildum frá kl. 9—18
Verslið þar sem
úrvalið er mest
og kjörin best.
Jón Loftsson hf.
Hringbraut
fA A A A A A
!Z ~ U
— — -J LJUDDrJ l
UMk ÍAIAIAiiáUlil laili.
121 Sími 10600