Þjóðviljinn - 17.12.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.12.1986, Blaðsíða 7
Biðlarnir 1978. sem sendir þjón sinn til þess að skera hjartað úr fósturdóttur sinni svo að hún verði ekki til að skyggja á fegurð hennar með æsku sinni og yndisþokka. Þetta eru sögurnar sem við lesum fyrir börnin undir svefninn - væntan- lega til þess að firra þau óttanum við hið óþekkta. Þegar draugur- inn hefur verið afhjúpaður er hann ekki skelfingarefni lengur, en með því að afhjúpa hann höf- um við lært svolítið betur að þekkja okkur sjálf. Það er í þessa veru sem ég sé draumamyndir Alfreðs Flóka: þær eru ekki hryll- ingsefni ef rétt er skoðað, heldur uppvakningar sem meistarinn af- I stafni situr höggvin- hæla... hjúpar fyrir okkur með pennan- um af slikri list og galdri að undr- un vekur en ekki ótta: myndir Flóka eru mannbætandi í því skini að þær hjálpa okkur að þekkja sjálf okkur og víkka vit- undarsviðið. Hafi meistarinn þökk fyrir framlag sitt á jóla- bókamarkaðinn í ár. ólg. hann konur á heilanum. Víst er það, að myndir hans fjalla nær allar um konur og kynhvötina, en þó verður penni Flóka aldrei eins sannfærandi eins og þegar hann er að lýsa hinum dvergvaxna, perversa og getulausa karlmanni, þar sem líkamleg bæklun verður tákn fyrir tilfinninga og andlega bæklun. Það er eins og þessi dvergvaxni vonbiðill, hvort sem hann er í hlutverki trúðsins, ein- setumannsins, góðborgarans eða fagurkerans sé gerandinn í mörg- um þessara mynda, og þær kald- lyndu og eggjandi draumaprins- essur sem hann snýst í kringum eru uppvakningar úr hugarórum dvergsins. Þau tákn sem Flóki notar í myndum sínum eru sígild, og sum þeirra má rekja a.m.k. 4000 ár aftur í sögu mannsins: dvergurinn, snákurinn, fuglinn, eggið, allt eru þetta tákn sem finna má í svipuðu samhengi og hjá Flóka í egypskri myndlist frá því 1000-2000 f. kr. Flóka hefur hins vegar tekist að vinna úr þess- um draumtáknum afar sérstæðan heim, sem lýtur sínum eigin lög- málum. Myndir hans eru hrollvekjur draumalandsins á sama hátt og ævintýrin af Hans og Grétu, Öskubusku og Þyrnirósu. Þær afhjúpa hin duldu öfl draumalífsins, nornina sem steikir börnin í ofni, stjúpuna sem heggur tær og hæla af dætr- um sínum til þess að geta troðið upp á þær gullskónum, stjúpuna Alfreð Flóki á sér ekki sinn líka í íslenskri myndlist, og þótt víðar væri leitað. Myndir hans eru draumsýnir sem eiga sér rætur í undirvitundinni. Úr þessum draumsýnum hefur Flóki síðan fléttað með penna sínum heildstæða veröld sem stendur á mörkum goðsagnarinnar og ævintýrsins, þar sem ákveðnar persónugerðir og ákveðin draumtákn eru gegnumgang- andi. Flóki hefur einhvers staðar lýst því yfir, að auk þess sem hann sé haldinn 7 illum öndum þá hafi Furðuveröld Alfreðs Flóka Inngangur eftlr Aðalstein Ingólfs- son Bókaútgáfan h.f. 1986. Það er fagnaðarefni að fá úrval teikninga eftir meistara Flóka í eina bók, og reyndar löngu tíma- bært að í slíka útgáfu yrði ráðist. Bókin hefur að geyma 50 penna- teikningar frá árunum 1964-86 og eru trúlega valdar af listamannin- um sjálfum. ÓLAFUR GÍSLASON Sá skelfilegi og elskulegi Herra Hú Hannu Mákelá. Herra Hú. Njörður P. Njarðvík þýddi. Urta 1986. „Þegar eitthvað bærir á sér undir rúminu, þá er það herra Hú”, segir í þessari sögu finnska skáldsins Hannu Mákelá af skrýtnum karli sem býr í ein- semdarkofa úti í skógi. Herra Hú er saman ofinn úr myrkfælninni, úr óttanum við hið óþekkta. Höf- undur lætur sér það verða efst í huga, að skelfir þessi sé fyrst og síðast óttasleginn sjálfur - og kannski óttast hann það mest, að geta ekki skelft lítil börn, sem þó var ætlunarverk hans undir sól- inni. Herra Hú á sér vitanlega ekk- ert heimilisfang í samfélaginu. Tilvera hans lýtur heldur ekki skynsamlegum rökum. Hann er ekki einn af þeim hamingjuhrólf- um bókmenntanna, sem eru sjálfum sér samkvæmir. Stundum er hann glúrinn og klókur, en það er eins víst að í næsta kafla sé hann mesti rati og viti hvorki að lauf fellur af trjánum á haustin né heldur að tjarnir leggur á vet- uma. Stundum fer allt úrskeiðis hjá honum - til dæmis þegar hann ætlar að stunda jafn sannfinnska heilsubót og skíðagöngur og guf- ubað - en það er svo eins víst að í næsta kafla við mistökin vinni Herra Hú sigra á bygginga- mönnum, sem ætla að steypa yfir hans heim, eða geti jafnvel galdr- að sér hamingju. Ósamkvæmi af þessu tagi er líklegt til að fara í taugarnar á fullorðnum lesend- um, sem vilja sína rökvísi og eng- ar refjar - en hver em eg að vita, hvort börnum þykir ekki einmitt góður fengur að slíkum furðum? Ekki síst vegna þess að Hannu Mákalá er lipur höfundur og fylg- inn sér þegar hann hefur fengið góða hugmynd - eins og t.d. þeg- ar kötturinn stóri ætlar að gleypa barnaskelfinn herra Hú. En það er fyrst og fremst eitt sem Herra Hú mistekst - og það er að hræða börn. Rimma er ekki vitund hrædd við hann, og Mikki gerir það fyrir karlangann einu sinni að þykjast vera hræddur við hann. Tíðindi þau sem þessi ó- rökvísa saga segir eru nefnilega þau fyrst og síðast, að óttinn er ekkert voðalegur, við getum ráðið við hann - og jafnvel gert hann að bandamanni okkar áður en lýkur. Þýðing Njarðar P. Njarðvík er lipur og læsileg, nema hvað vís» urnar eru stirðar. Mynd- skreytingar höfundar eru ágætar eftiriíkingar þess sem börn væru líkleg til að teikna, ef þeim væri sett fyrir að rissa upp þann voða- lega en um leið elskulega herra Hú. ÁB Herra Hú þegar hann ætlaði að færa tunglinu fórn ...

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.