Þjóðviljinn - 17.12.1986, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 17.12.1986, Blaðsíða 13
Nemendur í spænskum menntaskólum sátu heima í gær eða settust að í skólastofum og í dag verður alls- herjarverkfall meðal þeirra. Líkt og félagar þeirra í Frakklandi, eru spænskir námsmenn að mót- mæla háskólakerfi landsins. Námsmennirnir krefjast greiðari aðgangs að háskólum landsins og lægri skólagjalda. Þeir hafa orðið fyrir miklum áhrifum af námsmönnum í Frakklandi og baráttu þeirra undanfarið. Tals- maður námsmannasamtakanna sagði í gær að af þátttöku náms- manna í aðgerðum þá um daginn mætti fullvíst telja að þátttaka í verkfallinu í dag yrði geysimikil. En víða á Spáni voru námsmenn þegar komnir í verkfall í gær. [ borginni Almeira við Miðjarðar- hafið voru 30.000 nemendur í menntaskólum komnir í verkfall. Þá fóru mörg þúsund námsmenn í fjöldagöngu um götur Sevilla í gær til að mótmæla inntökupróf- um í háskólana. Leiðtogar náms- manna gera ráð frir því að um 300.000 námsmenn víða um Spán muni taka þátt í aðgerðum í da9 Fjöldi látinna í óeirðunum í Karachi í Pakistan er nú orðinn að minnsta kosti 157. Lík 25 manna voru færð á sjúkrahús í borginni en aðeins fjórir þeirra létust í gær. Tveir þeirra voru skotnir fyrir að rjúfa vopnahlé það sem nú er i gildi í Karachi. Talsmaður hers- ins sagði ástandið mun betra en herinn og menn úr sjóhernum voru kvaddir á vettvang. Þetta eru mestu og mannskæðustu óeirðir sem orðið hafa í Karachi í langa tíð. Fahd konungur Saudi Arabíu rak í gær yfirmann ríkisolíufyrirtækis landsins, Petromin. Þettaerann- ar helsti olíufrömuður Saudi Ara- bíu sem settur er af í landinu á tveimur mánuðum. Abdul-Hadi Taher heitir maðurinn. Hann hafði verið forstöðumaður fyrir- tækisins frá því það var stofnað árið 1962. Olíumálaráðherra landsins, Ahmed Zaki Yamani var rekinn 29. október síð- astliðinn, hafði þá greinilega lent upp á kant við Fahd konung í olí- umálum. ítalskir námsmenn hafa, líkt og félagar þeirra í Frakklandi og á Spáni, mótmælt stefnu yfirvalda í málum framhaldsskóla og háskóla. (talskir námsmenn settust að í háskólum í Róm, Turin, Milanó, Palermo, Feneyjum, Pisa, Gen- óa og Napólí. Það voru ungliðar í Kommmúnistaflokknum sem skipulögðu aðgerðirnar. Á (talíu er fyrirhugað að setja reglur sem leyfa rektor hvers háskóla að á- kveða inntökugjald í skólann. Nemendur halda því fram að slíkt muni leysa í sundur æðra menntakerfi ítalska ríkisins. Fyrir viku síðan leystist friðsamleg mótmælaganga upp í óeirðir við lögreglu þegar öfgasinnar til hægri komu sér inn í gönguna og efndu til átaka. Evrópubandalagið hefur komist að samkomulagi um hámark á kjöt- og mjólkurbirgð- um bandalagsþjóða og er þetta samkomulag sagt vera tíma- mótasamkomulag. Fulltrúar sögðu að ákvæðið um kjötbirgðir hefði náðst eftir að írar höfðu beitt neitunarvaldi sínu á fyrri til- lögu. Sú tillaga hefði haft veruleg áhrif á þeirra kjötframleiðslu sem er 3,5 % þjóðarframleiðslunnar í heild. Deilur um þessa kvóta hafa staðið lengi meðal bandalags- þjóða. ERLENDAR FRÉTTIR INGÓLFUR /o r i n r d HJÖRLEIFSSON KtU I t K HEIMURINN Reagan/North og Poindexter Friðhelgi til að svara Ronald Reagan Bandaríkjaforseti hefur farið fram á það við öldungadeild Banda- ríkjaþings að hún veitiþeimfyrrum Þjóðaröryggisráðsmönnum North ofursta og Poindexter aðmírálfriðhelgi svo þeirfáist til að svara spurningum um vopnasöluna til írans og um peningasendingar til Contra samtakanna Washington - Ronald Reagan Bandaríkjaforseti hvatti í gær bandaríska þingið til að veita þeim Oliver North og John Po- indexter friðhelgi fyrir mögu- legri saksókn ef það mætti verða til þess að tvímenning- arnir fengjust til að bera vitni fyrir þingnefnd um íran- hneykslið. Þá komu þeir Don- ald Regan, starfsmannastjóri Hvíta hússins, og George Shultz fyrir þingnefnd öld- ungadeildarinnar í gærkvöldi. Sífellt fleiri krefjast nú afsagn- ar Regans. Hann hefur hins vegar lýst því yfir að hann muni ekki segja af sér emb- ætti. Það var talsmaður Hvíta húss- ins Larry Speakes sem tilkynnti um ákvörðun Reagans í gær. f yfirlýsingu sem hann las sagði m.a.: Forsetinn vill að allt sem snertir þetta mál verði gert opin- bert nú þegar. Forsetinn hefur farið fram á það við öldunga- deildina að hún skipi sérstaka nefnd til að fá fram friðhelgi fyrir Poindexter og North svo allur sannleikur í málinu geti komið fram í dagsljósið." Líklegt er talið að með því að senda fjármagn til Contra sam- takanna svonefndu, eins og talið er að North hafi gert, hafi banda- rísk lög verið brotin. Á þeim tíma sem peningasendingarnar áttu sér stað hafði Bandaríkjaþing sett bann á bandaríska hernaðar- aðstoð við Contra samtökin. Speakes var spurður að því hvers vegna forsetinn hefði ekki kallað þá North og Poindexter á fund til sín og krafið þá sagna. Speakes sagði að slíkt hefði verið tilgangslaust. Peir hefðu þá vísað til 5. greinar bandarísku stjórnar- skrárinnar sem heimilar þeim að neita að svara spurningum ef það gæti mögulega verið notað gegn þeim til sakfellingar. Þó svo Re- agan hafi margoft lýst því yfir að hann vildi sem fyrst fá fram allan sannleikann í málinu hefur hann verið ítrekað gagnrýndur fyrir að beita sér persónulega ekki að fullu í því efni. Noregur/Ríkisstjórnin Orngg með fjárlög Ríkisstjórn Noregs hefur náð samkomulagi við tvo stjórnarandstöðuflokka umfjárlagafrumvarp sitt og telur sig nú örugga umframgangþess Osló - Ríkisstjórn Verka- mannaflokksins í Noregi telur sig nú örugga um að koma fjárlagafrumvarpi sínu i gegn- um þingið þar sem hún hefur fengið stuðning tveggja stjórnarandstöðuflokka við frumvarp sitt. í haust taldi stjórnin að ekki yrði erfitt að koma áætluninni í gegnum þingið þar sem stjórnar- andstöðuflokkarnir voru klofnir í afstöðú sinni til einhvers valkosts við hugmyndum Verkamannafl- okksins. Að undanförnu hefur hins vegar ríkt óvissa í þessum málum. Gro Harlem Brundt- land, forsætisráðherra Noregs sagði í fyrradag að ríkisstjórnin hefði komist að samkomulagi við Kristilega flokkinn og Miðflokk- inn um fjárlagafrumvarpið eftir að hafa gert málamiðlun í skatt- amálum. „Fjárlögin hafa sinn styrkleika og einnig veikleika en þegar á heildina er litið mun okk- ur takast að verja það,“ sagði Brundtland við fréttamenn í gær. íhaldsmenn hafa deilt hart á Verkamannaflokkinn fyrir að gera ekki ráð fyrir nauðsynlegum samdrætti í fjárlögum ríkisins Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs, á norska Stórþinginu. Segir fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar sinnar í höfn. vegna minnkandi olíutekna. Aðrir stjórnarandstöðuflokkar settu íhaldsmenn hins vegar út í kuldann þegar þeir gátu ekki samþykkt hugmyndir íhalds- manna vegna þess hversu harka- legan niðurskurð þær fælu í sér. Deilur á þingi um fjárlaga- frumvarpið virðist hafa verið undarlegar í augum norskra kjós- enda, ef marka má nýlega skoð- anakönnun eins norsku dagblað- anna. Þar kemur fram að þrír af hverjum fjórum aðspurðra treysta sínum kjörnu fulltrúum minna en fyrir tveimur árum síð- an. Samkvæmt könnuninni álítur mikill fjöldi fólks í Noregi að um- ræður flokkanna á þingi um fjár- lög sýndu að stjórnmálamennirn- ir bæru frekar hag flokkana fyrir brjósti en þjóðarhag. Eureka Fmmkvæði til fyrirtækja Brussel - Ráðherrar 19 þjóða hittast í dag í Stokkhólmi til að ræða framgang Eureka há- tækniáætlunarinnar sem er svar Evrópuþjóða við há- tæknirannsóknum Japan og Bandaríkjanna. Diplómatar sögðu í gær að ráð- herrarnir myndu líkast til leggja áherslu á það lykilhlutverk sem iðnfyrirtæki gegna í þessu starfi, til þess að örva hæfni evrópskra rannsóknarmanna til að fram- leiða hátæknivörur. Þá er einnig búist við að ráðherrarnir bæti ein- um 40 verkefnum við þau verk- efni sem nú er unnið að sam- kvæmt Eureka áætluninni. Með- al þess nýja í þessum málum má nefna háþróaða leysigeislaprent- ara, gervi plöntufræ og hátækni- verksmiðjur. Pað var Francois Mitterrand sem kynnti Eureku hugmyndina fyrir 18 mánuðum. Hann taldi nauðsyniegt að Evrópuþjóðir kæmu með valkost til mótvægis Sri Lanka/Tamílar Innbyrðis átök í Ijósi vœntanlegra samninga um sjálfstjórn Tamíla á Sri Lanka hafa verið mikil átök milli ýmissa þjóðfrelsishreyfinga undanfarna daga umforræði ísamningum við stjórnvöld lolombo - Stærstu aðskilnað- rsamtök Tamíla á Sri Lanka, reisishreyfing Tamíl tígra, iafa því næst útrýmt öðrum ðskilnaðarsamtökum Tamíla ig virðast hafa náð forystu iður en viðræður um að binda inda á stríðið á Sri Lanka hefj- ist. íbúar í heimahéruðum Tamfla segja að Tamfl tígrarnir hafi næst- um gert Þjóðfrelsisfylkingu Eel- am óstarfhæfa með miklum árás- um á stöðvar þeirra sem hófust á laugardaginn á norður- og austurhluta Sri Lanka. í dag hefj- ast í Colombo, höfuðborg Sri Lanka, viðræður fulltrúa ríkis- stjórna Sri Lanka og Indlands um áætlun sem gerir ráð fyrir nokk- urri sjálfstjórn Tamfla. Tamfl tígrarnir hafa hafnað þessum hugmyndum og krefjast fullkominnar sjálfstjórnar undir nafninu Eelam á norður- og austur hluta Sri Lanka. Rúmlega 4.500 rnanns hafa nú látist í skærum aðskilnaðarsveita Ta- mfla gegn stjórnarher Sri Lanka. Átökin hafa staðið yfir í þrjú ár. við SDI („Stjórnustríðsáætlun- in“) áætlun Bandaríkjanna sem er hernaðarlegt verkefni en felur í sér fjölbreyttar hátæknirann- sóknir. Nú taka 12 þjóðir Evrópu- bandalagsins þátt í þessu verkefni en auk þeirra eru ísland, Svíþjóð, Noregur, Finnland, Austurríki, Tyrkland og Sviss þátttakendur. Nokkrar þessara þjóða, þar á meðal Bretland og V-Þýskaland, hafa hins vegar ákveðið að taka þátt í rannsóknarþætti „Stjörn- ustríðsáætlunarinnar" að auki. Eureka er nú talin hafa misst nokkuð af fyrri drifkrafti sínum. Það er m.a. vegna þátttöku nokk- urra Evrópuþjóða í Stjörnu- stríðsáætluninni. Einnig vegna þess að margar Evrópuþjóðir hafa ekki verið tilbúnar að leggja jafnmikið fé af hendi til verkefn- isins eins og Frakkar. Núverandi formaður Eureka nefndarinnar er frá Svíþjóð og vill nú auka frumkvæði fyrirtækja í iðnaði. Með það fyrir augum hefur hann nú fengið m.a. Per Gyllenham- mar, formann Volvosam- steypunnar í Svíþjóð, til að ávarpa fundinn í dag. Miðvlkudagur 17. desember 1986 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.