Þjóðviljinn - 17.12.1986, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 17.12.1986, Blaðsíða 1
Páll Halldórsson yfirflugstjóri (t.v) og Guðmundur Björnsson læknir: Þörfin á að læknir sé á vakt vegna sjúkraflugs er ótvíræð. Hefur þegar bjargað sex mannslífum. Landhelgisgœslan Þyrlulæknir samþykktur Pyrlulæknarnir taldir hafa bjargað sex mannslífum. Fjárveitingarnefnd hefur gefið grœnt Ijós á stöðu lœknis á sólarhringsvakt vegna sjúkraflugs. Guðmundur Björnsson lœknir: Höfum sannað þörfina Dagsbrún vill hefja viðræður Á fundi trúnaðarmannaráðs Dagsbrúnar í gærkvöldi var ákveðið að hefja viðræður við VSÍ sem fyrst um þá kröfugerð sem stjórn Dagsbrúnar hefur ver- ið að móta. Kröfugerðin, sem er grund- völluð á aðalkjarasamningi ASÍ, var ekki lögð fyrir fundarmenn en þeir voru um 40 talsins. —K.Ól. Við fengum grænt Ijós frá fjár- veitingarnefnd í morgun um að sett yrði upp föst staða læknis á sólarhringsvakt fyrir Landhelg- isgæsluna næsta ár, sagði Guð- mundur Björnsson læknir í sam- tali við Þjóðviljann í gær. Guðmundur er einn fimm lækna af Borgarspítalanum sem hafa síðan í febrúar verið sjálf- boðaliðar í þyrluáhöfnum Land- helgisgæslunnar og verið til taks í sjúkraflug þegar á hefur þurft að halda. „Við byrjuðum á þessu til þess að sanna fyrir stjórnvöldum þörf- ina á þessarri þjónustu og teljum okkur hafa gert það nú,“ sagði Guðmundur. Læknarnir hafa verið kallaðir út 36 sinnum og tal- ið er víst að þátttaka þeirra hafi Skriftir Hafskips-Ragnar óhress Tvöhundruð aðfinnslur við rannsókn Hafskipsmálsins í nýrri skýrslu Ragnars Kjartanssonar. Óskað rannsóknar á rannsókninni? Ragnar Kjartansson fyrrver- andi stjórnarformaður Haf- skips hefur sent saksóknara 180 síðna skýrslu eftir sig um rann- sókn Hafskipsmálsins og segir í tilkynningu frá Ragnari að ,4mælisverð atriði“ samandregin í lok hvers skýrslukafla séu nær tvöhundruð talsins. Ragnar hefur ekki birt skýrslu sína opinberlega, en telur að mörg hinna „ámælisverðu atriða“ geti brotið í bága við lagafyrir- mæli um meðferð opinberra mála, og er Ragnar nú að athuga ásamt lögmönnum sínum hvort hann eigi að óska eftir opinberri rannsókn á rannsókn Haf- skipsmálsins, þarsem „talið“ sé að „rannsóknarferill málsins ein- kennist af óskiljanlegum keðju- verkandi mistökum rannsóknar- aðila“. í tilkynningu Ragnars um skýrsluna segir að hafinn sé undirbúningur að „ítarlegri út- tekt á umfjöllun fjölmiðla um Hafskipsmálið og áhrifum henn- ar á rannsóknarmeðferð þess“. Umfjöllun alþingis um málið verði einnig athuguð með hlið- stæðum hætti, „m.a. með hlið- sjón af meintum pólitískum áhrif- um á framgang málsins í Skipta- rétti Reykjavíkur og hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins". Ragnar segir að síðar verði „tekin afstaða til hugsanlegrar opinberrar birtingar^ á skýrsl- unni“. að minnsta kosti bjargað sex mannslífum á þessu ári. „Þessari þjónustu hefði lokið formlega í gær ef ekki hefði kom- ið til boð frá Landssambandi hjálparsveita skáta um að greiða kostnaðinn í einn mánuð, í þeirri von að stjórnvöld tækju við sér, og það hafa þau nú gert.“ „Það er mjög mikilvægt að í þessari samvinnu eru alltaf sömu mennirnir, þeir hafa æft með okkur og geta gengið í sín verk án fyrirvara,“ sagði Páll Halldórs- son yfirflugstjóri Landhelgisgæsl- unnar í samtali við Þjóðviljann. „Auk þess að vera tilbúnir í sjúkraflug hvenær sem er hafa þeir á sér kalltæki þannig að sjó- farendur og aðrir geta haft sam- band við þá og spurt ráða og jafn- framt hvort nauðsyn sé á þyrlu eða ekki. Mjög hefur minnkað að við þurfum að leita til hersins um að- stoð við björgunarstörf nú orðið. Aðeins þarf að leita til þeirra ef fara þarf lengra en 180 mflur á haf út, en það er flugdrægi TF-SIF." -vd. 7 dagar til jóla Sá sjötti, Askasleikir, var alveg dœmalaus. - Hann fram undan rúmunum rak sinn Ijóta haus. Þegar fólkið setti askana fyrir kött og hund, hann slunginn var að ná þeim og sleikja á ýmsa lund. Samningarnir Miðvikudagur 17. desember 1986 288. tölublað 51. drgangur Skólaakstur Sveitarfélögin Ilátin borga Tillögur menntamálaráðherra um skólaakstur líta dagsins Ijós: 90 miljón króna niðurskurður. Nær helmingur framlaganna í ár. Þingmenn fá örfáa daga til að fjalla um málið syni á alþingi í gær. Fyrirspurn Hjörleifs hefur raunar legið fyrir í tvo mánuði og formlegt svar við henni hefur ekki enn litið dagsins ljós, og átaldi Hjörleifur seina- ganginn harðlega. Áætlanir Sverris um niðurskurð á fram- lögum til þessara málaflokka liggja nú hjá meirihluta fjárveit- inganefndar, en þingmenn hafa enn ekki séð þessar tillögur. Hins vegar er áformað að afgreiða fjárlögin á föstudaginn, þannig að þingmenn fá mjög skamman tíma til þess að fjalla um málið. Sverrir lagði tillögur sínar fyrir ríkisstjórnarfund í gærmorgun, en stjórnarflokkarnir munu fjalla um þær á þingflokksfundum í dag. Eins og menn muna gerði menntamálaráðherra mikið fjað- rafok vegna kostnaðar við skóla- akstur síðla sumars á þessu ári boðaði þá verulegan niðurskurð á framlögum ríkisins. Upphæðin sem ráðherrann nefndi í gær nemur nánast helmingi þess sem fór til þessara mála á þessu ári. -gg Svcrrir Hermannsson mennta- reksturs mötuneyta og gæslu í fjármunum verður velt yfir á bættur skaðinn. málaráðherra hyggst skera heimavistum á næsta ári niður sveitarfélögin, en enn er óvíst Þetta kom fram í kjölfar fyrir- framlög ríkisins til skólaaksturs, um 90 miljónir króna. Þessum hvort og þá hvernig þeim verður spurnar frá Hjörleifi Guttorms-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.