Þjóðviljinn - 17.12.1986, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 17.12.1986, Blaðsíða 12
VTÐHORF Viðsjárverð landbúnaðarstefna Friðjón Guðmundsson skrifar. Fyrri grein. Á mestu þrengingartímum ís- lensku þjóðarinnar, seint á 18. öld, komu upp hugmyndir hjá dönskum stjórnvöldum um að flytja íslendinga suður til Jót- landsheiða. Þetta atvik hefur aft- ur og aftur komið upp í huga mín- um þegar ég hefi orðið að horfa upp á ýmsa furðulega tilburði stjórnenda landbúnaðarins í þá átt að meðhöndla bændur sem einskonar vandræðabörn eða þurfalinga er landsbyggðin þyrfti að losa sig við, undir því yfirskini að það sé þjóðhagsleg nauðsyn. Með öðrum orðum, nú á að fara að bjarga efnahag „velferðarrík- isins“ með því að borga fátækum bændum fyrir það að leggja byggðir í eyði, og þykir sumum búhnykkur. Frumhlaup stjórnar Framleiðnisjóðs Með haustdögunum hertu Landbúnaðarráðuneytið og stjórnstöðvar landbúnaðarins áróður sinn fyrir fækkun bænda og stækkun búa með nokkuð óvenjulegum hætti: í lok slátur- tíðar hófu fulltrúar frá Fram- leiðnisjóði landbúnaðarins, Stéttarsambandi bænda, Land- búnaðarráðuneyti og Fjármála- ráðuneyti yfirreið um landið til að „kynna“ búvörusamninga og nýsetta reglugerð um kaup og leigu Framleiðnisjóðs á fullvirðisrétti bænda. Þetta voru kallaðir kynningarfundir, en voru í raun og veru áróðursher- ferð fyrir því að kaupa bændur út úr framleiðslu á búbörum, annað hvort í tengslum við svonefndar búháttabreytingar ellegar blátt áfram til þess að hætta búskap og ieggja jarðir í eyði. Jafnframt var boðuð opnun sláturhúsa fram eftir nóvembermánuði í þessu skyni. Ég varð furðu lostinn og ákaflega ósáttur er ég heyrði um þessar aðfarir. Það fer ekki á milli mála að stjórnvöld stefna leynt og ljóst að eyðingu byggðar í sveitum, og gæta lítt sóma síns við þá iðju. Þetta frumhlaup stjórnar Fram- leiðnisjóðs er dæmalaust. Þó vona ég að það hafi ekki skaðað hagsmuni eins eða neins á þess- um haustdögum vegna þess hversu fáránlega var að því stað- ið. En menn verða bara að gæta þess að misbjóða ekki sjálfsvirð- ingu fólks, hvorki sinni eigin né annarra. Ég er þeirrar skoðunar að ekki sé réttlætanlegt að selja búmark og fullvirðisrétt undan jörðunum á þann hátt sem nú er farið að gera. Þessi réttur, sem jörðunum hefur verið úthlutað á að fylgja þeim líkt og gerist með hlunnindi og aðrar landsnytjar. Sala bú- marks og fullvirðisréttar er lang- tímaráðstöfun, sem gerir jarðirn- ar einskis virði um ófyrirsjáan- lega framtíð. Þær hljóta því að leggjast í eyði, ef ábúendur fara ekki út f aðrar framleiðslugrein- ar. Að versla þannig með landsins gögn og gæði er mjög alvarlegt mál. Að óreyndu hefði ég ekki trúað því að svona lagað ætti eftir að gerast. Menn verða að hafa í huga hagsmuni byggðarlaganna og framtíð landsins. Það er ekk- ert smá mál að leggja niður land- búnað og búsetu á stórum lands- svæðum, það er ekkert sérmál nokkurra stjórnmálamanna, ekkert sérmál bændanna og fólksins sem hlut eiga að máli. Þetta er mál þjóðarinnar allrar, mái framtíðarinnar. Að hugsa sér öll þau efnahagslegu og fé- lagslegu verðmæti sem fara for- görðum þar sem byggð leggst nið- ur: Hús á jörðum, ræktun, lands- nytjar, félagsheimili, skólar, vinnslustöðvar búvöru, vega- kerfi, símalínur, raflínur. Allt þetta og margt fleira verður að meira eða minna leiti ónytjanlegt og einskis virði. Og byggðin við sjávarsíðuna, hvað verður svo um hana þegar sveitirnar eru komnar í eyði. Stjórnvöld hafa tapað áttunum í þessu stóra máli, annars myndu þau ekki fara svona að og taka á sig þá miklu ábyrgð, sem þessari stefnu fylgir. Framleiðnisjóður var stofnað- ur í þeim tilgangi að viðhalda byggð og efla byggð í sveitum, en ekki öfugt. Og í búvörulögunum, 37. gr. segir m.a.: „Ríkissjóður leggur fram fjármagn til þess að mæta áhrifum samdráttar í fram- leiðslu mjólkur- og sauðfjára- furða. Fjármagni þessu skal varið til eflingar nýrra búgreina, mark- aðsöflunar og til fjárhagslegrar endurskipulagningar á lögbýl- um“. Ég sé ekki betur en að það sé andstætt tilgangi búvörulaganna, þó gölluð séu, og lögum um Fram- leiðnisjóð landbúnaðarins að fé sjóðsins sé notað til þess að kaupa upp búmark jarða og fram- leiðslurétt í þeim tilgangi að eyði- leggja þær fyrir hefðbundinn bú- rekstur um ófyrirsjáanlega fram- tíð. Búmarkskaup í þeim tilgangi að leggja jarðir í eyði er því ekk- ert annað en eignaupptaka, eignarnám, eyðilegging á verð- mætum, sem ekki verða nýtanleg aftur. Ég dreg því stórlega í efa lögmæti þessara aðgerða. Nú er með öllu óskiljanlegt hvers vegna bændur hafa verið svo deigir að gæta réttar síns í landbúnaðarmálum sem raun ber vitni um. Það er eins og mönnum finnist að aðgerðir stjórnvalda séu ráðstafanir æðri máttarvalda, einskonar guðleg forsjá, sem úti- lokað sé að hafa nokkur áhrif á. Þó er farið að bera á því að bænd- ur sýni viðleitni í þá átt að taka í taumana, það eru farin að sjást merki um breytt viðhorf. Á ein- um áðurnefndum kynningar- fundi Framleiðnisjóðs þ. 22. okt. sl., sem haldinn var á Húsavík, kom fram veruleg gagnrýni á boðskap sendimanna sjóðs- stjórnar, og vöruðu fundarmenn við skipulagslausum kaupum á búmarki og framleiðslurétti bænda. Þarna var borin upp til- laga af Starra í Garði og fleirum þar sem varað var við áframhald- andi samdrætti í framleiðslu á bú- vörum á meðan markaðsmál landbúnaðarins væru könnuð betur. Sendimenn Framleiðnisjóðs voru víst ekkert hrifnir af undir- tektum fundarmanna né þessari tillögu, sem ekki fékkst borin'upp fyrr en þessum boðaða fundi lauk 1 og fundarboðendur farnir, en þá var tillaga samþykkt samhljóða. Málstaður og málsmeðferð Framleiðnisjóðsmanna var 'auðvitað óverjandi, en þó höfðu menn þarna málfrelsi. Fundar- reglurnar voru því skárri en þegar j Jón Helgason landbúnaðarráð- iherra var að kynna búvörulögin jsællar minningar að Ýdölum í Aðaldal í jan. 1986, 7 mánuðum eftir að þau voru afgreidd á Al- þingi. Þar fengu menn aðeins að gera fyrirspurnir, ekki að ræða málin á venjulegan hátt, vítt og breitt. Og þetta létu bændur bjóða sér. Heildarverðmæti bú- vöruframleiðslunnar Stjórnvöld tala um að það þurfi að „fækka bændum“ niður í 2000, jafnvel 1800. Þetta tel ég fráleitt rugl og verður nú nokkuð að því vikið: í októberblaði Freys 21. tölublaði 1986 er frá því skírt að Framleiðsluráð landbúnaðarins hefði gert áætlun um heildarverð- mæti búvöruframleiðslunnar verðlagsárið 1985-1986 sem 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Virkar eidstöðvar landsins íslandseldar heitir bók eftir Ara Trausta Guömundsson jaröeöl- isfræðing sem Vaka-Helgafell gefur út í tilefni fimm ára afmælis síns og segir í forlagskynningu að þetta verði dýrasta bókin á mark- aði í ár og kosta 4860 krónur. í íslandseldum er fjallað ítar- lega um allar virkar eldstöðvar í landinu með úrvali litmynda, korta og skýringarmynda. Eftir miklar rannsóknir meðal annars á Kröflueldum er ljóst að skipta má gosstöðvum á íslandi, sem eru frá svonefndum nútíma í jarðsögulegu tilliti, í kerfi sem nefnd eru eldstöðvakerfi. Ari Trausti hefur tekið saman viðamikinn fróðleik um þessi kerfi og byggt á upplýsingum frá fjölmörgum vísindamönnum. Allt þetta efni er sett fram á einkar aðgengilegan hátt með til- liti til þess að allur almenningur geti.notið þess. Ari Trausti Guðmundsson. Bókin er í stóru broti, og alls eru í henni um 200 ljósmyndir, sérunnar skýringarmyndir og kort og hver síða prentuð í fjór- um litum. Gunnar H. Ingimundarson, landfræðingur, hefnr unnið um 50 kort í bókina af öllum þeim eldvirku svæðum sem vitað er um hér á landi og Eggert Pálsson, myndlistarmaður málaði tugi vatnslitamynda til skýringar á efni bókarinnar. „Þaðfer ekki á milli mála að stjórnvöíd stefna leynt og Ijóst að eyðingu byggðar í sveitum, oggœta líttsóma síns við þá iðju. Þetta frumhlaup stjórnar Framleiðnisjóðs er dœmalaust“ hljóðaði upp á 8,5 milljarða króna. Áætluð heildarvelta grundvallarbúsins, sem er 440 ær- gildi var, samkvæmt útreikningi verðlagsnefndar landbúnaðara- furða, ofangreint verðlagsár, sem hér greinir: 1. sept. ’85 kr. 1.492.945,- 1. des. ’85 kr. 1.561.363.- 1 marz ’86 kr. 1.643.202.- og 1. júní ’86 kr. 1.684.050.- Mér reiknast því til að heildarvelta grundvallarbús- ins ofangreint verðlagsár sé kr. 1.595.390.-. Áætlaður launaliður búsins, reiknaður á sama hátt var kr. 649.115.-fyrir88 viknavinnu, eða 3.520 v.st. sem mun vera allt að því 2 ársverk. Væri nú þessum 8.5 milljörðum skipt uppí 440 ær- gilda bú, yrði tala búa 8.500.000.000.-: 1.595.390 = 5328, en það er ekki raunhæft sökum þess að búvörufram- leiðslan fer ekki öll fram á lögbýl- um. Ég hefi ekki undir höndum sundurliðaða áætlun Fram- leiðsluráðs um heildarverðmæti búvöru verðlagsárið 1985-1986, en ef stuðst er við áætlun Hag- stofu íslands um heildarverðmæti búvöruframleiðslunnar verðlags- árið 1984-1985 mætti ætla að 75% verðmætanna fælist í afurðum nautgripa, sauðfjár og hrossa en 25% í öðrum framleiðslugrein- um, sem stundaðar eru að hluta til á lögbýlum, en að hluta til utan lögbýla, þ.e.a.s. í afurðum ali- fugla og svína, garðræktar, gróð- urhúsa og hlunninda. Hægt er að hugsa sér að þessi 25% skiptist jafnt á milli bænda á lögbýlum og framleiðenda utan lögbýla. Hlutur bænda verður þá nálega 87.5% af verðmæti heildarfram- leiðslunnar, eða kr. 7.437.500.000.- verðlagsárið 1985-1986, og tala 440 ærgilda búa 4.662. í framhaldi af þessu mætti til frekari glöggvunar taka dæmi um hversu mörg bú af mis- munandi stærðum myndi rúmast innan búvöruframleiðslunnar við mismunandi hlutdeild lögbýla í heildarframleiðslu: Hlutd. 75% 80% 85% 87.5% 440 ærg. bú 3996 4262 4529 4662 500 ærg. bú 3516 3751 3986 4103 1000 ærg. bú 1758 1876 1993 2052 90% 4795 4220 2110 95% 5062 4454 2227 100% 5328 4689 2345 Af þessu má ráða tvennt: í fyrsta lagi að kenningin um fækk- un bænda niður í 1800 er tóm vit- leysa. í öðru lagi hversu mikið hagsmunamál það er fyrir bænda- stéttina að halda eins og unnt er utan um framleiðslu búvöru innan lögbýla og stjórna henni vel, en hleypa henni ekki út um víðan völl eins og viðgengist hef- ur t.d. í svínakjöts- og nauta- kjötsframleiðslu. Svo má ekki gleymast þegar rætt er um bú- stærð að ýmsir bændur stunda aðra atvinnu með búskap og geta þar af leiðandi haft minni bú- rekstur en ella. Niðurstaða mín er sú að við nú- verandi aðstæður geti um 4.600 bændur með 440 ærgilda bú rúm- ast innan bændastéttarinnar sam- kvæmt þeim forsendum sem hér eru lagðar til grundvallar. Ef hinsvegar tækist að hækka hlut bænda í framleiðslunni í 90%, myndi tala bænda hækka í 4.800 og með 95% hlutdeild í rúm 5.000. Til viðbótar kæmi svo fjöl- gun í nýbúgreinum sem verða kann á næstu árum einkum í loð- dýrarækt fyrst og sfðar skógrækt þegar farið verður að gera átak í þeirri búgrein. Friðjón Guðmundsson er bóndi á Sandi í Aðaldal TONLISMRSKOLI KOPWOGS Frá Tónlistarskóta Kópavogs Fyrri jólatónleikarnir verða haldnir miðvikudaginn 17. desember kl. 20.30 í sal skólans, Hamraborg 11 3. hæð. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Skólastjóri. St. Jósefsspítali, Landakoti Hafnarbúðir Óskum eftir starfsfólki. Ein staða laus við ræstingar, 65% vinna. Vistlegt umhverfi, góður starísandi. Upplýsingar veittar í Hafnarbúðum sími 29466. Reykjavík 17.12.’86.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.