Þjóðviljinn - 17.12.1986, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 17.12.1986, Blaðsíða 8
MENNING Brúarsmiður litur til baka Halldór E. Sigurðsson fyrrverandi ráðherra lýkur að segja frá stjórnmálaferli sínum Uppúr 1960, þegar ég fór fyrst í fóstur til þeirra sæmdarhjóna Viggós og Ingu í Rauðanesi á Mýrum, var bara einn maður sem Mýramönnum af framsóknar- kyni þótti sannkallaður foringi. Það var Halldór E., þó vissulega nyti annar flokksbróðir hans mikillar virðingar, Jón Steingrímsson sýslumaður í Borgarnesi, sem lést 1961. En Halldór E. var höfuð Kaupfé- lagsins sem á Mýrunum var hið sama og Flokkurinn í Sovét. Og þar um slóðir voru fáir sem gáfu upp önnur trúarbrögð en Fram- sókn og Kaupfélagið fyrir utan lúterskuna. Það var þá helst Helgi á Þursstöðum sem hafði sitthvað að athuga við Halldór E. og Framsóknarflokkinn. Ungir menn í Rauðanesi á Mýrum ólust enda upp við að líta á Pursstaða- bóndann, sem lifði í stöðugu til- hugalífi við íhaldið, sem afskap- lega sérstætt fenómen. Nú er Halldór E. búinn að senda frá sér annað bindi af æviminningum sínum í kompaníi við Örn og Örlyg. Það er um margt ekki jafn skemmtilegt því fyrra, þar sem ljónspartur bókar- innar fór í að segja frá brýnum á borð við Hriflu-Jónas sem fóst- raði Halldór ungan inní flokkn- um. í síðara bindinu, Bilin á að brúa, stendur hins vegar aldinn forystumaður á stalli við lok ferils síns og lítur yfir sviðið, - og eins og gjarnt er í slíkum bókum ver hann drjúgum parti í að telja upp þau kennileiti pólitísk á vegferð- inni sem honum þykir hann sjálf- ur hafa nokkuð til lagt. Það er ólítill partur bókarinnar sem fer í að greina frá því sem hinum fyrr- verandi ráðherra þykir vert að menn tengi minningu Halldórs E. og Framsóknarflokksins, meðan báðir hlupu saman. Það er eðlilegt. En á köflum verður þetta ansi þurr lesning fyrir þá sem ekki ólust upp í Borgarnesi eða hafa sérlegt yndi af að lesa um meint afrek Fram- sóknarflokksins. Halldór tíundar afskipti sín af stofnun nokkurra merkisfyrirtækja í Borgarnesi og upplýsir lesendur um niðurstöður sveitastjórnarkosninga í Borgar- nesi. Reyndar stundum nokkuð skemmtilega. En kaflarnir um | landbúnaðarmálin og samgöngur eru á pörtum langdregnir og iítt skemmtilegir. En nafn Halldórs E. mun líklega lifa lengst fyrir af- skipti hans og frumkvæði varð- andi Borgarfjarðarbrúna, sem hann á sannarlega manna mestan þátt í. Og auðvitað er ekki hægt að sleppa slíku í frásögu einnar mannsævi. Halldór E. var traustur ræðu- maður á sinni tíð, og hafði lag á að ná athygli manna, þó ekki færi mikið fyrir flugeldasýningum. En hann hafði gáfu: með því að segja stuttar kímnisögur á sinn þurr- lega, hæga hátt gat hann snúið heilum fundum. Þessi gáfa skýtur víða upp kolli í bókinni, og gerir hana að skemmtilegri og nota- legri lesningu. Til að mynda lýsir hann skemmtilegri kosningabar- áttu, þar sem Páll Bergþórsson veðurfræðingur háði vonlaust stríð fyrir Alþýðubandalagið. Páll hafði þá sent bréf með mynd af sjálfum sér inn á hvert heimili, og þótti dreifbýlishólkum ýmsum vera mont. Halldór E. greip þá til þess að bera blak af Páli, og kvað hann í fullum rétti til að nota öll ráð sér til framdráttar, ekki síst það að senda kjósendum mynd af sjálfum sér, enda væri Páll lang- laglegastur frambjóðenda! Þetta tók Ásgeir Pétursson frambjóð- andi Sjálfstæðismanna óstinnt upp og taldi af og frá að komminn bæri nokkuð frá hinum í fríðleik! Árið 1971 er Halldór E. fjár- málaráðherra og beðinn að hafa framsögu hjá Verði í Reykjavík, gailsúrum íhaldsmönnum, um skattatillögur. Halldór fann strax, að þetta yrði þungur fund- ur. í fundarbyrjun greip hann því til þess ráðs að segja smásögu sem gerðist á ráðherraárum Bjarna Ásgeirssonar fyrir Fram- sókn. Bjarni hafði litið inn hjá Magnúsi sparisjóðsstjóra í Borg- arnesi og hitt þar fyrir Davíð hreppstjóra á Arnbjargarlæk. En bæði Davíð og Magnús voru ör- gustu íhaldsmenn. Eftir nokkra viskíslurka lítur Magnús á Davíð og segir: Nú er hann Bjarni orð- inn ráðherra og við verðum þá að kjósa hann nœst, Davíð”. Hreppstjórinn lítur þá vantrúar- augum á flokksbróður sinn og segir með ábúðarþunga: „Hva, er svona sterkt í þínu glasi, Magn- ús?”. Að sjálfsögðu lifnaði yfir íhöldunum í Verði og Halldór fór með fundinn léttur í lundu í far- teski sínu í brottu. Fyrr á öldinni minnist ég þess að hafa komið með Viggó bónda í Rauðanesi í kaffi heim til Jóns Steingrímssonar sýslumanns. Viggó var einn af iiðsforingjum Halldórs E., sem Iíka var staddur hjá Jóni. Ég hef líklega verið sex ára, leit á þá Jón og Halldór sem einskonar kynjaverur úr öðrum heimi, og róaðist ekki fyrr en frú Karítas, kona Jóns gaf mér brjóstsykur. Þeir hafa vísast verið að ræða pólitík því það var hiti víðar en í bollunum. Jón var heilladrjúgt yfirvald. Hann á að líkindum meiri þátt í velgengni Halldórs E. sem stjórnmálamanns en margur hyggur. Áður en Halldór fór á þing lagði sýslumaður honum tvennt í vegarnesti: farðu aldrei á í Efri deild því þar ber aldrei neitt á mönnum, og þú þarft að láta vita af þér. Og reyndu að komast í fjárveitinganefnd. Halldór fór eftir hvorutveggju. Forðaðist Efri deild, kom sér í fjárveitinga- nefnd og varð síðan fjármálaráð- herra. Það eru margar skemmtilegar sögur í bókinni af stjórnmála- mönnum, sem fróðlegt er að lesa. Þegar Halldór E. sest í ríkisstjórn með ritstjóra Þjóðviljans, Magn- úsi Kjartanssyni, segir hann við Magnús að sér líki nú ekki allt sem Austri skrifi. Þá segir Magn- ús, sem frægur er fyrir Austra- greinar sínar: Magnús Kjartans- son og Austri eru ekki líkir. Þetta er merkilegt svar. Eigin- lega er bókin þess virði að hafa verið skrifuð einungis útá það. -ÖS Régine Deforges Stúlkan á bláa hjólinu ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA H.F. hefur sent frá sér bókina ( BLÍÐU OG STRÍÐU eftir frönsku metsöluskáldkonuna Régine Deforges. Þetta er annað bindi af þremur um Stúlkuna á bláa hjólinu en fyrsta bindið kom út í fyrra. Stúlkan á bláa hjólinu fór af stað sem einskonar tilbrigði við bandaríska metsölusögu - Á hverfanda hvéli - nema hvað-ást- arfar var þar allt mun opinskárra. Ekki mun það út af fyrir sig hafa tryggt þessum bálki fágætar vin- sældir, heldur það, að Régine Deforges fer - og þá ekki síst í þessu bindi hér - mjög út í við- kvæma og bannhelga hluti, sem lúta að samstarfi helst til margra Frakka við Þjóðverja á hernáms- árunum. Lea Delnas er sem fyrr þyngd- arpunktur sögunnar og um hana spinnst mikill þráður og flókinn. Þuríður Báxter þýddi bókina. Helga Einarsdóttir um barnabækur: Frásagnarhæfileikar með kennslubrag... Dóra Stefánsdóttir Breiðholtsstrákur í vetrarvist AK„ Skjaldborg 1986 Kristlnn Jóhannsson myndskreytti Hér kemur framhald sögunnar Breiðholtsstrákur fer í sveit sem kom út í fyrra. Efni bókarinnar er í stuttu máli á þá leið, Palli, 9 ára strákur úr Breiðholti býr með mömmu sinni sem er ein með hann, í 2ja herbergja íbúð. Mamma hans er ófrísk og veikist og á að liggja á sjúkrahúsi þar til barnið fæðist. Palli fer norður í land á meðan, til fólksins á Egilsá þar sem hann hafði verið sumarið áður. Þar er hann hjá góðu fólki þar til mamma hans eignast barn- ið og fer heim. Höfundur tekur á ýmsu í raun- veruleika nútímans í sveit og borg og ekki er það allt jákvætt. Flest fólk sem Palli kynnist er elskulegt og gott við hann. Hulda á Egilsá er honum eins og besta móðir og börnunum þar og Palla kemur vel saman. Hins vegar er vinnuálag í sveitinni mjög mikið og lítið hirt um nám barnanna því að þau þurfa alltaf að vera að hjálpa til. Vinnuálag er líka í borginni, alla- vega getur pabbi Palla ekki haft hann meðan móðirin er veik, af því að hann vinnur svo langan vinnudag. Palli uppgötvar að það er allt öðruvísi að vera í sveitinni yfir háveturinn en um sumarið. Myrkrið er miklu svartara en í borginni, veðrin harðari, snjó- þyngslin meiri og samgöngur erf- iðari. Einnig er drepið á að skó- lamál séu etv. í ólestri og ýmislegt fleira. Palli saknar mömmu sinnar og fær stundum heimþrá, ekki síst á jólunum. Og þegar bróðir hans fæðist verður hann afar glaður. Þetta er að mörgu leyti raun- sönn bók og ekki sneitt hjá til- finningum, erfiðleikum og sorg- um eða gleði. En mér þykir stundum dálítill kennslubragur á henni, eins og fyrri bók höfund- ar, málið stundum dálítið stirt og samtöl ekki alltaf á eðlilegu tal- máli. Einnig er í þessari bók eins og í fyrri bókinni um Palla, ein- dregin og mér óskiljanleg tilhnei- ging til að skrifa skyldi í stað skildi. Þátíð af skilja er skildi, skyldi er komið af skulu. Palli er ákaflega góður dreng- ur, næstum óeðlilega góður. Hann hefur engar neikvæðar hliðar, á ekki til öfund, afbrýði, fýlu né geðvonsku. M.a.s. reiði hans er alltaf réttlát. Nokkrar prentvillur eru í bók- inni. Letur er skýrt og myndirnar fallegar en svolítið daufar. Þótt bókin Breiðholtsstrákur í vetrarvist sé ekki gallalaus, er hún samt fullrar athygli verð. Þetta er „alvörubarnabók" engin flatneskjuleg brandarabók eða furðusaga með stöðluðum per- sónum. Höfundur á hæfileika til persónusköpunar, góðan frá- sagnarhæfileika og umburðar- lyndi og allt þetta lyftir henni langt yfir meðaimennskuna. Helga Einarsdóttir 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvlkudagur 17. desember 1986 Sakamálasaga Ólafs Hauks Út er komin hjá Sögusteini ný skáldsaga eftir Ólaf Hauk Símonarson, og nefnist hún Lík- ið i rauða bílnum. Þetta er sakamálasaga og gerist í sjávarplássi á íslandi. Ransókn- arlögreglunni í Reykjavík berst dularfullt nafnlaust bréf, sem leiðir til þess að Jónasi Hall- dórssyni rannsóknarlögreglu- manni er falið að grafast fyrir um sendandann. Jónas kemst að því, að kennari við grunnskólann í viðkomandi sjávarplássi er horf- inn, að því er virðist sporlaust, og án þess nokkur hafi séð ástæðu til að lýsa eftir honum. Hvað veld- ur? Getur heilt þorp verið morð- ingi? Áður en yfir lýkur á Jónas Iögreglumaður sjálfur fótum fjör að launa. Bókin er 215 blaðsíður.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.