Þjóðviljinn - 24.12.1986, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 24.12.1986, Blaðsíða 8
RAFMAGNIÐ UM JÓLIN FRÁ RAFMAGNSVEITU REYKJAVÍKUR Rafmagnsveitunni er þaö kappsmál, aö sem fæstir veröi fyrir óþægindum vegna straumleysis nú um jólin sem endranær. Til þess að tryggja öruggt rafmagn um hátíðirnar, vill Rafmagnsveitan benda notendum á eftirfarandi: IReynið að dreifa elduninni, þ.e. jafna henni yfir daginn eins og kostur er, einkum á aðfanga- dag og gamlársdag. Forðist, ef unnt er, að nota mörg straumfrek tæki samtímis, t.d. rafmagns- ofna, hraðsuðukatla, þvottavélar og uppþvotta- vélar - einkum meðan á eldun stendur. Farið varlega með öll raftæki til að forðast bruna- og snertihættu. Illa meðfarnar lausar taugar og jólaljósasamstæður eru hættulegar. Útiljósasamstæður þurfa að vera vatnsþéttar og af gerð, sem viðurkennd er af Rafmagnseftirliti ríkisins. I flestum nýrri húsum eru sjálfvör ,,útsláttar- rofar“ en í eldri húsum eru vartappar ,,öryggi“. Eigið ávallt til nægar birgðir af vartöppum. Helstu stærðir eru: 10 amper Ijós 20-25 amper eldavél 35 amper aðalvör fyrir íbúð. 4 5 6 Ef straumlaust verður, skuluð þér gera eftir- farandi ráðstafanir: - Takið straumfrek tæki úr sambandi. - Ef straumleysið tekur aðeins til hluta úr íbúö, (t.d. eldavélar eða Ijósa) getið þér sjálf skipt um vör í töflu íbúðarinnar. Ef öll íbúðin er straumlaus, getið þér einnig sjálf skipt um vör fyrir íbúðina í aðaltöflu hússins. Hafi lekastraumsrofi í töflu leyst út er rétt aö taka öll tæki úr sambandi og reyna að setja lekastraumsrofann inn aftur. Leysi rofinn enn út er nauðsynlegt að kalla til rafvirkja. Tekið er á móti tilkynningum um bilanir ísíma 686230 hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur allan sólarhringinn. Á aðfangadag og gamlársdag er einnig tekið á móti bilanatilkynningum til kl. 19 í síma 686222. Við flytjum yður bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi árí, með þökk fyrir samstarfið á hinu liðna. RAFM AG NSVEITA REYKJAVÍKUR (Geymiö auglýsinguna) Jólaskák Alþýðan leikur og vinnur Pólitískarjólaskákþrautirítilefni Þjóðviljaafmœlisins. Verðlaun: „Blaðið okkar" eða „Kögurog Horn og Heljarvík" Meöal þeirra atburöa sem minnst verður á árinu sem nú er að líða er fimmtugsafmæli Þjóð- viljans, og í því tilefni hafa jóla- skákþrautirnar á sér nokkuð pól- í fyrsta dæminu á hvítur í vök að verjast fyrir ofurvaldi aftur- haldsaflanna en með mikilli fórn- fýsi framvarðanna tekst honum að halda jöfnum hlut. Hvítur leikur og heldur jafn- tefli. í fjórðu tafllokunum er bylt- ingin hafin. Svörtu konungshjón- in eru nær öllu fylgi rúin, aðeins tvö þjónustupeð fylgja þeim, en hvítur hefur líka misst mikið í undanfarandi átökum. Með því að samstilla kraftana tekst hvít samt að vinna svörtu drottning- una. Skilafrestur í þrautunum er til 20. janúar, og verðlaun verða veitt fyrir tíu réttar lausnir. Verð- launin eru, að vali verðlauna- hafa, bókin „Blaðið okkar“ eftir Árna Bergmann um Þjóðviljann í itískan blæ. Þær eru semsé vald- ar til að sýna Þjóðviljalesendum framgang málstaðarins á hátíð ijóss og friðar. Hvítu mennirnir Hvítur leikur og heldur jafn- tefli. í næsta dæmi eru yfirburðir yfirstéttarinnar ekki alveg jafn miklir og í því fyrsta en þó er stór hætta á ferðum. Með því að fórna byltingarbiskupnum á d4 og síð- an nákvæmum kóngsleikjum í samræmi við góðar og gildar fræðikenningar getur hvítur komið í veg fyrir áform aftur- haldsins um að vekja upp nýja drottningu. Hvítur leikur og vinnur. Næsta dæmi gerist heima í hér- aði. Þar eigast engin „stórmenni“ við heldur venjulegt almúgafólk. Handbendi íhaldsins eru að vísu í minnihluta en þau stunda skemmdarverkastarfsemi af mis- skilinni hollustu við yfirstéttina og reyna allt til að koma í veg fyrir að hvítur geti eflt framleiðsluna með því að koma sér upp vinnu- hettu (drottningu). En eins og alltaf í sósíalismus sigrast hvíta liðið á öllum erfiðleikum þótt glöggt standi það. eru jafnan í hlutverki öreiganna og hinna lægra settu en svörtu kallarnir gegn hlutverki yfirstétt- arinnar, hverju nafni sem hún nefnist. Hvítur leikur og heldur jafn- tefli. í þriðja dæminu hefur öreigun- um vaxið afl en þó eru svörtu íhaldspeðin komin of langt til að þau verði stöðvuð. Hvítur nær jafntefli með þráskák (en það þarf að finna hana) og endur- speglar það nokkurs konar jafnvægi með ■ afturhalds- og framsóknaröflunum. Hvítur leikur og vinnur. í síðasta dæminu hafa valda- hlutföllin breyst mjög og ekki annað eftir en að fanga leifar yfir- stéttarinnar og senda þær í endur- hæfingarbúðir. Rétt einu sinni þarf að samstilla kraftana og raunar að gefa örlítið eftir í fyrstu, leyfa svarti t.d. að koma upp drottningu, en „kóngar að síðustu komast í mát“. 50 ár, eða „Kögur, Horn og Helj- arvík“ eftir Guðrúnu Guðvarðar- dóttur sem Starfsmannafélag Þjóðviljans gaf út nú í haust í til- efni af sjötugsafmæli Guðrúnar. SKIPADEILD SAMBANDS/NS TÁKN TRAUSTRA FLUTNINGA LINDARGÖTU 9A ■ PÓSTHÖLF 1480 • SÍMI 28200 ■ TELEX 2101 GíMegjoly i£ whm- á&i.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.