Þjóðviljinn - 24.12.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.12.1986, Blaðsíða 3
FRETTIR Kristján Borgar Samúelsson, sjö ára. Gunnar Jónsson, tólt ára. Myndir KGA. Jólin Saman í hríng á Hringnum Jólaheimsókn á Barnaspítala Hringsins Það eru ekki allir sem geta haidið jólin hátíðleg í faðmi fjölskyldunnar, en þó fólk sé að heiman reynir það samt að gera sér glaðan dag. Sumir eru sjúkir og verða að dvelja á sjúkrahúsum og gerir starfsfólk sitt ýtrasta til að gera jólin að hátíð ljóss og friðar. Pjóðviljinn heimsótti Barna- spítala Hringsins í gær og færði börnunum þar jólagjafir. Flestir krakkarnir á Barnaspítalanum fá að fara heim um jólin, en svo er þó ekki um alla. Kristján Borgar Samúelsson er sjö ára og liggur lærbrotinn á deildinni. Var hann að horfa á skrípo af vídeó er okk- ur bar að garði. Verður hann að dvelja á deildinni yfir hátíðirnar en var ekki niðurdreginn yfir því. Fékk hann bók Guðrúnar Helga- dóttur, Saman í hring, í jólagjöf Okurmálin Afleiðing pólitískrar stefnu Svavar Gestsson: Ríkisstjórnin og Seðlabankinn leyfðu okur og afhentu okrurum valdið Akvörðun ríkisstjórnarinnar frá ágúst 1984 um vaxtafrclsi var pólitísk ákvörðun og afrek sem Þorsteinn Pálsson jafnaði til stærstu tíðinda Isiandssögunnar í cfnahagsmálum. Afleiðingarnar sem blasa við eru frelsi fárra (jármagnseigenda og ófrelsi fjöld- ans, sagði Svavar Gestsson for- maður Alþýðubandalagsins um vaxtastefnu ríkisstjórnarinnar. Svavar sagði að haustið 1984 hefði hann bent á að Seðlabank- inn hefði ekki heimild til þess að innleiða hömlulaust vaxtafrelsi. Bankanum bæri skv. lögum að ákveða hæstu heimila vexti. „Bankaráðsmaður Alþýðu- bandaiagsins mótmælti í banka- ráði Seðlabankans og ég flutti síðan frumvarp um haustið um að afturkalla vaxtafrelsið. Enginn tók undir það nema Alþýðu- bandalagið: ekki hinir stjórnar- andstöðuflokkarnir, ekki ríkis- stjórnin - en okrararnir léku lausum hala“. Svavar sagði að í þeim okur- málum sem upp hefðu komið væri ábyrgðin ríkisstjórnarinnar og ekki síst Þorsteins Pálssonar sem knúði fram vaxtafrelsið og leyfði þar með okrið. Þá væri ábyrgðin Seðlabankans sem braut lög með því að afhenda markaðnum vaxta- skráningavaldið. „Afstaða Alþýðubandalagsins er skýr: Við viljum í fyrsta lagi að notuð verði heimild sem er í gild- andi Seðlabankalögum um að setja hámarksvexti. Það á ríkis- stjórnin að gera. í öðru lagi að sett verði ný okurlög. í þriðja lagi að færustu sérfræðingar verði fengnir til þess að fara yfir nýfall- inn dóm hæstaréttar meðal ann- ars m.t.t. þess að kanna hvort hann stenst eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Að fram fari opinber rannsókn í málinu,“ sagði Svavar að lokum. —K.Ól. og er víst að hún á eftir að stytta honum stundir. Gunnar Jónsson, sem er tólf ára, fær hinsvegar að skreppa heim yfir jólin en þarf að mæta aftur strax eftir jól. Hann var að hlusta á dúndrandi popptónlist úr kasettutæki, sem hann keypti í Portúgal sl. sumar. Sagðist hann vilja plötuna FM 867 í jólagjöf en frá okkur fékk hann hinsvegar bókina Saman í hring. Prófessor Víkingur H. Arnórs- son, yfirlæknir Barnaspítala Hringsins, sagði að ef nokkur kostur væri, þá fengju börnin að fara heim yfir jólin. Þrátt fyrir það er starfsfólk öll jólin á Barna- spítalanum, sem og á nýbura- deildinni. Barnaspítalinn hefur átt í vandræðum með að manna deildir sína hjúkrunarfólki og er það fyrst og fremst vegna lakra kjara hjúkrunarfólks. Yfir jólin er það hinsvegar ekkert vanda- mál, enda mun minni starfsemi en ella. Þjóðviljinn óskar öllum sem starfs síns, heilsu eða einhvers annars verða fjarverandi heimili sínu yfir hátíðirnar, gleðilegra jóla. -Sáf Kindakjöt Egyptar hugleiða ærkjötskaup Að tilhlutan Markaðsnefndar landbúnaðarins hefur Búvöru- deild Sambandsins undanfarið staðið í viðræðum við Egypta um kaup á íslensku ærkjöti en það er kjöt af gömlum kindum. Ekki hefur enn verið gengið frá samn- ingum en skilaverð á kíló verður rúmlega 20 krónur. Að sögn Magnúsar Friðgeirs- sonar framkvædmastjóra Bú- vörudeildar Sambandsins, er hér um kjöt að ræða sem að Fram- leiðnisjóður landbúnaðarins hef- ur keypt af bændum til fækkunar á bústofni, en það eru alls um 1000 tonn. Að auki bætast við um 300 tonn af dilkakjöti sem kaupandinn hefur óskað eftir, verði samningum náð, en það kjöt mun að mestu vera af stóru og feitu lambakjöti. Aðspurður um hvort að í pakk- anum leyndist kjöt af riðuveiku fé sagði Magnús að niðurskurð- arféð væri að einhverju leyti frá riðuveikisvæðunum, en að það fé fengi í ölum tilfellum dýralæknis- skoðun. Að sögn Páls A. Pálssonar yfir- dýralæknis að Keldum verður engum meint af því að borða kjöt af riðuveiku fé. _ k.ÓI. DDT Stormur frá Sigurlaugu Með storminn ífangið heitir ný- útkomin bók eftir Sigurlaugu Bjarnadóttur kennara og fyrrver- andi þingmann og er þar lýst póli- tískum afskiptum höfundar og einkum sérframboði Sjálfstæðis- manna á T-listanum í Vestfjarð- arkjördæmi við síðustu þing- kosningar. Fjölvi getur út. Sigurlaug skýrir frá viðskiptum sínum við Matthías Bjarnason, Þorvald Garðar Kristjánsson og Einar Guðfinnsson, efstu menn á D-listanum, og fjallar um við- brögð flokksforystunar syðra sem undir stjórn Geirs Hall- grímssonar sem vann gegn fram- boði Sigurlaugar og félaga. Jólatrésskemmtun Læknafélags Reykjavíkur og Lyfjafræðingafélags íslands verður í Domus Medica sunnudaginn 28. des- ember kl. 15-18. Jólasveinarnir Vinningstölur 20. desember, 1986. 2-5-8-19-27. Frá menntamálaráðuneytinu: Laus kennarastaða. Við Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki er laus til umsóknar kennara- staða í stærðfræði. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík fyrir 8. janú- ar næstkomandi. Menntamálaráðuneytið. Heildarupphæð vinninga kr. 6.294.859, skiptist þannig: 1. vinningur kr. 4.045.944.- fyrir allar tölur réttar skiptist að þessu sinni milli 7 vinningshafa, sem hver um sig hlýtur kr. 577.992,- 2. vinningur var kr. 674.922.- 591 þátttakandi var með fjórar tölur réttar og fær hver maður um sig kr. 1142.— 3. vinningur, fyrir þrjár tölur réttar, var kr. 1.573.933.— og skiptist á milli 11.489 manna, þannig að 137 krónur koma í hlut hvers og eins. GLCÐB-EG jóc Upplýsingasími: 685111

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.