Þjóðviljinn - 24.12.1986, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 24.12.1986, Blaðsíða 5
CHEZN0U5 AMERICA!* lOM y'.NC i!«Pre&>« ■ Cv-C ' ' í' i^fámijsiiarfirr Jólaskreytingar setja skemmtilegan svip á Korintustræti og jólaösin er búin að vera mikil í desember. Myndir - Sigursveinn. Þar sem meistarar spásseruðu um strœtin Fréttir af mannlífi, tónlistinni, og jólaundirbúningi Vinarbréffrá Sig- ursveini Magnús- syni Hér hefur í haust verið einmuna veðurblíða. T rén tóku að fella laufin seint í september og hafa sum hver ekki að fullu lokið við það ennþá. Það hefurverið ríkjandi hæg suðvestan átt með röku, hlýju lofti. Þessar stillur eru þess valdandi að mökkurinn sem grúfiryfir borginni er þykkari en ella. Félagsstarf hófst í október. ís- lendingar hittast um það bil einu sinni í mánuði og ræða málin yfir kaffibolla. Stjórn féiagsins er ötul að hjálpa okkur sem ókunn erum að greiða úr hverskonar vand- ræðum. Mikið þarfaþing er hjálparsjóður námsmanna sem kenndur er við íslandsvininn Dr. Alfred Schubrig, þar geta náms- menn fengið tímabundin lán ef námslánum seinkar. Ekkja Dr. Schubrig, Frau Cornelia Schu- brig sem er ræðismaður fslands bauð um daginn öllum fslending- um til 1. des. fagnaðar af miklum rausnarskap. Samkoman var í litlu og notalegu veitingahúsi í 19. hverfi og var auk fullveldisfagn- aðar líka nokkurskonar litlujól. Börnin þáðu gjafir frá gestgjafan- um og kór fslendinga söng jóla- lög. Stórviðburðir í tónlistinni Frá því í haust hefur hver stór- viðburðurinn rekið annan á tón- listarsviðinu. Fflharmóníuhljóm- sveitin, einhver sú elsta og virðu- legasta í heimi heldur enn í allar sínar föstu hefðir. Þær felast meðal annars í notkun gamalla hljóðfæra sem annarsstaðar þykja úrelt, en einnig er kvenfólk algjörlega útilokað frá þátttöku og er það öllu umdeildara atriði. Hvaða skoðanir sem menn nú hafa á þessu, verður því ekki á móti mælt að hljómsveit þessi er hin mesta gersemi. í stóra salnum í Musíkverein hljómar hún sem æðri veröld. Fastur stjórnandi er Claudio Abbado, en auk hans hafa í haust stjórnað sem gestir m.a. Leonard Bernstein, Wolf- gang Savallisch og nú skömmu fyrir jólin koma James Levine sem gagnrýnendur fundu í sumar allt til foráttu þegar hann stjórn- aði á Salzborgarhátíðinni. Vínar- búar kunnu aftur á móti vel að meta þennan hressilega Amer- íkumann sem blákalt velur önnur tempó í Mozart en hér hafa tíðk- ast. Auk þess að leika á tón- leikum er Fflharmóníuhljóm- sveitin óperuhljómsveit ríkisóp- erunnar. Óperan miðdepillinn Óperan er miðdepill tónlistar- lífsins. Sýningar eru á hverju kvöldi og stór hluti óperubók- menntanna í gangi í einu. í haust var frumsýnd ný uppsetning á Grímudansleiknum eftir Verdi. Meðal annarra söngvara sem sungið hafa í haust er hin síunga Christa Ludwig í Elektru eftir Strauss og nú brillera þau Jose Carreras og Agnes Balza í Wert- er eftir Massenet. Samtímatónlist á ekki aðgang inn í hefðbundnar tónleikaskrár hér í Vínarborg. Hér eru tón- skáld og samtök sem reyna að halda uppi merki staðarins, sem vettvangs nýrrar tónlistar, þó engan veginn reynist það auðvelt. Tónskáld þessi lifa í skugga fyrirrennara sinna, meistaranna sem hér spásseruðu um stræti og eru hér svo nálægir. Maður getur svo sem skilið að Vínarbúar falli í þá freistni að lifa á fornri frægð, en fyrir okkur utanaðkomandi virkar það ank- annalega að á hverjum stórtón- leikum á fætur öðrum með úrvals flytjendum skuli ekki sjást eitt einasta samtímaverk. Líklega hefur mönnum sem hafa köllun til að troða nýjar slóðir aldrei ver- ið vel tekið og er þá Vínarborg síður en svo undantekningin. Órói í stjórnmálum Á pólitíska sviðinu hefur sem<- kunnugt er verið órólegt. Nýaf-' I stöðnum kosningum fylgdi óhemju auglýsingaflóð. Mikið var um útifundi og mátti heyra menn hnakkrífast á götum úti um málefnin. Úrslit kosninganna eru mörgum áhyggjuefni og er þar átt við mikla fylgisaukningu FPÖ en sá flokkur er gjarnan sagður arf- taki Nasistaflokksins gamla. Nú eru í gangi erfiðar stjórnarmynd- unarviðræður og útséð um að starfhæf stjórn komist á laggirnar fyrir hátíðar. Ferskvatnskarfi í jólamatinn Hér sem og annarsstaðar eru kaupmenn fyrstir til að huga að afmæli frelsarans. Yfir verslunar- stræti eru hengd ljósbönd og skreytingar. Niðri á Korintu- stræti við Stefánskirkjuna er mikil umferð fólks að kaupa gjaf- ir. í jaðri götunnar standa blindir menn og snúa lírukössum sínum og tónlistarmenn blása i lúðra til að skemmta vegfarendum og þiggja smáaura fyrir. Hér fæst íburðarmikið jólaskraut í búð- um. Mest ber á munum unnum úr Stjórn Islendingafólagsins í Vínarborg. Frá v. Haukur Páll Halldórsson, Áslaug V. Þórhallsdóttir formaður og Rannveig Bragadóttir. Fjarverandi voru þau Herta Newman og Snorri Valsson. Myndin er tekin í 1. desember fagnaði fólagsins Miðvlkudagur 24. desember 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.