Þjóðviljinn - 24.12.1986, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 24.12.1986, Blaðsíða 11
Si*ttá6fyi óááaji íatuUwiuuuwt titíuvn yie&detyM játa. EIMSKIP 10 SÍÐA — ÞJÓOVILJINN ,Mi6vlkudagur 24. desember 1986 Mlðvlkudagur 24. desember 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 UR SIGLINGASOGU ENGLENDINGA eftir Richard Haklnyt $ SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA Ferðasaga barksins „Sun- shine“, 50 tonn að stærð og lítillar snekkju, „Northstarre", hvortveggjaúrflotaM.J. Da- vis, en hann sendi skipin til þess að kanna siglingaleiðina á milli islands og Grænlands. Ferðasagan er skráð af Henry Morgan, þjóni M. William Sanderson frá London. Sjöunda dag maímánaðar 1586, lögðum við út frá Dartmouth á fjórum skipum: Mermaid, Sunshine, Moonshine og Northstarre. Á Sunshine voru 16 menn og eru þetta nöfn þeirra: Richard Rope, skipstjóri; Merke Carter, yfirstýrimaður; Henry Morgan, bryti; George Draward; John Mandie; Hugh Broken; Philip Jane; Hugh Hempson; Richard Borden; John Philipe; Andrew Madock; William Wolc- ome; Robert Wag, timburmað- ur; John Bruskone; William Ashe; Simon Ellis. Stefna okkar var V.N.V. sjöunda og áttunda daginn og að morgni níunda dags voru Sikileyjar að baki. Síðan var haldið með suðurströnd írlands og á ellefta degi vorum við komn- ir hjá Dursey og stefna okkar var S.S.V., til kl. 06.00 á tólfta degi. Á þrettánda degi var stefnan N.V.. Við fylgdumst með Merm- aid og Moonshine að 60° en þar taldi leiðangursstjóri okkar, M. Davis, best að leiðir okkar skildu. Hann hélt sjálfur norð- vestur en sendi Sunshine, sem ég var á og snekkjuna Northstarre, norður til þess að kanna leiðina norður Grænlandshaf milli ís- lands og Grænlands allt norður að 80° ef land lokaði ekki leiðinni. Við skildum því við þá sjöunda dag júnímánaðar og á ní- unda degi sama mánaðar komum við að þéttum ís, sem við sigldum hjá þann dag og tvo næstu daga. Á ellefta degi kl. 6 að kvöldi sáum við land, mjög hálent, sem við vissum að var ísland. Á tólfta degi höfnuðum við okkur þar og fundum margt manna. Landið liggur í austur og í norður að 66. gráðu. Verslunarvara þeirra var þorskur, Islandslanga, skreið og fiskur kallaður skata. Af öllu þessu höfðu þeir miklar birgðir. Þeir höfðu einnig kýr, kindur og hesta og hey fyrir nautpeninginn og hestana. Við sáum einnig hundana þeirra. íveruhús þeirra höfðu steinveggi á báða vegu og viðir lagðir um þá, þaktir torfi. Þökin eru flöt. Mörg húsanna stóðu fast við sjó. Bátar eftir endilöngum kili, eins og á okkar ensku bátum og þeir höfðu saum til þess að seyma þá og öngla og annan fiskveiðibúnað eins og tíðkast hjá okkur á Englandi. Þeir höfðu einnig látúnskatla ög belti og skjóður af leðri með kop- arhnöppum og axir og önnur nauðsynleg smíðatól eins og við höfum. Þeir þurrka fisk sinn í sól- inni og þegar hann er þurr, stafla þeir honum á loft húsa sinna. Ef við legðum meira kapp á fisk- veiðar mundum við gera góðar reisur, því við fengum hundrað þorska á einum morgni. Við hittum hér tvo Englend- inga að morgni 16. júní og stefndu norð-vestur og við ströndina sáum við tvo barka á leið til hafnar. Við fórum ekki til þeirra en sáum þá í fjarlægð. Þannig héldum við ferð okkar áfram til loka mánaðarins. Þriðja' dag júlímánaðar vorum við á milli tveggja þéttra ísbreiða og héldum inn milli þeirra allt til kvölds. Þá sneri skipstjórinn til baka og við héldum til Græn- lands. Hinn sjöunda júlí sáum við Grænland. Lög gegn innheimtu flotafor- ingja á peningum eða nokkru öðru, fyrir fararleyfi til íslands og Newfoundlands sett á 2. stjórnar- ári Edvards VI. (1538). Síðustu undanfarin ár hafa nokkrir yfirmenn flotans ofsótt með gjaldtöku þá farmenn og fiskimenn, sem siglt hafa til ís- lands, Newfoundlands og írlands og annarra landa, sem versla með fisk og veiða fisk, ýmist á hafi úti eða annars staðar. Kaupmenn hafa þannig orðið að gjalda háar fjárhæðir, hlut eða part af fiski og annað þvílíkt, sem dregur kjark úr kaupmönnum og fiskimönn- um eða jafnvel hindrar þá, til mikils tjóns fyrir þjóðfélagið. Margar kvartanir hafa borist og fyrir sérhvern af dómstólum kon- upplýsngar til ráðuneytis kon- ungs. Kærandi hafi helming og ungs. I þeim tilgangi að umræddir ákærandi hinn helming sektar. I kaupmenn og fiskimenn fái tæki- meðferð mála þessara er ekki færi til þess að versla og veiða tekið tillit til fjarveru ákærðra og óhindraðir án slíkra okurgjalda, engin frávik gerð frá lögum. sem voru til trafala og þannig hugsað að auka fiskmagn, sem flyst til ríkisins á sanngjömu verði, er því skipað af konungi, einvaldi vorum og parlíamenti og valdsmönnum þeirra, að hvorki aðmíráll eða nokkur embættis- maður eða ráðherra eða þjónar þeirra á hverjum tíma, með nokkru móti, hér eftir, krefjist, taki við sjálfir eða þjónar þeirra eða fulltrúar af nokkrum slíkum kaupmanni eða fiskimanni, nokkra peningaupphæð, fiskhlut eða nokkra aðra þóknun, ágóða eða nokkur fríðindi fyrir að sigla um farvatn þessa ríkis í fyrmefn- dum sjóferðum. Til refsingar fyrir fyrsta brot gjaldist þrefalt gjald eða verð- mæti gjaldsins, sem slfkir emb- ættismenn eða ráðherrar taka af slíkum kaupmönnum eða fiski- mönnum. Með mál vegna brots, sem þessar sektir taka til má fara Annað brot varðar stöðumissi í flotanum eða öðrum embættum og að auki sektum eftir ákvörðun konungs. Vegna þessara laga efldust siglingar frá Englandi til Newfoundlands og voru miklar í byrjun valdatíma Edvards VI., þ.e. árið 1548 og það er eftirtekt- arvert að vegna vanrækslu okkar manna, hafði landið ekki verið betur kannað. Þýðing Einar Vilhjálmsson singawOnustan/sJa

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.