Þjóðviljinn - 24.12.1986, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 24.12.1986, Blaðsíða 18
JÓLAVEISLA BÍÓANNA Valgeir Ólafsson, en hann leikur Elías af stakri prýði. verið gert að rnnrasðuefni. Það er sögumaðurinn einn sem hefur orðið í myndinni og vinnst tvennt með því: krakkamir sem myndin er ætluö (fyrst og fremst forskólastigið) ættu að eiga auðvelt með að fylgjast með. Og í annan stað er allt vafetur í lágmarki við að koma myndinni af einu tung- umál yfir á annað; bara þýða texta sögumanns, fá upplesara og búið. Að öllu samanlögðu finnst mér, miðaldra kallinum, héma vera á ferð- inni ágætismynd, og tilbreyting að sjá fólk leggja metnað í dagskrá fyrir krakka. En auðvitað er ég engjnn dómari í þessu máli; úrskurðinn kveð- ur bamadómstóllinn upp á sunnudag- inn kemur þegar þessi mynd verður sýnd í sjónvarpinu, og síðar krakkar á „hinum Norðurlöndunum" og ef til vffl víðar um heim þegar fram í sækir. HS. Dularfullir glæpir og mishýrar furðuvemr A thyglis verðustu jólamyndirnar: Nafn rósarinnar, Vitaskipið og Völundarhúsið - að ógleymdum geimverunum ógurlegu uppí Breiðholti Morðæði í munkaklaustri á fjórtándu öld, draumlyndur slagsmálahundur í Las Vegas, hugljúft vélmenni með kærleika á stefnuskránni, harðvítug átök skipshafnar við illvíga glæpa- menn, barátta góðs og ilis í furðu- heimi dverga og skrimsla, mann- ýgur api reynir að gera útaf við hárlausa frændur sína, elskulegir lögfræðingar í vondum málum og einar óhugnanlegustu skepnur kvikmyndasögunnar að hrella framtíðarfólk á fjarlæg á fjar- lægri plánetu. Það er góð hug- mynd að fara í bíó þessi branda- jól. Myndin sem allir fara á þessi jólin er auðvitað Nafn rósarinn- ar í Háskólabíó. Flestir kannast við samnefnda bók eftir ítalann Umberto Eco, sem Thor Vil- hjálmssonar þýddi afbragðsvel fyrir tveimur árum, - myndin er eins trú bókinni og hægt er og hinn dularfulli miðaldaheimur munkaklaustursins dreginn upp á sannfærandi hátt. Hafi einhverj- um einhverntíma fundist misjöfn lykt af Sean Connery útaf James Bond-myndunum breytist á hon- um kviicmyndanefið eftir Vil- hjálmshlutverkið, og aðrir leikar- ar standa sig engu síður. Lesend- ur metsölubókarinnar verða auðvitað að setja sig í þær stell-1 ingar að verða fyrir óhjákvæmi- legum vonbrigðum, „sú leið sem ég vel er aðeins ein af mörgum Sara (Jennifer Connelly úr Leone-myndinni Einu sinni í Ameríku) og Varði dvergur í jólamynd Stjörnubíós, Völundarhúsinu. Þar leikur líka Davíð Bowie og samdi nokkur lög inní myndina. mögulegum,“ segir leikstjórinn, Frakkinn Jean-Jacques Annaus, sá sem meðal annars bjó til þá ágætu frummannamynd Leitina að eldinum. Afbragðsskemmtun, - og ef til vill enn betri fyrir þá sem eiga eftir að kasta sér til sunds í ritbrunn Umbertos. Hér skal ekki síður mælt með jólamyndinni í Bíóhúsinu (Nýja bíó), Vitaskipinu eftir Pólverj- ann Jerzy Skolomowski. Hún er byggð á sögu eftir þýska skáldið Siegfried Lenz, um glæpamenn sem ryðjast um borð í kyrrstætt vitaskip, og um samband föður og sonar, - verulega vel gerð mynd, öðrum þræðinum mögnuð spennumynd, hinum listræn upp- lifun og tilefni ýmisskonar hug- leiðingar. Leikarasafnið er stór- gott, valinn maður í hverju rúmi, og sérstaklega í tveimur helstu hlutverkum: Robert Duvall frá- bær sem ófyrirleitinn gáfna- krimmi, Brandauer þéttur fyrir í hlutverki hins ábyrga skipstjóra og föður. Allt endar þetta auðvit- að meö ósköpum. Hiklaus með- mæli. Það eru fleiri ágætar spennu- myndir í gangi. Franska myndin Lögreglumafturinn í Regnbog- anum er einnar messu virði: franska súperstjarnan Depardieu og hin ágæta Sophie Marceau í mynd um vonlausa glæpamenn, Vilhjálmur/Sean Connery í Nafni rós- arinnar, jólastórmynd Háskólabíós. vonlausar löggur og vonlausar ástir, - eftir einn af betri leik- stjórum Frakka, Maurice Pialat. Burt Reynolds kemur ánægju- lega á óvart í jólamynd T ónabíós, sem uppá ensku heitir Heat, stendur í feiknarlegum slagsmál- um en á sér fleiri tóna í leikhljóð- færinu. Jake Speed fetar í fót- spor Indiana Jones og tekst það þokkalega í B-sal Stjörnubíós, og unglingar lenda í vondu glæpa- hyski í svikalausri spennu A ystu nöf í sama bíói. Og gleymum ekki síungum Guðföður Copp- ola og De Niro í Regnboganum. Þeir sem hafa gaman af að láta fara verulega illa með taugarnar í Jane (Elisabeth Shue) lætur vel að illvígum apa (Hlekknum) í jólamynd Regn- bogans, Link. sér mega heldur ekki missa af Aliens í Bíóhöllinni, sem auk þess að kalla fram ósjálfráð öskur og kippi í þaulvönustu hryllingsað- dáendum er hin prýðilegasta kvikmynd í öllu tilliti, eftir sama gaurinn og gerði Terminator með Schwarzenegger. Aliens gefur forvera sínum, Alien (án enskra fleirtöluessins) ekkert eftir. Geimskrímslin í Aliens eru ekki einu furðuverurnar á hvíta tjaldinu í Reykjavík. Georg Luc- as og félagar smíða okkur mikla furðuveröld í Vötundarhúsinu í Stjörnubíó: lítil stelpa lendir ásamt dvergum álfum og tröllum í útistöðum við sígilt illmenni leikið af rokkaranum David Bowie, sem sjálfur tekur lagið nokkrum sinnum, mynd fyrir börn og fullorðna og ekki síst óskilgreindan aldurshóp þar á milli. Ráðagóði róbottinn í Bíó- höllinni er aftur einna helst fyrir yngsta liðið: krúttlegt vélmenni gæðist lífi og verður allra hugljúfi, rétt einsog frændi hans ET sem er snúinn aftur í Laugar- ásbíó, þar er líka í heimsókn önnur geimvera, önd sem fyrir misskilning flækist til jarðar og lendir þar í miklum aðlögunar- vanda, - Hetjan Hávarður. Og enn eitt kvikindið er svo apinn Link (Hlekkur) í Regnboganum, ágæt spennuskemmtun útfrá sí- gildu þema um lærisvein galdra- mannsins; í þetta sinn er vísinda- maðurinn að leika sér að alltof greindum apa sem sér lítinn til- gang í herradómi manna í henni veslu og grípur til útrýmingar- ráða. Á að vera gaman í bíó? Já, auðvitað, en það er ekki alltaf mest gaman að gamanmyndun- um. það má hlæja sæmilega að sumum uppátækjum í Létt- lyndum löggum í Bíóhöllinni og einhverjar brosviprur kreistast fram öðru hvoru í bandarísku dellumyndinni Samtaka nú í Regnboga, um japansk-banda- rískt samstarf í bílaiðnaði. í bíó- húsum höfuðborgarinnar hljóm- ar einna einlægastur hlátur og mannlegastur sennilega í Laugar- ásbíó undir samleik þeirra Re- dfords, Winger og Hannah í Lagarefum, sem auðvitað er svo alls engin „gaman“-mynd, heldur um glæpi og ástir. Borgarljós Chaplins. endur- sýnd í Regnboga, eru á hinum- viðkvæmu mörkum gráts og hlátra og best að hafa með sér vasaklútinn til vonar og vara. Líst ykkur enn ekkert á bíóúr- valið? Fariði þá bara í Bíóhöllina og tékkið á Bob Hoskins og fé- lögum hans misjöfnum í Mónu Lísu, breskri úrvalsmynd sem engan svíkur. Allir í bíó! - m Elias og örninn Ný, íslensk sjónvarpsmynd fyrir litla krakka á öllum aldri. f fyuadag var forsýning á ným, ís- lenskri, tuttugu mínútna langri kvik- mynd. Hún nefnist „Elías og öminn", og er gerð eftir sögu Guðnjnar Helgu Sederholm. Höfundur tökuhandrits er Viðar Vikingsson og leiksyóri og sögumaður Þórhallur Sigurðsson. Kvikmyndatöku hafði Sigurður Jak- obsson með höndum. Framleiðandi myndarinnar er ísfilm hf., en sjón- varpið bauð út verkið, og er það ný- lunda þar á bæ. Fyrirhugað er að bjóða út fleiri verk í framtíðinni og er þess vasnst að þetta fyrirkomulag verði til að auka pbreytni í dagskrár- gerð. Það má segja að árið sem nú er á síðasta snúningi, 1986, sé undirlagt jregar þessi mynd um Elías og ömirui er annars vegar. í ársbytjun efiidi sjónvarpið til hugmyndasamkeppni og var þátttakendum gert að skila fyrir níunda febrúar. Guðrún Helga Sederholm var hlutskörpust í þessari samkeppni. Síðan tekur við samning handrits og önnur undirbúnings- vinna, en myndin var tekin seinnip- artinn í ágúst og fram í september. Smiðshöggið á verkið var svo rekið núna í desember og verður myndin sýnd í sjónvarpinu milli jóla og nýjárs. 28. desember klukkan 18.00, nák- væmlega til tekið. Myndin lýsir Elíasi, hreyfihömlu- ðum dreng, sem fær ekki notið alls hins sama og skólafélagamir sökum fötlunar sinnar; hann er tímavörður þegar hinir krakkamir fara í fótbolta; við fylgjumst með honum haltra upp stiga þegar bekkurinn fer í fyrsta sinn á Náttúrugripasafn, og mega þeir vel hirða sneið sem eiga. Meðal safhgripa sér Elías konung fuglanna uppstopp- aðan í glerbúri og kennir í bijósti um hann. Þegar heim er komið skoðar hann fuglabókina af miklum áhuga og sýnir pabba sínum myndir af öm- um. Pabbinn kveikir og fær þá ágætu hugmynd að kaupa öm í líki flug- dreka. Elías hefflast af flugdrekanum sínum og er öllum stundum úti að láta hann fljúga. Elías verður svo fyrir því óhappi að missa takið á eminum góða í einum flugdrekaleiðangrinum, og vindurinn feykir honum burt. Elías er óhugg- andi, en mamma hans róar hann með því að segja að þau skuli öll þijú fara að leita amarins þegar pabbinn kem- ur heim. Við tekur rúntur vítt og breitt um bæinn, uns Elfas kemur auga á öminn sinn. Hann hafði flækst í sjónvarpsloftnetinu á háhýsi einu. Fólkið í húsinu tekur dauflega í eitthvert prfl upp á þaki, og segir að það þurfi húsfund til að taka ákvörð- un um svo mikilvægt mál. Elías fer heim við svo búið með foreldrum sín- um, þótt honum lítist ekki meira en svo á að skilja öminn eftir uppi á húsþaki yfir nótt. Hann nær í heimili- skfkinii og kemur auga á félaga sinn. Elíasi verður rórra við þessa sýn en dýrðin stendur ekki lengi; alltíeinu birtast tvær löggur í kfldnum hans og em á leið upp á þak. Elías heldur að þeir ætli að stinga eminum í fengelsi, en veit að vonum ekki að öminn haföi átt sér leik (eða óleik) á borði; hann haföi truflað sjónvaipsútsendingar svo mjög í húsinu að ekki var hor- fandi á heimilisimbana og því höföu íbúamir kvatt tfl lögregiu. Fjölskyldan aftur af stað, en geðffl- ur gamall kall í húsinu er þá búinn að henda eminum í ruslið eftir björgun- arleiðangur lögreglunnar. Pabbinn fiskar lemstraðan öminn upp úr ösku- tunnu og lofar að hjálpa Elíasi að gera við hann. Elías sofnar svo með flug- drekann undir sæng um kvöldið. Mér finnst þetta falleg mynd um Elías og öminn hans. Hlý og notaleg en aldrei væmin og er það mikil guðsblessun. Það er margt bráðlunk- ið sem fyrir augu ber; til dæmis skotið þeg;ir lögregluþjónamir tveir koma labbandi inn í myndflötinn með smástigabút á milli sín og ætla að fara að ná í flugdreka upp á þak á háhýsi. En þá eiga þeir náttúrlega bara síð- asta hjallann eftir eins og maður sér strax í framhaldinu. Eins þegar Elías er nýbúinn að eignast flugdrekann; þá koma tveir kunningjar hans aðvífandi með loftriffil og ætla að skjóta öminn í bríaríi. Sá síðastnefiidi gerir sér hins vegar lítið fyrir og steypir sér yfir til- ræðismennina! Eða þegar Elías missir takið á eminum og hendir sér í grasið og fer að gráta; ef sá sem hér krotar væri eins og þremur áratugum yngri heföi hann eflaust farið að grenja líka. Eins er óborganlegt skotið úr háhýs- inu þegar sjónvarpið klikkar amar- kvöldið góða; sú uppákoma er vægast sagt óvinsæl, enda laganna verðir til kvaddir með hraði að fjarlægja skað- valdinn. Þessi mynd er hluti af norrænu samstarfeverkefni. Hvert Norð- urlandanna leggur til mynd sem síðan verða sýndar á víxl í þessum löndum. Verkefrii þetta kallast á skandíha- vísku En God Historie for de Smá, og er það sannmæli að minnsta kosti um það framlag fslands sem hér hefur 18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 24. desember 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.