Þjóðviljinn - 30.12.1986, Side 8
Nýársyfirlýsing þjóðarleiðtoganna sex
Árangur næst með vilja og
Þjóðarleiðtogarnir sex sem
tekið hafa saman höndum um
nýtt frumkvæði til friðar, meðal
annars á fundi sínum í Mexíkó í
ágúst, telja í nýársyfirlýsingu að
þrátt fyrir að samningar tækjust
ekki hafi leiðtogafundurinn í
Reykjavík sýnt að hægt er að ná
umtalsverðum árangri í afvopn-
unarmálum, og hvetja forystu-
menn stórveldanna til að hefja
nýjar viðræður sem fyrst.
Leiðtogarnir sex sendu frá sér
sameiginlega yfirlýsingu í gær, og
var henni dreift í Nýju-Delí,
Stokkhólmi, Aþenu, Mexíkó,
Buenos Aires og Dar es Salaam,
og hljóðar svo:
Þegar nýtt ár gengur í garð vilj-
um við enn á ný vekja athygli á
hættunni á kjarnorkustríði sem
ógnar lífi allra jarðarbúa. Við
viljum einnig árétta að á árinu
1987 gefast ný tækifæri til að gera
samninga sem eflt geta sameigin-
legt öryggi okkar allra.
í Reykjavík munaði litlu að
Reagan og Gorbachov aðalritara
tækist að ná samkomulagi sem
hefði markáð afdrifarík söguleg
þáttaskil og vísað veginn í átt að
algerri útrýmingu kjarnorku-
vopna. Það voru mikil vonbrigði
að þrátf^ fyrir að leiðtogar Banda-
ríkjanná og Sovétríkjanna legðu
fram djarfar og víðtækar hug-
myndir skyldi samkomulag
standa á ágreiningi um
geimvopn.
Leiðtogafundurinn í Reykja-
vík sýndi að hægt er að ná árangri
ef stjórnmálalegur vilji og víðsýni
eru fyrir hendi. f Reykjavík var
sannað að gamlar kenningar
þurfa ekki að binda hendur
manna og ferskar hugmyndir um
stjórnun vígbúnaðar og afvopnun
geta opnað nýjar leiðir. Það er
(BÚMM...)
Verðlækkun á flestum áramótavörum okkar
er sprengja ársins!
í ár verða flugeldar okkar ódýrari en nokkru sinni fyrr.
Jákvæð gengisþróun og hagstæð innkaup gera
okkur kleift að lækka verðið á flestum áramótavörum svo um munar.
Nú geta allir kvatt árið á glæsilegan hátt,
með flugeldum frá okkur.
LANDSSAMBAND
HJÁLPARSVEITA SKÁTA
víðsýni
fagnaðarefni að tillögurnar frá
Reykjavík eru enn á viðræðu-
borðinu og hafa ekki verið dregn-
ar til baka.
Á árinu 1987 gætu leiðtogar
Bandaríkjanna og Sovétrfkjanna
nýtt tækifærin sem sköpuð voru í
Reykjavík til að gera samninga
um verulega fækkun kjarnorku-
vopna. Við hvetjum því leiðtoga
Bandaríkjanna og Sovétríkjanna
til að byggja á þeim grunni sem
lagður var í Reykjavík. Á meðan
samkomulag tekst ekki þá heldur
vígbúnaðarkapphlaupið áfram
og örlögum okkar allra verður
sífellt meiri hætta búin.
Á undanförnum tveimur
Frá fundi leiðtoganna sex f Mexíkó í sumar. I ræðustól er Julius Nyerere, og sitjandi frá vinstri Rajiv Gandhi, Roul Alfonsin, Miguel de la Madrid, Andreas Papandreou og Ingvar Carlsson.
árum, síðast á fundi okkar í Mex-
íkó í ágúst, höfum við hvatt til
þess að allar tilraunir með kjarn-
orkuvopn yrðu stöðvaðar, hætta
yrði framleiðslu á slíkum vopnum
og komið í veg fyrir vígbúnaðark-
apphlaup í geimnum. Þessi stefn-
uatriði eru enn í fullu gildi og eru
reyndar brýnni nú en áður vegna
atburða á síðustu mánuðum. í
þessu sambandi vekjum við einn-
ig athygli á nauðsyn þess að ræða
gagnkvæma fækkun hefðbundins
herafla í Evrópu.
Á fundi okkar í Mexíkó bent-
um við á þær hættur sem eru sam-
fara því að samningar milli þjóða
séu ekki virtir og hvöttum sér-
staklega til þess að afvopnunar-
samningar séu haldnir í hvívetna.
Við beinum því þeim tilmælum til
ríkisstjórnar Bandaríkjanna að
hún endurskoði þá ákvörðun sína
að virða ekki þær takmarkanir
sem ákveðnar voru í SALT II
samningnum.
Við hörmum að ríkisstjórn Sov-
étríkjanna hefur nú ákveðið að
hefja á ný tilraunir með
kjarnorkuvopn um leið og
Bandaríkin sprengja sína fyrstu
kjarnorkusprengju á árinu 1987.
Við vonum að þessi ákvörðun sé
ekki óumbreytanleg og bendum á
að enn gætu stórveldin komið á
gagnkvæmu hléi á
tilraunasprengingum. Það getur
ekkert land fært sannfærandi rök
fyrir því að halda áfram tilraun-
um með kjarnorkuvopn. Við
beinum þeim tilmælum til Banda-
ríkjanna að þau endurskoði áætl-
anir sínar um tilraunasprengingar
svo að möguleikar skapist á
gagnkvæmu hléi. Við ítrekum til-
lögur okkar frá fundinum í Mex-
íkó um að annast eftirlit með því
að slík gagnkvæm stöðvun á kjar-
norkusprengingum sé virt í reynd
og erum reiðubúnir til að koma
því eftirlitskerfi upp þegar í stað.
Við höfum lagt ríka áherslu á
að þróun geimvopna gæti haft í
för með sér nýtt vígbúnaðar-
kapphlaup sem yrði ógnvænlegra
en nokkru sinni fyrr. Það er
nauðsynlegt að samningaviðræð-
ur séu frekar miðaðar við að út-
rýma kjarnorkuvopnum heldur
en forsendur sem fela í sér að
kjarnorkuvopn eigi um alla fram-
tíð að ógna tilveru mannkyns.
Þegar árið 1986 er að renna sitt
skeið á enda viljum við hvetja
leiðtoga Bandaríkjanna og So-
vétríkjanna til að hefja sem fyrst
á nýju ári víðtækar viðræður. Þær
viðræður ættu að taka mið af
sameiginlegum yfirlýsingum
þeirra um að koma í veg fyrir víg-
búnaðarkapphlaup í geimnum,
stuðla að endalokum vígbúnað-
arkapphlaupsins á jörðinni og út-
rýma að lokum öllum kjarnorku-
vopnum sem til eru. Gjörvöll
heimsbyggðin væntir þess að
þessum stefnumiðum verði kom-
ið í framkvæmd.
Rajiv Gandhi
forsætisráðherra Indlands
Ingvar Carisson
forsætisráðherra Svíþjóðar
Andreas Papandreou
forsætisráðherra Grikkiands
Miguei de la Madrid
forseti Mexíkó
Raui Alfonsín
forseti Argentínu
Júiíus Nyerere
fyrsti forseti Tansaníu.
Vinningar í H.H.Í. 1987: 9 á kr. 2.000.000; 108 á kr. 1.000.000; 216 á kr. 100.000;
2.160 á kr. 20.000; 10.071 á kr. 10.000; 122.202 á kr. 5.000; 234 aukauinningar á kr. 20.000.
Samtals 135.000 vinningar á kr. 907.200.000.
HAPPDRÆTTI
HASKÓLA ÍSLANDS
Vænlegast til uirtnirtgs
ARGUS/SÍA