Þjóðviljinn - 11.02.1987, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 11.02.1987, Qupperneq 3
Staðgreiðslukerfi skatta FRETTIR Skattleysi við 33.000 krónur Frumvarpið lagt fram á þingi í dag Stefnt er að því að leggja fram frumvarp um staðgrciðslukerfi skatta í þinginu í dag. Verði það að lögum munu skattleysismörk launþega verða 33.000 krónur árið 1988. Á tekjur umfram 33.000 krónur leggst 34,75% skattur, 28,5% af honum rennur til ríkisins en 6,25% til sveitarfé- laga í formi útsvars. Frá skatt- upphæðinni dregst 11.500 króna persónuafsláttur en allir frádrátt- arliðir falla niður. í stað sjómanna-og fiski- mannafrádráttar kemur sjó- mannaafsláttur af skattupphæð- inni og verður hann 150 krónur fyrir hvern lögskráðan dag á sjó. Stundi viðkomandi skattgreið- andi sjómennsku eingöngu fær hann 150 krónur í afslátt fyrir hvern dag ársins. Barnabætur verða 12.625 krónur með fyrsta barni en 18.910 með hverju barni umfram eitt. Barnabætur með börnum einstæðra foreldra verða þó tvö- falt hærri. Bæturnar greiðast út beint sem og húsnæðisbætur sem verða 55.000 krónur á ári í 6 ár eftir að viðkomandi skatt- greiðandi hóf byggingu eða kaup á íbúð í fyrsta sinn. Húsnæðisbæt- urnar skiptast á milli eignaraðila íbúðarinnar. Persónu- afslátturinn Pessar bætur verða greiddar um það bil ársfjórðungslega, og verða framreiknaðar samkvæmt lánskjaravísitölu tvisvar á ári. Við eftiráuppgjör samkvæmt skattframtali kemur í ljós hvort viðkomandi hefur greitt of lítið eða of mikið og verða þá endur- greiðslur greiddar með verðbót- um á báða bóga, auk þess sem dráttarvextir koma á vanskil skattgreiðanda. Framkvæmd skattgreiðslna er á þann veg að hver skattgreiðandi fær skattkort sem hann leggur inn hjá vinnuveitanda sínum. Á kort- inu koma fram upplýsingar sam- kvæmt þjóðskránni um nafn, heimili og svo framvegis. Vinnu- veitanda ber að skila skattgreiðsl- unum til skattyfirvalda. Sé einstaklingur í fleiri en einu starfi getur hann fengið auka- kort. Sé annað hjóna heimavinnandi má leggja skattkort beggja inn hjá vinnuveitanda þess sem úti- vinnandi er og á hann þá rétt á 80% af persónuafslætti makans, auk eigin afsláttar. Persónuafslátturinn er færan- legur innan eins árs þannig að séu tekjur einhverja mánuði við eða undir skattleysismörkum kemur ónýttur persónuafsláttur til eft- iráuppgjörs samkvæmt framtali og dregst frá greiddum skatti með verðbótum. Ríkið tapar Skattlagning á eignatekjur, vaxtatekjur, leigutekjur og fyrir- tæki verða með sama hætti og áður og eru fyrir utan nýja kerfið. Tekjur ársins 1987 verða skatt- lausar en fari þær umfram 25% mark milli ára hjá sjálfstæðum at- vinnurekendum verður það sér- staklega athugað af skattstjóra og komi í ljós að teknanna er aflað með grunsamlegum hætti koma þær allar til skattlagningar. Að mati nefndarinnar sem unnið hefur frumvörpin mun nýja kerfið þýða um 250-300 milljóna tap fyrir ríkissjóð. Skatt- byrði einstaklinga lækkar því eitthvað og samkvæmt útreikn- ingum nefndarinnar mun skatt- byrði hjóna sem hafa um 1600 þúsund í árstekjur lækka eitthvað en hækka að sama skapi eða hald- ast óbreytt hjá þeim sem eru þar fyrir ofan. Nefndin telur að eftirlit með skattskilum verði auðveldara með einfaldara kerfi þar sem tími og mannskapur sparast við það. í frumvarpinu eru þó ekki neinar nýjar reglur um skatteftirlit. -vd. Sturlumálið Frávísun fra íhaldinu Ólafur G. Einarsson reiðir sig á stuðning Framsóknar og jafnvel krata. Steingrímur J. Sigfússon: Hneyksli efkomið verður í vegfyrirþinglega meðferð frumvarpsins Þrír prestar voru vígðir til embættis um sl. helgi. Þeir eru: Arnfríður Guðmundsdóttir 26 ára Siglfirðingur sem hefur verið ráðin aðstoðarprestur í Garðasókn á Kjalarnesi, Gunnlaugur Stefánsson, 34 ára Hafnfirðingur sem skipaður hefur verið sóknarprestur í Heydölum og Karl Valgarður Matthíasson, 34 ára Snæfellingur sem settur hefur verið sóknarprestur í Súgandafiröi. Sjálfstæðismenn munu flytja frávísundartillögu við frum- varp Ingvars Gíslasonar, Guð- mundar Bjarnasonar, Steingrims J. Sigfússonar og Kristínar Hall- dórsdóttur um að Hæstiréttur skipi rannsóknarnefnd í fræðslu- stjóramálið. Leggja þeir áherslu á að frumvarpið verði tekið til afgreiðslu strax í dag og virðist Ólafur G. Einarsson formaður þingflokks Sjálfstæðismanna reiða sig á stuðning annarra Framsóknarmanna og jafnvel krata við frávísunartillöguna. Fyrir þinginu liggja líka tvær þingsályktunartillögur um sama mál frá Stefáni Valgeirssyni og frá Jóhönnu Sigurðardóttur og fleiri Alþýðuflokksmönnum. I útvarpsviðtali í gærkvöld sagðist Ólafur G. Einarsson ekki telja að aðrir Framsóknarmenn stæðu að baki þeim Ingvari og Guðmundi og gerði því skóna að Alþýðu- flokksmenn myndu líka styðja vantraustið. í greinargerð með ályktunartillögu þeirra segir m.a. að frumvarp Ingvars og félaga „spilli fyrir farsælli lausn málsins“ og taldi Ólafur þetta sýna að þeir væru á móti frumvarpinu. Tillaga þeirra gengi líka mjög í þá átt sem menntamálaráðherra hefði boðið norðanmönnum. Steingrímur J. Sigfússon sagð- ist í gærkvöldi ekki trúa því að Alþýðuflokksmenn myndu koma í veg fyrir að frumvarpið fengi þinglega meðferð. „Það er tvennt ólíkt að styðja ákveðna málsmeð- ferð eins og við leggjum til og svo hitt að stöðva þinglega meðferð málsins,“ sagði hann. „Það yrði hreint hneyksli ef Framsóknar- þingmenn, hvað þá kratar koma í veg fyrir að frumvarpið fái þing- lega skoðun eins og hin rnálin". -ÁI. BSRB Samflotið í strand Lítil hreyfing á viðrœðum. Félögum SFR boðið 3V2% hœkkun Nú hefur tilraun aðildarfélaga BSRB til samflots í yfirstandandi samningaviðræðum endanlega siglt í strand og var formlega sam- þykkt í fyrrakvöld að í áfram- haldandi samningaviðræðum fari hvert félag með viðræðurnar sjálft. Félögin náðu aldrei að komast að samkomulagi um hcildar kröfuger ð. Eins og kunnugt er hafa sveitafélögin nú náð samningum við sína viðsemjendur, að unðan- skildum þremur sveitafélögum, Reykjavík, Akranesi og Siglu- firði. Auk þessara félaga á Starfs- mannafélag ríkisstofnana eftir að semja og 13 félög ríkisstarfs- manna. Samkvæmt heimildum Þjóðviljans hefur SFR fengið til- boð frá ríkinu sem hljóðar uppá 3 1/2% hækkun en það tilboð fékk ekki góðar undirtektir. —K.Ól. BILAHA PPDRÆTTI HANDKNA TTLEIKSSAMBANDS ÍSLANDS 9. feb. var dregið um 50 Fiat Uno 45 Eftirtalin númer drógust út: 10 53085 103379 167816 207781 8699 55600 116515 169243 209860 9370 60068 119111 169796 212740 23090 60931 125056 171192 219882 26280 69560 140018 175084 241686 29801 73405 142254 186457 255192 30112 79835 151494 187125 256959 31938 80306 152047 195505 258236 52702 100927 159405 199493 261935 52985 100976 165051 200648 269694 HSÍ þakkar landsmönnum góðan stuðning við landsliðið okkar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.