Þjóðviljinn - 11.02.1987, Side 6

Þjóðviljinn - 11.02.1987, Side 6
Atriði úr Gullsandi, mynd Ágústs Guðmundssonar. gagnvart Hrafni nú er sú stað- reynd að mynd sú sem hann hyggst gera er fjármögnuð að langmestu leyti af sænsku kvik- myndastofnuninni en hú leggur rúmar 60 milljónir íslenskra króna í púkkið. Allt kvikmynd- agerðarfólk sem starfa mun við töku myndarinnar er því erlent, utan Hrafn sjálfan, hljóðmann- inn og búningahönnuðinn. Knút- ur Hallsson formaður úthlutun- arnefndar hefur bent á að leikar- ar séu íslenskir, en rétt er að ár- étta að hér er verið að ræða út- hlutanir sjóðsins til framleiðslu íslenskra kvikmynda, alveg burtséð frá því af hvaða þjóðerni leikarar mynda eru. Því fer víðs fjarri að myndir Hrafns hafi verið dýrari í fram- leiðslu en myndir hinna fram- leiðendanna en þeir hafa hins vegar þurft að sækja í eigin vasa mun stærri hluta framleiðslu- kostnaðarins við myndirnar en Hrafn hefur þurft en eftir á að hyggja kemur það í ljós þegar að- sóknartölur að myndum þeirra manna sem hér að ofan eru nefndir eru skoðaðar kemur í ljós, að myndir Hrafns hafa lægsta meðalaðsókn. Sænska kvikmyndastofnunin Þjóðviljinn hafði samband við Sænsku kvikmyndastofnunina til að spyrjast fyrir um hvernig sam- vinnu stofnunarinnar og Hrafns væri háttað. Talsmaður stofnunarinnar varðandi nýjar myndir sagði að ekki lægi enn fyrir endanleg kostnaðaráætlun varðandi mynd- ina um Tristan og ísold en áætlað væri að leggja um 10 milljónir sænskar krónur í hana og stofn- unin liti svo á að afraksturinn yrði sænsk-íslensk framleiðsla og reiknað væri með að af íslands hálfu yrði lagt í myndina 3-4 milljónir sænskra króna. (sænska krónan er 6 ísl kr.). í Svíþjóð hafa heyrst þær radd- ir að óþarft sé fyrir Svía að vera að styrkja einhverja útkjálkak- vikmyndagerð uppi á íslandi eða annarsstaðar og aðspurður um þetta sagði talsmaður stofnunar- innar að menn þar litu svo á að hér væri um sænsk-íslenska fram- leiðslu að ræða. Heimildamnenn blaðsins í Sví- þjóð sem kunnugir eru í kvik- myndaheiminum segja að kvik- myndastofnunin hafi frá upphafi verið tiibúin til að kosta fram- leiðslu myndar Hrafns Gunn- laugssonar um Tristan og ísold og telji hún sig muna lítið um ein- hverjar 15 milljónir íslenskar krónur og hefði framleitt hana án þeirra. Hrafn hafi hins vegar vilj- að leggja það í hana og talið sig frá upphafi viðræðna við kvik- myndastofnunina átt úthlutun Kvikmyndasjóðs vísa og viljað eiga þennan hluta í myndinni og fyrir hann eiga sýningarréttinn og allar væntanlegar tekjur af mynd- inni hér á landi. Samþykkt Félags kvikmynda- gerðarmanna Félag kvikmyndagerðarmanna hélt fund 2. febrúar sl. og var samþykkt eftirfarandi ályktun á fundinum: „í ljósi úthlutunar Kvikmyndasjóðs fyrir árið 1987 telja félagsmenn að hagur ís- lenskrar kvikmyndagerðar hafi verið fyrir borð borinn með því að láta 33% af ráðstöfunarfé sjóðsins í erlent samstarf án þess að setja skilyrði um að ákveðinn fjöldi íslendinga fái atvinnu við verkefnið.Fordæmi að slíkum skilyrðum er að finna víða um heim.Er það krafa félagsmanna að þetta endurtaki sig ekki og að reglur verði settar um styr- kveitingar til kvikmynda sem gerðar eru í samstarfi við erlenda aðila“. Guðbrandur Gíslason fram- Birgir Sigurðsson Guðbrandur Gíslason kvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs sagði í samtali við Þjv. í byrjun vikunnar að gagnrýni kvik- myndagerðarmanna ætti ekki við rök að styðjast að mati úthlutun- arnefndarinnar sem hefði litið svo á að leikstjóri og handritshö- fundur væri íslenskur, sagan væri íslensk og endurspeglaði íslensk- an veruleika og leikarar yrðu að stærstum hluta íslenskir, höfund- ur leikmyndar væri íslenskur, hljóðupptökumaður og búninga- hönnuður sömuleiðis íslenskir svo hér væri um að ræða íslenska mynd. Álit nokkurra kvikmyndagerða- manna Við spurðum nokkra íslenska kvikmyndagerðarmenn hvað þeim fyndist um þá ráðstöfun að úthluta svo stórum hluta úthlut- unarfjárins í mynd sem að svo stórum hluta er útlend. Sigurð- ur Sverrir Pálsson sagði:„Mér finnst það mjög óheppilegt nú þegar staðið er í fyrsta sinn við lög um fjárveitingu til sjóðsins, að ekki skuli fara í gang fleiri myndir en raun ber vitni. Hins vegar geta legið þarna ýmsar ástæður að baki sem ég því miður þekki ekki. Það er hins vegar Ijóst að varðandi svona mál og samstarfsverkefni þarf að hugsa rækilega í sjóðstjórninni og setja reglur þar um, en slíkar reglur eru ekki til nú, sem líka er afar óheppilegt“. „Það er alveg forkastanlegt að þessi litli peningur sem til er í Iandinu til kvikmyndagerðar skuli fara í að styðja sænska kvik- myndagerð“ sagði Guðný Hall- dórsdóttir. „Það þýðir ekki að slá ryki í augu fólks með því að tala um að myndin sé mönnuð íslenskum leikurum, það er annar hand- leggur. Þó að hljóðmaðurinn, búningahönnuðurinn og leik- myndagerðarmaðurinn séu ís- lenskir þá er myndin fjármögnuð að langmestu leyti af Svíum og þessvegna hljóta Svíar að eiga hana að mestu enda segir Hrafn sjálfur í Morgunblaðinu að svíar ætli að sýna myndina í Cannes, en ekki að hann sjálfur eða íslend- ingar eða kvikmyndasjóður ætli að sýna hana þar. Þá hefur framkvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs borið því við að íslendingar geti engan hlut átt að máli við kvikmyndunina sjálfa þar sem hún verði tekin í Panavis- ion, en allir þeir íslendingar sem gengið hafa á alhliða kvikmynda- skóla þeir hafa fengið námskeið í öllum tegundum tökuvéla, þar á meðal Panavision. Þá eru þessir undirbúnings- styrkir hálf kyndugir. Undirbún- ingur er að skrifa handrit, finna tökustaði, ráða fólk og útvega gögn og búnað og það kostar varla neinar milljónir fremur nokkur fá hundruð þúsund krón- ur. Hvað á að gera við td.3 milljónir í undirbúningsstyrk nema taka eigi myndina á Ind- landi? Þá er það verulega bagalegt fyrir fjölda kvik- myndagerðar- fólks og fyrirtækja sem leigja út vélar og tæki til kvikmyndunar að aðeins skuli komast í gang ein ís- lensk mynd. Flest af þessu fólki bjóst við að nú kæmi verulegur skriður á íslenska kvikmynda- gerð, en því miður er raunin önnur". „Það er svolítið erfitt fyrir okkur kvikmyndastjórana að hafa hátt um óánægju okkar með úthlutanir sjóðsins vegna þess hve málið er okkur skylt. Ég hef lengi vitað að svona deildust tölurnar og það eina sem kemur mér á óvart við úthlutunina núna er það hversu mörgum kemur á óvart hvernig í pottinn er búið og gott að vakin er athygli á hvernig almannafé er varið í þessu tilliti" sagði Ágúst Guðmundsson kvik- myndagerðarmaður. „Auðvit- að er maður heldur óhress að svo miklu fé er úthlutað til myndar sem er fjármögnuð að mestum hluta af svíum sem hljóta að telja myndina sænska fyrir bragðið“, sagði Þorsteinn Úlfar Björnsson. „Manni finnst skjóta skökku við nú miðað við að eftir úthlut- unina árið 1983 þá voru gerðar hér 3 myndir og sjóðurinn miklu minni, en nú verða gerðar færri myndir en þá. En varðandi Hrafn sjálfan er ljóst að hann er út um allt, Hann er í stjórn Bandalags ísl lista- manna og inn um allt stjórnkerfið og étandi með þessu liði sem stjórnar og mér skilst að tveir þriðju úthlutunarnefndarinnar séu miklir persónulegir vinir hans og það er kannski ekkert skrýtið að þeir vilji gera vel við vin sinn. Það er einkennilegt að sjóður- inn skuli ekki styrkja betur hand- ritagerð því hún er kannski veikasti punktur ísl. kvikmynda- gerðar. Það hefði að mínu áliti mátt deila einhverjum af þessum undirbúningsstyrkjum upp í handritastyrki hvern um 250jþús- und kr. sagði Þorsteinn Úlfar Björnsson að lokum. „Hvað segir þú um þá ráðstöf- un Kvikmyndasjóðs að verja þriðjungi af úthlutunarfénu til sænsk-íslenskrar kvikmyndar?“ „Ég óska Hrafni Gunnlaugs- syni til hamingju. Hann fær núna það tækifæri, sem alla íslenska kvikmyndagerðarmenn hefur dreymt um, sem sé að gera kvik- mynd án þess að þurfa að hafa áhyggjur af fjármálunum. Hrafn hefur gert bæði góða og vonda hluti rétt eins og við hinir og hann á skilið að fá gott tækifæri til að sýna hvað í honum býr. Það sem mér hins vegar sárnar við þessa úthlutun er að sjá enn einu sinni staðfestingu á þeirri ringulreið, geðþóttaákvörðunum og fáfræði, sem alla jafna hafa einkennt störf Kvikmyndasjóðs. Það eru engar reglur til handa úthlutunarnefnd að fara eftir. Á hún að veðja á þá kvikmynda- gerðarmenn sem henni líst best á persónulega? Á hún að úthluta til manna eftir afköstum? Á hún að úthluta eftir aðsókn? Eftir hverju á hún að fara? Mönnunum er vorkunn. Á hinn bóginn er Knúti Hallssyni formanni úthlutunar- nefndar og Kvikmyndasjóðs eng- in vorkunn. Hann hefur haft góð- an tíma, allar götur síðan ég byrj- aði í kvikmyndagerð, til að koma skipulagi á hlutina, en það hefur hann látið vera. Það er ekki Hrafni að kenna, að mönnum gremst, hversu mjög honum tekst að mjólka sjóðinn. Það er Knútur sem ber ábyrgð- ina. Það gengur ekki lengur að dreifa peningum af handahófí, eins og Egill ætlaði að dreifa silfr- inu yfir þingheim forðum. Það þarf að setja um þetta reglur. Eins og stendur getur allt gerst: Það væri til dæmis ekkert hægt að gera við því, þótt einhver maður fengi peninga í erlenda sampród- úksjón, og notaði þá peninga síð- an til að kaupa íslandsréttinn að myndinni. Og í framhaldi af því ætti styrk- þeginn allan aðgangseyri sem inn kæmi á íslandi án þess að hætta nokkru til úr eigin vasa. Ég trúi því ekki að ekki hafi verið sett undir þennan leka varðandi þessa sænsk-íslensku mynd. Ég held að það liggi í augum uppi, að ég sjálfur hef fengið hrikalega útreið hjá Kvikmynda- sjóði. Ég hef gert fimm myndir og fengið rúmar tíu milljónir. Hrafn hefur gert þrjár og fengið tæpar þrjátíu. Ég hef fengið góða að- sókn og getað skrimt, en mig hef- ur reyndar dreymt um að fá meiri aðstoð til að geta fengið að þróast sem listamaður. En ég hef bið- lund. Hrafn hefur fengið gott tækifæri. Kannski kemur röðin einhvern tímann að okkur minni spámönnunum eins og Ágústi Guðmundssyni, Þorsteini Jónssyni og Þráni Bertelssyni. Mér finnst við eiga það skilið.“ Ekki tókst að hafa upp á Knúti Hallssyni formanni úthlutunar- nefndar Kvikmyndasjóðs en einn nefndarmanna; Birgir Sigurðs- son hafði þetta að segja um mál- ið: „Úthlutunarnefndinni þótti úthlutunin til myndar Hrafns Gunnlaugssonar sanngjörn mið- að við þær áætlanir sem hann gerði og þessi styrkur mjög eðli- legur, en annars er það regla út- hlutunarnefndarinnar að ræða ekki um einstakar úthlutanir þar sem þær eru trúnaðarmál. Það er alrangt að telja þessa mynd útlenda. Þessi mynd er samvinnuverkefni og framtíð ís- lenskrar kvikmyndagerðar hlýtur að liggja í slíku. í henni verða leikarar íslenskir, íslendingur gerir handritið, íslenskur bún- ingahönnuður og fsl., hljóðmað- ur og hún verður tekin að mestu á íslandi. Það má kalla myndina íslensk- sænska eða sænsk- íslenska en ég held að ef ekki má styrkja sam- vinnu af þessu tagi þá er framtíð ísl. kvikmyndagerðar vonlítil. Hér er í fyrsta sinn um raunveru- legt samvinnuverkefni að ræða sem er ákaflega mikils virði og fyrir utan að leikstjórinn hefur sýnt það og sannað að hann er fullfær um að gera góðar myndir. Það sást glöggt í sjónvarpinu í fyrrakvöld“. Sp. Því veitti sjóðurinn ekki handritastyrki? „Sjóðurinn veitti byrjunar- styrki og þú verður að gera þér grein fyrir því að sjóðurinn veitir þá eftir því hvað menn eru með í höndunum. Allar úthlutanir miðast við hvað við fáum í hendur, hvað felst í þessum umsóknum og út frá því er úthlutað. Menn eru að tala um að við hefðum átt að styrkja þrjár myndir. Við töldum enga ástæðu til þess, það er ekki hægt að hafa einhvern kvóta á því, heldur erum við að reyna styrkja það sem er líklegt til að standa sig. Ég held að Hrafn hafi hingað til skilað fyllilega þeim myndum sem hann hefur fengið styrk til að gera. Þá vil ég víta ummæli Þorsteins Jónssonar þar sem hann gefur í skyn að annarleg sjónarmið hafi ráðið úthlutuninni að þessu sinni, að nefndin hafi verið undir áhrif- um fjölmiðla og þær myndir sem fjallað hafi verið um í fjölmiðlum hafi fengið betri úthlutun en aðr- ar. Þorsteinn Jónsson formaður félags ísl kvikmyndagerðar- manna þekkir ekki nema eina umsókn af þeim 75 sem bárust og getur því ekki lagt mat á aðrar umsóknir". Sp. Bendir þessi umræða ekki til þess að fastar úthlutunarreglur vanti? „Við höfum reglur, við gætum ekki farið eftir reglum sem við höfum ekki. Kvikmyndasjóður er ekki á vegum félags ísl. kvik- myndagerðarmanna en þeim er málið skylt og eðlilegt að þeir hafi eitthvað um málið að segja og það er skiljanlegt þegar um er að ræða miklar fjárhæðir sem sumir fá en aðrið missa af, að reiði eða sársauki komi upp sem síðan í versta falli getur orðið að að- dróttunum, en ég held að aldrei takist að setja neinar úthlutun- arreglur svo allir verði ánægðir og ég veit ekki hvernig slíkar reglur ættu að vera. Við störfum eftir meginlínum sem felast í lögum um sjóðinn og því sem lagt var fyrir okkur af stjórn sjóðsins, að veita fé til stærri verkefna, en færri til að ekki kæmi upp sú ó- lánsstaða að menn standi uppi ör- eigar eftir að hafa búið til kvik- mynd. -sá 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 11. lebrúar 1987

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.