Þjóðviljinn - 19.02.1987, Síða 3
væru fátækir, þá voru þeir ekki
komnir á „það stig þróunarinnar"
að þeim fyndist íslenskt
mannréttindamál að taka við
danskri bíflíu gefins. Og þó þeir
væru kanski svángir, var
baunadiskurinn frægi sem talað
er um í biflíunni ekki orðið þeim
það hjartansmál að þeir létu fyrir
hann frumburðarrétt sinn sem
bókmentaþjóð. Þeir prentuðu
sína biflíu sjálfir í torfkofa í ein-
um afskekktasta fjalldal Norður-
lands...“
„FASTUR HRYGGJARLIÐUR“
Þesi orð nóbelsskáldsins voru
látin falla í rimmunni um dáta-
sjónvarpið á Keflavíkurflugvelli,
sem þá var að leggja undir sig
suðvesturhorn landsins, og vísa
að sjálfsögðu til röksemda sem
voru uppi um „valfrelsi" og bless-
un þess að fá ókeypis afþreyingu
vestanum haf, en þau eru engu
síður tímabær nú en þá, afþví
hugarfar hermangs og undir-
lægjuháttar hefur í engu breyst
hjá ráðandi öflum samfélagsins.
Satt að segja er svipmyndin
sem Halldór Laxness bregður
upp af manndómi og framtaki
þjóðarinnar í örbirgð og niður-
lægingu í svo æpandi mótsögn við
aldarhátt nútímans, að gengur
manni til hjarta. Ef dæma má af
framgöngu helstu ráðamanna
þjóðarinnar, sem kannski má
taka sem persónugervinga Þjóð-
arviljans, þá er þjóðarmetnaður
fslendinga löngu farinn að verp-
ast og sjálfstæðisviljinn að dapr-
ast, enda hafa þeir verið glýjaðir
til að meta æru sína til peninga og
leggja framtíð sína ævarandi í veð
fyrir stundarávinningi. Ört vax-
andi fjármálaspilling og
fullkomið purkunarleysi í sam-
bandi við hana, pólitískur lodd-
araskapur og sýndarmennska, til-
finngasljóleiki gagnvart eymdar-
kjörum meðbræðranna, menn-
ingarsnautt fjölmiðlafár og
snobbað dekur við svokallað
„fínt fólk“ gljóstrokinna tildur
tímarita, allt eru það ávextir
þverrandi þjóðerniskenndar og
hopandi vonar um að verða aftur
þjóð með þjóðum sem kinnroða-
laust geti horft í skuggsjá sögunn-
ar.
Vonandi er það glámskyggni,
en ég fæ ekki betur séð en þróun
þjóðfélagshátta og opinbers sið-
gæðis á liðnum þremur áratugum
standi í beinu orsakasamhengi
við þau afdrifaríku óhöpp sem
urðu þegar íslensk stjórnvöld
söðluðu um fyrir erlendan þrý-
sting og afreðu að gerast þý og
þjónar hins vesturheimska her-
veldis. Það eru ævagömul sann-
indi, sem mannleg reynsla áréttar
í hverri nýrri kynslóð, að sjálfan
sig selur enginn nema með tapi.
Þau veraldlegu verðmæti, sem
fallið hafa hérlendum valdastétt-
um í skaut í kaupskapnum við
hinn volduga og ráðríka ná-
granna í vestri, hafa verið marg-
faldlega endurgoldin í þverrandi
reisn og metnaði, vaxandi betli-
hugarfari og spákaupmennsku.
Eins og Árni Bergmann orðaði
það hnyttilega fyrir ári eða svo,
þá er búið að koma Kananum
fyrir sem föstum hryggjarlið í
samfélagsskrokknum, og ekki
séð fyrir endann á afleiðingum
þeirrar ígræðslu.
BLÓMIN KRINGUM
FJÓSHAUGINN
Hitt er svo annar handleggur
og hann einkar hnýsilegur, að
ýmis teikn benda til þess að
kringum sorphaug íslenskrar
stjórnmála- og fjármálaspillingar
séu að spretta hin fegurstu
blómstur, enda hafði Ragnar í
Smára fyrir satt, að blómgun
menningar stæði jafnan í réttu
hlutfalli við magn spillingar á
sama hátt og gróðursæld væri
mest kringum fjóshauga. Kann-
ski felst í þeim gráglettnu orðum
meiri sannleikur en margan grun-
ar. Svo mikið er víst að aldrei í
sögu þjóðarinnar hafa listir stað-
ið með meiri blóma en nú. Má
heita að einu gildi hvar niður er
borið: gróandinn liggur hvar-
vetna í loftinu. Tónlist er stunduð
sem aldrei fyrr og vaxandi hópur
jafnt skapandi sem túlkandi tón-
listarmanna (vissulega er þessi
flokkun gerræðisleg og villandi)
gerir garðinn frægan bæði heima
og heiman. Myndlistin er ólgandi
af fjöri og látlausum tilraunum
með fersk form og nýjar hug-
myndir. Myndlista- og handíða-
skólinn er orðinn ein virtasta
stofnun sinnar tegundar í heimin-
um. Leiklistinni fleygir fram,
ekki síst í sjálfstæðum leikhópum
sem sumir hverjir eru nánast á
götunni, en „stofnanaleikhúsin“
eru þyngri í vöfum og líða fyrir
þær skorður sem æviráðning og
forréttindi vegna starfsaldurs
setja frjórri og skapandi list-
sköpun. Bókmenntirnar hafa
ekki í annan tíma verið fjölbreyti-
legri, þó menn kunni um sinn að
sakna tinda á borð við Laxness,
Þórberg, Gunnar Gunnarsson,
Tómas Guðmundsson og Stein
Steinar. Kannski vantar bara
fjarsýnið til að koma auga á nýju
tindana.
EKKI EINGANGRUNAR-
STEFNA
Að frátöldum fjóshaugnum
hans Ragnars í Smára á þessi
blómgun og fjölbreytni í list-
sköpun að mínu mati fyrst og
fremst rætur að rekja til þess að
íslenskir listamenn hafa í ört vax-
andi mæli leitað sér fanga um
menntun og viðmiðun með öðr-
um þjóðum og horfið heim með
feng sinn að lokinni rækilegri
skólun. Þetta á undantekningar-
laust við um tónlist og myndlist
og í allmiklum mæli um bók-
menntir og leiklist.
Það er því örlagaríkur mis-
skilningur eða rangtúlkun, þegar
formælendum þjóðlegrar reisnar
og sjálfsvirðingar er borin á brýn
einangrunarstefna, afþví þeir
gagnrýna eða fordæma skriðdýrs-
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
hátt íslenskra ráðamanna
gagnvart Bandaríkjastjórn. Ég
og mínir líkar teljum þvertámóti
einsætt, að sem allra virkust og
nánust samskipti íslendinga við
aðrar þjóðir séu til góðs eins, örvi
okkur til dáða, kenni okkur að
taka mið af því sem best er gert
annarsstaðar og sætta okkur við
ekkert minnafyrir eigin hönd. En
öll þvílík samskipti eiga og verða
að vera á grundvelli fullkomins
jafnræðis og gagnkvæmrar virð-
ingar.
DÆMI LISTAMANNA
Ég gerðist svo djarfur fyrir
margt löngu að varpa fram þeirri
hugmynd, sem mér þykir hreint
ekki fjarstæð, að enginn
stjórnmálamaður eða æðri emb-
ættismaður ætti að fá heimild til
opinberra mannaforráða nema
hann hefði dvalist að minnsta
kosti tvö ár með öðrum þjóðum
og kynnst af eigin raun hvernig
annað fólk hugsar og hegðar sér.
Þá umdeildu tillögu byggði ég að
sjálfsögðu á því forna spakmæli,
að heimskt sé heimaalið barn, og
í þeim skilningi eru íslenskir
stjórnmálamenn með sárafáum
undantekningum tröllheimskir.
Satt að segja rennur mér stund-
urn til rifja heimóttarskapur og
fákænska hérlendra stjórnmála-
manna, þekkingarleysi þeirra á
málefnum veraldarinnar,
innræktuð þröngsýni og molbúa-
viðhorf. Þeir mættu svo sannar-
lega margir hverjir fara að dæmi
listamanna og ganga á hólm við
umheiminn áður en þeir fara að
halda þjóð sinni til haga eða
standa í stappi við erlend stór-
veldi eða auðhringa.
Það er hvorki kvalalosti né
sjálfspíslahvöt sem knýr mig til
að draga upp þá nöturlegu mynd
af íslensku þjóðfélagsástandi,
sem ég hef brugðið á loft, enda
blasir hún vísast við öllum
heilskyggnum mönnum. Ég er
hreint ekki þeirrar skoðunar að
ástandið einsog það er og hefur
verið undanfarna áratugi stafi af
einhverju gallhörðu eða óhagg-
anlegu náttúrulögmáli, einsog
stundum heyrist haldið fram a
verjendum ríkjandi ástands,
heldur er ég þvertámóti
sannfærður um að Islendingar
hafa öll skilyrði og alla burði til
að skapa velmegandi og mann-
eskjulegt fyrirmyndarsamfélag,
þarsem jöfnuður, réttlæti og
blómlegt menningarlíf fái þrifist
og lyft þjóðinni í nýjar hæðir -
kannski einhversstaðar í nám-
unda við Aþenu til forna. En til
þess að svo megi verða er höfu-
ðnauðsyn að skipt verði hið bráð-
asta um skipstjórnargengi og
uppí brúna komi sveit vaskra
karla og kvenna sem geri sér ljósa
og ótvíræða grein fyrir, í hverju
tilveruréttur þjóðarinnar felst og
þá jafnframt framtíðarvon henn-
ar.
SAMEIGN ÍSLENDINGA
Hvorttveggja er fólgið í rækt
við þau verðmæti sem við eigum
sameiginlega og okkur ber skylda
til að varðveita handa niðjum
okkar og veita heimsbyggðinni
hlutdeild í. Það eru verðmætin
sem geymd voru, varin og marg-
földuð gegnum þykkt og þunnt,
einnig á mestu hörmungatímum
þjóðarinnar, afþví mölur og ryð
fengu ekki grandað þeim. Þau
eru sagan með órofnu samhengi
og tallausum lærdómum til
hvatningar jafnt sem varnaðar,
tungan sem mótað hefur frá önd-
verðu tilfinningar okkar, hugsun
og sjálfstjáningu, loks sú menn-
ing sem verið hefur kjölfesta
þjóðlífsins: bókmenntir og aðrar
listir sem túlkað hafa og tjáð inns-
tu veru okkar, dáðir og draum-
sýnir. Þetta þrennt á þjóðin sam-
eiginlega, og það er þessi sam-
eign sem tryggir okkur tilverur-
étt, gerir okkur þjóð meðal
þjóða, skilgreinir tilganginn með
öllu okkar daglega bjástri. Ekk-
ert annað.
Ræktarleysi við þessa sameign
íslendinga er glæpur gagnvart
gengnum kynslóðum í landinu og
svik við ókomnar kynslóðir. Þar
hygg ég sé sú synd sem aldrei
verður fyrirgefin.
Sigurður A. Magnússon
Miele
Miele RYKSUGAN
HÚN ER VÖNDUÐ
OG VINNUR VEL
1000 watta kraftmikill mótor
Afkastar 54 sekúndulítrum
Lyftir 2400 mm vatnssúlu
7 lítra poki
4 fylgihlutir í innbyggðri geymslu
Stillanleg lengd á röri
Mjög hljóðlát (66 db.A)
Fislétt, aðeins 8,8 kg
Þreföld ryksía
Hægt að láta blása
9,7 m vinnuradíus
Sjálfvirkur snúruinndráttur
Teppabankari fáanlegur
Taupoki fáanlegur
Rómuð ending
Hagstætt verð
Einkaumboð á íslandi
nr JÚHANN ÓLAFSS0N & C0
SUNDABORG 13, SÍMI 688588