Þjóðviljinn - 19.02.1987, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 19.02.1987, Qupperneq 7
LÍF í BORG „Önnur stefnubreyting sem varð á þessum árum snerti nýt- ingu opinna svæða og útivistar- svæða í borginni. Kjörorð okkar var Líf í borg. Útimarkaðurinn á Lækjartorgi var ein af nýjungun- um, fyrirbæri sem Kaupmanna- samtökin höfðu barist gegn og Sjálfstæðisflokkurinn hafði ekki haft kjark til að leyfa. í kjölfar endurbygginganna á Bernhöfts- torfu spratt svo upp fjöldinn allur af litlum veitingstöðum og kaffi- húsum, sem nú eru eins og þau hafi alltaf verið þarna. Þriðja atriðið sem ég vildi nefna var byggðastefnan. Við lögðum kapp á að þétta byggðina í stað þess að þenja hana út um holt og móa. Einn liðurinn var könnun á því að flytja Reykjavík- urflugvöll og það er enn kapps- mál hjá mér að flugvellinum verði fundinn annar staður en í miðju borgarinnar.“ MENGUN VIRÐIR ENGIN LANDAMÆRI „Umræðan um umhverfismál og náttúruvernd hefur verið of einangruð og þröng og þessu þarf að breyta. Það þarf að opna nýja sýn á þennan málaflokk og ítreka mikilvægi umhverfisins í daglegu lífi fólks. Það er t.d. auðsætt um- hverfismál að tryggja öllum að- gang að náttúrunni, en það er líka nauðsynlegt að tryggja fólki frí- tíma til þess að það geti notið hennar. Þannig tengjast um- hverfismálin öðrum þáttum stjórnmálabaráttunnar - vinnu- þrælkuninni, launamálunum, heilbrigðismálunum og svo mætti lengi telja. Og það dugir heldur ekki að einangra sig við ísland þegar um- hverfismálin eru annars vegar. Það er útbreiddur misskilningur að mengun sé ekki vandamál sem við íslendingar þurfum að hafa áhyggjur af; við höfum nóg af tæru vatni og hreinu lofti og rokið sjái svo um afganginn! Mengun þekkir hins vegar engin landa- mæri eins og kjarnorkuslysið í Tjernobyl sýndi okkur. Og við hljótum líka að hafa áhyggjur af eyðingu skóganna, súrefnis- verksmiðju heimsins og undir- stöðu lífs á jörðinni. Ég hef mik- inn hug á því að íslendingar taki virkan þátt í alþjóðasamstarfi um umhverfisvernd. Þar höfum við ekki staðið okkur sem skyldi.“ FRUMKVÆÐI Á ALÞJÓÐAVETTVANGI „Eftir sem áður er gereyðing- arhættan mesta ógnin sem steðjár að jörðinni og þannig tvinnast saman baráttan gegn vígbúnað- arkapphlaupinu og gegn al- mennu skeytingarleysi um um- hverfið. Gleggsta dæmið um þessa samtvinnun er sú staðreynd að ef hér verður slys í kjarnork- ukafbát á fiskislóð eða á hrygn- ingarstöðvum, væri undirstöð- unni kippt undan lífsafkomu okk- ar íslendinga. Frumkvæði smáþjóða er meira metið en íslendingar gera sér al- mennt í hugarlund. Af reynslunni af gerð Hafréttarsáttmálans vit- um við að á alþjóðavettvangi get- ur framlag og rödd íslands skipt máli og jafnvel sköpum. Frum- kvæði þjóðarleiðtoganna 6 og samtakanna Parlamentarians Global Action, sem Ólafur Ragnar Grímsson er formaður fyrir, sýnir einnig vel hvað hægt er að gera«é alþjóðvettvangi ef viljinn er tyrir hendi. Rödd ís- lands á alþjóðavettvangi á að vera rödd friðar og sátta en ekki eilífur jákór undir stjórn haukanna í Washington eins og nú er.“ KVENNAATHVARFIÐ Kvennaathvarfid var opnað 7. desember 1982, en Álfheiður var í hópnum sem stofnaði Samtök um kvennaathvarf og er nú gjaldkeri þeirra. Við spyrjum hana hver hafi verið tildrögin að því að hér var opnað kvennaathvarf „Ofbeldi gegn konum inni á heimilunum hefur alltaf verið umlukið þögn og skömm. í ljós hafði komið að kvennaathvörf voru nauðsynleg í nágranna- löndum okkar og þar sem íslenskt samfélag er ekki svo frábrugðið öðrum samfélögum, máttu menn vita að sama þörf væri hér á landi. Árum saman hafði líka verið rætt um nauðsyn þess að opna hér kvennaathvarf en það var fyrst eftir athugun sem gerð var á slysaskrám Borgarspítalans 1979 að sú þörf var staðfest.Könnun ina gerðu þær Hildigunnur Ó!- afsdóttir, Sigrún Júlíusdóttir og Þorgerður Benediktsdóttir og í henni kom í ljós að árlega leita um 100 konur til slysadeildarinn- ar vegna ofbeldis á heimilum. Þessi niðurstaða sem var birt vor- ið 1982 krafðist þess að nú yrði hætt að ræða um málin og þess í| stað farið að gera eitthvað. Samtök um kvennaathvarf voruj stofnuð 2. júní 1982 og athvarfiðj opnað hálfu ári síðar. Undirtektir almennings og opinberra aðila1 voru slíkar að af þeim mátti ráða1 að margir þekktu til þessa dulda ofbeldis, annað hvort á eigin skrokki eða af afspurn. Núna fjórum árum síðar er reksturinn kominn í fast form og stendur reyndar á ákveðnum tímamótum, því bæði Reykjavík- urborg og ríkið hafa nú í fyrsta skipti veitt kvennaathvarfinu þá styrki sem nauðsynlegir eru til að kosta reksturinn og beðið var um. Ef önnur sveitarfélög fylgja því fordæmi er reksturinn tryggð- ur út þetta ár.“ STUÐNINGUR ALMENNINGS SKIPTI MESTU „Við urðum óneitanlega varar við ákveðna tortryggni á síðasta ári í garð kvennaathvarfsins, ekki frá starfsmönnum borgarinnar, heldur stjórnendum hennar. SI. haust áttum við svo fund með fé- lagsmálaráði borgarinnar, þar sem við gátum gert grein fyrir okkar máli og leiðrétt alls kyns misskilning sem þar var uppi. Ég tel að viðbrögð almennings hafi hins vegar skipt mestu. Þegar Da- víð skar fjárframlögin niður bár- ust kvennaathvarfinu jafnháar upphæðir frá einstaklingum, fé- lagasamtökum og fyrirtækjum og þessi framlög gerðu okkur kleift að gera upp húsnæði athvarfsins. Við lítum svo á að ofbeldi á heimilum sé samfélagslegt vandamál og því eðlilegt að opin- berir aðilar tryggi rekstur at- hvarfsins, sem engum blandast lengur hugur um að er nauðsyn- legur. Ótryggur fjárhagur hefur dregið úr okkur kraft í öðrum efnum, en engu að síður hefur Samtökum um kvennaathvarf tekist að vekja umræðu um of- beldi gegn börnum, sifjaspell og nauðganir svo nokkuð sé nefnt. Það er byrjunin. Þegar rekstur- inn er tryggður peningalega geta samtökin einbeitt sér betur að því að vinna gegn ofbeldinu sem slíku í stað þess að geta aðeins veitt fórnarlömbum þess húsa- skjól um stundarsakir.“ ÞARF AÐ VINNA ÚR UPPLÝSINGUM Hvernig hefur aðsóknin að at- ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 hvarfinu verið þessifjögur ár sem liðin eru frá stofnun þess? „Aðsóknin hefur verið mjög misjöfn. Það hafa verið uppundir 30 manns samtímis í athvarfinu þegar flest er, en frá síðustu ára- mótum hafa verið 6-10 íbúar í húsinu daglega, konur og börn. Enn höfum við ekki getað séð neina reglu í þessari breytilegu aðsókn. Hluti af starfsemi at- hvarfsins er að safna upplýsing- um um ofbeldi, m.a. upplýsing- um sem konurnar sem koma í at- hvarfið veita ef þær vilja, og þá undir fullri nafnleynd. Úr þessum gögnum er nauðsynlegt að vinna og það þarf að gerast í samráði við t.a.m. félagsmálstofnanir og barnaverndarnefndir. Það vantar tilfinnanlega að tekið sé á þessum málum sem héild - ofbeldi gegn konum og börnum er merki um sjúkt samfélag en ekki einstak- linga.“ AUKIN ÁBYRGÐ Að lokum Álfheiður. Nú hefur þú starfað í ein átta ár að borg- armálum fyrir Alþýðubandalag- ið. Muntu vinna að sömu málum á vettvangi Alþingis ef þú nœrð kjöri? „Já, ég hef fullan hug á að halda áfram að vinna að því að bæta umhverfið og mannlífið í þessu landi með félögum mínum í Alþýðubandalaginu. Þar vil ég fyrst nefna stöðu kvenna og barna í samfélaginu. Samfélagið verður að taka aukna ábyrgð á þeim sem minnst mega sín, sjúk- um, öldruðum og börnum, sem líða fyrir vinnuálag foreldranna. Útskúfun þessara hópa er á ábyrgð okkar allra. Þá vil ég vinna að aukinni ábyrgð í stjórnkerfinu sjálfu og sækja fyr- irmyndir í opnar þingnefndir vestur í Bandaríkjunum í því skyni. Loks vil ég vinna að því að við íslendingar öxlum ábyrgð okkar í samfélagi þjóðanna betur en við höfum gert til þessa - á sviði afvopnunar, umhverfis- verndar og með aukinni þróun- arhjálp." -Sáf cinsdnoGti5 AUKIN SNERPA, BETRIAFKÚST Ef þú sefur illa og ert úrillur ó morgnana, lœtur umferðina fara í taugarnar ó þér, ótt erfitt með að einbeita þér að verkefnum dagsins, skaltu líta við í Heilsuhúsinu. Við leiðum þig í allan sannleikann um GiiisnrMGTE Eilsuhúsið Skólavörðustig 1 Sími: 22966 101 Reykjavík.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.