Þjóðviljinn - 19.02.1987, Síða 15
Nýjar leiðir
aðbættu
þjóðfélagi
Nútíminn kallar á nýjar leiðir.
Gamlar aðferðir duga ekki
lengurtil að leysa mörg af
þeim brýnu vandamálum sem
við okkur blasa. Það verður
að leita nýrra leiðatil að leysa
húsnæðismál þeirra sem
versteru staddir, nýrra leiðatil
að bæta félagslega þjónustu
og ekki síst nýrra leiða við
uppbyggingu atvinnulífsins.
Guðni A. Jóhannesson, verk-
fræðingur, skipar sjötta sæti á
lista Alþýðubandalagsins í
Reykjavík. Hann hefur góða
þekkingu á því hvernig er að eiga
við kerfið og hversu óviðbúið það
er öllum nýjum hugmyndum, en
Guðni átti stóran þátt í stofnun
Búseta og hefur starfað fyrir þau
samtök.
RÓn>EKUR UNGLINGUR
Guðni fór snemma að hafa af-
skipti af stjórnmálum. „Ég starf-
aði með Fylkingunni á
menntaskólaárunum í lok sjö-
unda áratugarins. Á þessum
árum var mikil ólga f heiminum
og tók hún á sig ýmsar myndir hér
heima. Ég minnist þess t.d. að ég
tók þátt í mótmælum við Banda-
ríska sendiráðið um jólin 1966,
þá aðeins 15 ára að aldri. Þetta
var þegar mótmælin gegn Víet-
namstríðinu voru að hefjast.
Ég var samtíða mörgum rót-
tækum ungmennum í Mennta-
skólanum í Reykjavík og stofn-
uðum við með okkur félags-
skapinn Bylting. Það sem haldið
hefur nafni þess félagsskapar á
lofti í gegnum árin er að reglulega
berst blaðið Gramma frá Kúbu á
skrifstofu rektors. Viðtakandi er
Bylting hf.
Leið mín úr MR lá svo í Há-
skóla íslands en þar gerði ég
stuttan stans áður en ég fór til
Lundar í Svíþjóð. Þar var ég svo í
9 ára útlegð. Það má segja að öll
þessi ár hafi ég fylgt Alþýðu-
bandalaginu að málum. Þó ég
hafi ekki verið félagi í flokknum
vann ég mikið kosningastarf fyrir
Alþýðubandalagið í Lundi ásamt
Gísla Gunnarssyni, sagnfræð-
ingi.
1982 kom ég úr útlegðinni og
gekk í flokkinn ári seinna.“
BÚSETI
Nú er Guðni formaður Al-
þýðubandalagsins í Reykjavík.
Áður en hann gekk í Alþýðu-
bandalagið hafði hann þó tekið
virkan þátt í félagsmálum á öðr-
um vettvangi, vettvangi Búseta.
„Ég tók þátt í stofnun og upp-
byggingu Reykjavíkurdeildar-
innar. Það voru mjög skemmti-
legir og bjartsýnir tímar þegar
samtökin voru að fæðast.“
Má ekki segja að samtökin hafi
fæðst andvana?
„Nei. Hinsvegar héldum við að
Búsetafyrirkomulagið ætti greið-
ari aðgang að fjármagni en raun
reyndist, ekki síst vegna þess að
félagsmálaráðherra gaf strax ák-
veðin fyrirheit um að félagið
fengi lánafyrirgreiðslu úr Bygg-
Guðni A.
Jóhannesson,
sjötti maður á
G-listanum
í Reykjavík
ingasjóði verkamanna. Svo
reyndist þó ekki vera. Þegar fór
að nálgast kosningar virtist hins-
vegar þiðna og Búseti fékk fjár-
magn þó sú fyrirgreiðsla sé bund-
in afarkostum. Nú eru hafnar
framkvæmdir við fyrsta áfanga
Búseta-blokkarinnar í Grafar-
vogi.“
Hversvegna Búsetafyrirkomu-
lag?
„Þegar húsnæðiskerfið var
skoðað á þessum árum misgengis
launa og lána var augljóst að sér-
eignastefnan var hrunin. Á þess-
um erfiðu árum var enginn
grundvöllur fyrir svo háu sér-
eignahlutfalli einsog tíðkaðist
hér. Það varð því að leita nýrra
leiða, leiða sem byggðu á félags-
legum grunni og hentuðu fólki
með lágar tekjur. Búsetafyrir-
komulagíð sýndist okkur henta
mjög vel til að ná þeim markmið-
um sem sett voru, enda hefur það
reynst vel í nágrannalöndum
okkar.“
NÝJU HÚSN/EÐISLÖGIN
Gera nýju húsnœðislögin Bú-
setafyrirkomulagið úrelt?
„Éf grannt er skoðað kemur í
ljós að hin nýja húsnæðislöggjöf
tekur töluvert mið af hugmynd-
um Búseta. Lánshlutfallið hefur
verið hækkað fyrir flesta umsækj-
endur, lánin verið lengd og nálg-
ast nú það að gera mönnum kleift
að borga þau niður þann hluta
ævinnar sem þeir eru virkir í
starfi. Síðast en ekki síst hefur
verið tekið upp biðraðakerfi við
Húsnæðisstofnun, sem á margan
hátt svipar til þess kerfis sem Bú-
seti hafði.
Hinsvegar er fjármögnunar-
hlutfallið of lágt til að tekjulægstu
hóparnir geti nýtt sér núverandi
lán. Ég er þeirrar skoðunar að ef
stofnunin ætti að veita þessum
hópum það lán sem þeir þyrftu
gætu þeir ekki axlað þá fjárhags-
byrði sem afborgun lánanna yrði.
Þá geta sveiflur á fasteignamark-
aðinum orðið til þess að íbúðin
stæði ekki undir lánunum.
Búsetaformið er því rökrétt
viðbót við núverandi lánakerfi til
séreigna. Það er nauðsynlegt að
lán til félagslegra íbúða séu
aukin.“
Hversvegna Búseturéttarform-
ið frekar en verkamannabústað-
akerfið eða leiguíbúðir á vegum
sveitarfélaga?
„Verkamannabústaðakerfið er
£ ákveðinni óvissu núna. Það er
t.d. ljóst að fyrirkomulag upp-
gjörs við endursölu íbúða er úr-
eít. Það skapar fleiri vandamál en
það leysir að íbúarnir eigi hús-
næðið einsog nú er. Rekstur
leiguhúsnæðis á vegum sveitarfé-
laga hefur gengið misvel og
reynslan t.d. frá Norðurlöndun-
um sýnir okkur að búseturéttar -
formið hefur einmitt reynst
sveitarfélögunum hagkvæmasta
lausnin á þeirra vanda.“
NÝJAR LEIÐIR
LEIÐIR í DAGVISTUN
Hvað með aðra félagslega
þjónustu?
„Sú félagslega þjónusta sem
við veitum í dag liggur í skýrt
mörkuðum farvegum. Við viljum
byggja upp samfélag þar sem ein-
staklingar geta notið sín jafnt á
heimili sem og við atvinnu sína og
að réttur barna í samfélaginu sé
tryggður, sem er þeim nauðsyn-
legt.“
Pað er langtfrá því að svo sénú.
„Því miður hafa börnin orðið
útundan þrátt fyrir miklar fram-
farir og uppbyggingu í okkar fé-
lagslega umhverfi. Það verður að
bæta þjónustuna við barnafjöl-
skyldur með því að fjölga dagvist-
arstofnunum og huga betur að
hlutverki skólans sem uppeldis-
stofnun. Börn eiga t.d. að sjálf-
sögðu rétt á máltíðum í skólan-
um, sem er þeirra vinnustaður.
Hvað varðar dagvistun og aðra
félagslega þjónustu við einstak-
linga og fjölskyldur hafa á undan-
förnum árum verið gerðar til-
raunir með ný form. Dæmi um
það eru foreldrar sem stofna sam-
vinnufélag um dagvistarstofnun
fyrir börnin sín. í þessum tilfell-
um taka foreldrarnir virkan þátt í
uppbyggingu starfseminnar og
leggja fram ákveðna vinnu í dag-
legan rekstur hennar.
Þetta er dæmi um það hvernig
hægt er að brjóta þjónustuna upp
í smærri einingar, veita einstakl-
ingnum rétt til lýðræðislegrar
þátttöku og gera hann jafnframt
ábyrgari fyrir rekstrinum."
ÓSKILGETNIR
KRÓAR ÍHALDSINS
Efvið snúum okkur frá félags-
legri þjónustu að öðrum málum.
Pú hafðir á sínum tíma mjög
ákveðnar skoðanir á Nesjavall-
amálinu. Hafa þær breyst síðan
þá?
„Nei. Því miður virðist Sjálf-
stæðisflokkurinn ekkert hafa lært
af sögunni sé horft til nýjustu
virkjunaráformanna, þ.e.a.s.
Nesjavallavirkjunar. Allar ák-
varðanir um nýjar virkjanir og
nýja áfanga í dreifikerfum verður
að taka á grundvelli útreikninga
út frá tæknilegum og hagfræði-
legum forsendum sem fyrir liggja
. Því miður virðist Sjálfstæðis-
flokkurinn ekki hafa burði til
þess að beita nútímalegum að-
ferðum við uppbyggingu virkjana
landsins.
Ákvarðanirnar fæðast líkt og
óskilgetnir króar einhversstaðar í
skúmaskotum flokksmaskínunn-
ar og þegar hagsmunaaðilar,
verktakar og innflytjendur finna
Það þarf að brjóta þjónustuna upp í smærri einingar, veita einstaklingnum rétt
til lýðræðislegrar þátttöku og gera hann jafnframt ábyrgari fyrir rekstrinum,
segir Guðni A. Jóhannesson.
peningalyktina þá renna þeir á
slóðina með slíkum þunga að
flokksbáknið fær ekki rönd við
reist.“
Hvað átti þá að koma í staðinn
fyrir Nesjavallavirkjunina?
„Við vildum láta gera úttekt á
þeim möguleikum sem stóðu til
boða, t.d. að nýta umframorku
frá Landsvirkjun, orkusparnað
og betri nýtingu orku og afls á
svæðinu. Sjálfstæðisflokkurinn
hafði hinsvegar engan áhuga á að
leita að ódýrustu lausninni fyrir
borgarbúa, heldur hagar hann sér
einsog góðum ríkiskapítalistum
er tamt og velur áþreifanlega
framkvæmd með mikið auglýs-
ingagildi.“
GULLGRAFARAEÐLÐ
Á undanförnum árum hefur
stór breyting átt sér stað í atvinnu-
uppbyggingunni og nýjar
atvinnugreinar litið dagsins Ijós,
einsog t.d. fiskeldið. Förum við of
geyst í þessum efnum?
„Þessu er erfitt að svara. Það er
augljóst að gullgrafaraeðli ís-
lendinga verður oft til þess að
ráðist er í óarðbærar fjárfestingar
sem stefna atvinnugreinum með
vaxtarmöguleika í hættu. Þetta er
gert undir merkjum hinnar
frjálsu samkeppni og besta dæm-
ið sem við okkur blasir er í fisk-
eldinu. Þar virðist aðgangur að
fjármagni mjög rúmur enda hef-
ur gríðarlega mikið verið fjárfest
í fiskeldi á undanförnum árum.
Nú virðist hinsvegar vera að
skapast óvissa í markaðsmálum
greinarinnar og hætta er á að
hluti þess fjármagns sem lagt hef-
ur verið í uppbygginguna skili sér
ekki.
Nú má ekki misskilja mig því
ég tel að miklir möguleikar séu í
fiskeldinu. Hinsvegar virðist sem
okkur íslendinga hafi skort þekk-
ingu á markaðinum einsog svo oft
áður. Okkur hættir til að gleyma
því að markaðsþekking og sölu-
mennska er það sem endanlega
ræður því hvort ný fyrirtæki og
fjárfestingar skili árangri.“
H/ETTULEG TENGSL
Mikil áhersla hefur verið lögð á
það að efla tengsl Háskólans við
atvinnulífið. Hver er skoðun þín á
því?
„Ég vil vara við þeirri miklu
áherslu sem lögð hefur verið á
það að gera Háskólann að þjón-
ustustofnun við atvinnulífið. Há-
skólinn á að vera þjónustustofn-
un fyrir allt þjóðfélagið.
Of stíf tengsl háskóla við
atvinnulífið, þar sem slíkt hefur
verið reynt erlendis, hafa leitt til
þess að vísindamenn frá háskól-
unum hafa í æ ríkari mæli farið að
vinna störf fyrir fyrirtækin, sem á
engan hátt heyra undir nýsköpun
og þekkingarleit.
Tilgangur vísindarannsókna á
fyrst og fremst að vera sá, að
byggja upp almenna þekkingu
sem gerir okkur kleift að halda
uppi háu menntunar- og menn-
ingarstigi £ landinu. Það er erfitt
að skipuleggja hvernig vfsinda-
rannsóknir geta gagnast atvinnu-
lffinu. Slíkt gerist eftir leiðum
sem ekki er gott að sjá fyrir, en
það gerist þó mun oftar séu rann-
sóknir stundaðar óháðar
skammtimasjónamiðum ein-
stakra fyrirtækja."
Að lokum Guðni. Hvernig
verður starfinu fram að kosning-
um hagað?
„Við frambjóðendur Alþýðu-
bandalagsins verðum að vera
ólatir við að fara út á meðal fólks-
ins og finna á þvf G-blettina.“
-Sáf
ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15