Þjóðviljinn - 19.02.1987, Page 16

Þjóðviljinn - 19.02.1987, Page 16
í Erum að gera böm og alúraða að útigangsfólki „ Sú klisjupólitík sem stunduö erhérá landierbeinlínis þjóðhættuleg og ábyrgðarlaus. Fólkáaðtaka afstöðu á grundvelli upplýsinga en ekki innrætingar. Við verðum að stuðla að upplýsandi umræðu þarsem fólk geturséð hlutina íréttusamhengi. Þetta sagði Guðrún Helgadótt- ir, alþingismaður er hún var innt álits á þeirri pólitísku umræðu sem fram fer í landinu nú og þá sérílagi í kosningabaráttunni. Guðrún skipar annað sæti á fram- boðslista Alþýðubandalagsins í komandi kosningum en var í þriðja sæti síðast. Hún hlaut mikið fylgi í forvali Alþýðu- bandalagsins í vetur og var greini- legt að mörg af þeim málum sem hún hefur flutt á Alþingi njóta mikils stuðnings og hún trausts fyrir störf sín þar meðal Alþýðu- bandalagsfólks. Guðrún er þekkt fyrir að vera hreinskilin í stjórnmálaumræðu og hefur ekki tamið sér tungutak það sem einkennir marga stjórnmálamenn. Hún talar tungu- mál almennings, er fús til að viðurkenna að hún viti ekki allt og skilji ekki allt. Vegna starfa hennar í Tryggingastofnun og síðar sem þess þingmanns sem fólk í örðugleikum leitar til, þekkja fáir þingmenn betur en hún aðstæður hinna verst settu í Guðrún Helgadóttir alþingismaður sem skipar 2. sæti G-listans í Reykjavík þjóðfélaginu;fólksins sem lifir á elli- og örorkulífeyri og fólks sem annarra hluta vegna býr við sára örbirgð. „Pólitísk umræða verður að breytast og innan okkar flokks líka. Þjóðfélagið er allt að breytast og í flóknu þjóðfélagi þarf meiri uppfræðslu og umræðu en áður þurfti. Við þingmenn erum t.d. í allt annari aðstöðu en þingmenn voru í fyrir 100 árum. Þá gátu þessir menn þekkt þjóðfélagið og aðstæður þess eins og lófann á sér. Við sitjum hins vegar ekki með þessa þekkingu; þjóðfélagið er orðið svo miklu stærra og flóknara.Viðþurfum að leita okkur aðstoðar og ráða, en kannski eru þingmenn of feimnir við að kalla á sérfræðiaðstoð. Við megum ekki láta sérfræð- inga stjórna okkur en við þurfum að sækja okkur aðstoð til þeirra. Ég get nefnt dæmigert mál. Ég er að flytja þingsályktunartillögu um að hefja notkun á blýlausu bensíni, þar sem blýbætt bensín er mikill mengunarvaldur. En ég veit ekkert um efnafræði bensíns svo ég fékk rannsóknastofu Há- skólans til að vinna greinargerð- ina fyrir mig - og vinna af þessu tagi er alltaf að aukast á Alþingi. Sérfræðiþekkinguna sem til er í landinu verðum við að nýta. Annað dæmi um samvinnu sérfræðinga og þingmanna er frumvarp sem verður líklega samþykkt nú í febrúar og er ár- angur af starfi Norðurlandaráðs- en frumvarpið snýst um að leggja frarn stórfé, eða um 35 milljónir og kemur stór hluti úr sjóðum Norðurlandaráðs, til að þétta jarðskjálftamælanet landsins vegna hugsanlegs Suðurlands- skjálfa. Ég er fyrsti flutningsmað- ur frumvarpsins - en frumvarpið kemur til fyrir beiðni vísinda- manna og var unnið upp í hend- urnar á okkur þingmönnum.“ VIRK STJÓRNARANDSTAÐA Guðrún sagðis ekki þurfa að kvarta yfir því að hún kæmi aldrei málum áfram þrátt fyrir að hún sitji í stjórnarandstöðu - en stjórnarandstaðan hefur sætt nokkurri gagnrýni fyrir að vera lin. Hefur stjórnarandstaðan ver- ið nógu sterk? „Stjórnarandstaðan hefur svo sannarlega verið virk. Við höfum flutt fjölda mála og veitt mót- stöðu í fjölda mála. Nú síðast tókst stjórnarandstöðunni að stöðva frumvarpið sem átti að stöðva sjómannaverkfallið - það er nefnilega mesta vitleysa að Þorsteinn Pálsson hafi stöðvað það mál, það var steindautt á þingi. Svo má ekki gleyma að stjórn- arandstaðan getur beitt þrýstingi og haft áhrif víðar en í þingsölum. Til dæmis í fjárveitinganefnd og þar hefur stjórnarandstaðan beitt þrýstingi og reynt að fá fjármuni í félagslegar framkvæmdir og oft náð góðum árangri. Síðan eru dæmi þess að stjórn- arandstöðuþingmenn komi frum- vörpum í gegn og ég get t.d. nefnt frumvörp sem ég hef flutt og voru samþykkt en það voru t.d. lög um breytingu á erfðalögum, þingsál- yktunartillögu um réttindi barna sem verða til við tæknifrjóvgun, framlag til listskreytingar Hall- grímskirkju og síðan átti ég þátt að því að fá samþykktar breyting- ar á Almannatryggingalöggjöf- inni. Nú og þá hefur Alþýðubanda- lagið flutt fjölmörg mál t.d. um að gera bankaeftirlitið sjálfstætt, frumvarp um bankamál, frum- varp um eignahald á landi, 16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN r Utsalan í fullum gangi í Sportval Þeir sem til þekkja vita hvað við meinum með útsölu Vörulækkun sem vekur athygli Upphitunarbuxur kr. 350, Sundbofir kr. 990,- Sundskýlur kr. 290,- Úlpa Verö áður kr. Nú 2.490,- 990,- Skíðabuxur 3.675,- 1.990,- Skíðagallar 4.510,- 2.990,- Skíðagallar 6.900,- 4.900,- Skíðagallar 10.175,- 6.900,- Skíðapeysur 6.990,- 5.995,- Henson-galli 3.490,- 1.990,- Adidas-skór 1.490,- 990,- Don Cano 5.670,- 2.990,- Gönguskíði 2.580,- 1.890,- Henson-galli 3.300,- 990,- Don Cano-anorakkur 5.960,- 3.990,- Moon Boots 1.250,- 890,- Skíða-stretch-buxur /K 3.789,- 2.490,- Sendum í póstkröfu ^HSportvalH Laugavegi 116 viö Hlemm, Síraar 26690 og 14390 stefnumótun í sjávarútvegi, frumvörp og byggðastefnu og menntastefnu. Þessi mál voru ekki samþykkt en svo er líka til í dæminu að frumvörp stjórnar- andstöðunnar séu ekki samþykkt heldur flytji stjórnin samhljóða frumvörp. Þannig var t.d. með frumvarp sem ég flutti um að lengja greiðslur mæðralauna um 2 ár, eða til 18 ára aldurs. Mitt frum- varp var ekki samþykkt, en heilbrigðisráðherra flutti sam- hljóða frumvarp sem varð að lögum - stjórnin vill ekki láta stjórnarandstöðuna geta skreytt sig of mikið með góðum málum - en mér er svo sem sama úr því málið komst í gegn; það er hins vegar ljóst að það er ekki alltaf málefnið sem ræður heldur hver flytur málið.“ NÝ STJÓRN Nú gæti svo farið að þú sætir hinum megin borðsins eftir kosn- ingar, þ.e. í meirihlutanum og ættir þá auðveldara með að fá mál samþykkt - hvernig tilhugs- un er það? „Það er auðvitað miklu skemmtilegra að vera í stjórn - maður getur gert miklu meira og það eru fjölmörg mál sem ég vil flytja og fá samþykkt. Ég er til dæmis með mál nú, sem ég er reyndar ekki búin að missa alla von um að fá samþykkt á þessu þingi, en það er frv. um að stofna sérstakt embætti umboðsmanna barna. Þegar ég flutti það mál fékk það góðar undirtektir en kannski spillir kosningabaráttan nú fyrir því. Það er reyndar málaflokkur sem þarf að vinna vel að ef flokk- urinn kemst til valda, málefni barna. Ég held að við séum ekk- ert alltof góð við börnin okkar - og þetta er miklu alvarlegra mál en margir gera sér grein fyrir. Við ölum ekki hverja kynslóð upp nema einu sinni og nú er að vaxa upp kynslóð sem hefur takmark- aða reynslu af fj ölskyldulífi; vinnuþrælkunin er svo mikil hér, til dæmis samanborið við ná- grannalöndin þar sem vinnudag- urinn er venjulega bú- inn kl. 4 og þá fer fólk heim og eyðir afgangnum af deginum með fjölskyldunni. Eitt af okkar stefnumálum er að vinna að styttingu vinnutím- ans - þetta getur ekki gengið svona áfram nema það bitni á komandi kynslóðum - við erum langt komin með að gera börn og ellilífeyrisþega að útigangsfólki. Síðan er orðið brýnt að vinna að stefnumótun í mennta- og menningarmálum. Við vorum að fá í hendur skýrslu Efnahags- og Þróunarstofnun Evrópu um ástand í skólamálum hér á landi og sú skýrsla er ekkert grín. Ef við ekki grípum til einhverra að- gerða þá drögumst við hreinlega langt aftur úr öðrum vestrænum ríkjum í menntamálum. Nú, atvinnuuppbygging og þróun byggir á þekkingu og menntun þannig að við stefnum hraðbyri inn í fátæktina ef ekki verður spyrnt við fótum - og okk- ar flokkur ætti að hætta hér og nú að aðskilja menntamenn og „vinnandi fólk“ í klisjunarum- ræðunni. f nútímasamfélagi verð- ur hver maður að búa yfir þekk- ingu og það er fáranlegt að heyra raddir um að gera Lánajóð náms-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.