Þjóðviljinn - 25.02.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 25.02.1987, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 25. febrúar 1987 45. tölublað 52. árgangur Misgengishópurinn Hert á hengingarólinni Samkvœmt hugmyndum um nýttskattakerfi lœkkar frádráttur vegna afborgana á vöxtum og verðbótum. Kemur misgengishópnum illa. Björn Ólafsson. Glœpur. Fólki er búið að blœða nóg Fólk er bundið til æviloka með skuldabagga sem það stofnaði aldrei til og það er enn verið að ganga á hlut þess. Þessi hópur er ofurseldur og fóik er í stórum stfl að verða öreigar, sagði Björn Ol- afsson einn af forsvarsmönnum Sigtúnshópsins um stöðu þess hóps sem keypti sér húsnæði á tímum misgengis launa og láns- kjaravísitölu, en samkvæmt hug- myndum um nýja skattakerfið mun frádráttur vegna afborgana af vöxtum og verðbótum lækka verulega frá því sem nú er. Nái þessar breytingar í gegn mun enn halla undir fæti hjá hinum svo- kallaða misgengishópi. Björn sagði að misgengishóp- urinn, sem telur á milli 2 og 3 þúsund fjölskyldur, hefði verið að vona að með nýja skattakerf- inu yrði að einhverju leyti reynt að bæta fyrir pólitísk mistök með því að koma til móts við fórnar- lömbin, en þar sem verið væri að stokka upp skattakerfið lægi tækifærið beint við. Hugmyndir um minnkaðan frádrátt í nýja skattkerfinu væri því verið enn eitt hnefahöggið framan í þetta fólk. Að sögn Björns minnkar t.d. frádráttur hjá einstaklingi sem er með 800 þúsund í árslaun, 1,7 miljón í skuld og 230 þúsund í afborganir af vöxtum og verðbót- um, um u.þ.b. 20 þúsund krónur, eða úr röskum 70 þúsundum króna í röskar 50 þúsund krónur. Þá benti Björn á það að þegar fólk hafi fyrst tekið verðtryggðu lánin þá hafi frádráttur vegna af- borgana af vöxtum og verðbótum ekki nýst fólki að ráði, en eftir því sem liði á lánstímann yrði vægi hans meira. „Loksins þegar fólk á kost á að rétta úr kútnum vegna skattafrá- dráttar þá á að taka hann að veru- legu leyti af fólki. Það er enn einu sinni verið að herða á hengingar- ólinni,“ sagði Björn. Loks sagði Björn að vel yrði fylgst með því í yfirstandandi kosningabaráttu hvernig flokkarnir beittu sér í þessu máli. „Þegar tilvera fólks grundvallast á þessum málum þá hlýtur sú úrlausn sem flokkarnir bjóða fram að ráða úrslitum um það hvert atkvæðið fer fremur en heildarstjórnmálastefna flokk- anna“. -K.Ól. Alþingi Útvegs- bankinn að sökkva Andstaða innan stjórn- arflokkana gegn því að gera bankann að hlutafé- lagsbanka Ekki er útséð með hvort stjórn- arfrumvarpið um að reisa hluta- félagsbanka á rústum Utvegs- bankans geti orðið að veruleika því að nokkur andstaða er gegn þessum málalokum í Sjálfstæðis- flokknum. Telja andstæðingar frumvarps- ins þar að samkv. frumvarpinu verði bankinn áfram ríkisbanki, það er að segja hlutafélagsbanki þar sem ríkið og stofnanir að meira eða minna leyti á vegum þess muni eiga hinn „nýja“ banka að mestöllu leyti og því sé ekki um neina breytingu að ræða. Stefna beri að því að einfalda bankakerfið og fækka ríkis- bönkunum og sé þetta frumvarp ríkisstjórnarinnar síður en svo spor í þá átt. Björn Dagbjartsson, þingmað- ur Sjálfstæðismanna hefur þegar sagt hug sinn í málinu og talið er að fleiri þingmenn flokksins eigi eftir að fara að dæmi hans. -SÁ Launamál Misréttið vex Árið 1985 höfðu karlar 59% hærri laun miðað við ársverk en konur og hefur launamunurinn vaxið stigi af stigi á undanförnum árum. Þetta kemur meðal annars fram í nýrri skýrslu frá Byggða- stofnun sem dreift hefur verið á alþingi. Samkvæmt skýrslunni hefur munur á launum karla og kvenna aukist úr 52-3% árin 1980-82 í 57% nú. Hjörleifur Guttormsson benti á þennan mun í umræðum á þingi um daginn um fram- kvæmdaáætlun um jafnréttismál. -ÁI Sjá síðu 9 Alfreft Qíslason og Guðmundur Guömundsson fagna fræknum sigri í leikslok og markataflan í baksýn staðfestir úrslitin. Mynd: E.ÓI. Handknattleikur Sætur ísland sigraði Júgóslavíu, handhafa heims- og óiympíutitilsins í handknattleik, á sannfærandi hátt í Laugardalshöllinni í gær- kvöldi. Lokatöiur uröu 24-20 eftir aö Júgósl- avar höföu haft forystu í hálfleik, 10-9. íslenska landsliöiö sýndi í sí&ari hálfleik sigur einn sinn besta leik fyrr og sf&ar og Alfreð Gíslason kóróna&i sigurinn me& því a& skora úr aukakasti á sí&ustu sekúndunni. -VS Sjá íþróttir bls. 15 Kjaradeilur Trésmiðir í verkfali Trésmiðafélag Reykjavíkur boðaði verkfall í gær og mun það ganga í gildi 11. mars hafí samn- ingar ekki tekist. Yfirvinnubann hefst í félaginu frá og með 4. mars. Grétar Þorsteinsson formaður félagsins sagði í samtali við Þjóð- viljann að krafa trésmiða væri að ákvæði í febrúarsamningnum um að taxtar yrðu færðir að greiddum launum yrði fram- kvæmt og þá í samræmi við launakönnun sem liggur fyrir. Þetta hefði átt að taka gildi í þess- um samningum en nú ætti að fresta framkvæmdinni enn um sinn. Ljóst er að verkfallið mun hafa víðtæk áhrif en óvenjumikið er um framkvæmdir nú vegna góðr- ar tíðar. Ekki er ólíklegt að fleiri að- ildarfélög Sambands bygginga- manna boði til verkfalls í kjölfar- ið, en flest aðildarfélögin sátu fund ríkissáttasemjara á fimmtudag. Fundurinn bar engan árangur og hefur annar fundur ekki verið boðaður. -K.ÓI. Akranes Rauðseyin á gulllax Við höfum lengi haft þá hug- mynd að gera út á gulilax og stefn- um að því að gera Rauðseyna AK 14 út á þessar veiðar, en hvort það verður í ár eða seinna get ég ekki sagt um, sagði Haraldur Sturlaugsson á Akranesi við Þjóðviljann í gær. Gulllaxinn er feitur og þolir litla geymslu. Verður því að vinna hann um borð jafnóðum, flaka, mylja í marning og frysta. Veiðitíminn er frá mars til júlí, markaðir í Noregi og Svíþjóð. Kostnaður við breytingar á Rauðseynni yrði um 15 milljónir. - Við teljum þetta kjörið tæki- færi fyrir Rauðseyna eftir að loðnuvertíð lýkur í staðinn fyrir að fara á rækju sem allir eru á, sagði Haraldur. grh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.