Þjóðviljinn - 25.02.1987, Blaðsíða 9
Tónleikar
í minningu
, Björns
Óiafssonar
Á morgun, fimmtudaginn 26.
febrúar, verða haldnir tónleikar í
Bústaðakirkju í minningu Björns
Olafssonar fíðluleikara og
fyrrum konsertmeistara í Sin-
fóníuhljómsveit íslands. Ef Birni
hefði enst aldur hefði hann orðið
sjötugur á morgun, en hann lést í
apríl 1984 eftir langvarandi sjúk-
dóm.
Björn Ólafsson var meðal
brautryðjenda í hljóðfæraleik á
íslandi. Hann stundaði fiðlunám
í Vínarborg og átti þar vísan
frama, svo glæsilegur fiðluleikari
sem hann var. En það varð hlut-
skipti hans að vinna að uppbygg-
ingu íslensks tónlistarlífs, fyrst og
fremst sem fyrsti konsertmeistari
sinfóníuhljómsveitarinnar, en
einnig sem kennari við Tónlistar-
skólann í Reykjavík og stofnandi
Nemendahljómsveitar skólans,
sem var mjög vinsæll þáttur í
skólastarfinu.
Það eru gamlir nemendur og
Srrum samstarfsmenn Björns
lafssonar sem standa að þessum
tónleikum í Bústaðakirkju, sem
verða kl. 20.30 á morgun. A efn-
isskrá eru verk eftir Bach, Moz-
art, Barber og Britten, og mun
Guðný Guðmundsdóttir meðal
annars leika einleik í fiðlukonsert
í E-dúr eftir J.S. Bach.
Sissú í
Jútópíu
Sigþrúður Pálsdóttir
listmálari, sem gengur undir
nafninu Sissú, sýnir um þcssar
mundir málverk og teikningar á
vinnustofu sinni, Galierí Jútópíu,
Hverfísgötu 57 A (skáhalt gegn
Regnboganum).
Sigþrúður er fædd 1954, en
myndlistarmán stundaði hún í
Kaupmannahöfn og New York,
þar sem hún nam við The Arts
Stúdent’s League 1977-78 og
The School of Visual Arts 1979-
’82. Auk þessa hefur Sigþrúður
farið í námsferðir bæði til Ítalíu
og Frakklands.
Málverk Sissúar hafa yfir sér
yfirbragð goðsagnarinnar, auk
þess sem í þeim gætir áhrifa frá
myndmáli teiknimyndasería.
Einnig bregður Sissú fyrir sig
táknletri eða kalligrafíu, en hún
stundaði meðal annars nám hjá
kínverskum kennara þegar hún
var í New York. Táknletrið verð-
ur henni þá eins konar miðill fyrir
ósjálfráða skrift.
Sýning Sissúar er opin daglega
frá 16-22 og stendur til 22. mars.
ólg.
Óendanlegi kossinn, 14x200 cm.
Van Gogh kemur með afskorna eyrað í hóruhúsið í Arles, 1978.
Hendur Alberto Moravia, 1982. Tússstúdía fyrir portrett af rithöfundinum.
Sjálfsmynd frá 1975.
DAUÐI LISTMALARA
ftalski málarinn Renato Guttuso lést í Róm í síðasta mánuði. Dauði hans hefur vakið
blaðadeilur og málaferli á Ítalíu.
ítalski listmólarinn Renato
Guttuso lést í íbúð sinni í Róm
ísíðasta mónuði. Hans er nú
minnst þar í landi sem eins af
fremstu mólurum þessarar
aldar ó Ítalíu, en jafnframt
hefur andldt hans vakið
miklar blaðadeilur og mdla-
ferli vegna kringumstœðna
við andlót hans og vegna
erfðaskrórinnar.
Renato Guttuso var á margan
hátt sérstæður málari. Hann upp-
lifði ítalska fútúrismann í æsku,
var samtíma De Chirico í Róm,
og upplifði metafysiska málverk-
ið hans, lifði blómaskeið mod-
ernismans sem fullþroska málari,
en var þó ósnortinn af öllum þess-
um stefnum. Hann snerist
beinlínis öndverður gegn mod-
ernismanum og abstrakt-mál-
verkinu, og myndir hans voru
jafnan fullar af expressíónískum
lífsþorsta og ástríðu, þar sem
samtímaatburðir urðu málaran-
um gjarnan tilefni til listsköpun-
ar.
List og
pólitík
Renato Guttuos fæddist í Pal-
ermo á Sikiley 1912. Hann hætti
lögfræðinámi til þess að geta
helgað sig myndlistinni árið 1930.
Guttuso gekk í ítalska kommún-
istaflokkinn árið 1940, og til-
heyrði á þessum árum þeim hópi
menntamanna sem skipulögðu
sig í andspyrnu gegn fasismanum.
Að stríðinu loknu, árið 1948, var
hann kosinn í heimsfriðarráðið,
og árið 1951 var hann kjörinn í
miðnefnd ítalska kommúnista-
flokksins, þar sem hann sat til
dauðadags. Sama árið hlaut hann
friðarverðlaun Leníns. Og árið
1963 var hann kosinn meðlimur
Listaakademíunnar í Moskvu.
Þessir atburðir segja okkur nokk-
uð um pólitískan feril Guttuso,
en samstarf hans við ítalska
kommúnistaflokkinn var jafnan
náið, og teikningar hans prýddu
oft flokksmálgagnið, L’Unitá.
Þótt Guttuso hafi í gegnum
flokkinn haft nokkur menning-
arsamskipti við menningaryfir-
völd í Sovétríkjunum, þá er ekki
hægt að segja að myndir hans hafi
beinlínis verið í anda þess sósíal-
íska „raunsæis“ sem þar var boð-
að af yfirvöldum. Guttuso leit á
sig sem arftaka mikillar hefðar í
evrópskri myndlist, og lærimeist-
arar hans voru ekki síst Picasso,
Goya og Corot, svo einhverjir
séu nefndir.
Sú pólitíska afstaða sem lesa
má út úr myndum Guttuso, kem-
ur ekki fram í andsvörum hans
við einstökum afmörkuðum sam-
tímaviðburðum, heldur miklu
fremur í þeirri heildarafstöðu
sem lesa má út úr verkum hans,
þar sem manneskjan og örlög
hennar eru jafnan í miðpunkti.
Margar mynda hans eru fullar af
erótík, og konur voru honum
tamt viðfangsefni, en ekki síður
dauðinn og ofbeldið sem hann
upplifði í fasismanum og hörm-
ungum síðari heimsstyrjaldarinn-
ar.
Dauði Guttuso hefur nú orðið
að miklu blaðamáli á Ítalíu.
Hann lést úr krabbameini, sem
greint var í heila hans og lungum
síðastliðið sumar. Þá dró hann sig
í hlé ásamt með eiginkonu sinni,
sem hann hafði búið með í nærri
hálfa öld, og settust þau að í húsi
þeirra í Róm. Síðan gerðist það í
október sl. að eiginkona málar-
ans fær skyndilega hjartaáfall og
deyr. Við það setur mikið þung-
lyndi að málaranum, og hann ein-
angrar sig frá flestum vinum sín-
um.
Deilt um erfðir
En rúmri viku eftir fráfall
eiginkonunnar lét Guttuso lög-
festa að náinn, einhleypur vinur
hans á fertugsaldri úr embættis-
mannastétt í Róm yrði ættleiddur
sem sonur hans og einkaerfingi.
En Guttuso og kona hans höfðu
ekki átt erfingja. Eftir þetta lifði
Guttuso í nær algjörri einangrun
með þessum ættleidda syni sín-
um, og fengu aðrir nákomnir vin-
ir og vandamenn málarans ekki
að heimsækja sjúkrabeð hans.
Ættleiðingin kom hins vegar í veg
fyrir að ríkið erfði bróðurpart
eigna hans, sem metnar eru á
hundruð miljóna ísl. króna, og
nákomnir vinir og venslafólk
mátti þannig einnig sjá af hugsan-
legum drjúgum arfi.
Afturhvarf
Annað dularfullt mál kom
einnig í ljós við andlátið, er það
vitnaðist að málarinn hafði á •
banabeði þegið heilagt sakram-
enti úr hendi kardinála eins, sem
gegnir háttsettu embætti í Páfag-
arði. Jafnframt upplýstist að þótt
mörgum af hinum nánu baráttu-
félögum málarans úr innsta vald-
ahring kommúnistaflokksins
hefði verið meinaður aðgangur
að sjúkrabeði hans, þá hafði
hann þegið heilagt sakramenti úr
hendi umrædds kardinála á jól-
unum síðastliðnum í félagi með
Giulio Andreotti utanríkisráð-
herra úr flokki Kristilega demó-
krataflokksins. Þetta vekur ekki
síst athygli í Ijósi þess að Guttuso
þótti aldrei kirkjulega sinnaður,
og var á sínum tíma úthrópaður
sem „pictor diabolicus" eða
„djöfulóður málari" af æðstu
valdastofnun Vatíkansins. Það
var í tilefni myndar sem hann
málaði af krossfestingunni, þar
sem María Magdalena birtist
nakin við fætur meistarans á
krossinum.
Venslamenn málarans hafa nú
látið í ljós efasemdir um andlegt
heilbrigði hans síðustu mánuðina
sem hann lifði, og verður erfða-
málið látið fara fyrir dómstóla.
Flestum ber þó saman um að
erfðarétturinn sé nær óvefengj-
anlega fallinn í hendur hinum ný-
ættleidda syni, sem sat við sjúkra-
beð málarans síðustu tvo-þrjá
mánuðina.
Synd og játning
Málgagn ítalska kommúnista-
flokksins, L’Unitá gefur út sér-
stakan satírískan áttblöðung á
mánudögum, sem ritstýrt er af
einum fremsta skopmyndateikn-
ara ítala. Létu aðstandendur
áttblöðungsins ekki hjá líða að
gera þessi kostulegu mál að yrkis-
efni á skopsíðum blaðsins, og
fengu fyrir ákúrur frá ritstjórn-
inni, flokksforystunni og ýmsum
kaþólikkum, sem fannst dauða
listamannsins vera sýnd van-
virða. En Giorgio Bocca, þekkt-
ur blaðamaður segir í tímaritinu
Espresso að mál þetta sé dæmi-
gert ítalskt: „Auðvitað, við erum
öll gegnumsýrðir kaþólikkar; við
syndgum og gerum síðan játn-
ingu. Öll, eða næstum öll, höfum
við átt okkar 25. júlí, við höfum
gengið til hvflu sem fasistar og
vaknað sem lýðræðissinnar. Við
erum öll mömmudrengir með
tryggingu og gagntryggingu upp á
vasann, eins og broddborgarafj-
ölskyldumar gerðu gagnvart
andspyrnuhreyfingunni með því
að senda einn son til fjalla með
kommúnistum og annan í fyrir-
tækið til þess að semja við Þjóð-
verjana..." Og Bocca segir að
Guttuso hafi tekið við Lenín-
verðlaununum og annarri viður-
kenningu frá Sovétmönnum þótt
hann hafi vitað að það var ekki
verðleiki mynda hans sem þar
hefði um ráðið, heldur svik hans
sem menntamanns gagnvart
starfsbræðrum sínum innan og
utan Sovétríkjanna sem bjuggu
við andlega kúgun.
En hvað sem líður deilum um
pólitíska og veraldlega arfleifð
Renato Guttuso, þá er með hon-
um fallinn málari sem setti svip á
ítalskt menntalíf á öldinni og
myndir hans eru þrátt fyrir „hefð-
bundna“ afstöðu hans sem mál-
ara hluti af evrópskum menning-
ararfi sem varðveittur verður
komandi kynslóðum sem vitnis-
burður um hina trylltu öld, tutt-
ugustu öldina.
ólg.
Jafnréttismálin
Frómar óskir í stað
framkvæmdaáætlunar
Hjörleifur Guttormsson: Markaðshyggjan veldur vaxandi mismunun á hverju sviðinu aföðru
og bitnar verst á þeim sem standa höllumfœti fyrir
Talsverðar umræður urðu á al-
þingi um jafnréttismál í liðinni
viku, þegar Alexander Stefáns-
son, félagsmálaráðherra kynnti
framkvæmdaáætlun ríkisstjórn-
arinnar um aðgerðir til að ná
fram jafnrétti kynjanna. 1 nýjum
jafnréttislögum frá 1985 er
ákvæði um að slík áætlun skuli
gerð til fjögurra ára í senn og
kynnt alþingi árlega. Þá gaf
ráðherrann alþingi einnig skýrsiu
um þróun jafnréttismála, í sam-
ræmi við áðurnefnd lög.
Hjörleifur Guttormsson var
harðorður í gagnrýni sinni á svo-
kallaða framkvæmdaáætlun
ríkisstjórnarinnar, sem hann
sagði Iítið annað en frómar óskir
og upprifjun á löngu gefnum lof-
orðum sem sum hver hefðu verið
lögfest fyrir löngu. Ljóst væri að í
þessum efnum yrðu nauðsynleg
verk ekki unnin af núverandi rík-
isstjórn. Þar þyrftu að koma til
aðrir en þau öfl sem staðið hefðu
fyrir vaxandi auðhyggju og mis-
munun í landinu, sem ekki síst
bitnar á konum þessa lands.
14 félög komu
með tillögur
Áætlunin er í fjórum köflum,
um atvinnu- og launamál, um
menntun og fræðslu, um trúnað-
arstöður og ábyrgð og um félags-
leg atriði. 1 inngangi kemur m.a.
fram að byggt er á framkvæmdaá-
ætlun sem Jafnréttisráð hefur
gert, en hennar er ekki getið nán-
ar. Að beiðni ráðsins sendu 14
félagasamtök inn tillögur um að-
gerðir í jafnréttismálum: Al-
þýðusamband íslands, samtök
ríkisstarfsmanna innan BHM,
BSRB, jafnréttisnefnd Akur-
eyrar, Hafnarfjarðar, Húsavík-
ur, Kvenfélagasamband íslands,
Kvennaathvarfi, Kvennafram-
boðið í Reykjavík, Kvennafylk-
ing Alþýðubandalagsins, Kvenr-
éttindafélag íslands, mennta-
málaráðuneytið, Samtök kvenna
á vinnumarkaði og Starfs-
mannafélagið Sókn. Ekki kom
fram í máli ráðherra hvaða til-
lögur þessir aðilar sendu inn.
Starfsmatið brýnast
Varðandi atvinnu- og launa-
málin, eru tvö fyrstu atriði áætl-
unarinnar þau að hraða eigi
könnun sem Þjóðhagsstofnun var
falið fyrir tveimur árum og að
Byggðastofnun haldi áfram að
taka saman upplýsingar um
vinnumarkaðinn með tilliti til
launa kynjanna. Hjörleifur sagði
það dæmigert fyrir plaggið að
þannig skyldu áréttaðir sjálfsagð-
ir hlutir og um leið vanefndir for-
sætisráðherra um könnun Þjóð-
hagsstofnunar, sem margoft hef-
ur verið rekið á eftir á alþingi.
í þriðja og fjórða lið er fjallað
um sveigjanlegan vinnutíma og
nýtt starfsmat. „í hvorugu tilfell-
inu er um að ræða annað en fróm-
ar óskir,“ sagði Hjörleifur. „Nýtt
starfsmat er auðvitað allra brýn-
asta verkefnið á þessu sviði og ef
eitthvað væri að baki þessari
framkvæmdaáætlun ætti auðvit-
að að liggja fyrir hvernig ríkis-
stjórnin hyggst hlutast til um að
slíkt starfsmat fari fram. Það er
framkvæmd á slíkum atriðum og
áætlun um hvernig að skuli staðið
sem við hefðum viljað sjá hér.“
Hjörleifur sagði náms- og
starfsfræðslu, svo og starfsráð-
gjöf góðra gjalda verða og
nauðsynlega. Hins vegar teldi
hann ekki að breikkun á atvinnu-
þátttöku kvenna ein sér leysti
mikinn vanda á sviði launamála.
Hitt væri jafnljóst að nauðsynlegt
væri að auðvelda konum sem víð-
tækast val í sambandi við störf.
Nefndi hann samnorræna verk-
efnið sem nú er verið að vinna að
á Akureyri og sagði að víðar á
landinu yrði að gera slíkt átak.
Betra seint en aldrei
Eins væri menntun og fræðsla
um jafnréttismál og fjölskyldu-
mál sjálfsagðir hlutir sem þyrftu
sífellt að vera í vinnslu. Það væri í
raun ítarleg áætlun um hvernig að
slíkri fræðslu skuli staðið, sem
hefði átt að liggja á borðum þing-
manna en ekki aðeins árétting
um nauðsyn þess. „Það er t.d.
dæmigert fyrir stöðu þessara
mála,“ sagði Hjörleifur, „að hér
er tekið fram að hrint skuli í fram-
kvæmd ákvæðum laga nr. 25/
1975 um ráðgjöf og fræðslu varð-
andi kynlíf og barneignir.“ Það er
stórmannleg framkvæmdaáætlun
þetta,“ sagði hann, „að ætla að
hrinda í framkvæmd lögum sem
orðin eru 12 ára gömul. En betra
er seint en aldrei.“
í plagginu er fjallað um nauð-
syn þess að hafa sem jafnasta tölu
fulltrúa kynjanna í stjórnun,
nefndum og ráðum á vegum op-
inberra aðila. Hjörleifur sagði
erfitt að lögbjóða slíkt en benti á
að sum félagasamtök t.a.m. Al-
þýðubandalagið, hafa sett binda-
ndi ákvæði um slíkt. Sagði hann
það hafa gefið góða raun og hver
flokkur og félagasamtök yrðu að
taka sig á, á sínum eigin vettvangi
og sýna í verki að einhver hugur
fylgi orðum.
Valfrelsi kvenna
Lokakafli áætlunarinnar fjallar
um ýmis félagsleg atriði í sam-
bandi við jafnréttismálin, svo
sem fæðingarorlof, réttindi
heimavinnandi fólks, samfelldan
skóladag og dagvistun barna. Þar
er m.a. fjallað um að tryggja
þurfi heimavinnandi maka sömu
réttindi á við þá sem eru úti á
vinnumarkaðinum. Hjörleifur
sagði brýnt í þessu samhengi að
auka valfrelsi kvenna um það
hvort viðkomandi leitar starfa úti
á vinnumarkaðinum eða er
heimavinnandi. „Það er varhuga-
vert að grípa til aðgerða í þessu
samhengi, sem hægt væri að nota
af stjórnvöldum og þröngsýnum
aðilum vinnumarkaðarins til að
ýta konum út af vinnumarkaði og
inn á heimilin," sagði hann. Það
yrði að vera þeirra eigið val og til
þess yrðu að vera til uppeldis-
stofnanir, barnaheimili og önnur
nauðsynleg gæsla og aðstaða í
skólum landsins. Þannig gætu
konur tekið þátt í atvinnulífinu
með eðlilegum hætti en einnig
valið um að vera heimavinnandi
og sinnt þeim þýðingarmiklu
störfum sem þar eru unnin.
Lengra fæðingarorlof
Hjörleifur sagðist hefði viljað
sjá í svokallaðri framkvæmdaá-
ætlun ríkisstjórnarinnar að lengd
fæðingarorlofs yrði tvöfölduð nú
þegar úr þremur mánuðum í sex
og þá sem áfangi að því marki að
lengja fæðingarorlofið í eitt ár.
Að slíku hefði verið bragð í stað
þess að í áætluninni segir aðeins
að leita þurfi leiða til að lengja
orlofið. Þá sagði hann það lág-
markskröfu að grunngreiðslur í
fæðingarorlofi yrðu hækkaðar.
„Það er ekki falleg aðstaðan
sem konum er búin, sem ætla sér
hlut á vinnumarkaðinum með
það skamma fæðingarorlof sem
hér er í gildi og þær félagslegu
aðstæður sem þeim eru búnar,“
sagði hann. „Konur þurfa að leita
út á vinnumarkaðinn til að afla
nauðsynlegra tekna fyrir heimilið
en hafa í raun ekki til þess boð-
legar aðstæður.“
Hjörleifur minnti á þingsálykt-
unartillögu Guðrúnar Helgadótt-
ur og fleiri sem samþykkt var á
alþingi fyrir nokkrum árum um
nauðsyn þess að koma á sam-
felldum skóladegi.Það er ítrekað
í framkvæmdaáætlun ríkisstjórn-
arinnar en hvergi á það minnst
hvernig því marki eigi að ná eða í
hvaða áföngum. Hjörleifur
gagnrýndi þetta og rifjaði upp
vamarorð OECD skýrslunnar
um rofinn skóladag og langt
sumarleyfi skólabarna hér á
landi. Hann sagði nauðsynlegt að
lengja skóladaginn hjá yngstu
börnunum til að skólarnir geti
verið starfs- og leikvettvangur
barnanna með nauðsynlegri
gæslu. Hann benti á að í Reykja-
vík eru aðeins 100-200 pláss á
skóladagheimilum og spurði
hversu mörg þau væru börnin
sem ganga með lykil um hálsinn
og hafa enga gæslu eftir að stutt-
um skóladegi lýkur meðan for-
eldrarnir eru úti að afla tekna
fyrir heimilið. Hér væri þörf fyrir
raunverulega framkvæmdaáætl-
un en ekki aðeins frómar óskir.
Vinnualag og
lyklabörn
„Kórónan á sköpunarverkinu
er samt kaflinn um dagvistar-
mál,“ sagði Hjörleifur. Þar segir:
„ítarleg könnun fari fram á þörf
fyrir dagvistarstofnanir, sbr. fyrri
kannanir um sama efni. Því verði
beint til sveitarfélaga og þau miði
áætlanir sínar við þá könnun og
þeim fjölskyldum fjölgi sem fái
aðgang að dagvistarstofnunum
og skóladagheimilum."
Hjörleifur minnit á 10 ára áætl-
un um byggingu dagvistarstofn-
ana sem gerð var fyrir mörgum
árum og núverandi ríkisstjórn
átti m.a. að framfylgja. Það hefur
verið svikið í reynd, sagði hann,
og framlög til dagvistarmála hafa
verið skorin niður ár eftir ár og
rýrnað að raungildi. Þetta væru
efndirnar og nú ætti að fara að
gera könnun!
Að lokum vék Hjörleifur að
þróun jafnréttismálanna í heild
og sagði hana endurspegla vax-
andi misrétti í samfélaginu þar
sem ríkisstjórnin hefði forgöngu
um að ýta undir óhefta markaðs-
hyggju í samfélaginu. Hún leiddi
til vaxandi mismunununar einu
sviðinu af öðru og hitti fyrir þá
hópa sem stæðu höllustum fæti
fyrir, konur sérstaklega, en einn-
ig marga aðra hópa, sem þyrftu á
öðru samfélagi að halda en því
samfélagi vaxandi auðhyggju
sem ríkisstjórnin hefði staðið
fyrir.
„Margir þættir jafnréttismál-
anna eru samslungnir samfél-
agsgerðinni að öðru leyti,“ sagði
Hjörleifur. „Hvaða áhrif skyldi
það t.d. hafa að íslendingar búa
við eina lengstu vinnuviku í hin-
um iðnvædda heimi? Hvaða áhrif
skyldi það hafa að menn þurfa að
leggja á sig tvöfaldan vinnudag til
að afla tekna og konum er sum-
part nauðugum ýtt út á vinnum-
arkaðinn af þeim sökum? Og
hvaða áhrif skyldi það hafa á fjöl-
skyldulíf ílandinuog félagslega
stöðu kvenna, þar sem vinnuá-
lagið og aðrar félagslegar aðstæð-
ur kvenna eru ein grófasta hindr-
unin í vegi fyrir því að konur geti
rétt sinn hlut og sótt fram með
eðlilegum hætti?“ sagði hann að
lokum. _ ÁI
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur
Mlóvikudagur 25. febrúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 9